Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 02.06.1964, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Þriðjudagur 2. júní 1964.' RlTSTJÓRl: JON BIRGIR PETURSSON feniaiiCiiii Mefunum rigndi i Sundhöllinni: Davíi tókþrjú afGuinwndi — og unga fólkið setfi mörg met og sýndi Bofssamlegun örongur Davíð Valgarðsson er enn á ferðinni með ný sund met, sem honum hefur tekizt að ná í frá Guð- mundi Gíslasyni. Davíð varð fyrsti íslandsmeistar- inn í sundi í ár nú um helg ina, er hann synti 1500 metrana á 18.52,8 sek. sem er stórum mun betra en gamla metið sem Guð- mundur Gíslason átti. Guð- mundur synti ekki þetta sund, enda er þetta ekki hans grein og hefur í raun- inni aldrei verið. Davíð setti í raun réttri 3 met í þessu sundi. Fyrst hrundi 800 metra metið í 9.56.9 úr 10 mín. og 10 sek., þá fór 1000 metra met- ið í 12.30.1 og loks metið f 1500 metrunum. Er þetta mjög glæsilega gert hjá hinum unga sundmanni, sem sannarlega er farinn að eygja hina austrænu Olympíusól Tokyo- borgar, en þar fara leikarnir fram næsta haust. Þátttaka í þessu fyrsta sundi Meistaramótsins, sem fram fer á Akureyri f lok næsta mánaðar, var mjög góð, 7 keppendur í tveim riðlum og synt á 33 y3 metra braut. Fleiri góðir árangrar náðust í sundinu. Guðm. Þ. Harðarson synti á 20.27.9 sem er 4. bezti árangur fslendings og Logi Jónsson aðeins 15 ára gamall KR- ingur og skærasta von Vesturbæj- arfélagsins í fjöldamörg ár, synti á 20.35.7 sem er 5. bezti árangur- inn- hérlendis. Vngra fólkið náði og mjög athyglisverðum tímum. Tryggvi Tryggvason frá fsafirði setti sveinamet á 22.58.2 og í 1000 metrunum einnig á 15.19.7, en fé- Iagi hans Einar Einarsson fékk 23.22.0 en setti sveinamet á 800 metrunum 12.15.5 mín. Aukakeppni fór m.a. fram í 200 metra bringusundi og náði hinn ungi sundmaður Gestur Jónsson úr Hafnarfirði mjög athyglisverðum árangri í því sundi 2.52.0. TIL REYKJAVÍKUR I KVÖLD WANDERIRS f kvöld Icemur til Reykjavík- ur knattspyrnulið Middlesex Wanderers og lelkur hér sinn , fyrsta leik annað kvöld gegn Þrótti. Einn af merkustu mönnum þessa liðs og mjög merkur knattspyrnumaður er Clive Ernest Bond, 31 árs, innherji og útherji liðsins, kennari að at- vinnu. Ðond leikur fyrir Northern Nomads F.C. , Hann var Iengi í Austur-Afríku og meðan hann dvaldi þar kenndi hann Afríkumönnum knatt- spyrnu og vann mikið starf þar. Hann lék landsleiki fyrir Uganda 1959—1962 og var landsþjálfari landsins. Má taka það til dæmis fram um hæfileika hans að enska knattspyrnusambandið fær hann oft til að þjálfa lið sín, og segir það nokkra sögu. Ríkharður Jónsson, eða Rikki eins og áhugamenriifnir á vell- inum kalla hann gjárnan, er hér að ganga af leikvelli að Ieik loknum. Þetta cr e.t.v. hans síðasti leikur um nokkurn tíma, því hann fékk meiðsli í leiknum eins sagt^var frá í blaðinu í gær. Me’ð Ríkhárði ér ung dóttir hans, Hrönn að nafni en hann og kona hans eiga þrjár stúlk- ur, en vantar fótboltastrákana. (Ljósm. Bjarnl. Bjárrileifsson). handknattleik ætli þeira að blanda sér í keppn- ina um efsta sætið f þessum riðli. unnu sigur ú knattspyrnusviiinu markvörður en Hjalti bakvörður. í framlínunni voru þeir