Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 8
s V I S I R . Þriðjudagur 10. september 1903 Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingóifsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði, I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Óvinir iðnaðarins Daginn eftir að fundi bænda lauk á Hótel Sögu skrifaði ritstjóri Tímans leiðara í blað sitt og sagði að nú væri mikil nauðsyn á því að efla iðnaðinn í land- inu! Það er engin tilviljun að greinin birtist ekki fyrr en að loknum bændafundi. Dagana fyrir þann fund var mikið ritað um að nauðsyn væri að efla landbúnað- inn. Svo kemur iðnaðurinn, og brátt segir Tíminn vafa- laust að ekki megi lengur dragast að efla sjávarút- veginn! Slík skrif heita á góðri íslenzku hræsni. í orði láta Framsóknarmenn það í veðri vaka að þeim sé umhug- að um að styðja iðnaðinn í landinu. Þeim er kunnugt um að falleg orð í Tímanum kosta ekki neitt og geta kannski talið einhverjum trú um að Framsóknarflokk- urinn hafi einhvern tíma unnið að hag iðnaðarins í landinu. Sannleikurinn er allur annar. Allt frá öndverðu hefir Framsóknarflokkurinn lagzt á íslenzkan iðnað, sem rekinn hefir verið af einstaklingum, og talið marg- ar greinar hans óþjóðnýtar og óalandi. Íslenzkur iðn- aður hefir engan fjandmann átt sér stærri en Fram- sóknarflokkinn. Fór það og saman að iðnaðurinn átti erfiðast uppdráttar á tímanum upp úr styrjöldinni þeg- ar Framsóknarmenn illu heilli réðu of miklu um fjár- málastjóm landsins. Þá var iðnaðurinn nær kyrktur af innflutningshöftum, gjaldeyrishömlum og skattráni. Það vom aðeins hinar skattfrjálsu iðnstöðvar sam- vinnuhreyfingarinnar sem flokkurinn leit hýru auga og studdi af ráði og dáð, á kostnað annarra iðnfyrirtækja. Og Framsóknarmenn skulu ekki halda að íslenzk- ir iðnaðarmenn og iðnrekendur hafi gleymt því, að ekki er ýkja langt síðan Tíminn Iagði til að fjárfest- ingarhömlum væri létt af í þremur landsfjórðungum. í þeim þriðja, Suðurlandi, átti enn að binda iðnaðinn og allan annan atvinnurekstur í spennitreyju eysteinsk unnar. Það er ekki fyrr en undir forustu núverandi stjórn- ar að hlutur íslenzks iðnaðar hefir verið bættur. Það hefir verið gert með stórfelldri breytingu á tollalög- gjöfinni og skattalögunum. Það hefir verið gert með því að gera innflutninginn að mestu frjálsan á hrá- efnum, létta af gjaldeyrishömlunum, sem allan at- vinnurekstur voru að buga og afnema heimskuleg verðlagsákvæði. Að þeim verkum stóðu engir Framsóknarmenn. • ! Húsnæðiskenning Þjóðviljans Það er erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að finna árásarefni á ríkisstjórnina. í harðindunum hefir Þjóð- viljanum dottið snjallræði í hug. Það eru margir, sem auglýsa eftir leiguíbúðum í Reykjavík. Það hlýtur að þýða það, að ríkisstjórnin sé vond. En meðal annarra orða: Var aldrei auglýst eftir íbúð á valdatíma kommúnista 1956-1958? Vill ekki Þjóðviljinn svara því á morgun? m a dagskrá 1 Sandur, skógrækt og sértrú eftir Guðmund W. Vilhjálmssor. Qkkar öld er öld áhugamál- anna. Sum ná það sterk- um tökum á fórnarlömbum ' í sínum, að þegar þau mynda ! klíku og dýrka áhugamál sín, ! eru þau ekki þessa heims, held- ur sjá heiminn annariegum augum, líkustum augum Mes- calín neytandans. Þau áhuga- mál, sem helzt ná slíkum tökum eru skógrækt og sértrú. Sumir vilja trúa því, að er víkingar villtust hingað