Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 3
3 V í S IR . Þriðjudagur 10. september 1963. aaawwniiieaii—■■inniMmMM. ni—IHI ..... VETRAR TÍZKAN Kápa úr ljósu ullar-mohair efni með dökkum bisamskinnkraga og belti. Hatturinn er úr köflóttu melusine. ““R”1* v* *♦“*** -----—***> ieitu, og það sem einkum prýðir hana er kantur á kraganum úr dökku selskinni. Kantinn má taka af með einu handtaki. Grá tweedkápa með leðurbelti og kraga úr toscanalambskinni. Hatt- urinn er með köflóttum börðum. Ljós tweedkápa, með litlum kraga, vasalokum og klauf að aftan. Haustið er að koma og farið er að kólna — fjöll á Norðurlandi eru hvít niður í rniðjar hlíðar. Konur — og reyndar karlar einnig — eru farnar að líta í kringum sig eftir vetrarklæðum og því var það einkar vel til fallið að hafa sýningu á vetrar- klæðnaði eitt af atriðunum til heiðurs Guðrúnu Bjarnadóttur. Þar komu fram stúlkur úr Tízkuskólanum í vetrarkápum, drögtum og með hatta frá verzl- un Bernharðs Laxdal í Kjör- garði. Kápurnar voru úr uliar- efnum og hattarnir úr melusine, en það er mjög gott filtefni, sem á að þola alls konar veðráttu. Kápurnar voru í öllum regn- bogans Iitum, yfirleitt látlausar og mjög smekklegar og var mik- ið um kraga úr alls konar skinn- um, einnig skinnbryddingar á krögum og framan á ermar. Margar kápur voru með „cape“, þ. e. slám, annaðhvort lausum eða festum á bakstykk- ið. 1 þessari kápu er blágrænt ullarefni og fylgir henni„cape“, sem takí má af og heldur sýningarstúlkan á slánni í hendinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.