Vísir - 27.07.1963, Side 13
V í SIR . Laugardagur 27. júlí 1963.
13
TakiB ekki ori þeirra sem
tala í svehi of alvarlega
T7f eiginkonan heyrir manninn
tala upp úr svefni og minn-
ast á einhverja aðra elsku
heldur en hana sjálfa skal
henni bent á að taka ekki orð
eiginmannsins of alvarlega. Og
sama skal eiginmanninum bent
á, ef frúin á í hlut.
Þvf þessi elska getur verið
einhver Jóna eða Gunna, Pétur
eða Páll, sem hún eða hann
hefur séð nýverið á bíó eða
lesið um í bók. Og brezkur
læknir segir:
— Takið ekki frásagnir
þeirra sem tala upp úr svefni
of alvarlega. Ef eiginmaðurinn
eða eiginkonan nefnir eitthvað
nafn í svefni eru mjög sterkar
líkur fyrir því, að það sé ein-
hver hetja, sem þau hafa séð í
bíó, horft á í sjónvarpi eða
lesið um í bók.
Tjað er líkt með drauma og
svefntal. Efnið er komið frá
einhverjum nýliðnum atburð-
um, stundum blandað saman
við minningar bernskuáranna.
Ástæðan getur verið að við-
komandi hafi borðað nýverið og
sé með fullan magann af mat.
Þung sængurföt og stundum
skrjáfur í glugga.
Þegar þú sofnar verður þú
smám saman meðvitundarlaus.
Vilji og skynsemi hverfur, en
hluti af heilanum starfar, sá
sem geymir minningar og hug-
myndaflug.
Léttur og þungur svefn
skiptist á yfir nóttina og heyrn-
arskynjun þín helzt nokkuð.
Þegar þú sefur laust, þá heyr-
irðu raddir og hljóð, sem koma
af stað hugsun og Imyndunin
skýrist sem draumur.
Mjög oft er það hreinasta
bull, sem fólk lætur út úr sér
í svefni og ekki er hægt að
skilja eina einustu setningu.
En það skal tekið fram að
stundum geta menn ljóstrað upp
leyndarmálum og tal þeirra
býr yfir sannleika.
Ef hugur þinn er haldinn
kvíða og hræðslu kemur það
mjög oft fram í draumi. Her-
mönnum er t .d. mjög gjarnt
eftir orustur að dreyma mikið
og tala mikið upp úr svefni.
Tjó sumt fólk sé bersýnilega
I svefni hefur það stokkið
fram úr rúminu og gefið há-
værar skipanir. Skipstjóra ein-
um var það mjög títt að stökkva
fram úr og kalla: „Allir í bát-
ana“.
Svo var með Aloysius
Tannenfeld búsettan í N. Y. í
svefni eina nóttina byrjaði hann
að bylta sér og láta illa. Varð
það til þess að konan hans Júlía
vaknaði og heyrði hún hann
tala hátt og skýrt. Brá henni
mjög, svo hún vakti móður
sína og fóru þær báðar að
hlusta og heyrðu þær hann
segja greinilega:
— En elsku Emma, það er
ekki mér að kenna að við höf-
um ekki sézt I mánuð. Þú veizt
að ég er sÖIumaður. ‘ ''
Og eftir stutta stund segii*
eiginmaður Júlíu aftur, hálf
æstur:
— Hættu að tala um þetta,
ég sendi þér skeyti. — Var
heimilisfangið ekki rétt? Og
hægt og skýrt endurtók hann
heimilisfangið.
Næsta dag hringdi móðir
Júlíu í þetta hús og hitti á
Emmu. Sannaðist þá á Aloysius
tvíkvæni.
~p^n hversu stór hluti fólks tal-
ar upp úr svefni?
Það er ekki hægt að segja
En Dr. E. Coplans, brezkur
læknir sem eitt sinn lá á sjúkra-
húsi segir að 60% mannanna
sem lágu með honum í herbergi
hafi talað upp úr svefni.
— Það skeði oftast milli
tólf og tvö á næturnar. Oft
voru fyrstu setningarnar mjög
skýrar, en að síðustu var ekki
hægt að skilja neitt, segir Dr.
Coplans.
