Vísir - 25.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1963, Blaðsíða 5
VÍS'íR . Miðvikudagur 25. sépt. 1963. Menn munn — Framhald af bls. 16. urðu að skilja fjölda fjár eftir á heiðum uppi bæði vegna þess að nær ómögulegt var að leita og líka vegna þess að færð þyngdist svo þegar á daginn leið að skilja varð fjölda fjár eftir vegna þess að það hafði sig ekki gegnum ófærðina. Þverárrétt, sem að öðru jöfnu er í röð fjárflestu fjár- rétta landsins, er f dag, en vegna þess hve erfiðlega gekk með göngumar er þar nú ó- venju fátt fé. Það eru Stafholtstungna- menn, Þverhlíðingar og Hvít- síðingar sem leita til Þverár- réttar og hrepptu þeir allir hið varsta veður í gær. 1 morgun átti Vfsi tal við gangnaforingja Hvítsíðinga, Guðmund Jónsson á Bjarnastöðum. Hann tjáði blaðinu að gangnamenn hafi lagt í leitina á sunnudag og gist í gangnaskála í svokölluðu Gilsbakkaseli. Á mánudag var austurafréttin leituð í góðu veðri, og gist aftur í Gilsbakka- seli. En nóttina eftir versnaði veður og í birtingu í gærmorg- un var kominn hrfðarhraglandi með nokkra frosti og herti hvort tveggja er á leið morgun- inn. Guðmundur kvaðst þrátt fyrir þetta hafa skipt mönnum í hópa og sent hópana hvern fyrir sig á þá staði sem helzt var kindavon. Þeir sem leituðu sjálft fjallið hrepptu blindhrfð þannig að naumast sá út úr augum og gef- ur að skilja að sú leit hefur komið að mjög takmörkuðu gagni. Samt varð allmargt fé á leið gangnamanna sem þeir ráku á undan sér, en þegar tók að líða á daginnþyngdistfærðin á fjallinu svo mjög að margt fé gafst hreinlega upp og varð að skilja það eftir þar sem það var komið. Þeir sem leituðu Kjarardalinn hrepptu skaplegra veður og áttu auðveldara með að koma fénu til byggða. Hvítsfðingar komust seint í gærkveldi niður f byggð með það fé sem fundizt hafði og ekki hafði gefizt upp. Voru þá bæði Stafholtstungnamenn og Þverhlíðingar komnir til réttar með sitt safn. Höfðu þeir svip- aða sögu að segja af óveðrinu og Hvítsíðingar og a. m. k. Stafholtstungnamönnum tókst ekki að koma nema litlum hluta af safninu niður. Guðmundur kvaðst ekki vita j til að gangnamenn á þessu svæði hafi lent í neinum hrakn- ingum sem teljandi væru, enda vora þetta yfirleitt hraustir og duglegir menn. í morgun var enn hrfðar- mugga efra en lygnara veður en áður og betra. Leikhús L.R. — Framhald at bls. 1. fjölda og aðsókn snerti. Um vetrarstarf leikfélagsins! sagði Sveinn lítið geta sagt að svo komnu máli en sýnd myndu verða j 3—4 leikrit á leikárinu og þar af j vonandi eitt íslenzkt, því að L.R. vildi heizt sýna frambærileg ís- lenzk leikrit. Eins og fyrr segir standa nú yfir miklar breytingar á rekstri L.R. Leikússtjórinn mun taka að sér allan daglegan rekstur félags- ins sem áður var í höndum stjórn- ar félagsins, en í henni eiga sæti þrír menn og skiptu þeir starfinu á milli sfn og unnu það í hjáverk- um, í leikhúsráði eiga sæti: stjórn félagsins, skipuð Heiga Skúlasyni, Guðm. Pálssyni (sem er og verður framkv.stj. félags ins) og Steindóri Hjörleifssyni, leikhússtjórinn