Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 30. aprfl 1964. 15 þess, að hugurinn var svo bundinn við Emmu Rósu, að það sem ekki skipti miklu lengur fór fram hjá henni. De Rodyl fór þegar á fund yfir- fangavarðar, er hann kom í fangels ið og afhenti honum skjalið frá de Gevrey rannsóknardómara. — Ég skal sinna þessu þegar, sagði yfirfangavörðurinn. - Vinsamlegast leyfið frú Ang- elu að koma í viðtalsstofuna meðan þér gangið frá þessu formlega. — Gerið þá svo vel að bíða henn- ar þegar. Vonarneisti kviknaði í huga Ang elu er komið var til hennar cg henni sagt, að embættismaður væri kominn og vildi hafa tal af heni. - Það hlýtur að vera Fernand, sagði hún og þegar er hún kom inn í viðtalsstofuna, spurði hún eftir dóttur sinni. Hann hristi höfuðið Angela fölnaði og varð að grípa í stólbak sér til stuðnings. - Og ég get þá víst heldur ekki gert mér neinar vonir um frelsi, þótt aðeins sé til bráðabirgða? — Ég kom mt.'ð skipun um, að þú skulir fá frelsi í bili. Hún rak upp gleðióp og það vott að; fyrir roða kinnum hennar. — Frjáls, stigði hún og þrýsti hönd hans, ég sem þorði varla að treysta þér. — Ég gerði það, sem ég gat — og mér tókst í rauninni að fá því framgengt, sem vonlaust var. Ég gat aðeins tryggt þér frelsi í hálfan mánuð. — Hálfan mánuð aðeins hálfan mánuð til þessa erfiða hlutverks? Og ef mér tekst þetta ekki á þess- um skamma tíma? — Þá verðurðu að koma hingað, gefa þig fram, annars áttu yfir höfði þér að vera handtekin aftur. Angeia var eins og lömuð í svip, en svo hnyklaði hún brúnir og rétti úr sér, og það var sem eldur brynni. úr hinum förgu, tárvotu augum hennar: — Nei, það gerir ekkert til, þó tíminn sé skammur Guð mun koma mér til hjálpar Barnið mitt skal ég finna, lifandi eða dautt — og ég skal svipta grímunni af þessum ósýnilegu, grimmu fjandmönnum okkar. — Ég skal veita þér alla þá hjálp, sem ég get — þú getur ráðið yfir mér þennan hálfa mánuð. — Þakka þér fyrir, Fernand, sagði hún blátt áfram. Eftir nokkra umhugsun bætti hún við: — Fæ ég. leyfi til þess að búa í íbúð minni? — Nei, það færðu ekki hún er innsigluð. — Og fæ ég heldur ekki það fé mitt, sem lagt var hald á? — Ekki fyrr en sakleysi þitt er sannað. — Og þá stend ég uppi slypp og snauð án hjálparmeðala, sagði hún dapurlega. - Sagði ég ekki áðan, að ég skyldi hjálpa þér sagði hann og tók 10.000 franka úr veski sínu. — Þú getur féngið þetta fé og hrökkvi það ekki færðu það, sem þú þarft til viðbótar. Angela hikaði. — Þú hefir ekki rétt til þess að hafna hjálp minni. Minnstu þess, að Emma Rósa er dóttir okkar. Við verðum að finna hana — og sé hún látin — hefna henn. ar. — Þú hefir rétt fyrir þér, sagði hún eftir nokkra umhugs- un. Ég tek við þeim, barns okkar vegna. — Ég er þér þakklátur fyrir jþessa ákvörðun. — Hvar get ég búið? — Það er til leigu lítil íbúð | með húsgögnum á hæðinni fyrir ! ofan fbúð mína. Viltu fá hana? — Ég væri þakklát — þá væri ég nálægt þér, ef ég þyrfti á jhjálp þinni að halda. Ég vona, til guðs, að annað hvort olckar eða við bæði finnum dóttur okk- ar. Nú kom boð um, að yfirfanga : vörðurinn vildi tala við frú Ang elu. — Það er til þess að tilkynna þér, að þú sért frjáls ferða þinna. Komdu! Fimm mínútum síðar fór Ang ela úr fangelsinu í fjdgd með ÍFemand. Þegar hún var komin undir bert loft — gat andað að sér fersku lofti, og sá alla um- ferðina, varð hún hrærð og sagði: - Það, sem þú hefir gert fyrir mig, ,Fernand, hefir breytt öllu. Allt hatur, öll beiskja er horfin. Ég er svo innilega þakklát. Hún riðaði, og Fernand hélt, að hún ætlaði að hníga niður, og tók undir handlegg henna’r. - Þakka þér fyrir, - þetta var ekkert, það leið strax hjá. Ég er reiðubúin að hefja leitina. — Hvað hefirðu hugsað þér að gera fyrst? - Ég ætla að byrja á því að tala við Katrínu, en nú verðum við að skilja, vinur minn. í kvöld skal ég gera þér grein fyrir hvað ég hefi aðhafzt. Er það ekki þinn vagn þarna? — Þú mátt gjarnan fá hann. — Þakka þér fyrir, ég bíð ó- þreyjufull eftir að komast af stað. Hann lét hana setjast og gaf ókumanninum fyrirskipun um að aka henni til hússins nr. 108 við Rue des Dames. Hún rétti honum hönd sína að skiln- aði. — Vertu sæll á meðan, vinur minn. — Vertu sæl, ég bíð