Vísir


Vísir - 30.07.1963, Qupperneq 2

Vísir - 30.07.1963, Qupperneq 2
2 V1 S IR . Þriðjudagur 30. julí 1963. ÞÆR HAFA GEFIÐ 24 MILLJÓNIR KR. TIL GÓDGERDASTARFSEMI y///"MLZ////'2MEZZ////A ú—i |—j ,=t V.'///// bH W///////'Z ■L /////////* K&i r3 Enn hefur íslenzkt kvenfólk ekki lagt út í það aS iðka knattspyrnu. Mun flestum stúlkum þykja það heldur ókvenlegt, að hlaupa á eftir leðurtuðru, íklædd- ar knattspyrnuskóm, háum lopasokkum og „brynjað- ar“ legghlífum, að ógleymdum stuttum, víðum lérefts- buxum og íþróttaskyrtu. Ekki gegnir sama máli um margar erlendar kynsystur þeirra. I Englandi er t. d. þó nokkuð stór hópur kvenfólks er leggur stund á knattspymuíþróttina, og eins er það með nokkur fleiri Evrópu- landanna. Fjórar slösuðust í sama leiknum. Flest ensku kvennaliðin eru frá norður og miðhluta landsins. Keppnistímabilið er stutt miðað við karlmennina. Hefst í apríl og endar í lok september. Leikirnir fara fram á laugardögum líkt og allur þorri knattspyrnuleikja. Flesta mun gruna að ekki sé um mikla hörku að ræða í kvenna knattspyrnu og jafnvel að „pen- píjuháttur" og fínheit sitji í fyrir- rúmi. En ekki er hægt að segja slíkt um marga leikina. I einum Ieik milli Englanös og Skotlands voru fjórar stúlkur bornar slasaðar af leikvanginum og annar mark- vörðurinn meiddist tvívegis. Eng- land vann leikinn og i sigurlaun fengu stúlkurnar að drekka „campagne" úr bikarnum. Yfir 20 miUjónir til góðgerðastarfsemi. Aðsókn að leikjunum, hvernig skyldi hún vera? Eitt liðanna, Preston Ladies, sem fyrir 45 árum sfðan hóf að keppa í knattspyrnu hefur oftar en einu sinni fyllt enskan fyrstudeildar leikvang og ekki alls fyrir löngu yfirfylltu þær Everton-leikvanginn. Ágóðann af leikjunum hafa stúlkurnar gefið til ýmiss konar góðgerðastarfsemi og nemur sú upphæð nú um tvö hundruð þús- und pundum eða rúmum tuttugu og fjórum milljónum ísl. króna. Enska knattspyrnu- sambandið segir stop. Enska knattspyrnusambandið virðist ekki vera samþykkt kvennaknattspyrnunni. Hefur það m. a. bannacj kvennaliðunum að keppa á völlum tilheyrandi þeim. Preston Ladies vantaði Wigan Rovers leikvanginn fyrir kappleik og átti ágóðinn að renna til góð- gerðastarfsemi. Sambandið hótaði félaginu stöðvun fjárgreiðslu til þess, ef það lánaði völlinn, svo stúlkurnar urðu að leika á mjög lélegum velli. Þrátt fyrir það kom mikill fjöldi ** : ■ '(_ ' ■■%' ........... ':í;; 'í/Æ iggp -Xí!!!M fólks og eftir leikinn afhentu stúlkurnar háa ávísun til hjálpar blindum. Læknarnir segja allt í lagi. Stúlkurnar eru að vonum mjög gramar, vegna afstöðu knattspyrnu sambandsins og ein þeirra, fyrrver- andi innherji Prestonliðsins, segir: „Ekki alls fyrir lögu var sam- bandið að kvarta yfir þvl að unn- ustur og eiginkonur reyndu að halda karlmönnunum frá íþrótt- inni. Nú þegar við sjálfar leikum, segja þeir að knattspyrna sé ekki íþrótt fyrir kvenfólk. Þeir virðast ekki vita hvað þeir eru að tala um, því læknar hafa staðfest það, að það sé allt í lagi fyrir kvenfólk að iðka knattspyj-nu. Ég hugsa að sambandið sé bara hrætt um að fleira fólk muni koma til þess að horfa á léttklæddar frískar stúlkur leika knattspyrnu heldur en karl- menn.