og maður tilnefnd- Fjallvegir teppast / ve á Vestfjörðum og Neriurlandi Samkvæmt viðtali, sem Vfsir átti við Kristján Guðmundsson hjá Vegagerð rfkisins í morg- un, Iokuðust margir fjallvegir í gær og eru ennþá Iokaðir eða háifófærir vegna snjóþyngsla, sem er mjög óvenjulegt á þess- um tíma árs. Vestfirðir Tvær heiðar lokuðust á Vest- fjörðum, og er ekki vitað til að þær hafi opnast aftur, Þorskafjarðarheiði og Rafns- eyrarheiði, og tvær voru aðeins færar stóram bílum í gær, Breiðadalsheiði og Gemlufalls- heiði. Keðjufæri er á Bröttu- brekku í Dali. Holtavörðuheiði Um norðurleiðina er það að segja að svo mikið snjóaði jafnvel á Holtavörðuheiði í gær, að hún varð ófær öllum fólksbílum, en í nótt var snjó mokað af veginum yfir heiðina og mun hún nú vera fær að nýju. Öxnadalsheiði er þungfær litlum bílum ennþá, þar var versta veður f gær og mikil snjókoma. Á mestöllu Norðurlandi var versta veður í allan gærdag og víðar hríðarveður eins og þau gerast slæm á vetrardegi. Sum- ir fjallvegir eru lokaðir með öllu eins og Lágheiði, Siglu- fjarðarskarð, Fljótsheiði, Hóls- fjöll o. fl. en önnur aðeins fær stórum bílum eða bifreiðum á keðjum eins og t. d. Öxnadals- heiði, Vaðlaheiði og víðar. Möðrudalsöræfi Samkvæmt upplýsingum frá Grímsstöðum á Fjöllum í morg- un varð vegurinn yfir Hóls- fjöll og austur á land ófær í fyrrinótt. 1 allan gærdag bætti á snjó og f morgun var 10 sentimetra snjólag þar sem það var þynnst, en víða hafði safn- azt saman í beðjur og skafla, enda hvasst veður í nótt. Síðdegis í gær sendi Vega- gerðin hefla úr Jökuldalnum til að opna leiðina yfir Jökul- dalsheiðina og Hólsfjöllin, en klukkan 9 í morgun vora þeir enn ókomnir f Möðrudal. Áætlunarbíll austur á Firði lagði frá Akureyri f gærdag, og kom kl. 3 síðdegis að Reynihlíð í Mývatnssveit, en þá var veð- ur orðið svo vont að bíllinn treystist ekki lengra og var þar enn um kyrrt árdegis í dag. í Mývatnssveit var versta veður í allan gærdag og kom- inn öklasnjór í morgun, en hins vegar hafði þá lygnt. Lögðu Mývetningar í fjárleit til Aust- urfjalla í gærmorgun en snéru við eftir nokkra stund og héldu niður í Mývatnssveit aftur. í morgun lögðu þeir af stað á »ýjaa,Ae»fc./ni' u* , ■ • -ifólsfjaJlpbændur ætluðu að hefja seinni leit í dag en treystu sér ekki sökum veðurs, enda gekk þá enn á með hvössum hríðaréljum af vestri. Á Akureyri var úrhellisrign- ing fram eftir degi f gær en breyttist þá f slydduhríð. Ekki festi snjó á Akureyri sjálfri en hvftt var niðurundir bæi í morg un. Hafði veður þá batnað og var orðið lygnt og úrkomu- laust. Öxnadalsheiði Öxnadalsheiði var fær öllum stóram bifreiðum í morgun og eins litlum bflum á keðjum. Vaðlaheiði var einnig fær stór- um bflum, en litíir bílar fóru yfirleitt um Dalsmynni. Fljóts- heiði var ófær orðin, en bílar komust á keðjum yfir til Mý- vatnssveitar. Ot með Eyjafirði var vfða grátt í sjó fram, t. d. öll Látra- ströndin inn að Grenivfk og eins hafði snjó fest í Dalvík. Siglufjarðarskarð Siglufjarðarskarð var ófært í gær og Lágheiði til Ólafsfjarð- ar