Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 8
V1SIR . Miðvikudagur 14. ágúst 1963. 8 Sigvaldi Hjálmarsson Frh. af bls. 7: fyrir ólfk viðhorf. Það er al- mennur misskilningur, að guð- spekinemar álíti sig eitthvað heilagri eða vitrari en annað fólk. en þótt svo kunni að vera f stöku tilfellum, held ég ekki, að það sé algengt sjónar- mið meðal félagsmanna. Þeir ganga í félagið af ýmsum á- stæðum, samúð með stefnu- skránni, löngun til að fræðast um dulrænar kenningar og hitta aðra, sem hafa áhuga á svipuð- um efnum, en þetta er langt frá því að vera trúfélag eða sér- skoðanasöfnuður, enda tilheyra þvf menn af öllum trúarbrögð- um og trúleysingjar, fylgjendur ýmissa heimspekistefna eða engra, og enginn, hvorki for- setinn né nokkur félagsmaður, hefur rétt ti! að þröngva skoð- unum sínum eða kenningum upp á aðra“. Kjaminn vel menntað fólk og vísindamenn. „Hvað eru margir í félaginu?" „Þeir eru ekki mjög margir, eitthvað milli 30 og 40 þúsund f u. þ. b. 50 löndum, en ég myndi segja, að kjarninn væri yfirleitt vel menntað fólk, og fjöldinn allur af vfsindamönn- um, sálfræðingum, rithöfundum og svokölluðum .intellectuals' starfar þar af miklu kappi. 1 Stokkhólmi eru það mestmegnis verkfræðingar, sem halda starf- seminni uppi, f London aftur á mótj mikið af eðlis- og efna- fræðingum. í háskólanum f Leyden f Hollandi er kennara- stóll f .metafýsfk f guðspekileg- um anda' eins og hann er kalf- aður, og þar fara fram ýmsar athuganir á dulvfsindalegum gmndvelli". „Gerið þið mikið til að út- breiða kenningakerfi guð- spekinnar?" „Nei, við höfum ekki trú á, að heppilegt sé að boða dul- speki með áróðri. Að sjálfsögðu er haldið uppi víðtækri fræðslu- starfsemi fyrir þá, sem hafa á- huga á að kynnast kenningun- um, en á sama hátt og ekkert kennivald er innan félagsins, er ekki reynt að þvinga neinum skoðunum upp á almenning ut- an þess. Menn laðast að þessum fræðum, þegar þeir eru orðnir móttækilegir fyrir þau — fyrr þýðir ekkert að demba þeim yfir þá“. „Hvenær fékkst þú fyrst á- huga á guðspekinni?" „Ja, ætli ég hafi ekki fæðzt með hann? Ég veit ekki, ég get a. m. k. sagt, að ég aðhylltist ungur þessar frjálslyndu kenn- ingar og hef orðið þvf hrifnari af þeim sem ég kynntist þeim betur". „Þú trúir á endurholdgun — manstu eitthvað úr fyrri lffum hér á jörðinni?" „Ég held, að flestir, sem að- hyllast endurholdgunarkenning- una, geri það af því að þeim finnist hún skýra betur og leysa ýmis vandamál mannlegrar til- veru en nokkrar aðrar tilgátur — ekki af þvf að þeir telji sig muna fyrri jarðvistir. Og enda þótt menn telji, að þeir hafi minningar um fortilveru, þurfa þær ekki að vera nein sönn- un þess, að þeir hafi lif- að hér áður — ótal aðrar á- stæður geta komið til greina, eins og sálfræðingar geta út- skýrt. Þessa hlið dulspekinnar þarf að nálgast algerlega óper- sónulega og á vfsindalegan hátt, þvf að það er alltaf hætta á, að fmyndunaraflið leiði menn í gönur, ef persónulegar hvatir og ef til vill dulbúinn hégóm- Ieikur fá að spila inn í“. „Sannanir“ jafnan afstæðar. „En hefurðu sannreynt sjálf- ur, að kenningarnar séu byggð- ar á traustum grundvelli?" „Mér er ekki gefið um að blanda persónulegri reypslu inn í umræður um dulspeki, því að hún er hvort eð er engin sönijun fyrir neinn nema mann- inn sjálfan — og það sem ein- um finnst sönnun, er það kannske ekki fyrir annan, og það sem þér finnst sönnun í dag, álfturðu enga sönnun eftir tíu ár, o. s. frv. Ég get sagt, að ég hafi fengið persónulega reynslu fyrir því, áð sumt, sem haldið er fram f þessum kenn- ingum, sé