óþreyju fullur komu þinnar. — Skyldi hún hafa heppnina með sér? Skyldi hún geta sannað sakleysi sitt? Slíkar spurningar bar hann upp í huga sínum, er hann sat í öðrum leiguvagni og ók til Neversgötunnar. Hann hafði lof að Leon Leroyer að gera honum aðvart um hvort honum hefði heppnazt að koma því til leiðar. að Angelu yrði sleppt úr haldi. Leon og Réne biðu komu hans af mikilli óþolinmæði heima hjá sér, reyndu að lesa, en gátu ekki fest;.hugann við það. • Þegar ’ de - Rodyl hringdi var það Réné,' ’sem opnaði dyrnar. Hann gat ekki stillt sig um að spyrja hvort Angela væri frjáls og hann sagði honum í fám orð- ;um hvað gerzt hafði og að hún væri nú farin til Batignolles til að finna Katrínu. - En hvernig hugsar hún sér að finna slóð út úr þessu öng- þveiti?, spurði René. — Hún treystir því, að tilfinn- ingar hennar og hugboð sem móður verði henni sem leiðar- stjarna? — Eins og í skáldsögunum — en í veruleikanum hefði ég nú haldið, að betra væri að njóta aðstoðar lögreglunnar. Það var Leon, sem fylgzt hafði með öllu og stóð nú við hlið vinar síns, sem mælt hafði. — Hví biður hún ekki um hana? Það er ekki hægt að neita henni um hana. - Hún vill fara sínar götur .■.W.V.V.V.V.V.V.V, DÚN- OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 1874(1 SÆNGUIt REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængumar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. — ein — og með minni hjálp, ef þarf. — Ég vildi hafa séð hana, er hún kom úr fangelsinu. Þá mundi ég hafa sagt henni frá samúð minni og að ég væri sann færður um sakleysi hennar — og játað henni þegar ást mína á Emmu Rósu, og að ég sé líka boðinn og búinn til hjálpar. Við erum þá þrjú í baráttunni og sam einuð erum við sterkari. - Hún vildi flýta sér á fund gömlu þernunnar, sem Emma Rósa hafði fengið skjól hjá, er hún var hrakin frá heimili sínu, en við hittumst í kvöld, og þá skal ég segja henni frá eðallyndi yðar og að þér viljió hjálpa henni. Á heimleið kom Fernand de Rodyl við hjá leynilögreglu- stjóranum og fékk hjá honum vitneskju um, að leit leynilög- reglunnar að Emmu Rósu hefði enn engan árangur borið. | Og Femand hugsaði sem ; svo. | - Hvernig ætti hún að geta !komizt á slóðina, fyrst færustu leynilögreglumönnum borgar- innar hefir ekki tekizt það. £anný Benonýs sínsi 16738 T A R Z A N Ef flugvélin kemur ekki bráð- lega, þá er ég hræddur um að það sé úti um hann, segir Medu við Tarzan þar sem þeir standa / WE FINR STgONS N, / ftEflCINES FOR SIC< E07IES...LKE PUSI05! FOR SICKL LESS LIK.E 1 WO*,\A.NYOUBklHeUS! \ TOO BA7 WE NOT , \ HAVE AEFICINE , í\fok.sic< heaps! f / MAYBE VtNIFE- CUTTINS MAK.E LITTLE MAN WELL, TARZAN-BUT IV£ NOT K.NIFE-CUTTEKS! Bnu Eluott iLAROO við sjúkrabeð dr. Dominies. Við eigum meðul fyrir fólk sem er veikt eins og t.d. Púnóarnir og stúlkan sem þú komst með. Það er slæmt, að við skulum ekki eiga nein meðul við höfuðveiki. Kannski það geti gert hann heil brigðan að skera í hann, en við skerum ekki. í sama bili kemur Naomi hlaupandi inn. Tarzan, hrópar hún, Joe heldur að hann heyri í þyrlu. Sólvallagötu 72 Sími 14853. ' Hárgreiðslustofan I HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðsiustofan P I R O L A I Grettisgötii 31, sími 14787. 1 Hárgreiðslustofa (VESTURBÆJAR I Grenimel 9, simi 19218. I Hárgreiðslustofa , ÁUSTURBÆJAR , (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. simi 14656 Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa I Laugaveg 18 3 hæð Oyfta). ) STEÍNU og DÓDÖ I Sími 24616 ) Hárgreiðslustofan I Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stígs og Hverfisgötu). Gjörið ' svo ve) og gangið inn. Engar I sérstakar pantanir úrgreiðslur. Hárgreiðslustofan PERMA, Gaðsendi 21. sími 33968. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, rjarnargötu 10, Vonarstrætis- , megin Slmi 14662 Hárgreiðslustofan yL Háaleitisbraut 20 Sími 12614 1 MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við i mig nokkrum konum 1 megrun- I arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar Guðmundsdóttur. Laugavegi 19, sími 12274. SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113 Ódýrar drengjaúlpur Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.