Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 1
VISIR Sólíaxi fann flakiB í sfðustu viku var saknað danskrar Catalinaflugvélar, sem var á Grænlandsflugi. Flugvéljn var í eigu danska flughersins og með hennj 12 manin-s, þar af tvö lítil börn. Leit var gerð af flugvélinni og f gærkvöldi fann Sólfaxi, vél Flugfélagsins. flakið af dönsku vélinni nærri Grönne dal á Grænlandi. Engar likur eru taldar á að nokkur háfi komizt lffs af. Flugvél sú sem fórst. var se: fyrr greinir, f eigu danska fluj hersins, og með vélinnj voru 7 danskir hermenn, þar af einn með konu sína og tvö böm. Tveir Iæknar voru að auki f vél- inni, allt danskt fólk. Staður sá er Sólfaxi fann flak ið á. er syðst á Grænlandi ekkl allfjarri Nassasuak. Fregnir herma að mjög verði erfitt um alla björgnn á flakinu. Blaðamannaverkfaliið LEYST 0 í dag kl. 2,30 leyst- ist verkfall blaðamanna við dagblöðin og viku- blöðin í Reykjavík. — Hafði það þá staðið í rétt an hálfan mánuð. • Sáttasemjari hélt fund með deiluaðilum í gærkvöldi og stóð hann til kl. 7 í morgun. Á þeim fundi náðist samkomulag f deil- unni, sem báðar samninganefnd- irnar undirrituðu með fyrirvara. Eftir hádegið f dag skaut Blaða mannafélag íslands á fundi og var samkomulagið samþykkt á fundinum. Hefst því blaðaút- gáfa aftur, og er Vísir fyrsta dagblaðið sem kemur út eftir þessa deilu. í fyrramálið koma morgunblöðin fjögur út á venju legum tíma. • Blaðamenn fá nú 12.5% hækkun. Auk þess fá þeir nokkra mánaðárfega þóknun greidda fyrir vaktavinnu, en vinna á dagblöðunum fer að miklu leyti fram á kvöldin og að nokkru leyti um helgar. Þess ber hér að gæta, að blaðamenn höfðu ekki fengið 7.5% kaup- hækkun þá, sem ýmis önnur stéttarfélög hafa hlotið á und- anförnum mánuðum. • Um 60 starfandi blaðamenn voru í verkfalli meðan deilan stóð og auk þess blaðaljós- myndarar, en þeir njóta fullra Blaðamenn samþykkja nýja samninga á fundi f dag. félagsréttinda f Blaðamannafé- lagi íslands. Samningar þeir sem undirritaðir voru í dag gilda til eins árs. Þá var og samkomulag um skipan nefndar tveggja manna frá hvorum aðila sem geri athugun á vinnutíma blaðamanna og starfsaldurs- skiptingu milli launaflokka. — Nefnd þessi á að hefja störf 1. okt. og ljúka störfum 15. júní 1964. Síldarævintýrið í Eyjum 100 þús. tunnur ú lund Frá fréttaritara Vísis í Eyjum í dag. 8 bátar stunda nú héðan síld- veiðar og hafa aðeins tveir þeirra verið hér í allt sumar, hinir voru fyrir norðan og aust- an framan af. Aflinn, sem bát- ar þessir hafa lagt nér upp í sumar er rúml. 100 þúsund tunnur. Aflahæsti báturinn er Kári með 18.000 mál og tunnur. Sfldin er vel söltunarhæf, en vegna manneklu hefur hún nær öll farið í bræðslu, dálftið f frystingu. Fiskimjölsverksmiðjan hefur það sem af er þessu ári fram- leitt um 7600 tonn af síldar- og fiskimjöli og til samanburð- ar má geta þess, að f fyrra var ársframleiðslan 5000 tonn, óg var hún þá sú mesta til þess tíma. I vinnslustöðvunum hefur verið óvenjumikil vinna. Stöðv- unum var þó lokað frá 26. júlí til 12. ágúst til að gefa starfs- fólki kost á að fara í sumar- leyfi, en þó gátu allir, sem þess óskuðu haft vinnu við stand- setningar og lagfæringar á stöðv unum. Löndun hófst aftur á mánudag og var þá afli mjög góður og tóku stöðvarnar við 50—100 lestum hver. Um 45 — 50 bátar eru nú að veiðum með dragnót og á humarveiðum við Eyjar. Eru nú áðeins eftir 2 Vestmannaeyjabátar á síldveið- um við Norður- og Austurland. 6 bátar nafa siglt með ísvar- inn fisk til Englands og hafa sölur verið ágætar. Nú síðast seldi Jón Stefánsson 21 lest á rúmlega 1700 stpd. og tók veiði- og söluferðin aðeins 14 daga. Eins og er er stöðvun hjá Fiskimjölsverksmiðjunni vegna bilunar og fara því bátar með afla sinn til Fiskimjölsverk- smiðjunnar í Reykjavík. Hér er í byggingu ný sfldar- verksmiðja, sem Einar Sigurðs- son er að láta reisa en fram- kvæmdir við hana töfðust vegna skemmda sem undirstöður verk- smiðjunnar urðu fyrir í óveðr- inu um daginn. Verkinu verður nú hraðað eftir föngum. Tiiraun gerð til að sökkva bát Sá atburður varð á Skagafirði um helgina 4. ágúst, að skip- verjar á þilfarsbátnum Guðrúnu ÍS-558 sendu út neyðarkall. — Kom báturinn Adam frá Sauð- árkróki til að bjarga mönnun- um, sem voru þrír talsins og voru komnir í gúmmíbátinn. En Guðrún maraði þar í sjónum og sökk ekki, þótt hún væri full af sjó. Dró Adam hana til Sauð- árkróks. Við athugun kom í Ijós, að skipverjarnir höfðu reynt að sökkva henni. Þeir höfðu gert gat á síðu bátsins, skáru sundur kælivatnsslönguna og skrúfuðu frá botnlokum og fylltist hún þvf af sjó. Er vélln f henni mjög létt og mun það helzt hafa valdið því, að hún sökk ekki. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki yfirheyrði skipverjana og viður- kenndu þeir að hafa ætlað að sökkva bátnum. Þeir eru ekki eigendur hans. Þríburar fæddust á mánudag á Ákureyri Á mánudagskvöldið fæddust þríburar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Með því stækk- aði fjölskylda bónda eins f Fnjóskadalnum úr fimm böm- um í átta. Foreldramir höfðu búizt við að eignast tvíbura. Þetta vom tvær stúlkur, hvor þeirra ellefu merkur. og drengur 13 merkur, eða samtals 35 merk ur. Fæðingin gekk vel og líður börnam og móður ágætlega. Foreldrar eru Valtýr Krist- jánsson oddviti að Nesi f Fnjóskadal og Kristín Sigurðar dóttir kona hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.