fyrst, hafi skóg- ur ráðið lit þessa lands. Þótt ekki kæmi annað tii, er okkar helgi fjallablámi of eilífur til að slíkt sé sennilegt. Miðlendi landsins er ekki lengur vettvangur sauðaþjófa og útilegumanna, en bóndinn í byggð á sér annan óvin þar, hinn eilífa sand, hinn mikla sand, sem dælir yfir hann og skyldulið hans lungnaóhollustu í hvert sinn er guð hnerrar og eyðileggur jarðveg hans. Getur það verið, að honum |7inn kunnasti og áhrifamesti bankamaður Breta, Sir Char lesHambro, bankastjóri Hambro bankans í London lézt nýlega 65 ára gamall. Banki hans er meðal traustustu peningastofn- ana Eng'ands og hefur sérstak- lega átt mikil skipti við Norð- urlönd, þar á meðal við Island og er þess skemmst að minn- ast, að Sir Charles Hambro var íslendingum hjálplegur við út/ boð á íslenzka ríkisláninú s. 1. vor, Sir Charles Hambro var af danskri ætt, sem fluttist til Bret lands í kringum 1840 og stofn- aði þar banka. Síðan hefur hann vaxið og er nú stærsti einka- banki Bretlands. Aðalbygging hans er í bankahverfinu við Threadneedle-Street í City, en útibú hefur bankinn víðar í Eng landi og bankasambönd á Norð- urlöndum, Ítalíu, Grikklandi og Suður-Ameríku. XTann fylgdi í fótspor feðra sinna og stefndi snemma að því að gerast bankamaður. Árið 1926 varð hann bankastjóri og 1928 varð hann fulltrúi Ham- bros banka í stjórn Englands- banka. Hann gegndi báðum þess um stöðum, þar til fyrir tveim- ur árum, að hann fól öðrum þau, en tók sér þá sjálfur stöðu sem formaður bankaráðs. Sir Charles varð um skeið að hverfa frá banka sinum á striðs árunum, þegar hann var kvadd- ur í herinn.' Hann var ofursti og starfaði við brezka herfor- ingjaráðið. Hann gat sér þá m. a. gott orð fyrir starf sitt í þágu mótspyrnuhreyfingarinnar í Danmörku, en honum var fal- ið að vinna að eflingu henn- ar. Gem bankamaður hafði hann haft mikil tengsl við Dan- mörku. Hann hafði veitt Dönum lán til ýmissa framkvæmda, m. a. útvegað þeim stórlán til smíði Stórastraumsbrúarinnar. Þegar Þjóðverjar höfðu hernumið Dan mörku 1940, var hann því til- valinn til að koma á samstarfi við mótspyrnuhreyfinguna. ro látinn Sir Charles Hambro. TTaustið 1940 flaug hann til Stokkhólms til að ræða við Ebbe Munck fulltrúa dönsku mótspyrnuhreyfingarinnar og skipulögðu þeir saman víðtæka njósnastarfsemi. Á heimleiðinni Framh. á bls. 10. Taining í umferðarkönnun mannahöfn. í Reykjavík er að- allega unnið í Tjarnargötu 11. Þar sitja 10 ungar stúlkur og telja úr miðum f strætisvagna- könnuninni, en auk beirra starfa þar Haukur Pétursson, verk- fræðingur, Hilmar Knudsen og Geir Pétursson. Einar Pálsson, verkfræðingur, stjómandi umferðarkönnunar- innar er í Kaupm.höfn vegna þeirrar úrvinnslu er þar fer fram og borgarverkfræðingur Gústaf Pálsson er á förum þang- að til að fylgjast með störfun- um, og kannski vegna einhverra annarra erinda að auki. Danskt verkfræðifirma er ráðgefandi við úrvinnsluna. Myndin: Stúlk- urnar tíu í Tjamargötu 11. — (Ljósm. Vísis, B .G.). Mikil umferðarkönnun var fram kvæmd í Reykjavík s.l. ár og önnur minni stuttu síðar. Hin fyrri var til að kanna umferð bifreiða í Reykjavfk, hin síðari til að kanna notkun Reykvík- inga á strætisvögnum, auk þess sem þessi könnun gefur ýmsar aðrar upplýsingar ef vel er að gáð. Úrvinnsla úr gögnum stend ur yfir í Reykjavík og Kaup-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.