Vísir - 23.10.1963, Side 7

Vísir - 23.10.1963, Side 7
V í SIR . Miðvikudagur 23. október 1963. 7 Framhald af bls. 5. Framkvæmdaáætlun íslendinga gerir ráð fyrir stórum erlendum lántökum. En vegna hinnar miklu þenslu, sem nú er hér í landi og skorts á vinnuafli verður að fara mjög varlega í það að svo stöddu að taka erlend framkvæmdalán. Þá þarf og að gæta þess vand- lega, að greiðslubyrðin gagnvart útlöndum verði ekki of þung mið- að við gjaldeyristekjur og fram- leiðslu þjóðarinnar. Þar getur það ráðið úrs'litum að lánstími sé langur og vöxtum í hóf stillt. Þegar viðreisnin hófst var eitt af vandamálunum það, hversu mikið hafði verið tekið af erlend- um lánum til stutts tíma. Var því ljóst, að greiðslubyrði vaxta og afborgana til útlanda yrði þung ög vaxandi á næstu árum. Er rétt að gefa hér yfirlit um greiðslubyrðina gagnvart útlönd- um árin 1958 —’63. Allar tölur eru þar reiknaðar með núverandi gengi til þess að samanburður- inn verði gleggri. Eru þá taldar greiðslur vaxta og afborgana af öllum erlendum lánum, bæði op- inberum og einkaaðilja, og enn fremur hundraðshlut; þeirra af gjaldeyristekjum þjóðarinnar á því ári. Árið í ár er áætlað áf Seðlabankanum. Greiðslubyrði vaxta og afborg- ana gagnvart útlöndum er sem hér segir: 1958 222 millj., sem er 5.5% af af gjaldeyristekjum 1959 358 millj., sem er 8.7 1960 425 - - - 9.9 1961 504 - - - 10.9 1962 571 - - - 10.8 1963 496 - - - 9.1 Greiðslubyrðin er því byrjuð að minnka. Afkoma ríkissjóBs i ár Varðandi' horfur um afkomu ríkissjóðs í ár, 1963, vil ég taka þetta fram: í fjárlögum fyrir 1963 eru tekj- ur ríkissjóðs áætlaðar 2198 millj- ónir króna. Þegar 9 mánuðir voru liðnir af árinu, 30. september s.l., voru tekjurnar orðnar 1689 milljónir eða nær 77% af áætlun fjárlaga. Rekstrarútgjöld eru áætluð í fjárlögum 2052 milljónir, en voru 30. september orðin 1505 milljón- ir, eða um 73% áætlaðra rekst- ursgjalda. Það er venja, að bæði tekjur og gjöld eru hlutfallslega hærri þrjá síðustu mánuði ársins en aðra mánuði. Það er því Ij’óst, að bæði tekjur og gjöld munu fara fram úr áætlun fjárlaga. Um tekj- urnar stafar þetta einkum af því, að innflutningur hefur reynzt meiri það sem af er þessu ári, en ráðgert var, þegar gengið var frá tekjuáætlun fjárlaga. Verða því tekjur af aðflutningsgjöldum nokkru meiri en áætlað var. Einn- ig munu tekjur af tekjuskatti og eignarskatti, svo og af ríkisstofn- unum fara nokkuð fram úr áætl- un. Umframgreiðslur á gjaldahlið verða einkum á launaliðum sök- um kauphækkana þeirra, sem ríkisstarfsmenn fengu frá 1. júlí, enn fremur hækka ýmsir rekstr- arliðir vegna almennra launa- hækkana, sem orðið hafa á þessu ári. Greiðsluafgangur mun verða hjá ríkissjóðj f ár, en um upp- hæð hans verður ekkert hægt að fullyrða að svo stöddu. Samkv. fjárlagafrumvarpinu fyr- ir 1964, semhér liggur nú fyrir 1. umræðu, eru tekjur áætlaðar alls 2539.7 millj. kr. Sú áætlun er 341.6 millj. kr. hærri en í gild- andi fjárlögum. Rekstrarútgjöld samkvæmt frumvarpinu eru áætl- uð 2381.5 millj. Rr. eða 329.2 millj. kr. hærri. Önnur útgjöld, þ. e. a. s. samkv. 