“ Mörg vandamál. ^jtt af vers.tp yandamálunum er steðja að kvennaknattspyrnunni ýg ffamkvæmdastjófar liðanna þurfa að ráða fram úr er að finna staði þar sem stúlkurnar geta leikið og mikill fjöldi áhorfenda komizt fyrir. Versta vandamálið virðist þó vera að halda stúlkun- um saman. Mörgum kærastanum líkar það ekki vel að unnustan eyði miklum tíma I knattspyrriu og giftar konur þurfa ef til vill allt í einu að skreppa heim til þess að elda graut í húsbóndann eða sinna öðrum heimilisstörfum. Og illa líð- ur framkvæmdastjóranum þegar einhver stjarnan kemur til hans og segir: „Því miður get ég ekki leikið með, því ég á von á barni. Frá Sveinameistaramóti Islands. Sveinameistaremót Islmás á Aknmesi um s.L Um s.I. helgi fór fram á Akra- nesi Svelnamelstaramót Islands í frjálsum iþróttum. Þátttaka var mjög góð og tóku um 40 piltar þátt í mótinu. AIls mættu kepp- endur frá fimm félögum og félaga- samböndum. Sigurvegarar í mótinu urðu i þessir: j 80 m. hlaup Sigurjón Sigurðsson, ÍA, 9,5 sek. 200 m. hlaup Sigurjón Sigurðsson, ÍA, 25,2 sek. 800 m. hlaup Þorsteinn Þorsteins- son, KR, 2,12 sek. Langstökk Sigurður Hjörleifsson, HSH, 5,86. m. Hástökk Sigurður Hjörleifss., HSH, 1.65 m. Stangarstökk Erlendur Valdimars- son, iR, 3,00 m. Kúluvarp Erlendur Valdimarsson, ÍR, 16,30 m. Kringlukast Erlendur Valdimars- son, ÍR, 46,12 m. 4x100 m. boðhlaup A-sveit IR 50,7. Mótið hófst á Iaugardag og Iauk því á sunnudag. Garðar Óskarsson, formaður Ungmennafélags Akra- ness, setti mótið. ★ Mikill frjáls íþróttaáhugi er nú á Akranesi og hefur Ólafur Unnsteins son þjálfað Akurnesinga í frjálsum íþróttum. Erlendur Valdimarsson kastar kúlu. Joan Bigger. Fer 400 mílur til þess að keppa. Preston Ladies lentu í miklum vandræðum þegar Joan Bigger, miðherjinn þeirra, átti von á barni. En hún byrjaði»að æfa strax fimm vikum eftir að hún hafði fætt hraustlegan strák. Joan, sem býr í Stockvell finnst það ekki mikið að ferðast 400 míl- ur á laugardögum til þess að leika fyrir Preston. „Að finna tíma til æfinga er stórt vandamál fyrir húsmóður. Húsbóndinn hefur ekki svo mik- inn tíma að aflokinni vinnu að hann geti hjálpað mér að þjálfa mína knattmeðferð og skot. Og þegar ég labba mig niður í Batt- ersea Park líta margir mig hæðnis- legum augum,“ segir hún. Þegar stúlka einu sinni byrjar að æfa knattspyrnu virðist ekki nokkur maður geta stöðvað hana. Barbara Prescott ein af meðlim- um Preston Ladies var krafin þess af kærastanum að hún veldi milli hans og knattspyrnunnar. Hún valdi kattspyrnuna. Og þegar einn eiginmaður sótti um skilnað fyrir dómstóli í Eng- landi, sagði hann dómaranum aö hann þyrfti að gera öll húsverlcin og líta eftir syni þeirra meðan að konan væri að æfa og keppa í • knattspyrnu. Dómarinn vísaði málinu frá og sagði við eiginmanninn: „Þú ert að ræna frá liðinu einum landsins bezta miðverði. Nei, allar eiginkon- ur hafa rétt á þvl að stunda íþróttir — þar á meðal knattspyrnu. Já, og hver veit nema íslenzkt kvenfólk eigi eftir að hefja knatt- spyrnuiðkun og án efa yrðu það margir karlmenn sem legðu þá leið sína á völlinn til þess að sjá stúlkur heyja knattspyrnuleik. Syndíð 200

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.