Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 29.08.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimmtudagur 29. ágúst 1963. Jakob Jakobsson fiski fræðingur ritar um síldarrannsóknir og síldveiði hér við land Grcin þessi birtist i síðasta hefti Náttúrufræðingsins og hefur höfundur góðfúslega lejfft Vísi að birta hana hér lítið eitt stytta. Jslenzkar rannsóknir á göng- um síldarinnar tóku mikl- um stakkaskiptum á árunum 1953—4, en þá var fengin nokk ur aðstaða til almennra hafrann sókna í v.s. Ægi, og skipið útbú ið asdic-tækjum. Árangur lét ekki á sér standa, því að æ síð- an hefur verið fylgzt með göng- um síldarinnar á sumrin og hafa þær athuganir haft mikið vls- indalegt og hagrænt gildí frá fyrstu tíð, eins og kunnugt er. Verður nánar vikið að ætis- göngu síldarinnar hér á eftir. Þegar haustar á ný, heldur vorgotssíldin suður á bóginn. Sá hluti hennar, sem leitar suður með landinu vestanverðu, held- ur slg oftast út af Breiðafirði og Faxaflóa til áramóta, en í janúar gengur síldin suður á Selvogsbanka og 1 febrúar fer hún austur fyrir Vestmannaeyj- ar, en leitar hrygningarstöðv- anna við Suðurland þegar f önd verðum marz. Rannsóknir sýna, að á þessu vetrarflakki við Suð ur- og Suðvesturland er síldin mjög háð hitastigi sjávarins og hafa hitamælingar flýtt mikið fyrir og auðveldað vetrarsíldar- leitina, og þannig stuðlað að aukinni veiði í ótalin skipti. Miklu minna er hins vegar vitað um þann hluta vorgots- síldarinnar, sem heldur suður á bóginn við austanvert landið, eftir að sumarsildveiðum lýkur og fram að hrygningartímanum. Nánari rannsóknir að vetrarlagi á göngum þessa elzta og raun- ar verðmesta hluta vorgotsslld- arstofnsins, mun væntanlega verða eitt af brýnustu verkefn- um síldarrannsóknanna, ekki sízt, ef svo skyldi til takast, að við eignuðumst okkar eigið haf rannsóknaskip áður en langt um líður. Aðalnæringartímabili vorgots síldarinnar lýkur á öndverðu hausti. Talið er, að eftir það nærist hún mjög lítið til næsta vors, og verður þá eingöngu að treysta á forðanæringu sum arsins, enda er vorgotssíldin oft mjög feit slðari hluta sumars, eins og kunnugt er. y '17'Ikjum nú að sumargotssíld- ' inni. Ekki er vitað, að neinn verulegur munur sé á háttum vor- og sumargotssíldarinnar á uppvaxtarárunum, og mun lífs- saga sildarinnar því ekki rakin aftur. Öðru máli gegnir hins veg ar, þegar sumargotssfldin hefur náð kynþroska. Á þeim tfma, sem vorgotssildin er I ætisgöngu sinni við Vestur-, Norður- eða Austurland í júli, er sumargots- síldin á hrygningastöðvum sín- um við Suður- og Suðvesturland. Finnist slldartorfa við Látra- bjarg í júní, má því gera ráð fyr ir, að hún sé á norðurleið, ef um vorgotssíld er að ræða, en þá héldi sumargotssfldartorfa á sömu slóðum I gagnstæða átt. Þegar hrygningu sumargots- slldarinnar slðast I júll eða i öndverðum ágúst er lokið, hefur hún ætisgöngu sina bæði vest- ur og austur fyrir landið, á sama hátt og vorgotssíldin gerði I sumarbyrjun. Mjög er það breytilegt frá ári til árs, hve Uppdrátturinn sýnlr sildardreifmgu og hitastig í 20 m dýpi 4.—14. júlí 1962. Svartlr blettir þýða þétta sild, strikuðu reitimir dreifða síld. SlLD 0S SÍLDFISKI langt sumargotssíldin þarf að leita ætisins. Á árunum um 1946—1956 fór sá hluti hennar, sem Ieitaði vestur fyrir Iand, ekki lengra en í Kolluál, og var hér suðvestanlands allt haust- ið. Árið 1957 kom gangan hins vegar allt norður I Húnaflóa og á Skagagrunn, og hefur svo ver ið flest ár siðan, að nokkur hluti stofnsins, a. m. k., hefur gengið norður fyrir Hom. Á haustin, þegar ætisgöng- unni er að ljúka, blandast hún svo vorgotssfld á suðurleið og eru stofnarnir á sömu slóðum allt fram yfir áramót, að vor- gotssíldin hér vestanlands geng ur austur með suðurströndinni. Þá hverfur sumargotssfldin til sinna eiginlegu vetrarstöðva, sem raunar eru ekki að fullu þekktar, og verður hennar ekki vart við Suðvesturland fyrr en hlýnar aftur I sjónum síðari hluta aprílmánaðar og í maí- byrjun, að hún gengur upp að ströndinni í átt að hrygninga- stöðvunum, og er þá jafnframt í ætisleit. Búkfita hennar eykst þó ekki á sama hátt og búkfita vorgotssíldarinnar gerir á þess- um árstima, því að öll næringin fer til að auka og þroska hrogn og svil