ekki tóm fmyndun. Annars hef ég smám saman komizt að þeirri niðurstöðu, að bezt sé að vinna af frjálsri og hleypidómalausri athugun á andlegum kenningum, því að einhver sannleikur sé fólginn f þeim öllum, þótt engin þeirra sé einhlít. Það sjónarmið finnst mér auðveldast að halda mér við, þegar ég vinn fyrir guð- spekina og Guðspekifélagið". „Hvað álfturðu, að Guðspeki- félagið hafi gefið heiminum?" „Ef það hefur gefið honum eitthvað, held ég, að það sé fyrst og fremst hvatningin til að hugsa sjálfstætt, mynda sér sfnar eigin skoðanir og gleypa ekki umhugsunarlaust við nein- um kreddum og kennisetning-<S> um, hvo<ki f trúarbrögðum, vísindum,, heimspeki né dag- Iega lffinu. Ég held, að Guð- spekifélagið hafi verið fyrsta fé- lagið f heiminum, sem setti tak- markalaust jafnrétti alls mann- kynsins á stefnuskrá sína. Það hefur haft sín áhrif. Og kenn- ingar þess og skýringatilraunir á eðli mannsins og tilverunnar hafa borizt vfða og mótað hugs- un margra, sem ekki hafa hug- mynd um, að félagið sé til". „Heldurðu, að kenningakerfi guðspekinnar hafi siðbætandi áhrif á þá, sem aðhyllast það?" „Ja, það er rík áherzla lögð á að lifa f samræmi við skoðanir sínar, hvernig sem það nú tekst. Ég er þó viss um, að guðspeki- Iegt viðhorf hlýtur að vera mjög jákvætt f mannlegu lífi, þvf að það felur f sér trú á, að eitt- hvert gagn sé f allri viðleitni, og að maðurinn geti haft áhrif á heiminn, sem hann lifir f, ekki einungis hið ytra, heldur einnig með hugsunum sínum og tii- finningum. Um leið og hann þroskar sjálfan sig, þroskar hann brot af heildinni, og ef nógu margir leggia alúð við að bæta sig, batnar heimurinn af sjálfsdáðum". „Já, en flestir eru meira gefnir fyrir að bæta aðra en sjálfa sig“. „Það er nú gallinn á. Til þess að heimurinn batni, þarf hver einstaklingur að bæta sig, en á þvf er hvorki nægur áhugi né skilningur almennt. Annars er ég persónulega alltaf bjartsýnn á framtfð mannkvnsins og hef ekki trú á, að neitt alvarlegt slys gerist, þó að mennirnir hafi f höndum þessi ógurlegu eyð- ingarvopn. Þrátt fyrir allt hef- ur heimurinn kannske aldrei verið betri en f dag og aldrei eins almennt leitazt "ið að út- rýma þjáningu og vanbekkingu — og ef til vill stafar öll bjáning af vanbekkingu". Mystík vísindanna. ,,0g nú ertu að fara til Ind- lands í Vizkuskóla Guðspeki- félagsins". „Já, ég ætla að kynnast starf- seminni eins vel og mér er unnt. .Vizkuskóli' er álíka óheppilegt nafn og .guðspeki', en ég get ekki hætt við skólagönguna þess vegna! Mig langar að reyna að kynna mér starfsemi vísinda- deildanna innan félagsins — ég hef alltaf haft mikinn áhuga á framgangi efnisvfsindanna, og ég álít, að bilið milli mestu upp- götvana eðlisvfsindanna annars vegar og trúarreynslunnar hins vegar sé ekki eins breitt og margir vilja vera láta. Ég held, að eitthvað sé að koma upp, sem nefna mætti ,mystík vfsindanna', og mig langar að kynna mér það lftillega". „Setjum svo, að vfsindarann- sóknirnar gætu sannað, að allar kenningar guðspekinnar væru rangar og tilhæfuiausar — hvernig myndir þú bregðast við þvf?" „Mér fyndist það bara gott. Maður á alltaf að hafa það, sem sannara reynist, og kæra sig kollóttan, þó að allt hitt hrynji. Ég vi! helzt aldrei binda mig við neinar kenningar, þvf að viðhorfin eru stöðugt að breyt- ast. Heimsmyndin breytist eftir skilningi mannsins; það, sem er sannindi f dag, þarf ekki endi- lega að vera það á morgun. Sannleikurinn sjálfur skiptir máli, ekki skilningur okkar á honum á þessum og þessum tíma. Ef til eru algild sannindi, breytast þau ekki, hvort sem við skiljum þau og trúum á þau eða ekki — ef þau eru ekki til, er eins gott að vita það!