Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 10. september 1933. ISkömmu eftir hádegi í gær hóf starfsemi sína ný og afkasta- mikil malbikunarstöð, sem Reykjavíkurborg hefur reist við Ártúnshöfða nálægt grjót- náminu. í sumar hefur verið unnið að því að setja stöðina upp og hefur hér dvalið dansk- ur verkfræðingur frá verksmiðj Ium þeim sem smíðuðu vélarnar f malbikunarstöðina. Nýja malbikunarstöðin er að öllu leyti mun fullkomnari en sú gamla. Hægt er að framleiða B50 tonn af malbiki í stöðinni á klst. og er hún 10 sinnum af- kastameiri en gamla malbikunar Miklir rekstrihra I stöðin. Einnig á hún að geta framleitt betra malbik. Stöðin kostaði komin til landsins um 5 milljónir króna. Að undanförnu hefur verið unnið að því að reyna malbik- unarstöðina og hefir hún reynzt mjög vel og um hádegisbilið í gær rann úr henni fyrsta mal- bikið, sem lagt var á Drápuhlíð, en þar standa yfir malbikunar- framkvæmdir þessa dagana. Myndirnar sem hér birtast tók B.G. ljósmyndari Vísis í gærdag af stöðinni. Önnur myndin er af stöðinni sjálfri, en hin er tekin af færiböndunum sem flytja sandinn inn í sjálfa stöðina. Frétt frá S. H. ®------------- Stjórnarmynd- Vegna hins alvarlega ástands innan hraðfrystiiðnaðarins, sem þróun kaupgjalds og verðlags- mála að undanförnu hefur skap- að ,telur stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna nauðsynlegt, að gerð sé nokkur grein fyrir vandamálum þessarar atvinnu- greinar. Þegar í upphafi þessa árs vöktu hraðfrystihúsaeigendur at hygli á, að hækkanir kaupgjalds á árinu 1962 og í byrjun ársins 1963, ásamt hækkuðu hráefnis- verði og auknum kostnaði við framleiðsluna, vegna hækkana ýmissa rekstrarvara, hlyti að leiða til mikilla erfiðleika í rekstri hraðfrystihúsa. Síðan þessi aðvörun var birt, hafa enn orðið hækkanir á fram leiðslukostnaðinum, og er nú svo komið, að yfir vofir algjör rekstursstöðvun margra hrað- frystihúsa á næstu mánuðum. Augljóst er, að hraðfrystiiðn- aðurinn ,sem á afkomu sína und ir erlendu markaðsverði, í harðri samkeppni við þjóðir með tiltölulega stöðugt verðlag getur ekki tekið á sig 11-12% hráefnishækkun, 30% hækkun vinnulauna á rúmu ári, auk sam bærilegra hækkana á öðrum kostnaðarliðum, eins og Iaun- um til fastra starfsmanna, akstri, vatni, rafmagni, viðhaldi Frh. á bls. 5. un í Finnlandi I morgun fól Kekkonen formanni Frjálslynda þjóðflokksins, Esa Kaitila að gera tilraun til stjórnar- myndunar. Eftir að Kekkonen hafði fengið svör stjórnmálaflokkanna um afstöðu þeirra til stjórnar- myndunar komst hann að þeirri niðurstöðu að vænlegast væri að reyna að koma á meirihluta stjórn- arsamstarfi miðflokkanna. Frjáls- lyndi þjóðflokkurinn er einn minnsti flokkurinn í þigiu. 1 síð- ustu stjórn hafði bændaflokkur- inn undir forustu Karjalainens mest áhrif Drukkki í gærkveldi ók drukkinn maður bifreið á strætisvagn á Óðinsgötu og urðu nokkrar skemmdir á báð- um bílunum. Hinn drukkni öku- maður flýði af hólrni, en Iögreglan náði honum litlu síðar. Áreksturinn varð Iaust eftir kl. 8 í gærkveldi. Bifreiðarstjóri stræt- isvagnsins skýrði svo frá að hann hafi séð bifreið koma á mikilli ferð á móti sér og hafi hún stefnt beint framan á strætisvagninn. Bifreiðarstjórinn í strætisvagnin- um kvaðst ekki hafa átt annars kost en nema staðar, en litla bif- reiðin sveigði þó framhjá honum fyrst í stað, skall þó seinna utan í hlið strætisvagnsins og dældaði hann. Ökumaður Iitlu bifreiðarinn- ar skeytti árekstrinum engu en hélt á fullri ferð áfram. Vagn- stjórinn gerði þá lögreglunni að- vart, hóf hún leit að bifreiðinni og fann hana að vörmu spori. í henni voru tveir menn, ökumaður og farþegi, og voru báðir mjög drukknir. Þeir voru fluttir í lög- reglustöðina og síðan tekin af þeim blóðsýnishorn. Bæðj strætisvagninn og bifreið Koma með aflann í dag fá ekki löndun fyrir helgi Mjög fá síldveiðiskip eru nú á miðunum og fengu 16 skip 14.350 mál s.l. sólarhring. Síld in veiddist um 140 mílur ASA af Dalatanga. Ástæðan til að svo fá skip eru á miðunum er hin mikla löndunarbið á öllum Austfjarðahöfnum og ekki hef- ur nema stærstu skipunum ver- ið fært norður fyrir Langanes til löndunar, vegna veðurs. Veðrið á miðunum er nú gott og útlit fyrir óhemju veiði hjá bátunum í dag. 1 morgun höfðu mörg þeirra fengið mjög stór köst. Þessi skip fengu afla sl. sólarhring: Héðinn 100, Björg- úlfur 1300, Sæþór 950, Pétur Ingjaldsson 1050, Steinunn Framh. á bls. 5. hins drukkna ökumanns skemmd- ust eitthvað og dældust, en þó minna en efni stóðu til. Þjófnaður um borð i Sigur- páli Er Sigurpáll lá í höfn á Raufar- höfn aðfaranótt sunnudags brá ein hver fingralangur sér upp í brúna og stál þar 30 þús. kr. úr vasa á jakka, sem hékk þar. Eigandi jakk ans er aflakóngurinn Eggert Gísla- son og hafði hann tekið peninga þessa út handa sér og skipshöfn sinni. Eggert hafði hengt jakkann upp og farið niður að sofa um kvöldið. Vaktmaðurinn, sem var í brúnni brá sér frá sem snöggvast og teiur hann það ekki hafa verið meira en hálfa klukkustund. Peninganna var saknað 7—8 stundum eftir að Eggert fór niður. Mikill umgangur var um skipið þessa nótt og þar margt aðkomu- manna, Sýslumaðurinn á Húsavík er nú á Raufarhöfn og vinnur að rannsókn málsins en í morgun var ekkert komið fram sem upplýst gæti mál- ið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.