Bergþór og Örn ásamt fleiri handbolta- mönnum, en í liði Víkings var Rósmundur í markinu og Þórarinn innherji. FH tók leikinn strax í sínar hendur,- en ekki fyrr en -eint í hálfleik tekst þeim að gera sitt fyrsta mark er Eiríkur Helgason skaut af stuttu færi. Nokkrum mínútum síðar bætir Aðalsteinn Ó1 afsson öðru markinu við eftir góða sendingu frá Bergþóri. í byrjun síðari hálfleiks sækja Víkingar í sig veðrið. Én þeir lognast útaf er Aðalsteinn skorar 3. markið úr hornspyrnu eftir 15 mín. leik. Rétt fyrir leikslok skor- ar Örn 4 mark FH og tryggir þar með sigur FH í þessum fyrsta op- inbera leik þeirra eftir ,að Haukar og þeir tólcu að sendi sitthvort lið- ið frá Hafnarfirði. Leikur FH lofár góðu um knatt- spyrnuna hjá þessu stórveldi í handknattleik og vonandi kemur hann til að batna til muna, og hver veit nema að FH brjóti sér leið upp á toppinn í knattspyrn- unni eins og f handknattleiknum. Leikur Víkings var nú sá léleg- asti, sem þeir hafa sýnt í sumar, og verða þeir að taka sig mikið á, Á föstudagskvöldið hófst keppn- in í 2. deild og fóru leikar svo að Vestmannaeyingar og Hafnfirðing- ar unnu sigur í leikjum sfnum gegn Reykjavíkur- og Kópavogsliðum. FH vann Vlking 4:0 Þegar liðin hlupu inná í þessum leik mátti sjá margar þekktar stjörnur úr handknattleiksíþróttinni í báðum liðum. í liði FH höfðu þeir nú skipt um hlutverk þeir Ragnar og Hjalti, Ragnar var nú KRR KSÍ ÞROTTUR Fyrsta erlenda knattspyrnuheimsóknin á árinu: Annað kvöld kl. 20,30 leika MIDDLESEX WÆNDIRES, A.F.C. - ÞRQlim á Laugardalsvelli. — Dómari Háukur Óskarsson. Verð aðgöngumiða: Börn kr. 15,00, stæði kr. 50,00, stúka kr. 75,00. Aðgöngumiðasala við Útvegsbankarrti í dag og á morgun frá kl. 14,00. Forðizt biðraðir við miðasöluna í Laugardal og kaupið miðana tíman- lega og sjáið allan leikinn. Komið og sjáið hið víðfræga úrvals’ið frá Bretlandi leika í 68. utan- landsferðinni. Þ R Ó T T U R . [ii | - Vestmannaeyjar unnu Breiðablik 2:1 Á fyrstu mínútum leiksins tekst ÍBV að gera sitt fyrsta mark með hjálp bakvarðar Breiðabliks. Flestir bjuggust nú við stórum sigri Vest- mannaeyinga, en sú varð ekki raunin á. Breiðablik átti mun meir í leiknum en þeim tókst ekki að gera mörkin þrátt fyrir jákvætt spil úti á vellinum. í byrjun síðari hálfleiks bætir ÍBV öðru marki við með föstu skoti frá Grími Magnússyni. En Breiðablik er ekki á þeim buxunum að gefast upp. Með góðum samleik tekst þeim loks að gera sitt eina mark í leiknum, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst þeim ekki að jafna leikinn þó það hefði ver- ið sanngjarnt. Þeir áttu alveg eins skilið að vinna leikinn eins og fBV. Breiðabliksmenn hafa misst mikið við að Reynir Jónsson, þeirra bezti maður, hóf að Ieika með Val í sumar. En þeir hafa fengið annan miðherja, Júlíus Júlíusson, sem áreiðanlega á eftir að koma f stað Reynis. Liði fBV hefur farið mikið aftur frá í fyrra, leikur þeirra byggist nú mest af háloftaskotum og' lang- skotum en af samleik er lítið af hjá liðinu. Þótt að eyjunum hafi fjölgað við Vestmannaeyjar, hefur fjölbreytnin í knattspyrnunni ekki aukist af sama skapi þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.