Vísir - 25.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 25.09.1963, Blaðsíða 7
V1 S IR . Miðvikudagur 25. sept. 1963. Þann 2. okt. n.k. mun banda- riska flugfélagið Pan American hefja þotuflugferðir um fsland og þýðir það, að hægt verður að komast á talsvert skemmri tíma en áður til og frá Bret- landi og Bandaríkjunum. Jafn- framt verður unnið að því að bæta þjónustuna og eru skipu- lagðar fastar ferðir flugfélags- ins milli Reykjavíkur og Kefla- víkur í sambandi við þessar ferðir. Þó er ekki búizt við því að þessar þotuferðir skapi neina verulega samkeppni fyrir ís- lenzku flugfélögin, nema þá Hattar Húfur Hanskar Slæður MIKIÐ ÚRVAL HATTABÚfllN HULD Kirkjuhvoli helzt varðandi flutning á erlend um mönnum frá Keflavíkurflug velli. Alveg sama verð mun vera á farseðlum Pan American á flug leiðinni til Bretlands eins og hjá íslenzkum flugfélögum, en þó er sá munur á, að Pan American- flugvélin flýgur beint til Lond on með viðkomu í Glasgow og er það þægilegra en að þurfa að skipta um flugvél í Glas- gow. Vestur til Bandaríkjanna er verð á farseðlurh Pan American nokkru dýrara en hjá Loftleið- um. Ódýrust eru hin svokölluðu þriggja vikna fargjöld, sem verða um 10,200 krónur fram og til baka mill; New York og Keflavíkur og er það um þús- und krónum dýrara en fargjald ið hjá Loftleiðum. Fargjaid aðra leiðina mun kosta um 8700 krónur og fram og til baka 16.600 krónur ef þriggja vikna skilyrðið fylgir ekki. Kostir þotuflugsins eru fyrst og fremst hraðinn. í hinum hrað fleygu Dougl'as DC-8 tekur flug ið til London aðeins um 3 klst. þó talin sé með 45 mínútna við koma í Glasgow og flugtíminn frá Islandi til New York verður aðeins 5 klst. og jafnvel 4 klst. austur um haf frá New York til Keflavikur, en sá munur stafar af því að vindar eru hagstæðari á austurleið. Pan American hefur verið að leita fyrir sér um gott húsnæði í Miðbænum til að setja upp afgreiðslu og farmiðasölu, en ekkert heppilegt húsnæði hefur fengizt. Hins vegar eru skipu- Iagðar ferðir almenningsbíla, er leggja af stað frá Hótel Sögu um 2l/2 klst. áður en flugvélin á að fara frá Keflavík. Þota Pan American fer eina ferð i viku. Hún kemur frá Ameríku á miðvikudagsmorgna og flýg- ur til Bretlands kl. 8,30 á mið- vikudag. Hún kemur aftur frá Bretlandi samdægurs og flýgur af stað til Ameríku kl. 19.40 um kvöldið. Póssningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður, við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN við Elliðavog s.f. Símj 32500. austmót Tafifé- Vetrarstarfsemi Taflfélags Reykja- víkur er hafin og fyrsta verkefnið hið árlega haustmót félagsins. Þátttakendur eru 51 og skiptast þeir í 3 flokka, meistaraflokk, I. og 11. flokk. í meistaraflokki tefla 22 keppendur og er þeim skipt í tvo riðla, 11 í hvorum. I I. flokki eru teflendur 12 og I II. flokki 17, en hann er einnig tví- skiptur. Úrslit í fyrstu umferð: Meistaraflokkur A: Bragi Krist- jánsson vann Sævar Einarsson, Renó sendiferðabíll — til sölu árgerð 1962, vel með farinn. Blómaskálinn við Nýbýlaveg. Sími 16990. Saumastúlkur Saumastúlkur óskast. Laugaveg 178 Sími 33542. Sigurður Jónsson vann Ólaf Björnsson, Magnús Gunnarsson vann Hauk Angantýsson, Bjarni Magnússon vann Pétur Eiríksson. Jafntefli gerðu Bragi Björnsson og Björn V. Þórðarson. Jónas Þor- valdsson átti frí. Meistaraflokkur B: Jón Krist- insson vann Geirlaug Magnússon, Benóný Benediktsson vann Ársæl Júlíusson. Jafntefli gerðu Trausti Björnsson og Benedikt Halldórs- son. Biðskákir urðu hjá Hermanni Jónssyni og Guðjóni Stefánssyni, og Jóhanni Sigurjónssyni og Björg- vin Víglundssyni. Björn Þorsteins- son átti frí. ERRA ATTAR L ANDHREINSAÐíR EFNALAUGIN BJÖRG Sólvollagotu 74. Sími 13237 Bormohlið 6. Simi 23337 ÖKUKENNSLÁ HÆFNISVOTTORÐ ÚTVEGA ÖLL GÖGN VAROANDI BÍLPRÓF ÁVALT NÝJAR VOLKSWAGEN BIFREWAR simi 19896 Otheiia Daífas syngur i Klúbbnum Það liggur í augum uppi, að sá sem sungið hefur með hljóm sveitum eins og Duke Elling- tons o. fl. hlýtur að hafa eitt- hvað sérstakt til að bera. Og það hefur söngkonan Othelia Dallas frá Tennessee sannar- lega. Það eru nú um átta ár, síð- an hún gerði söng að aðalat- vinnu sinni og hún hefur skipað sæti ofarlega meðal hinna „klassisku" skemmtikrafta síð- an. Áhorfendur víða um heim, og á óteljandi skemmtistöðum hafa fagnað henni, og gestif Klúbbsins við Lækjarteig nokkra síðustu daga. Þar sem Othelia er vön að hafa að minnsta kosti 20 manna hljómsveit sér til að- stoðar, innti fréttamaður Vísis hana eftir, hvort henni þætti ekkí dálítið einmanalegt að hafa bara þrjá, en hún syngur með trlói Magnúsar Pétursson- ar. — Nei, svaraði hún. Þeir eru mjög góðir hljóðfæraleikararj og það er vel hægt að komast af án stórrar hljómsveitar. Þá reynir að sjálfsögðu meira á söngvarann, en ég treysti mér vel til þess að syngja, ef ég má slá taktinn á borðplötu. Othelia er tæplega mikið meira en 5 fet ... ef hún er þá svo há, og fólk furðar sig á hvaðan öll þessi rödd kemur. — Ég vona að ísiendingum falli við mig, segir Othelia Dallas, satt að segja bjóst ég alls ekki við að þeir fylgdust jafnvel með og raun ber vitni um. En þeir virðast þekkja yfirieitt alla söngva sem náð hafa vinsældum I hinum vest- ræna heimi, og það er reglulega gaman að syngja fyrir þá. Verkamenn Nokkrir verkamenn óskast í byggingavinnu. Uppl. í síma 33732 eftir kl. 7. Blaðburðarbörn - Hafnarfirði Börn óskast til að bera út Vísi í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50641 og á afgreiðslu blaðsins Garðavegi 9 kl. 8—9 e. h.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.