Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 5
V1SIR . Fimmtudagur 30. apríl 1964. Saltvatn — Framh. af bls. 16. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um það, hvernig standi á þessu salti. Hefur sú hugmynd m. a. komið fram, að hugsan- legt sé, að salt háfi myndazt í jarðlögum við eldgos úr sjó, en frekar þykir það þó ólíklegt, að seltan sé á svo miklu dýpi, eða um 900 metrum. Hitt er talið sennilegra, að fóðring inn- an í borholunni hafi bilað og renni sjór þannig niður í hol- una. Er þá spurning, hvort hægt væri að styrkja fóðringuna, en það verður vart gert, ef bilunin er á miklu dýpi. Hitinn á vatninu á 900 metra dýpi er um 60 stig, en þegar búið er að dæla þvf upp á yfir- borðið, er það um 25 stiga heitt og gæti hitalækkunin einmitt bent til þess, að sjórinn komist í það á leiðinni upp. Mælitæki það, sem nú er komið til eyja, verður notað til að mæla hitann í botni hol- unnar og þrýstinginn, en það atriði er mjög þýðingarmikið ef styrkja á fóðringu borholunnar. Bjargað úr f jóshaug Framh. af bls 16 urinn lenti þar á miðjar síður og sat þar blýfastur. Brölti mað urinn þá af baki til að bjarga sjálfum sér, en þá fór eins fyrir honum, að hann sökk í mykj- una í mittisstað og fékk sig ekki hreyft. Var þá ekki annað til ráða en kalla á hjálp og urðu heimamenn á bænum að moka rennu gegnum fjóshaug- inn með traktor til að bjarga manni og hesti. Voru þeir furðu hressir eftir hrakningana og fengu góðar veitingar á bænum. Karmannaskór nýkomnir SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17 og Framnesvegi 2 Húsameistarar Hver vill byggja hús og gerast meðeigandi. Allt tilbúið. Tilboð sendist Vísi merkt „Strax - 557“. Skólaþroski — Framh. af bls. 16 gat þess einnig að rannsóknir og reynsla síðustu áratugi þættu ó- tvírætt sanna að ótímabær kennsla t.d. í lestri, sé ekki einungis gagns Iaus, heldur geti í sumum tilfellum verið beinlínis skaðleg geðheilsu barna, og námsárangri síðar. Fræðslustjóri sagði að þessum at riðum væri of lítill gaumur gefinn af foreldrum, og væri mikil þörf aukinnar fræðslu um þessi mál meðal almennings. Það væri von fræðsluyfirvaldanna í Reykjavík að vornámskeiðin og skólaþroskakönn unin leiddu til aukinna og gagn- kvæmra upplýsinga heimilis og skóla um hagi barnsins, og stuðl aði þannig að vaxandi samvinnu þessara aðiia. Húsavík — Framh .af bls. 1 Tíð hefur verið ágæt á Húsa- vík þar til nú, að snjónum byrj- aði að kyngja niður, en á því hefur ekkert lát orðið síðan. Þetta hefur að vonum orðið börnum og unglingum til mik- illar gleði, en ekki hafa hús- mæðurnar orðið jafnhrifnar, því að þær hafa orðið að vaða hina verstu færð til þess að sækja björg í bú. Jörð er auðvitað orðin alhvít, en ekki eru neinir kuldar þessu samfara, svo að gróðri mun ekki hætta búin. Ekki telja Húsvíkingar, að snjór muni lengi hylja jörð, eft- ir að hættir að snjóa. C. T“ EINKAR(TARI Vér óskum að ráða stúlkur til einkaritara- starfa á aðalskrifstofum vorum við Hagatorg (hjá sölustjóra) í byrjun júní og hjá stöðvar- stjóra á Reykjavíkurflugvelli nú þegar. Almenn skrifstofu reynsla og góð vélritunar- kunnátta nauðsynleg. (Énskar og danskar bréfaskriftir). Umsóknareyðublöðum, er fást á skrifstofum vorum, sé skilað fyrir 10. maí n.k. til Starfs- mannahalds Flugfélags íslands h.f. /s/a//ds< JJ.F iCELAMDAIR FULLTRUARAÐ VERKALYÐSFELAGANNA í REYKJAVÍK 1. maí donsleikir verkalýðsfélganna verða í Ingólfscafé (gömlu dansarnir) og í Sigtúni. Dansleikirnir hefjast kl. 9 e. h. Aðgöngumiðasala við innganginn. Matur í Sigtúni kl. 7. 