Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 30. apríl 1964. TIKJUSKA TTURINN NÚ 06 ÁBUR Eftir Gunnar Thoroddsen fjárm.ráðherra Frumvarp ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts hefur fengið góðar undirtektir hjá öll- um almenningi. Frumvarpið fel- ur í sér verulega hækkun á per- sónufrádrætti og' skattfrjálsum tekjum annars vegar, en á hinn bóginn margvíslegar ráðstafan- ir til þess að tryggja rétt framtöl og koma í veg fyr- ir undandrátt tekna undan skatti. Viðbrögð stjórnarandstæðinga eru í senn furðuleg og bros- leg, og eru menn þó orðnir ýmsu vanir um það, hvernig þeir bregðast við góðum málum. Undirtektir þeirra hafa tek- ið allmiklum stökkbreyting- um frá því er frumvarpið kom fyrst fram fyrir hálfum. mánuði, og er þróunarsagan í þremur áföngum. í fyrsta áfanga tóku stjórnar- andstæðingar frumvarpinu ekki óvinsamlega: „Loksiiis smábreyt ingar" sagði Pjóðviljinn, „Skatta lög verða leiðrétt", sagði Tím- inn. Næstu daga breyttist hljóðið. Þá var að dómi þessara sömu blaða ekkert orðið úr „breyt- ingum“ og „leiðréttingum". „Engin skattalækkun" segir Þjóðviljinn þá. Og þróunin heldur áfram. Þriðja stiginu er náð: Stjórnar- frumvarpið t>ýðir skattahækk- un! Framsóknarflokkurinn skil- ar 24. apríl nefndaáliti á Al- þingi um málið og þar segir: „Nú um leið og rfkisstjórnin ætlar að auka beinu skattana á ný, virðist hún einnig komin Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. á þá skoðun að herða þurfi eft- irlitið, og er ekki nema gott um það að segja“. Þótt þessi málflutningur sé næsta broslegur og geti orðið mönnum aðhlátursefni, er harin að því leyti sorglegur, að hætt er við að það rýri traust og til- ■ trú til hins frjálsa þjóðskipu- Iags og stjórnmálamannanna, þegar forystumenn og málgögn stórra stjórnmálaflokka umturna þannig staðreyndum og gera hvítt svart. Þegar vinstri stjórnin fór frá í desember 1958 var tekjuskatt- urinn svo þungbær að brýn nau syn var á því að gera þar gjör- breytingu á. 1960 voru sett ný skattalög og aftur 1962 og eru þau lög í gildi nú. Til þess að fólk fái óvéfengj- anlegar upplýsingar um þessi mál þykir rétt að birta hér skrá um samanburð á tekjuskatti þeim, sem þyrfti að greiða í ár af ýmsum tekjuupphæðum og mismunandi fjölskyldustærð: í fyrsta lagi ef skattalög vinstri stjómarinnar væra enn í gildi, í öðru lagi samkvæmt núgild- andi lögum og í þriðja lagi, þeg- ar tekjuskattsfrumvarpið væri orðið að lögum. Getur svo hver og einn borið saman skattinn áður og nú. Eitt dæmi skal hér nefnt: 5 manna fjölskylda, hjón með 3 börn, sem hafði 130 þús. kr. nettótekjur 1963, myndi í ár þurfa að greiða í tekjuskatt: 1) Samkvæmt skattalögum frá 1958: 7.877 kr. 2) Samkvæmt núgildandi lög- 3) Samkvæmt fri Ekkert. . frumvarpinu: Mikil hátiíahöld á morgun Á morgun, 1. maí verður f fyrsta sinn um langt skeið efnt til saineiginlegra hátíðahalda verkalýðsfélaganna. Það er Full trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, sem stendur fyrir há- tíðahöldunum. Verður útifundur á Lækjartorgi, blöð og merki dagsins verða seld og ávarp dagsins birt. Ræðumenn á útifundinum verða þeir Jón Sigurðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur og Eðvarð Sigurðsson for maður Dagsbrúnar. Fundarstjóri verður Óskar Hallgrímsson for- maður Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna. I 1. maí ávarpi verkalýðsfélag anna er í upphafi borin fram krafa um það, að fátækt og skorti verði útrýmt I heiminum Samkomulagi stórveldanna um takmarkað bann við kjarnorkuti! raunum er fagnað og krafa bor- in fram um, að öllum kjarnorku vopnum verði útrýmt. Kyn- þáttakúgun er fordæmd. Helztu kröfurnar 1 innanlands málum eru þessar: Kauphækkun verðlagshækkun eða aukning kaupmáttar á annan hátt. Verð trygging launa, stytting vinnu- dagsins, úrbætur