og var vegamálaskrifstof- unni ekki kunnugt um það í morgun, að þeir vegir væra færir að nýju. Áætlunarbfll með 35 manns lagði af stað frá Siglufirði áleiðis til Reykjavík- ur- snemma í gærmorgun' en komst aldrei yfir skarðið og kom aftúr til Siglufjarðar kl. 3 í gær eftir mikið volk. Keðju- færi var á götum Sigiufjarðar í gærkvöldi. I Ólafsfirði var öklasnjór fram f fjöru í morgun og þá var enn hríðarveður þar. Lág- heiði er ófær orðin og áætlun- arbíll sem ætlaði yfir hana frá Ólafsfirði í gær varð að snúa við. Slys í Ólafsfirði Vegna hríðarveðurs og dimmu varð slys í Ólafsfirði f gær og var enn í morgun ekki að fullu rannsakað hve mikið það hafði orðið. Bóndinn í Garði í Ólafsfirði var að koma úr Ólafsfjarðarkaupstað í gær. Var hann á dráttarvél en hafði vagn aftan í dráttarvél- inni og farþega á vagninum. Um það bil sem bóndinn, Mívarður Jónsson, var að komast á móts við bæ sinn mætti hann vörabíl og vék fyrir honum út á vegbrúnina. En veður og skyggni var svo vont að bóndinn fór of utar- lega, dráttarvélin fór út af veg- inum og valt, en bóndi varð undir henni. Hann slasaðist illa, m. a. brotnuðu í honum fjögur rifbein, en annars voru meiðsli hans ekki könnuð til fulls. Læknir var sóttur til Ól- afsfjarðar, en ekki var ákveðið hvort hinn slasaði yrði fluttúr í sjúkrahúsið á Akureyri f dag eða ekki. ur af borgarstjóra og á hann að vera eins konar tengiliður milli félagsins og borgarinnar. 1 forsæti leikhúsráðs situr Helgi Slcúlason, sem jafnframt er formaður Leik- félagsins. Leikskóli verður starfandi á veg- um félagsins f vetur og tekur hann til starfa um næstu mánaðamót. Mun endurskipulagning fara fram á honum sem og á öðru. Nokkrar breytingar fara nú fram á Iðnó á vegum stjórnar hússins. Verið er að byggja út- byggingu sunnan við húsið og á þar að vera miðasala og skrif- stofa. Jafnframt verður fata- geymslunni breytt. Er leikhússtjórinn var spurður um hvað gengi leikhúsbyggingu sagði hann að áhugi Leikfélagsins væri óbreyttur, það væri tilbúið að hefja framkvæmdir um leið og ákvörðun um staðsetningu leik- hússins hefði verið tekin. Nýjar bækur — Fra.rih aí 1. síðu. þessara bóka er málverkabók helguð Gunnlaugi heitnum Blöndal listmálara. Hin verður með áþekku sniði og Ásgríms- bókin, sem Helgafell gaf út í fyrra, en þó öllu fleiri myndir. í bókinni verða þrjár nokkuð langar ritgerðir um Gunnlaug Blöadal og eru þær eftir Eggert Stefánsson, Ríkarð Jónsson og Tómas Guðmundsson. Hin listaverkabókin fjallar um norræna málaralist, þ. e. á Norðurlöndunum fjórum, Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Yfirlitsgrein verður um málaralist hverrar þessara þjóða fyrir sig og eru þær eftir þarlenda menn. í texta verða birtar nokkrar svarthvít- ar myndir af málverkum hverr- ar þjóðar fyrir sig, en síðan fylgja 8 heilsíðumyndir f litum hverri grein, þannig að alls verða 32 heilsíðumyndir í litum í bókinni. Milljónagjöf — Framhald ‘A bls. I. kynni, og hefði fyrir allmörg um árum verið sótt um lóð undir listasafnsbyggingu í Reykjavík. Ekki kvað