Vísir - 27.07.1963, Side 11
V1SIR . Laugardagur 27. júlí 1963.
?7
Minningar sp j öld
Minningarspjöld Blómasveiga-
sjóð Þorbjargar Sveinsdóttur eru
seld hjá Áslaugu Ágústsdóttur,
Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats-
dóttur Teigagerði 17, Guðfinnu
Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka-
stíg, Guðrúnu Benediktsdóttur,
Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhann-
esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl
un Lárusar Lúðvíkssonar Banka-
stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
Minningarspjöld styrktarsjóðs
starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar fást á eftirtöldum stöðum:
Borgarskrifstofum Austurstræti
16, Borgarverkfræðingaskrifstof-
um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla-
tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan
Hafnarhúsinu á tveim stöðum, Á-
haldahúsinu við Barónstíg, Hafnar
skrifstofunni, Bæjarútgerðinni
skrifstofunni, Hitaveitan Drápu-
hlíð 14, Strætisvagnar Reykjavík-
ur Hverfisgötu 115 og Slökkvi-
stöðin Tjamargötu 12.
Tilkynning
Áskrifendaþjónusta VÍSIS.
Ef Vísir berst ekkj með skilum
til áskrifenda eru þeir beðnir að
hafa samband við áskrifendaþjón-
ustu Vísis, síma 1-16-60. Þar er
tekið á móti beiðnum um blaðið
til kl. 20 á hverju kvöldi, og það
sent strax til allra þeirra, sem
gera viðvart fyrir þann tíma.
í Belgíu hefur lögreglan tekið
upp nýstárlega aðferð við að fá
ökumenn tii þess að aka með
löglegum hraða.
Aftan á mótorhjólum lögreglu
mannanna er komið fyrir stórum
hraðamæli, sem sýnir hversu
hratt er ekið. Ef ökumennimir
passa sig ekki, þá eru þelr f erfið
leikum, og ekk ier nein leið að
bera fyrir sig að hraðamælirinn
sé bilaður.
# # # Stl
17.30 Barnatími (Hildur Kalman).
18.30 „Lýsti sól stjörnustól“
Gömlu lögin sungin og leik-
in.
20.00 Einsöngur í útvarpssal:
Jónatan (Tani) Bjömsson
frá Seattle syngur. Við
hljóðfærið: Fritz Weiss-
happel.
20.15 Sagan af karlssyni: Stefán
Jónsson ræðir við Jóhannes
Jósefsson áttræðan.
20.45 Tónleikar.
21.10 í borginni, — þáttur í um-
sjá Ásmundar Einarssonar
blaðamanns.
22.10 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Sjónvarpið
Laugardagur 27. júli.
14.00 Saturday Sports Time
16.30 Harvest
17.00 The Price Is Right
17.30 Candid Camera
17.55 Chaplin’s Corner
18.00 Afrts News
18.15 Air Power
18.30 The Big Picture
19.00 Perry Mason
19.55 Afrts News Extra
20.00 Wanted — Dead Or Alive
20.30 The 20th Century
21.00 Lock Up
21.30 Have Gun — Will Travel
22.00 The Dick Van Dyke Show
22.25 Afrts Final Edition News
22.30 Northem Lights Playhouse
„Captain Scarlett"
Sunnudagur 28. júl.
14.30 Chapel Of The Air
15.00 Wide World Of Sports
16.30 White House Tour
17.30 The Christophers
18.00 Afrts News
18.15 Sacred Heart
18.30 Science In Action 8 ,j
19.00 Parents Ask About School
19.30 The Danny Thomas Show
19.55 Afrts News Extra
20.00 The Ed Sullivan Show
21.00 Rawhide
22.00 Science Fiction Theater
22.30 Gunsmoke
22.55 Afrts Final Edition News
23.00 Northem Lights Playhouse
„I Shot Billy The Kid“
Messur
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11.
Séra Magnús Runólfsson.
Dómkirkjan. Messa kl. 11 f.h.
Séra Jón Auðuns.
Spáín gildir fyrir 28. júlí.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Vonbrigði eða erfiðleikar
vinar þíns gætu haft áhrif á
geðsmuni þína í dag. Láttu ekki
happ úr hendi ganga í kvöld.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Ef þú tekur skyldustörfin fram
yfir ánægjustundirnar, þá er
hætt við að maki þinn eða ná-
inn félagi verði fyrir vonbrigð-
um.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júní: Láttu ekki liggja illa á þér
þó eitthvað kunni að reynast
þér andsnúið eða sakir geðillsku
annarra. Þú ræður algerlega yfir
þér sjálfur.
Krabbinn, 22. júni til 23. júlí:
Þér gæti virzt sem sparifé þitt
sé með minna móti þessa dag-
ana. Það væri betra að leggja
reglulega ákveðna upphæð fyrir.