1. MAÍ-NEFND Bætt verður úr lánsfjárskorti húsnæðismálastj órnar Fundur var í sameinuðu þingi í gær. Á dagskrá voru m. a. tvær fyr irspurnir um húsnæðismálastjórn og þingsályktunartillögur um að þingmenn heimsæki Grænlend- inga, tvöföld akbraut milli Reykja víkur og Hafnarfjarðar, fiskiðn- skóli, unglingafræðsla utan kaup staða, tunnuverksmiðja á Skaga- strönd o. fl. Þá voru deildafundir boðaðir um kvöldið. LÁNVEITINGAR HÚS- NÆÐISMÁLASTJÓRNAR Geir Gunnars- i son beindi þeirri fyrirspurn til ff I lagsmálaráðhen j., ; hvort ráðstafanir jjf hefðu verið gerð- I ar til að afla fjar Jjr ' til byggingasjóðs iHlr ríkisins til íbúða- lána, og hve hárri upphæð yrði úthlutað og hvenær. Félagsmálaráð- herra, Emil Jóns- son, svaraði og sagði, að hækkun skyldusparnaðar úr 6 í 15% ætti að gefa 30 millj. í sjóðinn, atvinnu- leysistrygginga- sjóður hefði keypt bréf fyrir 37 millj. króna. Ennfremur lægi nú fyrir þinginu frv. um að vátrygg- ingarfélögin keyptu skuldabréf húsnæðismálastjórnar fyrir 25% af ráðstöfunarfé sínu, og mætti gera ráð fyrir að sú upphæð næmi um það bil 20 millj. Nú stæðu yfir samningar við lífeyrissjóðina um, að þeir létu eitthvað af hendi rakna, en þar væri' ekki mikið fé að fá. Við þetta bættist svo eigið ráðstöfunarfé húsnæðismálastjórn ar, svo og hefði ríkisstjórnin ýms ar fjáröflunarleiðir í athugun. Hve mikilli upphæð verði út- hlutað eða hvenær, liggur ekki fyrir ennþá og ekki verður hægt að ákveða það fyrr en ljóst er, hve mikið ráðstöfunarfé verður fyrir hendi. Þá tóku þeir til máls Ingvar Gíslason og Geir Gunnarsson aft ur. Kvörtuðu þeir mjög undan fjárskorti og seinagangi á ián- unum. Félagsmálaráðherra svaraði þessu nokkrum orðum og sagði, að vissulega væri hér mikill fjár- skortur til húsbygginga og eng- inn vandi að benda á það. Erfið- ara væri að finna leiðir til úr- bóta. Þá sagði hann, að erlendir sér- fræðingar teldu, að eðlileg íbúða- þörf hér væri 1500 íbúðir á ári. Þar af lánaði húsnæðismálastjórn til helmings þeirra, en aðrir að- ilar sæju um hinn helminginn. Lánveitingar samkvæmt þessu ættu að vera 112 millj. og það lætur nærri, að þeirri upphæð hafi verið úthlutað s. 1. ár. Hins vegar skal viðurkennt, að þessi upphæð er of lág, enda umsóknir óvenjumargar. En ríkisstjórnin reynir að gera sitt bezta til að greiða úr þessum málum. TVÖFÖLD AKBRAUT. Jónas Rafnar mælti fyrir nefnd- aráliti á þáltill. um að gerð verði tvöföld akbraut milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Kvað hann nefnd- ina sammála um samþykkt tillögunnar, en flytur hins vegar viðbótartillögu, þar sem segir, að leggja skuli akveg ofan byggðar á þessu svæði jafn framt. Nefndin hafði leitað um- sagnar vegamálastjóra, og hafi hann svarað með bréfi, þar sem segir að stefnt sé að algjöru um- ferðaröngþveiti í Fossvogi og Kópavogi, verði ekkert að gert. Umferðin sé orðin gífurleg, að meðaltali 14000 bílar á dag. Það, sem einkum hefur tafið framgang þessara mála, er dráttur á heild- arskipulagi. Nú eru þessi mál þó komin á rekspöl, en þó er heild- arskipulag fyrir Kópavog ekki vænta-.legt fyrr en á næsta ári. En áður en það kemur, er ekki hægt að hugsa um framkvæmdir. Matthías Á. Mathiesen þakk- aði nefndinni af- greiðsluna, kváðst , sammála viðauka- ..