Vísir - 27.07.1963, Síða 16
VISIK
Laugardagur 27. Jölí 1963.
i
Dr. Björn Sigurbjömsson
Alþjóða kjarnorkumálastofn-
unin i Vínarborg hefur ráðið ís-
lenzkan sérfræðing, dr. Bjöm
Sigurbjörnsson, í sína þjónustu
til tveggja ára og fer hann utan
innan skamms. Hann mun eink-
um starfa að jurtakynbótum og
skipuleggja slikt starf með og í
þágu ýmissa vanþróaðra landa.
Dr. Bjöm er sérfræðingur í
jurtakynbótum hjá Atvinnudeild
inni, hefur verið þar fastráðinn
síðustu árin og haft yfirumsjón
með öilum kornræktartilraunum
hér á landi með mjög góðum
árangri, utan þeim tilraunum,
sem Kiemenz Kristjánsson á
Sámsstöðum hefur meðgjörð
með. Björn mun áfram hafa yf-
irumsjón með kornræktartilraun
unum hér heima, meðan hann
dvelst ytra, skipuleggja þær og
túlka niðurstöður þeirra.
Framh. á 10. síðu.
Veiðifélög á aðalfundi
Evrópumeistaramótið i bridge: <
Noregur vann ísland
Landsamband veiðifélaga hélt að
alfund sinn í Borgarnesi 20. júlí
s. 1. Fundinn sátu fulltrúar veiði-
félaga úr þremur landsfjórðungum.
Veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson,
flutti erindi um veiðimál og sýndi
litskuggamyndir. Rætt var meðal
annars um endurskoðun laxveiði-
laganna. Fundurinn þakkaði Al-
þingi og ríkisstjórn fyrir framtak
við byggingu Laxeldisstöðvar í
Kollafirði. Jafnframt skoraði hann
á ríkisstjómina að auka verulega
fjárframlög til Veiðimálastofnunar-
innar til þess að hún geti mætt
OPNA
SÝNINGU
Á sunnudaginn kl. 6 e. h. verður
opnuð sýning á málverkum frú
Kristínar Jónsdóttur á Akureyri.
Eru það dætur hinnar látnu lista-
konu, Helga og Hulda Valtýsdætur,
sem efna til sýningar þessarar.
Sýningin verður haldin í Gilda-
skála Hótel Kea og verður hún
opin í um viku tíma.
Á þessari málverkasýningu
munu verða sýndar allmargar af
síðustu myndum frú Kristínar.
Sýning á verkum hinnar iátnu
listakonu var haldin hér í Reykja-
vík I október f fyrra.
ört vaxandi þörf fyrir leiðbeininga-
starfsemi, og rannsóknir í þágu
veiðimála. Á fundinum ríkti mikill
áhugi fyrir eflingu samtakanna, og
taldi hann þörf á að stofnuð yrðu
veiðifélög við vatnasvæði, þar sem
þau væru ekki fyrir.
Baden-Baden í gærlrveldi.
í níundu umferð á Evrópu-
meistaramótinu í bridge sigraði
Noregur ísland með 107 stigum
gegn 64 (6—0). Þeir Islendingar
sem spiluðu gegn Noregi, voru:
Símon, Þorgeir, Stefán, Lárus.
Önnur úrslit í umferðinni
urðu sem hér segir: Líbanon
gerði jafntefli við Svissland,
3—3, Pólland vann Holland
6—0, Finnland gerði jafntefli
við Ítalíu 3—3, Sviþjóð vann
Egyptaland 6—0, írland vann
Spán 6—0, England vann Aust-
urríki 6—0, Danmörk gerði jafn
tefli við Belgiu 3—3, Frakkland
vann Þýzkaland 6—0.
Stefán.
SK0ZKT NHISKY brugg-
Imi írá ISLANDI
Það gerist í fyrsta sinn í sög-
unni í sumar, að verið er að
rækta bygg í skozkrj jörð af
fræi frá íslandi, og er ætlunin
að gera tilraun til að nota þetta
bygg við hina heimsfrægu
whisky-framleiðslu Skota. Þau
byggafbrigði, sem um er að
ræða, eru af kanadiskum upp-
runa, og verður það ekki sýnt
fyrr en seinna í sumar, hvernig
Skotum sjálfum tekst ræktun
þessara afbrigða.
Þannig er mál með vexti, að
Skotar hafa til þessa dags flutt
inn frá Kanada ákveðin afbrigði
af sexraða byggi til whiskyfram
Ieiðslu sinnar, en sjálfir rækta
þeir tvíraða bygg til ölgerðar
og fóðurs. Islendingar hafa
hins vegar að undanfömu m. a.
ræktað kanadískt sexraða bygg
afbrigði, til fóðurs.
Og nú er það spurningin,
hvers vegna Skotar sjálfir hafa
aldrei ræktað þetta kanadíska
sexraða bygg til whiskyfram-
leiðslu sinnar, úr því að rækta
• má það hér norður á Islandi til
fóðurs og jafnvel hugsanlega til
whiskyframleiðslu á beztu ár-
um!
Skozkur landbúnaðarsérfræð-
ingur, sem var hér á ferð í vor,
gat í rauninni alls ekki svarað
þessari spumingu, sem dr. Björn
Sigurbjörnsson lagði fyrir hann,
og þegar þessi útlendi sérfræð
ingur fór að hugsa máiið, varð
hann I rauninni jafn hlessa og
Björn á því, að Skotar skyldu
ekki hafa komizt upp á lag með
að rækta. hinar kanadísku bygg-
tegundir sjálfir, í stað þess að
flytja byggið inn frá Kanada í
whisky sitt. Þess vegna þáði
hann með mikilli ánægju hið
kanadíska byggfræ frá íslandi
Dr. Björn Slgurbjörns-
son tíl starfa í Vín
cjl a.Kj iciaa nyja ug
mjög afkastamikla malbikunar-
stöð fyrir Reykjavíkurborg, |
eins og Vísir hefur sagt frá. —
Myndin er frá stöðinni, en búið
er að steypa undirstöður, og
vélar standa hjá. Sérfræðingur
er kominn til landsins til að
setja þær upp.
og sáði því í Skotlandi í maí í
vor 1 þeirri von að það mætti
verða upphaf að því að Skotar
færu sjálfir að rækta það bygg,
sem þeir þurfa til whiskygerðar
sinnar. Og hefðu þeir þá lært
þá lexíu úti á íslandi.
t/mmmmmm—m—mmmmm^^—*>
I Rigning
jyfir
helgina
IVeðurfræðingar okkar reikna
með rigningu og suðlægari átt
alla helgina. Áttu von á aust-
lægari átt í fyrradag og að
lægðin færðist sunnar en hún
gerði, — en í gær sveigðist hún
norður á Grænlandshaf og þess
vegna verður rigning a. m. k.
sunnanlands.
»