Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Miðvikudagur 14. ágúst 1963. 5 Ný bók eftir Indr- iða G. Þorsteinsson Þessi mynd var tekin af þeim saman systrunum Önnu og Sirrí, þegar Anna var kjörin ungfrú Reykjavík f hittifyrra. Systurnar Sirrý og Anna í vikuheimsókn Ný skáldsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson, rithöfund og ritstjóra kemur út í haust. Hefur Indriði unnið að þessari bók undanfarin ár í hjáverkum, einkum norður á Akureyri, í leyfi frá öðrum störf- um. 1 viðtali við Dag á Akureyi seg- Kvennasíða — Framhaid 3* bls 3. hvít-köflóttur, eftirlíking af skákborði. Annað var það sem athygli og jafnvel reiði vakti. Sýndir voru frakkar með stórum vös- um að framan og hnepptir að aftan og einnig frakki úr gráu tweed-efni, þakinn götum á stærð við hænuegg eða tennis- bolta og í gegnum þessi göt glitti í skrautlega kjóla. Og þá eru það hattarnir — þeir hafa vart sézt skemmti- legri áður. Sumir voru bara eins og litlar alpahúfur, aðrir örlitið stærri og enn aðrir voru eins og smækkuð útgáfa af höttunum sem ítalskir prestar bera. ir Indriði, að bókin „gerist á nokkr um haustkvöldum 1938 og fjallar um bændur og ákveðin einkenni þeirra tíma. Maður er að minnast svolítið á kreppuna, sem þá var. Ef maður gerir sér ekki grein fyr- ir áhrifum hennar á þeim tíma skil- ur maður heldur ekki ýmsar und- arlegar hreyfingar í þjóðfélaginu í dag, sem stjórnað er af kreppufólk- inu eða fólki, sem ólst upp f kreppunni og hefur tilhneigingu til að flýta sér að lifa hvern dag eins og enginn annar dagur fylgdi á eft- ir. Þetta er þvl nokkurs konar for- málsbók við þann tíma, sem við lifum á nú“ sagði Indriði í við- talinu. Að sögn höfundar hefur bókin heitið mörgum nöfnum í handriti, en ber eins og stendur nafnið „Land í sárurn". Þessi nýja saga Indriða G. Þor- steinssonar verður fjórða bók hans. □ Brezka stjórnin hefur neit- að CUNARD-línunni um 18 millj. stpd. lán til smiði 60 þús- und lesta skips i stað hafskips- ins QUEEN MARY. 3 dauðaslys — Framh. af bls. 12 Dauðaslys varð einnig aust- ur á Seyðisfirði af völdum raf- magns. 16 ára piltur að nafni ívar ívarsson frá- Raufarhöfn var þar að hjálpa öðrum manni við að bora tappagöt á s.'Idar- tunnur hjá síldarsöltunarstöð- inni Borgir. Maðurinn sem bor- aði götin notaði til þess raf- magnsbor. Er hann hafði notað hann, rétti hann ívari borinn. Hann stóð þá uppi á tveimur tunnum, en hljóp niður af þeim og niður á bryggjuna. Hélt hann á borvélinni í hægri hendi. Allt í einu stirðnaði hann upp, og þegar rafmagnsstraumur var tekinr. af borvélinni, féll hann niður meðvitundarlaus. Var hann fluttur í sjúkrahús, en lífgunartilraunir báru ekki árang ur. Það kom í ljós við athugun, að borvélin leiddi út. Hún var ekki jarðtengd, en á bryggj- unni var mikið salt og bleyta, en pilturinn á Ieðurskóm með nælonsólum. I Sféffarfélagið — Framh. af bls. 12. Vegna fyrirmæla þeirra laga hafi stéttarfélaginu verið óheim- ilt að beita vinnustöðvun til þess að þvinga fram betri kjör handa nefndum verkfræðingum en lögin mæltu fyrir um og brjóti verkfallið því í bág við landslög. Þá geti