Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 2
JON BIRGIR PETURSSON RITSTJÓRI iSöímtiteiifMæsIia! ÍHIBHHi ifiEsaswc V í S I R . Þriðjudagur 9. júní 19G4. Brezku knuffsnyrnulerðulcBngarinðr Middlesex Wanderers 6 — lírval landsins 1 Heimir bjargar Þarna er Heimir markvörður að bjarga i leiknum í gærkvöldi, en hann átti langbezta leikinn af íslenzku leikmönnunum. Það er Fay miðherji, sem sækir að Heimi. ir hlaupararnir voru Archie San Romani jr. á 3.57,6, Tom O’ Hara á sama tíma, Morgan Groth á 3.57,9, Jim Grelle 3.58,5, Bob Day á 3.58,9 og Cary W'i- siger á sama tíma, en hinn 17 ára Jim Ruym rak þessa glæsi- legu lest á ekki lakari tima en 3.59,0, sem einhvern tíma hefði þótt fullgóður tími til að krækja í gullverðlaun í miluhlaupi. Sjaldan eða aldrei hefur aumari sýning úrvalsliðs frá öílu landinu farið fram en sú, er 4000 áhorfendur urðu viíni að í gærkvöldi á Laugardalsvellinum í glampandi sólskini eftir ausandi rigningu dagsins. Raunar var vart við miklu að búast frá liðinu eins og allt var í pottinn búið, valið í allt of margar stöður virtist út í hött og gengið fram hjá betri mönnum. Bretarnir, ferðaklúbburinn, sem hér hefur átt náðuga daga og lifað fremur reglusömu túristalífi, hreinlega lék sér að landanum og satt að segja sveið mönnum undan því, þegar Bretarnir hreinlega gerðu grín að knattspymunni okkar. Sex sinnum í leiknum urðu mark- verðir okkar að 'sækja boltann í ■ möskvana, en í eitt einasta skipti skoraði íslenzka úrvalsliðið, — all- gott mark, sem þó kom mikið til vegna þess hve haganlega atvikin röðuðu sér upp, því það var til- viljun, sem hér réði mikið að tókst að skora. Brezku leikmennirnir áttu frá upphafi öll tök á leiknum og sýndu nú sinn langbezta leik hér. Er vert að þakka þessum gestum fyrir það, sem þeir hafa sýnt hér, því við höfum séð þá leika knattspyrnu eins og henni er ætlað að vera, en sennilega höfum við ekki lært mikið fremur en endranær. Q Mark kemur fyrst eftir 28 mín. leik. Magnús Torfason hafði verið valinn sem bakvörður, vinstra megin, er án efa góður leikmaður sem framvörður en afleitur bakvörður. Allan leik- inn reyndist leiðin greið hans megin og þetta mark kom þar. Það var miðherjinn, sem gaf fyrir markið, en vinstri útherjinn, Brimacombe, afgreiddi rösklega í j netið. Ekki komu fleiri mörk fyrir leikhlé, en í seinni hálfleik var eins og flóðgáttir himins NÁMSKEIÐ á VECUM F.R.Í. á Mmmrn hefðu opnazt öðru sinni þennan dag, nema hvað nú rigndi mörk- unum yfir hið reynslulitla lið okk- ar. Á 8. mín. leikur Candey, h. útherji, laglega upp kantinn, leik- ur á Magnús bakvörð og skorar með stórfallegu skoti efst í horn- ið fjær. @ •••og enn halda Bretar á- frarn, þrátt fyrir að Jón Jó- hannsson hafi fyrr hrellt þá nokk- uð með ágengni uppi við mark þeirra. Það er miðherjinn, sem er næstur á skorunarlistanum. Fay, miðherji, fékk góða sendingu á skalla og negldi í netið hjá Heimi mjög skemmtilega. Heimir, sem Var mjög góður í gærkvöldi og bezti maður íslenzka Iiðsins, reyndi að bjarga með úthlaupi, en tókst ekki. Q Þetta var 3:0, á 26. mín., og nú líða 3 mín. til viðbótar og á