Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 30. apríl 1964. 3 STEFNUM HÆRRA, MIKLU HÆRRA Á morgun verður Jón Leifs 65 ára. — Alþjóð þekkir tónverk hans og frjóa listsköpun og metur verk hans því meir sem hún kynnist þeim betur. Frá unga aldri hefir Jón helgað tónlistinni líf sitt og krafta og ætíð starfað á vettvangi tónlistarmála með elcf hug hins síunga hugsjónamanns í brjósti. Með tónverkum sínum og hljómsveitarstjóm hefir hann rist nafn sitt djúpum stöfum f íslenzka tónlistarsögu og hann hefir átt manna mestan þátt í að rjúfa einangrun þjóðarinnar f tónlistarefnum, óhvikull í áhuga sínum og ódeigur f gagnrýni á það sem honum hefir þótt miður fara. Er þá ótalið forystustarf hans f samtökum íslenzkra tón- skálda og barátta hans fyrir því að hugverk á öllum sviðum lista séu metin til þess gildis sem þeim ber. Vísir færi Jóni Leifs árnaðaróskir á afmæli hans og birtir í dag viðtal við tónskáldið, þar sem hann ræðir við Lelf Þórarinsson um íslenzkt tónlistarlíf og þátt Sinfóníuhljómsveitarinnar. — Tseja, hvað viltu vita? " Spurðu bara, segir Jón Leifs og giottir líkt og hann ef- ist innilega um fróðleiksfýsn við ræðanda. Þetta er í stofu hans að Freyjugötu 3. Fjölskyldan er ný- komin frá að hlýða Requiem Mozarts, og það er kaffi yfir- vofandi. — Hvernig þótti þér lánast? Ekki svo afleitlega, eða hvað? — Nei, mér þótti þetta í rauninni ágætt. Við sátum núna eins aftarlega og við mögulega getum á hljómleikum, og sann- leikurinn er sá, að verstu gall- amir draga síður þangað. Það er hins vegar ekki ómögulegt að fyrstu bekkingum, það er sumum þeirra, sem eru með eyrun á réttum stað, hafi ekki liðið sem bezt. En þeir jafna sig nú eflaust fljótlega. En getur þú sagt mér hvar Mozart hættir og Siissmayer tekur við? Svanasöngur Mozarts. — Ef ég á að segja þér eins og er Jón, þá hef ég aldrei verið spenntur fyrir þessu verki. En lét ekki Mozart eftir sig meira og minna útfærðar skissur af flestum köflunum? — Einhverjar óljósar hug- myndir býst ég við, en þó er seinni hluti Requiemsins að mestu talinn verk Stissmayers. Ég fyrir mitt leyti held að hann taki við á eftir offertoríinu. Þar kemur fram eitthvert óperettu hugarfar, sem er eiginlega óþol andi þrátt fyrir yfirlýsta alvöru. Fyrsti hlutinn er hins vegar mögnuð músfk, og reyndu að átta þig á því. — Ég skal reyna það eftir beztu getu. En margt finnst mér merkilegra eftir Mozart, jafnvel þó þetta sé hans svanasöngur og þar fram eftir götum. — Er það já. Mér fínnst mest allur Mozart alls ekki íjafn stór- kostlegur og af er látið. Handel og Beethoven eru frekar að mínu skapi. En um þetta þýðir ekkert að deila, heldur metur hver eftir sínu innræti. Samt finnst mér eitthvað nýtt og krefjandi einmitt koma til skjal- anna í þessu síðasta verki Moz- arts, þó ég vilji ekki halda fram að Mozart hefði orðið öðruvísi eða meira tónskáld, hefði hann lifað lengur. Líklega hefur hann verið búinn að segja allt sem hann hafði að segja. Beethovea líka, og jafnvel Schubert, þó að hann hafi dáið tuttugu og átta ára. Geturðu ímyndað þér fram hald af síðustu kvartettum Beethovens? — En Stissmayer hefði ekki hikað við að leggja hönd í bagga við t. d. stóru fúguna, ef þess hefði talizt þurfa með. Reyndar hroðaleg