stéttarfélagið heldur ekki með samþykktum sínum meinað félagsmönnum að gerast opinberir starfs- menn. Rlkisvaldinu sé bæði rétt og skylt að ráða til sln fasta starfsmenn er lúti ákvæðum laga um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna og um launakjör opinberra starfs- manna. Skipun verkfræðinganna fjögurra geti ríkisvaldið reist almennt á þessum rétti slnum, en þvl geti stéttarfélag hvorki hnekkt með verkfalli né kjara- samningi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að skipun verkfræð inganna fjögurra í stöðumar og ráðning þeirra sem opinberra starfsmanna hafi ekki brotið I bág við ákvæði vinnumálalög- gjafarinnar, eins og stéttarfélag ið hélt frám (18. gr. laga nr. 80, 1938). Beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna ríkið af dóm- kröfum stéttarfélagsins í mái- inu. Stéttarfélagið var dæmt til þess að greiða 4000 krónur f málskostnað. Hrapaði — Framh. af bls. 12. vitundarlaus, en þeir sáu lifs- mark með honum. Ljóst var þegar, að ógerlegt var að flytja Björgvin Vilhelm yfir stórgrýtta fjöruna, og báðu hjálparmenn- irnir því um bát. Innan tíðar kom bátur frá Keflavík ásamt lækni, en þegar að var komið var drengurinn látinn. Frá því lögreglunni hafði ver- ið tilkynnt um slysið og þar til báturinn kom, liðu ekki meir en 50 mínútur. Ógætni — Framh. af bls. 12. fyrir mótorhjólið á leið inn á Höfðatún. Vinstra frambretti bifreiðarinnar beygðlaðist tals- vert og lukt brotnaði. Mótor- hjólið beyglaðist að framan. En áverkar á mönnum urðu ekki. Ólafur Guðmundsson lögreglu- Þær systurnar Sigríður og Anna Geirsdætur, sem getið hafa sér gott orð I Ameríku sem fegurðardísir, munu koma í heimsókn til heimalandsins á morgun og dveijast hér i um vikutíma. Koma þær með Loftleiðaflug- vél á morgun 1 litlum skemmti- ferðahópi með kunningjafólki sínu og munu um átta manns verða I hópnum. Þeirra á meðal Nicky Hilton, sonur hótelkon- ungsins fræga, Conrads Hil- tons. Mun þetta fólk ferðast um þjónn er að ræða við aðila. — Það er ónetanleg staðreynd, að ökumenn bifreiða taka ekki nægilegt tillit til þeirra sem fara um á reiðhjólum eða mót- oriijólum, og verða mörg siys af þeim sökum. (Ljósm. Vísis: I. M.). landið og fara til laxveiða, senni lega norður I Laxá í Þingeyjar- sýslu og víðar þar sem veiði- leyfi eru föl. Meðan pað dvelst hér I Reykjavík, mun það búa á Hótel Sögu. Það er nú nærri hálft annað ár síðan þær systumar fóru síðast utan, Anna þá til að taka þátt I fegurðarsamkeppninni I Miami, þar sem hún varð önn- úr I röðinni. Síðan hafa þær stundað leik og verið við nám I leik og dansskólum. Sigríður hefur nýlega lokið við að leika I sakamálakvikmynd, sem kall- ast The Creeping Hand og verð- ur frumsýnd nú I haust. Anna hefur leikið smáhlutverk 1 söng leiknum South Pacific I Las Vegas, en sýningum á því er nýlega lokið. Þær eru nú I sumarfrii og mun hópurinn halda áfram til Evrópu, þegar skemmtiferðinni hér heima er lokið. ÁRGERÐ 1963 ER UpOSCld! Árgerð 1964 væntanleg í þessum mdnuði — Fjölbreytt og fallegt litaval — Tökum d móti pöntunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.