Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 12

Vísir - 14.08.1963, Blaðsíða 12
t VÍSIR Miðvikudagur 14. ágúst 1963. Ógætni Áreksturinn varð á mótum Laugavegs og Höfatúns um þrjú leytið f dag. Þama munaði mjóu, þar sem áreksturinn var ailharður. Mótorhjólið kom vestur Laugaveg en Volkswagen bifreiðin að austan og beygði Framh. á bls. 5 Atlantshafsbandalagið hefur farið þess á leit við íslenzku ríkisstjórnina, að leyfð verði fjölgun olíugeyma í Hvalfirði, byggð verði afgreiðslubryggja og stöplar til að binda skip við (múmingar. eins og sjómenn kalla það) Málið er á byrjunarstigi. at- hugun á málinu og þar af leið- andi samningar Rætt hefur verið um að komið verði upp 20-28 nýjum olíugeymum auk bryggju og ,.múrninga“. Ástæðan fyrir ósk Atlantshafs bandalagsins er sú, að það sé hentugt að eiga hér meiri birgðir olíu en verið hefur. Auk þess er haft í huga að núverandi geymar f Hvalfirði eru stríðsframleiðsla og þarfnast að einhverju leyti enrumýjunar. til öryggis. Hins vegna er ekki gert ráð fyrir aukn um skipaferðum í Hvalf jörð eða öðmm breytingum frá því sem verjð hefur, að sögn Vamar- málanefndar. Tilkynning um málið kom frá utanríkisráðuneytinu 7. ágúst s 1 Vilhjálmur Guðmundsson frá Skáholti. SKÁLD LÁTIÐ Vilhjálmur skáld Guðmunds- son frá Skálholti lézt f Land- spítalanum sunnudaginn 4. þ. m. af völdum heiftarlegrar og bráðr ar lungnabólgu. Aðfaranótt laugardags var Vil hjálmur í heimsókn hjá vini sínum í Bjamarborg við Hverfis- götu. Þegar líða tók á nóttina, segir maðurinn við Vilhjálm: „Nú ætla ég að sofna“. Þögn og kyrrð ríkti í húsinu. Skömmuf- síðar yfirgaf Vilhjálmur her- bergið og þurfti niður brattan stiga að fara. Þar hrasaðí hann og féll. Nokkru síðar var kom ið að honum. Lögreglan var kvödd á stað- inn. Hún hélt í fyrstu, að skáld- ið væri illa slasað, því að Vil- hjálmur lá þannig, að allt benti til ,að hann hefði rekið höfuðið í miðstöðvarofn. Þá um nótt- ina var Viihjálmur heitinn flutt- ur á Slysavarðstofuna, og það- an um morguninn á Landspft- alann, en þar lézt hann daginn eftir kl. sex síðdegis. Það er ranghermi, að Vilhjálm ur hafi dáið af höfuðhöggi, sem hann hlaut í fallinu. Hann var hvergi brotinn, aðeins skrámað- ur. Við krufningu, sem prófess- ur Níels Dungal gerði, kom í Ijós, að banamein Vilhjálms var lungnabólga á hæsta stigi. I í NTB-frétt frá Osló segir, að SAS byrji hinn 17. okt. næstkom- andi ódýrar flugferðir til Banda- ríkjanna í flugvélum af gerðinni Ca-70, sem geta flutt 63 farþega. Flogið verður mánudaga, þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga frá Kaupmannahöfn um Gautaborg til Bergen og þaðan beint til New York og flogið þaðan þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnu- daga. Þrjú dauðaslys Tvö dauðaslys urðu þriðju- daginn 6. ágúst. Þá brenndist sextugur maður að nafni Gísli Eilert, sem áður starfaði sem rakarameistari, svo mikið, að hann lézt af brunasárum. Þetta gerðist að kvöldi þriðjudagsins. Dvaldist hann þá hjá kunningja fólki sinu að Hafnarstræti 49, húsi skátafélaganna á Akureyri. Um kvöldið urðu menn þess varir að reyk lagði út frá her- bergi sem hann