sumargotssíldarinnar. Þannig eru næringartímabil hennar tvö, þ. e. vor og haust, og tilgangurinn tvíþættur. Fæðu öflun vorgotssfldarinnar fer hins vegar fram á einu samhangandi tlmabili og byggist þá upp forði, sem nægir bæði til vetrarins og þroskunar hrogna og svilja. lVTÖrgum þykja farfuglar bezt- ir og fegurstir þeirra gesta, sem sækja landið heim á sumr- in. Þeir eru sennilega færri, sem gera sér grein fyrir því, að þá eru einnig ýmsir farfiskar við strendur landsins, þ. e. a. s. fiskar, sem dveljast á öðrum hafsvæðum aðra tlma árs, en sækja okkur heim á sumrin. Einn sllkur aufúsugestur er norska vorgotssíldin. Þessi frægi slldarstofn, sem getið er þegar á dögum Kveldúlfs, Skallagríms og þeirra feðga, elst venjulega upp við Noregsstrend ur eða I Barentshafi. Þegar kyn þroska er náð á 3.—7. aldurs- ári, hrygnir þessi slld við vest- urströnd Noregs með eldri ár- göngum stofnsins, en þegar að hrygningu lokinni í aprilbyrjun, leitar hún I vesturvlking, hefur að vísu norðlægari stefnu en vík ingamir til foma og fer langt norðan Bretlandseyja. Elzta og stærsta sfldin fer fyrir, enda hrygnir hún að jafnaði fyrr, leggur þvi fyrst af stað og linn ir ekki ferð sinni, fyrr en I júní, og er þá komin allt til íslands. Það er einkum elzti hluti norska stofnsins, sem sækir þannig á slldarmiðin norðanlands og aust an, en yngri hluti hans er oftast í hafinu milli Jan Mayen og Færeyja á sumrin. Göngur norsku sildarinnar á s. 1. sumri sýndu þó undantekn ingu frá þessari venju, því að norsk millisfld — aðeins þriggja ára að aldri — gekk i allmiklu magni á sfldarmiðin, þegar á vertíðina leið. Engum kom til hugar, þegar þessarar millislld- argöngu varð fyrst vart á mið- unum, að hér væri um norska slld að ræða. Það voru niður- stöður stofnrannsókna okkar á síldarsýnishornum, sem fyrst gáfu til kynna uppruna og ætt i* li Jakob Jakobsson sfldarinnar. Þessar niðurstöður voru síðar staðfestar, er sildir, sem merktar vom tveggja ára I fyrra við Nord Kap, veiddust s. 1. ágúst við Norður- og Aust- urland. Enda þótt norskar haf- og Sfldardreifing og hitastlg 18.—27. júli. fiskirannsóknir eigl sér tiltölu- lega langa sögu og hafi jafnan átt hinum fæmstu vlsindamönn um á að skipa, var það dr. Árni Friðriksson, sem fyrstur manna setti fram rökstuddar kenningar um hinar miklu göngur norsku síldarinnar til Islands á sumrin, og gerir dr. Ámi þeim glögg skií I bók sinni „Norðurlandssfld- in“, er prentuð var á Siglufirði árið 1944. Það var ekki fyrr en dr. Árni hafði sannað tilvem þessara síldargangna með merk ingatilraunúm, að Norðmenn settu asdictæki 1 rannsóknaskip sitt G- O. Sars, og gerðust þá um skeið fmmherjar 1 slldar- rannsóknum á hafi úti. Þá komu Rússar I kjölfar þeirra og hófu veiðar á úthafinu milll Nor egs og íslands. Kenningar dr. Áma hafa þannig valdið tlma- mótum I síldveiðum og þekk- ingu okkar á síldargöngum á norðanverðu Atlantshafi. Miklar Sveiflur I sildarafla Norðmanna fyrr á öldum hafa m.a. valdið þvl, að sumir vls- indamenn álíta, að norska vor- gotssíldin sé raunar ekki al- norsk ,heldur hrygni á vissum tímabilum við suövesturströnd Svlþjóðar. Samkvæmt þessum kenningum hrygnir slldin 60-70 ár I röð við vesturströnd Nor- egs, en flytur sig svo til Svl- þjóðar og hrygnir þar I 20-30 ár. Síðasta síldartímabili við Svlþjóð lauk um 1890-95, þann ig að stutt er nú I næsta stld- veiðitímabil þar, ef kenningar þessar reynast réttar. Norski fiskifræðingurinn Finn Devold hefur bent á ýmis merki þess, að stldin muni brátt hætta að hrygna við Noreg og telur hann, að þetta muni eiga sér stað á næstu tveimur árum. Sænskir fiskifræðingar telja hins vegar, að norsk síld hafi aldrei við Sviþjóð hrygnt og hin miklu síldarttmabil I sögu Svíþióðar hafi byggzt á göng- um Norðursjávarslldar þangað. Hafa þeir gert merkar rannsókn ir á slldarbeinahaugum frá 17. og 19. öld, sem enn finnast I námunda við helztu síldveiði- bæi Báhúsléns. Sænsku fiski- fræðingarnir andmæla aðeins kenningum norskra starfs- bræðra sinna viðvíkjandi hrygn ingu norskrar slldar við Svf- þjóð, en leggja ekki til neinar skýringar á hvarfi síldarinnar frá vesturströnd Noregs fyrr á öldum. Ekki skal hér kveðinn Framhald - bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.