Skoti nokkur sem lá með
honum á stofu var mjög guð-
hræddur maður byrjaði ætíð kl.
1,30 að syngja sálminn „Abide
With Me“ og söng hann mjög
skýrt.
Svefntal varð til þess að til
slagsmála kom milli tveggja
fanga í klefa I tugthúsinu I
Manchester í Englandi. Byrjuðu
þau með því að annar fang-
anna talaði I svefni og hélt
vöku fyrir hinum. Var sá síðar
nefndi mjög gramur, þar til
reiðin blossaði upp í honum og
allt endaði í slagsmálum, með
‘j’þéjm afféiðitigum að sá sem
' ’ táláði upp úr svefni var fluttur
á sjúkrahús með brotið rif, en
hinn fékk þriggja mánaða dóm
til viðbótar.
S/WWNAAAAAAA/WW\A/WVWWWW>'VWWWVWV\A/VWWVAAAAAAAAAAA/
Fimmtán bílar skemmdast
um borð / REYKJAFOSSI
Óvenjumiklar skemmd
ir urðu á bifreiðum, sem
m.s. Reykjafoss kom
með til landsins frá Ant-
werpen og Hamborg í
vikunni. - Skipið lenti
í mjög vondu veðri á
leiðinni og voru á þilfari
þess um 40 bifreiðir. Við
lauslega athugun er tal-
ið, að 15 þeirra hafi
skemmzt. Skemmdust
bifreiðirnar mismunandi
mikið, en ein er talin
alveg ónýt.
Vísir átti nýlega stutt sam-
tal við skipstjórann á Reykja-
fossi, Eirík Ólafsson ,og sagði
hann að skipið hefði lent í mjög
miklum sjógangi, en verst hefði
veðrið verið um 200 sjómílur
frá Vestmannaeyjum og hefðu
þá flestar bifreiðirnar skemmzt.
Aðallega var hér um að ræða
Rambler og Simca bifreiðir. Á
nokkrum bifreiðanna dældaðist
þakið mikið niður og einnig
voru áberandi skemmdir á hlið-
um þeirra, og er auðsjáanlega
um nokkuð mikið tjón að ræða.
Flestar bifreiðirnar munu vera
tryggðar hjá Sjóvátryggingafé-
lagi Islands.
v ELIZABETH POST
crem. Allar tegundir.
Vanishing crem. All
purpose crem, Cold crem,
Dry skin crem,
fást í tveim stærðum.
*
Ennfremur Elizabeth Post
hárlakk i stórum brúsum.
SNYRTIVÖRUBÚÐIN
^augavegi 78 Slmi 12275
Aðeins 200 m. sundsprettur til þess að auka
hróður íslands meðal frændþjóðanna á Norð-
urlöndum.
RAM MAGERÐI NI
HSBRII
GRETTISGÖTU 54|
i ISÍMI-19108
v/Miklatorg
Sími 2 3136
ferran/a
f ilmur
Einbýlishús, lítið, í út
hverfi til sölu eða f
skiptum fyrir fólks-
bifreið.
Ford ’55 6 cilendra, bein-
skiptur.
Ford ’58 6 cilendra, sjálf-
skiptur, fallegur bíll.
Mercedis Benz 220 ’55
einkabíll í góðu ásig-
komulagi.
Skoda ’55, útborgun 10—
15 þúsund.
Opel Caravan ’55, góður
bíll.
Opel Record ’58, sam-
komulag um greiðslu.
RAUÐARÁ M
SKÚLAGATA 55 — Stíll 15512
“1
|íi||S||
b.ifn*iðin ickin ;i l«ig« i einn tnánuð eifa lenifri tinia, l>á gi’fiini viiV 10 — 20% afslítt í lelgugjaltU. — Leicjum blfreiðir okkar allt niiJúr i'3 tuhn, , '■<
uumi ititRrinmim i. * reykjavík keflavík akíiaimes
mlfiLllllrt. UirilLlllflLLlUflll !l<l> KlApp.-iiv.tig 10 simi 1-37 ?d. fflöbmh 106 slnij 1513. Uuóurgotu Ui simt 170.
Íbrfiut KW slnii 1313.
iiuöui-gotu U'i sírot 170.
/