svaf í og var lögregla og slökkvilið kvatt til. Lá maðurinn þar og voru föt hans að brenna. Hafði augsýni- lega kviknað í þeim út frá sígarettu. Hann var fluttur á sjúkrahúsið, en andaðist þar. Sama dag varð það slys að skipverji féll útbyrðis af vél- bátnum Erlingi þriðja og drukkn aði. Hann hét Guðfinnur Mar- elsson frá Eyrarbakka og var 36 ára gamall og ókvæntur. Framh. á bls 5 Stéttarfélagið tapaði verkfræðingamálinu Þann 12. ágúst sýknaði Fé- lagsdómur samgöngumálaráð- herra af stefny stéttarfélags verkfræðinga vegna ráðningar fjögurra verkfræðinga hjá Vega- Drengur hrupar í björgum og bíður bana gerðinni. Stéttarfélagið taldi að með ráðningu verkfræðinganna hefði ríkið brotið 18. gr. vinnu- málalöggjafarinnar og að ráðn- ing verkfræðinganna hefði af þeim sökum verið ólögmæt. Stéttarfélag verkfræðinga boð aði vinnustöðvun hjá ríkinu sem hófst þann 27. júní s.l. Taldi stéttarfélagið að verkfræðingarn ir fjórir hafi því verið í verk- falli er þeir voru ráðnir til rik- isins 23. júlí s.l. og byggði málssókn sína á þessu atriði. Samgöngumálaráðherra, fyrir hönd vegagerðarinnar, hélt því hins vegar fram, að verkfalls- boðun stéttarfélagsins hafi ekki getað náð til umræddra verk- fræðinga, er bundnir voru á- kvæðisvinnusamningi við ríkið til 1 júlí og voru háðir ákvæðum bráðabirgðalaga um hámarks þóknun verkfræðinga, sem siðan voru staðfest af alþingi í vetur. Framh. á bls. 5 Sá sviplegi atburður átti sér stað sl. mánu- dag, að 12 ára gamall piltur úr Vogunum, hrap aði suður í Vogarstapa, af stapanum niður í f jör una, og hlaut bana af. Pilturinn hét Björgvin Vilhelm Kristjánsson, sonur hjónanna Susanne Guðmundsson og Krist- jáns Guðmundssonar frá Sólbergi í Vogum. Björgvin Vilhelm hafði farið ásamt nokkrum öðrum félögum sínum út á Vogastapa í leit að fýlseggjum eftir hádegi á mánu- dag. Honum mun hafa skrikað fótur eða steinn losnað undan fæti hans, með þeim afleiðing- um, að hann hrapaði niður 20 — 25 m bjarg og niður f fjöruna. Félagar Björgvins Vilhelms gátu komið boðum til lögregl- unnar, og brá yfirlögregluþjónn inn á Keflavíkurfiugvelli, Bene- dikt Þórarinssbn, þegar við, og fór við fjórða mann út stapann. Segir Benedikt svo frá, að hann hafi komizt niður í fjöruna á- samt öðrum manni og að hin- um slasaða pilti. Hann var með Framh. á bls. 5 19 metra brú flutt 214 km. upp á öræfi Á morgun á að byrja flutn- ing á brú úr Öxnadalnum alla leið yfir Sprengisand að Köldu- kvísl, þar sem hún verður reist til að auðvelda ferðir yfir mið- hálendið. Þetta er gömul járnbitabrú, 19 metra löng, sem verið hefur um langt skeið yfir Öxnadalsá, rétt fyrir neðan Bakkasel, en ný brú er komin á ána. Hjól verða sett undir gömlu brúna á morgun og hún dregin eftir þjóðveginum til Akureyr- ar. Síðan verður haldið áfram fram eftir Eyjafirði og upp á Sprengisandsleið. Alls verður hún flutt 214 km. leið suður yfir Sprengisand og sett á Köldukvísl næstu daga á stað um 4 km. frá Þórisvatni. Það verður mikil samgöngu- bót að þessari brú, en sífellt fjölgar þeim sem leita upp á öræfin til hressingar og skemmtiferða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.