20. gr., afborg- anir lána og til eignaaukningar, eru áætluð 147.3 millj. kr. og er það 10.2 millj. hærra en í ár. Greiðsluafgangur er áætlaður 10.8 millj. £ stað 8.7 millj. Sú tekjuhækkun, sem hér er gert ráð fyrir, byggist á óbreytt- um öllum tolla- og skattastigum. Engar hækkanir á þeim né nýj- ar álögur eru hér að verki. Á- stseðurnar til þessarar tekjuhækk- unar eru meiri innflutningur en fjárlögin fyrir 1963 reiknuðu með, meiri velta og hærri tekj- ur almennings á árinu 1963 en 1962. Skattalækkun Tekju- og eignarskatturinn var í ár áætlaður 165 millj., en nú 210, hækkar um 45 millj. Þessi áætlun er gerð þrátt fyrir það, að fyrir þetta þing verður lagt frumvarp um lækkun á tekju- skattsstiganum. Sú Iækkun felur það í sér, að hinar skattfrjálsu tekjur hækki um 30 af hundraði til samræmis við breytingar á launurn og verðlagi, sem orðið hafa síðan skattstiginn var ákveð- inn 1960. Sú mikla lækkun, sem þá var gerð á tekjuskattinum, var byggð á þeirri stefnu stjórn- arinnar, að gera almennar launa- tekjur skattfrjálsar. Skattfrjálsar fyrir einstakling eru nú 50 þús., en verða eftir hinu nýja frum- varpi um 65 þús. Fyrir hjón 70 þús., -verður um 90 þús, og fyrir hvert barn 10 þús., verður um 13 þús. Hjón með 2 börn hafa nú 90 þús. skattfrjálsar tekjur. Þau i a b a ic o a i »: Hundahald i augurn ‘l útlendings I| Menn reka alltaf annað veif- ið upp öskur út af hundahaldi »: og hundadrápi hér í Reykjavík. íj Sumir með hundum, vilja leyfa hundahald og telja það hafa ■: uppeldislega þýðingu, einkum fyrir börn. Aðrir telja hunda Jn réttdræpa hvar sem þeir sjáist ■J á Reykjavíkurgötum eða innan endimarka borgarinnar. Svo er J. og raunin samkvæmt lögreglu- >: samþykkt Reykjavíkurborgar. ■J Ég hitti að máli útlending í / sumar og honum varð skraf- *: drjúgt um Reykjavík. Hann sagðist hvergi hafa séð eina ;■ borg í jafnmikilli sköpun sem ■: höfuborg íslands. Hvar sem íj augum væri litið væri eitthvað að gerast, eitthvað í smíðum, ■: eitthvað á seyði. Margt af því / lofaði útlendingurinn, en annað gagnrýndi hann og taldi vafa-. ■: samt. :■ 1 einu efni taldi hann Reyk- víkinga standa öllum höfuð- ■: borgarbúum Evrópu framar og :■ það væri í að banna hunda- hald. Eiga oð vera i sveit Maður þessi kvaðst í fyrst- unni hafa orðið undrandi á því að sjá hvergi hund á götum borgarinnar. Hann var óvanur slíku og sjálfur er hann úr mik- illi hundaborg.. Hann fór þá að spyrjast fyrir hverju þetta sætti og fékk þær upplýsingar að' bannað væri að liafa hunda í Reykjavík. í þessu væri mikil menning sagði maðurinn. Hundar ættu að vera í sveit, úti í guðsgrænni náttúrunni og þar eiga þau börn líka að vera sem vilja njóta uppeldisáhrifa frá hund- um. Hundar eru dýr og öllum dýrum er frelsið eiginlegt, en ekki að vera tjóðruð við festar og byrgð inni í húsum mestan hluta sólarhringsins. Verulegu máli skiftir það líka að þó hundar séu venju fremur þrifaleg dýr fylgir þeim eins og öllum skepnum sóða- skapur í borgum. „Það geturn við borið um, sem lifum í sam- býli við hunda í stórborg", sagði útlendingurinn að lokum. Kennsla i barsmiðum Ég heyrði nýlega frá því skýrt í útvarpi að hnefaleika- maður hafi verið barinn til bana í hnefaleikakeppni erlend- is. Þetta minnti mig á þá sjálf- sögðu ráðstöfun sem Alþingi íslendinga gerði fyrir nokkrum árum að banna hnefaleika. Sumar aðrar þjóðir hafa ráð- gert að fara að dæmi íslend- inga i þessu efni vegna þess hve íþróttin er Ijót, ómannúðleg og háskasamleg. Mig rekur einnig minni til þess að á þeim árum sem hnefa- leikar voru kenndir hér og iðk- aðir þá gerðust sumir þessir lærðu hnefaleikarar hinir mestu