«**■ tillögunni og von- aði að fljótlega : yrði hægt að hefj A' ast handa í þessu máli. GEGN TÓBAKSREYKINGUM. Lúðvík Jósepsson mælti fyrir tillögu, sem hann flytur um ráð stafanir gegn tó- ! baksreykingum, þ. e. a. s. að rík- isstjórnin hlutist til um þessi mál. Sagði hann, að hér þyrfti fyrst og fremst að hafa sterkan áróður í frammi, hann gæti e. t. v. ráðið úrslitum að minnsta kosti gagn- vart ungu fólki. Menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, sagði hér vera hreyft mikilsverðu máli. Þá skýrði hann frá því, sem ráðu- neytið hefði þeg- ar gert í þessu skyni, haldnir hefðu verið fundir með skólastjórum og fulltrúum nemenda framhaldsskólanna hér í Reykjavík, þar Sem teknar hefðu verið ákvarðanir um að efla fræðslu um skaðsemi reykinga. Ennfremur hefði verið gerður út- dráttur úr skýrslu bandarísku læknanna á íslenzku og áætlanir væru uppi um að fá fræðslukvik- myndir í skólana um þessi mál. Hér væri þegar nokkuð að gert. en það skyldi viðurkennt, að bet- ur má ef duga skal. Lúðvík þakkaði ráðherra und- irtektirnar, en sagðist álíta, að hér þyrfti aukna fjárveitingu, og senda ætti sérstaka menn í skól- ana til að fræða um skaðsemi reykinga. TUNNUVERKSMIÐJA. Björn Pálsson mælti fyrir til- lögu, sem hann og fleiri flytja um W ag tunnuverk- smiðja verði reist " á Skagaströnd svo fljótt, sem _____| auðið væri. Kvað hann mikið atvinnuleysi norður þar, einkum s. 1. ár og yrði að gera einhverjar ráðstafanir til að bæta úr því. Öll aðstaða væri fyrir hendi á Skagaströnd, hús- næði o. fl. og gizkaði hann á, að koma mætti henni upp fyrir 2 y2 millj. kr. Þá urðu nokkrar orðahnipping- ar milli Björns og Ragnars Arn- alds, sem kvartaði undan því, að Björn hefði ekki viljað flytja þessa tillögu með sér nokkrum dögum áður. Björn svaraði því til, að hann hefði ekki viljað drepa niður til- löguna með því að flytja hana ásamt heimskum og frökkum hálf komma, sem ekkert vit hefði á atvinnumálum. VARNIR GEGN KÖTLUHLAUPI. Guðlaugur Gísla son mælti fyrir áliti fjárveitinga- nefndar á tiilögu um byggingu varnargarða gegn Kötluhlaupi. Mæl ir nefndin með tillögúnni og sam kvæmt mælingum vegagerðarinn ar þá mundu tveir varnargarðar við Vík kosta um 900 þús. kr. og varnargarðar austur í Álfta- veri um það bil 175 þús. kr í STUTTU MÁLI. Gísli Guðmundsson mælti fyrir tveim nefndarálitum, um fiskiðn- skóla og um unglingafræðslu ut an kaupstaða. Mælir nefndin með báðum þessum tillögum. Ólafur Jöhannesson mælti fyr- ir tillögu, sem hann flytur um, að hlutast verði til um að meðferð dómsmála verði hraðað sem mest. Einar Olg 'rsson mælti fyrir tillögu, sem hann flytur um að Alþingi sendi fulltrúa sína í vin- áttuheimsökn til Grænlands. Með þessu ættum við að sýna undir- okaðri þjóð skilning, þeirri þjóð, sem geymir bein íslendinga og mikinn hluta af sögu þeirra. Jón Skaftason mælti fyrir til- lögu, sem hann flytur ásamt fleir um um tekjustofna sveitarfélaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.