í húsnæðismál um og lenging orlofs og lög- gjöf um vinnuvernd til hags- bóta fyrir verkafólk. í ávarp- inu segir, að verkalýðssamtök in séu reiðubúin til samstarfs við stjórnarvöld laridsins um leiðir til þess að koma á kyrrð og jafnvægi í launa- og verð- lagsmálum enda verði réttmæt ar kröfur samtakanna viður- kenndar. Á morgun kemur út timarit Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Frjáls verkalýðs- hreyfing, og verður það selt á götunum. íbúðeelán — Framh. af bls. 1 ar við fé lífeyrissjóða og sé því ekki óeðlilegt að svipuð ákvæði gildi um ávöxtun hvors tveggja. 1 þriðju grein segir, að fé tryggingafélaganna, annað en líftryggingar, skuli yfirleitt á- vaxtað samkv. 2. grein, allt að 34 hlutum. Og í fjórðu grein eru svo ákvæði um að 25% af líftryggingunum skuli varið til kaupa á íbúðarlánabréfum og enn fremur megi félagsmálaráð- herra ákveða með reglugerð, að annað fé félaganna skuli nota á sama hátt. Aðrar greinar frv. fjalla svo um framkvæmd lag- anna og refsingar við brotum á þeim. í greinargerð framvarpsins segir ennfremur, að hér á Iandi séu líftryggingar miklu minni en eðlilegt geti talizt. Bæði frá þjóðhagslegu og frá sjónarmiði hinna tryggðu, sem eiga öryggi sitt undir því, að félagið standi við skuldbindingar sínar, skiptir því verulegu máli hvernig fé fé laganna er ávaxtað. Á undan- förnum árum hefur verið leitað til tryggingafélaganna um kaup á skuldabréfum vegna hins al- menna veðlánakerfis, en lítill árangur hafi orðið af því. Þess vegna sé þetta frv. fram kom- ið, til að afla lánsfjár frá trygg- ingafélögunum til íbúðakaupa, og gildi um það svipuð ákvæði og um lífeyrissjóði. <$------------------------ Valhöll hefur f sumarstarfið Hótel ValhöII á Þingvöllum hef- ur sumarstarf sitt að nýju á morg- un. Hafa talsverðar breytingar verið framkvæmdar í Valhöll og eru raun ar enn í framkvæmd á gistiher- bergjum. Mun hótelið síðar byrja að taka á móti gestum, en opnar nú aðeins veitingasalina. 33 SO 2 5 Einhleypingur: CD C 2 o g .. ja. s 00 ilii «*s .|s CD • Ci S3 s 3 ÓD C :0 C/5 ^ 3 M 7‘>o § ^ >i J* > 3 — 3 C p* G3 z s >) **-< 20.000 93 0 0 30.000 277 C 0 40.000 i 480 0 0 50.000 1.560 0 0 ■60.000 2.370 500 0 65.000 2.870 1.000 0 70.ooo 3.382 1.500 500 80.000 4.882 2.500 1.500 90.000 6.645 4.000 2.500 100.000 8.657 5.500 4.000 110.000 11.157 7.500 6.000 120.000 13.920 9.500 8.500 130.000 16.920 12.000 11.500 140.000 19.920 14.500 14.500 150.000 22.920 17.500 17.500 Hjón: 30.000 75 0 0 40.000 230 0 0 50.000 432 0 0 60.000 1.395 0 0 70.000 2.050 0 0 80.000 2.990 500 0 91.000 4.290 1.600 0 100.000 5.915 2.500 900 110.000 7.940 4.000 1.900 120.000 10.440 5.500 2.900 130.000 Í3.215 <7.500 4.800 150.000 19.21r 12.000 9,700 200.000' 35.74'. 26.500 24.700 Hjón + 1 barnS 40.000 123 0 0 50.000 295 0 0 60.000 718 0 0 70.000 1.590 0 0 80.000 2.315 0 0 100.000 4.627 1.500 0 104.000 5.365 1.900 ó 110.000 6.5’65 2.500 600 120.000 8.752 4.000 1.600 130.000 11.252 5.500 2.600 150.000 17.190 9.500 6.200’ * 200.000 33.377 23.500 20.800 Hjón + 2 bi5m: 40.000 33 0 0 50.000 172 0 q 60.000 360 0 0 7o.ooq 1.190 0 0 80.000 1.805 0 0 90.000 2.640 ' 0 0 100.000 3.640 500 0 110.000 5.215 1.500 0 117.000 6.6ir 2.200 0 120.000 7.215 2.500 .300 130.000 9-565 4.000 1.300 140,000 12.165 5.500 2.300 150.000 >15.165 7.500 3.60.0 160.000 18.165 9.500 5.600 170.000 21.165 12.000 7.9Q0 200.000 31.015 20.500 16.900 Hjón + 3 böm: 50.000 70 0 0 60.000 225 0 0 70.000 426 0 0 80.000 1.3S0 • 0 / 0 90.000 2.032 0 0 100.000 2,965 0 0 110.000 4.102 500 0 120.000 5.865 1.500 0 130.000 7.877 2.500 0 140.000 10.377 4. OOC 1 .„000 150.000 13.140 ■ _ qr. 2.000 160.000 16.140 3.000 170.000 19.140 5.000 180.000 22.140 12,'OOu 7.000 200.000 28.652 17.500 13.000 i I Q3S KSÍ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.