óþurftarmenn í samskiptum við venjulegt og saklaust fólk. Ekki af því að þeir ættu neitt sökótt við það, ekki heldur af því að þeir ætluðu sér að ræna það eða fremja á því glæp, heldur þurftu þeir að slá það niður til að sýna hæfni sína, krafta og kunnáttu. Það var leikur þessara manna að slá einhvern niður. Nú er það vitað mál að í höf- uðhöggum felst ekki nein sér- leg hollusta fyrir þann sem fyrir þeim verður. Né heldur getur sá, sem ber, vitað afleið- ingarnar fyrir fram, því að jafn- vel þótt höggið þurfi í sjálfu sér ekki að vera hættulegt, þá getur viðkomandi stórslasazt í fallinu, um Ieið og hann fellur til jarðar. Það er margt betra hægt að> læra í íþróttum, heldur en að berja náungann. Kári II. I B I I B l !■!!•■■■ i tJ U U B I myndu samkv. hinni væntanlegu breytingu hafa skattfrjálsar 115 -120 þús. Aðflutningsgjöldin eiga að skila í ríkissjóð allmiklu hærri fjárhæð nú en fjárlögin 1963 gera ráð fyr- ir, þrátt fyrir þær margvfslegu tollafækkanir, sem urðu samkv. nýju tollaskránni frá síðasta þingi.1 Áætlað er í frumvarpinu að aðflutningsgjöldin skili 1366 millj., og er það byggt á inn- flutningi, þeim sem þjóðhags- og framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir, svo og reynslu þeirri, sem fengin er á þessu ári. Er þessi upphæð um 176 millj. hærri en í fjárlögum nú. Á síðastliðnu vori tók gildi ný tollskrá. Kom hún í stað eldri tollskrár, sem var frá árinu 1939 og þeirra miklu viðauka og breyt- inga, sem á tæpum aldarfjórð- ungi, höfðu verið gerðar á henni. Breytingar á eldri tollskránni voru oft gerðar til þess að leysa brýn aðsteðjandi fjárhagsvanda- mál, án þess, að tekið væri tillit til áhrifa þeirra á tollakerfið i heild. Mikið misræmi skapaðist því oft við ákvörðun tolla af skyldum vörutegundum. Leiddi það til þess að kerfið varð svo flókið og margbrotið, að útreikn- ingur aðflutningsgjalda ýmissa vara var afar tímafrekur og að- eins á fárra manna færi. Að formi til er nýja tollskráin sniðin eftir alþjóðlegri tollskrár- fyrirmynd, Briisselskránni svo- nefndu, sem öll Iönd Vestur-Ev- rópu hafa nú tekið upp auk margra annarra. Samræming við tollskrár svo margra viðskipta- þjóða okkar auðveldar mjög allt samstarf þjóða í þeim efnum. Af notkun Briisselformsins Ieið ir að tekin er upp ný vöruflokk- un. Ýmis gjöld, sem fyrr voru reikn uð sérstaklega ásamt álögum, hafa nú verið sameinuð I einn verðtollstaxta. Útreikningur gjalda, sem ekki runnu í ríkis- sjóð hefur verið gerður einfald- ar; og sum gjöld felld niður. Með hinni nýju tollskrá var stefnt að því að samræma, svo sem kost- ur var á, tolla á skyldum og sam- bærilegum vörum. Tollalækkun Heildarlækkun aðflutnings- gjalda, sem af breytingunni leiddi, er 97 milljónir króna eða 8.3% miðað við magn og sam- setningu innflutnings árið 1962. Tollar lækkuðu á mörgum vöru- tegundum og eru hæstu innflutn- ingsgjöld nú 125%, en voru áð- ur 344%. Á mörgum vörum námu heildaraðflutningsgjöld 200 — 300%. Lækkun hinna óhóflegu gjalda lækkaði útsöluverð vör- unnar, minnkaði smygl og jók tekjur ríkissjóðs. Lækkaðir voru verulega tollar á ýmsum rekstr- arvörum og tækjum til Iandbún- aðar og sjávarútvegs. Nýja tollskráin er grundvöllur tollakerfis I'slands á komandi ár- um. Endurskoðun og umbótum þarf að halda áfram. Nákvæma athugun þarf að gera á tollun vara til íslenzks iðnaðar. Þar þarf að afnema oftollun hráefnis, en einnig að koma £ veg fyrir of- eða vantollun á fullunnum inn- fluttum vörum. Þar þarf að sam- ræma, lækka og fella niður tolla á tækjum til útflutningsframleiðsl unnar. Þessi eru þau markmið, sem að skal stefnt £ framtfðinni. 