hún safnið þó hafa fengið neina lóð ennþá og væri því ekki vitað hvað þvf yrði valinn staður. En eðlilegast virtist vera að Listasafn íslands yrði reist sem næst Háskóla íslands og myndi safnráð vera sammála um það. I safn- ráði eiga sæti, auk dr. Selmu Jónsdóttur, sem er formaður samkvæmt stöðu sinni, Ás- mundur Sveinsson, Gunnlaug ur Scheving og Þorvaldur Skúlason, sem fulltrúi lista- manna, og dr. Gunnlaugur Þórðgrson tilnefndur af ráð- herra. Dr. Selma taldi að Lista- safnið ætti um 1250 skráðar myndir og höggmyndir, þar af er margt smámynda og eru þá erlendar myndir og gjafir meðtaldar. Að sjálfsögðu er ekki unnt að sýna nema lítinn hluta safnsins í einu í þeim húsakynnum, sem það hefir til umráða, og kvað Selma Jónsdóttir það þó vera tilfinn anlegast af öllu að ekki væri hægt í safninu að gefa að staðaldri rétta mynd af list helztu listamanna þjóðarinn- ar, Ásgríms Jónssonar. Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjarvals, og ýmissa fleiri. Heildarmyndir af list ein- stakra íslenzkra listamanna fengjust ekki í Listasafni ís- lands fyrr en reist hefði verið yfir það sérstök bygging með viðeigandi sýningarsölum. Kvað Selma Jónsdóttir for- ráðamenn Listasafns Islands einlæglega vona það, að hin stórhöfðinglega gjöf Sesselju Stefánsdóttur yrði nú til þess að hrinda í framkvæmd hug- myndinni um listasafnsbygg- ingu í Reykjavík, enda væri vandséð hvemig þjóðin gæti án slíkrar byggingar verið sem menningarþjóð. Bílar fastlr — Frh. af bls. 16: farinn að safnast í brekkuna. Einnig var Krókalækjarbrekk- an orðin nokkuð slæm. Vísir áttí í morgun stutt sam- tal við Jón Kvaran i Brúradíó í morgun. Sagði hann að upp úr hádeginu f gær hefði byrjað að blása upp og snjóa á heiðinni. Töluverð umferð var um heið- ina, einkum þó af smábílum sem fólk var að fara á í réttirn ar. Færðin var mun verri að sunnan og töfðust flestir í Krókalækjarbrekkunni og Hæð- arsteinsbrekkunni. Margir smá- bílanna höfðu ekki keðjur og stöðvuðust margir þeirra fljót- lega. Bíll frá Vegagerðinni kom bíl unum til aðstoðar og um átta- leytið í gærkvöldi fór hefill frá Hvammstanga til aðstoðar. Bílalest lagðj upp á heiðina að sunnan kl. 1 og voru bííarnir að koma á Blönduós um kl. 8 í morgun. Færð er núna sæmi- leg á Holtavörðuheiði, en ekk- ert vit að fara á keðjulausum bílum yfir heiðina. ErfSð verfíð Framhald af bls. 16. hefur vissulega sitt að segja“. „Er nokkuð erfitt að vera á síld lengur, Guðbjörn? „Það er minna líkamlegt erf- iði fyrir hásetana, en vökur eru meir; og fyrir okkur skipstjór- ana er það engu minna erfitt. Það er eitt sem víst er“. ',Og hvað stendur til næst?“ „Næst er það síld aftur, vetr arvertíðin hér fyrir sunnan. Það verður þó ekki fyrr en í miðjum október sem hún hefst“. „Svo það er smáhlé núna“. „Já, smáhlé“ VISIR óskar nú þegar eða 1. okt. eftir blaðberum í eftirtalin hverfi. GRETTÍSGATA NJÁLSGATA LAUGAVEG efri LAUGAVEG neðri SÓLEYJARGATA AUSTURSTRÆTI Vinsamlega hafið samband við afgreiðsluna. VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.