“ — SSB. Jón G. Jónsson f. 31. júlf 1903 — d. 19. júnf 1963 Horfinn ertu Jón úr jarðlífi þessu vægðarlaus dauði dreif þig héðan, en eftir þig lifir orðstír góður dáð og drengskapur það eyðir sorgum sannra vina. Ungur varstu áður ástrfkur sveinn íturt ungmenni f æsku blóma óx þér með ald öflug dáð hugljúft hjarta heillum reifað. Nú fór sál þfn til sælli heima kallið kom snöggt komin var stundin. — Enduð útlegð önd þín héðan svifin svanflevg úr sorta jarðar hátt f heiðfagran himinljóma. Vinarkveðja. Næturvarzla vikunnar 27. júli til 3. ágúst er í Vesturbaejar Apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vik- una 20.—27. júlí er Jón Jóhann- esson. Neyðarlæknir — simi 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., heigidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Slysavarðstofan f Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama stað klukkan 18—8. Sfmi 15030. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin, sími 11100. Lögreglan, sími 11166. Sjúkrabifreiðin Hafnarfirði, — sfmi 51336. (Jtvarpið Miðvikudagur 14. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega 18.30 Lög úr söngleikjum. 20.00 Jan Hubat og hljómsveit Ieika sfgaunalög. 20.15 Vísað til vegar: Þórisdahir (Gestur Guðfinnsson). 20.40 íslenzk tónlist: Lög eftir Skúla Halldórsson. 21.00 Smásaga: „Vinningsnúmer- ið“ eftir Margery Sharp f þýðingu Áslaugar Árnadótt ur (Herdfs þorvaldsdóttir leikkona). 21.20 Tónleikar. 21.40 Bóndinn Páll Ólafsson. — Brynjólfur Jóhannesson leik ari les úr Ijóðum skáldsins. 22.10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelley Roos, I. (Hall- dóra Gunnarsdóttir blaða- maður þýðir og Ies). 22.30 Nbeturhljómleikar. 23.35 Dagskrárlok. O • ' • <ac sjonvarpið Miðvikudagur 14. ágúst. 17.00 What’s My Line? 17.30 Sea Sunt 18.00 Afrts News 18.15 Canadian Travel Film 18.30 True Adventure 19.00 My Three Sons 19.30 Expedition Colorado 19.55 Afrts News Extra 20.00 Bonanza 21.00 The Joey Bishop Show 21.30 As Caesar Seet It 22.00 Fight of The Week 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 Northern Lights Playhouse „Mask of the Dragon" ■RB'RC,'W 'W M * 3PIB . . . mig vantar bara eitt orð 18 stafa og það endar á verkfall. Tóbaks- korn áf ..." Nicolin þessi var danskur tannlæknir, sem starfaði í Reykja vík fyrir aldamótin, og lýsti Ben. Gröndal þannig iðju hans í bréfi til eins af kunningjum sfnum. ... jú, það kom hingað fram- sóknarframbjóðandi rétt fyrir kosningarnar f vor, og hann vildi fá mig til að kjósa sig á þeirri forsendu, að hann 'æri íhalds- maður í hjarta sfnu ... Bl’óðum flett „Nú er Nikolin dauður, þessi útlærði „dentist" og tanntrekkj- ari, sem gerði svo mikla lukku hér meðal þessa fína fólks, sem civilisationin hafði eyðilagt alla tanngarðana á með brjóstsykurs- át og kaffbrauðshampi, en þá kom Nikolin og dró tennurnar út með afli og brá um þær svarðreipi og togaði og spyrnti f magann á kon- um og meyjum, en þær útdregnu tennur hrutu víðsvegar út um allt Kaffitár .. elskan mín, þú mátt ekk segja nokkrum lifandi manni frí því — en við Jói erum búin ac leggja inn pöntun hjá ferðaskrif stofunni á plássi í fyrstu sumar leyfisferðinni, sem farin verður ti tunglsins ... hvað heldur að húi segi þá, frúin hérna á neðri hæð inni... Eina sneið. ... ég segi fyrir mig, að mér hefði svosem ekki fundizt það neitt ó- eðlilegt, þó að Beethoven hefði fengizt við að semja elektróniska tónlist...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.