3% söluskatturinn er áætlaður 262 millj. að frádregnum hluta Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, ca. 65 millj. Samtals er þvi ráðgert að 3% söluskatturinn gefi 327 millj. og er það um 74 millj. meira en skv. fjárlögum £ ár og byggist á aukinni viðskiptaveltu. Snemma árs 1960 samþykkti Alþingi gagngerðar breytingar á tekjustofnum rfkissjóðs og sveit- arfélaganna. Siðan hafa engir álagsstigar verið hækkaðir, en fremur stefnt í þá átt að lækka álögur, eins og tollalækkunin í nóv. 1961 og toll- skráin frá s.I. vori bera órækan vott um. Þetta er í fjórða sinn f röð, sem fjárlög eru lögð fyrir Alþingi án þess að hækka tolla eða skatta eða grípa til nýrra tekjustofna. Aukin framl'óg Af útgjaldahækkunum samkv. frumvarpinu er langstærsti liður- inn Iaunahækkanir til rfkisstarfs- manna. Þær munu valda hækkun um 175 millj. fyrir ríkissjóðinn sjálfan, en auk þess eru launa- hækkanir um 50 millj. hjá rfkis- stofnunum, sem munu sjálfar standa undir þeim auknu gjöldum með tekjum sfnum. Aðrar hækkanir sem verulegu máli skipta eru þessar: Almannatryggingar hækka um 72.3 millj. Framlag til Lffeyris- trygginga hækkar um 53.6 millj. Sú hækkun stafar að meiri hluta af nýjum lögum um almanna- tryggingar sem samþykkt voru á síðasta þingi og ganga f gildi 1. jan. n.k., en að nokkru stafar hækkunin af fjölgun bótaþega o. fl. Framlag til sjúkratrygginga hækkar um 13.3 millj. og stafar það að rúmum helmingi af hækk- un daggjalda á sjúkrahúsum og hælum, en að öðru leyti af breyt- ingum á lögum um almannatrygg- ingar og af fjölgun hinna tryggðu. Framlag til atvinnuleysistrygg- ingasjóðs hækkar um 5.4 millj. Kostnaður við kennslumál, annar en launahækkanir, hækkar um 27 millj. Dómgæzla og lögreglustjóm, auk iaunahækkana, um 20 millj. Framlög til lífeyrissjóða og upp bóta á lífeyri um 15y2 millj. Framlög til útrýmingar heijsu- spillandi húsnæðis 14.4 millj. Til ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla 8:6 milij. Nema þessir liðir sem ég nú taldi aðrir en launahækkanir um 158 millj. kr. Á hinn bóginn lækkar liðurinn framlög til niðurgreiðslu á vöru- verði og uppbóta á útfluttar land- búnaðarafurðir um 37 millj., og hið sérstaka framlag til Afla- tryggingasjóðs, vegna aflabrests togaranna, 15 millj., var miðað við eitt ár og fellur því niður. í aprflmánuði 1962 voru sam- þykkt á Alþingi einróma lög um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Þau lög voru byggð á samkomulagi við Bandalag opin- berra starfsmanna og hlutu stuðn ing þingflokka og þingmanna á- greiningslaust. Með þeim lögum var gerð breyting á skipan iauna- mála ríkisstarfsmanna. 1 stað launalaga var hinum opinberu starfsmönnum veittur samnings- réttur, en að því leyti, sem samn- ingar næðust, ekki skyldi Kjara- dómur skera úr og kveða á um laun og önnur kjör. Kjaradómur er nkipaður fimm dómendum. Eru þrír þeirra skipaðir af hæstarétti en einn af hvorum aðila. Rfkis- stjórn og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Samningar tókust miili ríkis og starfsmanna um Framh. á 9. sfðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.