tilhugsun. Þessu veltum við fyrir okkur hljóðir um stund. En þá birtist blessuð frúin með kaffi og fleira, og við hristum af okkur drungann. Enda er þetta áreið- anlega sama kaffið og Brahms hellti í sig yfir morgunkanón- unum frægu. Og ég fæ vindil. Rammvitlaust byggð upp. — Hvernig lfzt þér á Sinfóníu hljómsveitina. Þú hlýtur að hafa ótal hugmyndir um hana, sem ert alltaf sískrifandi hljómsveit- arverk og þar að auki gamall hljómsveitarstjóri. — Ja, ég veit um ýmsar blá- kaldar staðreyndir. En það er ekki víst að margan beinlínis þyrsti í að vita of mikið af þeim. Það borgar sið varla að tala hreint út. Hér taka jú allir allt sem sagt er sem persónu- legar móðganir og misgerðir, og sá getur átt á hættu að lenda í illindum, sem ekki verða til neins gagns. Þó væri fáránlegt að leyna því, að mér finnst hljómsveitin hafa verið byggð upp rammvitlaust frá byrjun. — Mörgum virðist já, að hvað Sinfóníuhljómsveitinni viðkem- ur, hafi heldur sleggja verið lát in ráða kasti, en að hugsað vc:ri um raunverulegt uppbyggingar- starf fyrir framtíðina. Megin áherzla lögð á að búa til ein- hvers konar „show“ með alls kyns billegum brögðum. Ert þú á sama máli? — Já, það er einmitt þarr.a, sem hundurinn liggur grafinn. Það var strax rokið I heljarmikl ar sýningar, með lúðrablæstri, trumbum og „heimsfrægum“ sól istum, en I rauninni látið lönd og leið hvernig flutningur tón- verkanna tækist. Aðalatriðið var að framleiða nógu viðhafnarmik inn hávaða, sem óþroskaðir á- heyrendur gleypa auðvitað sem góða og gilda vöru, af því þeir vita ekki betur. Og með þessu fá þeir aldrei að vita betur. Nei, það þyrfti að byrja á strengjasveit, og þetta er ég vlst búinn að marg-segja áður. Byrja á tiltölulega fámennri strengjasveit, eins og þeirri ítölsku, sem hingað kom nýlega, og sem ynni stöðugt I langan tíma að flutningi gamalla og nýrra verka við sitt hæfi. Og þar er svo sannarlega af nðgu að taka. Þessi strengjasveit gæti slðan orðið kjarni sinfónluhljóm sveitar. Smám saman yrði bætt við blásturshljóðfærum, eftir þvl sem önnur viðameiri verk tækj- ust til flutnings. Þó aldrei nema fyrir hendi yrðu hljóðfæraleik- arar, sem uppfylltu ströngustu kröfur. Ef sllkir hljóðfæraleik- arar fengjust ekki, hér eða er- lendis frá, ætti einfaldlega að hverfa frá flutningi verkanna og bíða átekta. Umfram allt forð- ast millivegi og þrautalending- ar, því hálfdrættingshugarfar I list hefur aldrei leitt af sér ann að en óskapnað. Stefnum miklu hærra. — En við sitjum nú einu sinni uppi með þessa hljómsveit eins og hún er, og mörgum virðist því eina ráðið að finna smugur til að bæta hana á þessum „sin- fónfska" grundvelli. Ég er anzi hræddur um að ýmsum þætti Htið koma til eilífra barrokk- hljómleika, eftir alla þessa sin- fónlu I kjól og hvítt. Það yrði talað hástöfum um skref aftur á bak, uppgjöf og guð veit hvað. — Vissulega skref aftur á bak, en um leiö stórt skref fram á við, því þá væri loksins opnuð leið til uppbyggingar raunveru- legrar hljómsveitar. Eins og mál um er nú háttað, er sóað millj- ónum og tugum milljóna I fyrir- tæki, sem rís alls ekki undir nafni. Með þessu áframhaldi getum við í hæsta lagi vonazt til að eignast þriðja eða fjórða flokks hljómsveit, eftir tlu-tutt- ugu ár. En