Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 3
VÍSIR . Þriðjudagur 9. júní 1964. —.,cr: _^3L- — . V or mót Hraunbúa Á sunnudagskvöldiS lauk miklu skátamóti að Höskuldar- völlum á vegum Skátafélagsins Hraunbúar í Hafnarfirði, en mótið hófst s.I. fimmtudag. Mót ið var með miklum glæsibrag, og bar með sér að undirbúning- ur hafði verið góður. Eins og myndin að ofan sýnir var tjald- búðin mikil, enda þátttakendur um 800 skátar víðs vegar að, auk fjölda gesta. M.a. heiðraði bæjarstjórn Hafnarfjarðar skát- ana með heimsókn sinni, og þingmaðurinn Matthias Á. Mathiesen. Á mótinu var farið i göngu- ferðir um nágrennið, keppt í knattspyrnu og handknattleik, víðavangshlaup var þreytt, auk þess, sem stundaðar voru hinar ýmsu skátaíþróttir og tjald- búðastörf. Það var ánægður hópur ung- Iinga sem kom í bæinn á sunnu dagskvöldið eftir holla og góða útivist. Myndsjáin bregður upp svip- myndum af mótinu: Til vinstri sjást þeir Jón Bergsson bæjar- verkfræðingur og Árni Rósin- kjær rafvirkjameistari vinna að sorphreinspn, en hún reyndist ekki svo Iítill þáttur í stórri tjaldbúð. Að neðan til hægri er mynd af skátum sem eru að elda á hlóðum. Að ofan til hægri eru nokkrir af stóru strákunum á mótinu, en þeir eru taldir frá vinstri Marinó Jóhannsson sem var mótsstjóri, Hörður ^óphan- íasson félagsforingi Hraunbúa og Rúnar Brynjólfsson sem var varðeldastjóri auk annarra starfa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.