Hafðu ekki áhyggjur að ástæðu
lausu.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Maki þinn eða félagi gæti haft
ýmislegt við fjármálastefnu þína
að athuga, ef ástæða væri til
að ætla að þú héldir þig of rík-
mannlega.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.:
Þú gætir haft áhyggjur út af
gangi mála í atvinnu þinni eða
heilsufarinu. Lífsorka þín ætti
að vera með meira móti og
mögulejkar á að auka hana enn.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Sálarástand þitt gæti verið með
erfiðara móti sakir ásigkomu-
lags vinar þíns eða ástvinar.
Það eru litlar líkur til að krafta
verk gerist í náinni framtíð.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Þú verður að hugleiða afleið-
ingar gerða þinna náið, áður en
þú hefst handa, sérstaklega, ef
þér finnst þetta allt einhvað
vafasamt. Flýttu þér ekki um
of.
Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Þú gætir lent í einhverju
klandri á vegum úti eða töfum,
ef þú þarft að stjórna ökutæki.
Þér mundi reynast bezt að halda
kyrru fyrir.
Steingeltin, 22. des. til 20.
jan.: Þú kannt að vera enn í
nokkurri fjárhagslegri klípu,
þannig að þú þurfir að mæla
útgjöldin við nögl þér. Þú kannt
að þurfa að herða sultarólina.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Loforð annarra kunna að
valda þér nokkrum vafa, því
ýmislegt bendir til þess að þáu
séu ekki haldin. Bíddu með að
dæma.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Þú kannt að vera nokkuð
í vafa um framtíðina sakir innri
efasemda, sem leita nú á þig.
Það þarf mikinn trúarstyrk til
að bæla þær niður.
K
B
Ef Kirby kemur demantsfylltu
brúðunni sinni gegnum tollinn og
upprætir óvini þína, muntu launa
honum vel að makleikum, Ming?
Að sjálfsögðu, Fan.
— Hvemig?
Hvernig? Með þessari!
Nokkrir af færustu kjam-
orkufræðingum Bandarikjanna
voru fyrir skömmu saman-
komnir í Las Vegas, þar sem
þeir héldu með sér fund. Einn
þeirra, frægur prófessor, eyddi
öllum frftima sínum vlð spila-
borðin, og féklíst ekki til að
yfirgefa þau hvað sem á gekk.
Þetta varð auðvitað til bess að
félagar hans tóku að ræða mál
ið. — Harry spilar bara eins
og það sé ekkert til sem heit-
ir morgundagur, sagði einn
þeirra.
— Tja, sagði annar, hann
veit kannski eitthvað, sem við
vitum ekki.
☆
Dean Martin hefur löngum
verið þekktur fyrir að þykja
gott i staupinu, og satt að
segja er lygilegt, hvað maður-
inn getur látið í sig af whisky.
Fyrir skömmu síðan fór hann
að sjá mynd, um ofdrykkju-
mann, og var endir hennar á-
kaflega sorglegur, og myndin
eins drungaleg og hugsast gat.
Þegar Dean kom heim, sagði
hann við kunningja sína, þau
Frank Sinatra, Shirley McLain
og Peter Lawford: Nú er ég
hættur. Hættur að drekka?
spurði Frank. Dean leit á hann
vorkunnsamlega um Ieið og
hann helltl sér í glas, nei, að
fara í bíó.
☆
Ferðamaður, sem var á
sinni fyrstu reisu til Ítalíu,
stóð i anddyri hótelsins og
sagði við fylgdarmann sinn:
Vilduð þér gera svo vel að
skrlfa fyrir mig í hótelbókina,
ég þekki ekki þessar itölsku
reglur. Ekkert sjálfsagðara,
sagði hinn kurteisi fylgdarmað
ur. Þegar þeir skildu spurði
ferðamaðurinn til vonar og
vara, hvemig gáfuð þér nafn-
ið? Ég kopieraði eftir miðan-
um á töskunni yðar. Gott,
sagði ferðamaðurinn ánægður,
hann gaf manninum ríkulegt
þjórfé og fór svo upp til sín
að sofa. Eitthvað hefur þó
enskukunnáttu fylgdarmanns-
ins verið ábótavant, því að
þegar gesturinn kom niður
um morguninn heilsaði dyra-
vörðurinn honum kurteislega,
og sagði: Góðan daginn, herra
Ekta nautshúð.
☆
Hinn frómi læknir hafði tek-
ið að sér að stjórna sunnudaga
skóla þorpsins. Og i einni af
fyrstu kennslustundunum
spurði hann Tomma litla, —
hvað þurfum við að gera til
þess að komast til guðs? —
Við þurfum að deyja, svaraði
Tommi. — Alveg rétt, vinur,
sagði læknirinn, en hvað þurf-
um við að gera áður? — Tja,
sagði Tommi, við þurfum auð-
vitað að verða veik og senda
eftir yður.
• \
'i \ I r
I !
' 1
•Vi n ' ' ' \ \