við eigum að stefna hærra. Miklu hærra. Því skyld- um við ekki geta eignazt hljóm sveit á borð við þær beztu I veröldinni? Þarf listastarfsemin hér endilega að vera ráðleysis- flan, þó rekotur togara og frysti húsa sé I ólestri? Listin á að vera til fyrirmyndar, en ekki öfugt. Listamannaþingið. — Hvernig llzt þér á fyrir- hugaða listahátíð I Reykjavík I sumar? Finnst þér ekki að þar muni flanað I fljótræði? — Ég hef nú ekkert fylgzt með þessu, hef ekki haft neitt tækifæri til þess. En spurðu Jón Þórarinssón, þetta er hans fyrir- tæki. Hitt er svo annað mál, að árleg hátíð eða þing, þar sem Iistamenn þjóðarinnar bera sam eiginlega sitt bezta á borð fyrir þjóðina, gæti orðið til mikils gagns fyrir alla aðila. Þá þyrftl einnig að bjóða hingað sem flestum erlendum listamönn- um. Ekki aðeins túlkandi, held- ur einnig og enn frekar skap- andi listamönnum, og þelm til lengri dvalar. Við gætum margt lært af viðhorfum þeirra til mála, sem okkur virðast f fljótu bragði sjálfsagðir hlutir og óumbreytanlegir. Glöggir gestir gætu opnað okkur nýjar leiðir. Ekki aðeins okkur lista- mönnunum, heldur einnig allri þjóðinni, og við gætum eflaust gefið þeim ótal margt I staðinn. Einangraðir útkjálkamenn — Þér finnst þá eins og fleir- um, að við séum full einangr- aðir? — Já, við erum orðnir ein- angraðir útkjálkamenn. Við reynum að nálgast heimsmenn- inguna I gegnum Skandinavíu. En það er hættulegt, þvl Sandinavla er aðeins einn út- kjálkinn til, þar sem allt nýtt að sunnan er stælt og gleypt hrátt. Þvl ekki heldur að hafa beint samband, velja sjálfir og hafna, I stað þess að láta svo- kallaða frændur okkar, mata okkur á því, sem þeim þóknast? Annars er ég búinn að fá mig fullan af að gefa holl ráð, og skipulags og félagsstarfsemi hef ur étið upp qf mikið af mln- um dýrmæta tlma. Nú vildi ég helzt geta varið því sem eftir er af ævinni, til að semja músík eingöngu. Það er ekki seinna vænna. — Eitthvað viltu samt segja mér af starfsemi Tónskáldafé- lagsins? Eru ekki endalaus ný baráttumál þar á dagskrá? — Jú, það má segja að starf Tónskáldafélagsins sé enda- laus barátta við skilningsleysi. Það helzta sem nú er á döfinni á vonandi ekki langt I land, þó róðurinn hafi hingað til verið erfiður. Það eru einfaldlega ósk- ir um að hið opinbera leggi sama af mörkum til kaupa á tónverkum, og varið er til lista- verkakaupa á vegum listasafns ríkisins. Það fé sem þannig fengist á hins vegar ekki að renna beint til „húsholdningt " viðkomandi tónskálda, heldur til að kosta afritun og hljóð- ritun og útbreiðslu verkanna. Með tímanum gæti sllkt borið ríkan árangur hvað viðkemur flutningi íslenzkra verka hér og þó einkum erlendis, og þá sér STEF um innheimtu höfundar- launa. Þetta er að mínu áliti öruggasta leiðin til að tryggja tónskáldunum einhvers konar lífskjör. En það eru ekki líkt þvl allir sem vilja sjá logikkina I þessu. — Og hvað fær þá „hið op- inbera" fyrir snúð sinn? — Handritin, sem með tlm- anum ættu að verða mikil verð- mæti, og I rauninni ókeypis kynningu íslenzkrar tónlistar, sem þrátt fyrir allt er I örum vexti, og á eftir að verða landi og þjóð til mikils sóma. Rætt við Jón Leifs, sem verður 65 óra d morgun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.