töfluna bætist 4:0 frá Cand- ey, hinum stórkostlega landsliðs- manni, sem hér hefur leikið með landsliðinu brezka. Markið skor- aði hann úr ótrúlegu færi og kom mjög á óvart. Heimir var nú bú- j inn að yfirgefa rnarkið vegna lít- j ils háttar meiðsla, sem hann hafði skömmu áður hlotið, en Kjartan Sigtrvggsson kominn inn.' Q 5:0 kom á 34. mín., en áður hafði Hermann Gunnarsson átt ágætt færi á að skora, en skotið mistókst, og Wanderers Stjórn FRÍ hefur fyrir skömmu ráðið Hörð Ingólfsson íþróttakenn- ara til þjálfunarstarfa í tvo mánuði í sumar. 28. maí s. 1. hóf Hörður star^ sitt með námskeiði í frjálsum í- þróttum á vegum íþróttabandalags Akraness. Mun námskeið þetta standa til 15. júní n. k. Námskeiðið hefur farið vel af stað og vili stjórn FRÍ hvetja ungt fólk til að sækja þetta námskeið og kynna sér með því meginundirstöðu allra annarra Iþrótta — hinar frjálsu íþróttir — hlaup, stökk og köst. Þá vill stjórn FRl minna á Sveina meistaramót Islands, sem haldið verður á Akranesi helgina 27.-28. júní n. k. Stórkosflegur árangur bandanskra hlaupara Mesta míluhlaup allra tíma fór fram í Compton í Bandaríkjunum á föstu daginn, en þá hlupu átta bandarískir hlauparar míluna undir f jórum mín útum. í>að er því greini- iegt, að Bandaríkjamenn eiga miög marga góða hlaupara á millivega- lengdunum -- mun fleiri en þeir komast með til Tokyo á Olympíuleik- ana. Það var annars margt fleira, sem kætti bandaríska frjáls- íþróttaforystu en þetta, því i 5000 metrunum vann Banda- rfkjamaðurinn Bob Schul, einn af beztu langhlanpurum heims- ins, Bill Baillie frá Nýja-Sjá- landi á 13.38,0, sem er aðeins 3/10 frá heimsmeti Kutz frá 1957. Baillie náði mjög góðum tíma, 13.40,0. Hið mikla míluhlaup vann Dyrol Burleson á 3.57,4, en hin höfðu skotið í stöngina og átt . minni háttar færi. Það var Quail, j fyrirliði, sem skoraði 5. markið, j er hann fékk rétt þokkalegt skot- j færi með tilheyrandi næði af hálfu , íslenzku varnarinnar og skoraði i með föstu skoti í markhornið v. j megin neðst. Kjartan hefði átt að , vera fljótari til, en var greinilega mjög taugaóstyrkur. QEr aðeins voru 5 mín. eftir skorar Eileifur, hinn ungi og j bráðefnilegi Akurnesingur, 5:1. — Boltinn gekk frá manni til manns innan vítateigsins og loks út til Eileifs, sem skoraði auðveldlega þetta eina mark okkar. Heldur var spilið tilviljanakennt og ekki var öryggið með boltann stórkostlegt, en skemmtilegt var það samt. Q Úr næstu sókn er „kvittað fyr ir“ af hálfu Wanderers, sem skora, 6:1. Það var með hörku- skoti frá Brimacombe, v. útherja af vítateig, algjörlega óverjandi innan á stöng og inn. Brezka liðið var mjög gott sem Framh. á bls. 6 — FH og Háuk- ar skildu jöfn í knatt- spyrnu FH og Haukar skildu jöfn í knattspyrnumóti Hafnarfjarðar, sem fór fram 2. og 3. júní s.l. Úrslit leikjanna urðu þessi: Mfl. FH-Haukar 6:0 2. fl. Hau’. .r—FH 4:0 3. fl. FH-Haukar 3:1 4. fl. Haukar-FH 6:2 5. fl. Haukar-FH 1:1 Markatalan er þ'ví 12:12 og stigatalan 5 gegn 5, þannig að jafnari gat keppni Iiðanna vart orðið. s______________________S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.