Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 4
 casBBE V í S I R . Þriðjudagur 9. júní 1964. 8S»Mfr —————— y i rESTT'E Tvær kvikmyndir Úr myndinni Baby Jane 'T'ónabíó sýnir um þessar mundir hörkuspennandi eriska sakamálamynd, sem nefnist MorSgátan Jason Roote (Naked Edge).. Hér gefst kvik- myndahúsgestum tækifæri til þess að sjá Gary Cooper í sið- asta hlutverkinu sem hann lék áður en dauða hans bar að höndum. Kvikmyndin fjallar um morð, grun og uppljóstran, eins og við er að búast. Er vel haldið á efninu en nokkuð er þó myndin langdregin, þar til að síðasta kortérinu kemur. Þá eykst hraðinn skyndilega og hver æsifullpr atburðurinn ger- ist á fætur öðrum. Má segja að sjaldan hafi tekizt að byggja upp jafn mikla spennu í mynd- Kerr leikur éiginkonuna, slétt og fáguð leikkona, sem ekki bregzt og hæfir hlutverkinu vel. Þetta er sem sagt saka- málamynd af betri tegundinni, þótt herzlumuninn vanti til þess að gera hana eftirminnilega. „’O'vað kom fyrir Baby Jane?“ er fyrir margar sakir furðuleg mynd og stórsnjöll. Aðalhlutverkin leika tvær kunn ustu leikkonur kvikmyndanna, Bette Davis og Joan Crawford. Hér eru þær báðar orðnar gamlaðar, en listgáfan bregzt þeim ekki þótt fegurðin sé far- in að fölna. Leikur þeirra er frábær beggja, svo sjaldan gefst tækifæri til þess að sjá svo góða frammistöðu á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin er slungin sálrænu ívafi, fraudiskar hneigð ir eru lýstar'og dregnar upp á yfirborðið og allt er þetta' gert af góðri list svo um engar ýkj- ur verður að ræða. Kvikmyndin gerist mestöll í einu gömlu húsi, en áhorfandinn veitir því ók um Kjarval eft- i ir Thor Yiih jálmsson í sambandi við opnunardag kosta 500 krónur, en Kjarval- listahátíðarinnar s.l. sunnudag, bókin er gefin út af Helgafelli voru gefnar út tvær bækur. og kostar 10?0 krónur. Þriðja bindi Shakespeare-þýð- inga Hélga Hálfdánarsonar, og ' bók um Jóhannes Kjarval eftir ? Thor Vilhjálmsson. Á fundi | með fréttamiinnum sagði Thor s;S|. að það hefði ekki tekið hann ýkja langan tíma að skrií'a bók- ina, en hins vegar hefði hann verið nokkuð lengi að viða að sér og velja efni í hana. Þetta .væri ekki viðtalsbók, né eigin- "* leg ævisaga, heldur miklu p fremur persónulegar húgieiðing- \ ar um feril Kjaivals, og mann- inn sjálfan. Þeir Thor og Kjarval hafa | þelckzt lengi og ferðazt víða i saman um ísland. Bókina prýða \ hundrað myndir eftir meistar- j ann, 25 litmyndir og 75 svart- hvítar. Engin þeirra hefur verið prentuð áður. , i Shakespeare-þýðingarnar eru ’ gefnar út af Heimskringlu og Thor Vilhjálmsson Tvær nýj’ar AB-bækur kvik,. mynair Ur myndinni Naked Edge arlok og þarna — og er þó mikið sagt. . Cooper leikur sjálfan sig sem endtanaér, ,.-,en iisá leikur er vel .-.þess virði', að sjá hann, en held- ur er þó af hetju „For Whom The Bells Toil“ dregið. Deborah ekki athygli. Sá heimur sem dreginn er upp í myndinni er svo víðfeðmur — og svo ógn- vekjandi. Á ytra borði er þetta sakamálaspennumynd, en fyrir vikið verður kvikmyndin miklu meir: drama um ást og hatur, hið eilífa tema skáldsögunnar, túlkað á raunsæjan hátt. Mynd- in er sýnd í Austurbæjarbíói. íslenzkur skemmti- garður.í N-Dakota 2. ágúst n.k. verður opnaður skemmtigarður í grennd við Akra í N.-Dakota, sem ber nafnið lcelandic State Park. ísienzk systkini, Gunniaugur og Lóa Gunnlaugsson, hafa gefið mikið Iandssvæði undir garð- inn, eða milli 300 og 400 ekrur, og einnig mun ríkið leggja nokkuð stórt iand til. Gert er ráð fyrir, að í skemmtigarðinum verði sérstakur trjá- og jurta- garður og rannsóknarstöð. Frá þessu skýrði prófessor Richard Beck, þegar hann rabb- aði við blaðamenn en prófessor- inn kom hingað til lands fyrir nokkru, ásamt konu sinni, frú Margréti Beck. Þau hjónin eru hér í kynnisferð, en Richard Beck verður fulltrúi Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi við hátíðahöldin í til- efni af 20 ára afmæii lýðveld- Bankaiifibá á Sauðárkróki Að undanförnu hafa staðið yfir samningar milli Búnaðarbanka ís- lands og Sparisjóðs Sauðárkróks um að bankinn setti upp útibú á Sauðárkróki og yfirtæki jafnframt viðskiptastárfsemi Sparisjóðs Sauð árkróks. Samningum þessum er nú lokið, og er gert ráð fyrir, að útibú Bún- aðarbankans á Sauðárkróki taki til starfa 1. júlí n.k. Sparisjóður Sauðárkróks á veruiegar eignir og mun starfa á- fram til þess að annast umsýslu og ráðstöfun þeirra eigna, en öll viðskiptastarfsemi Sparisjóðsins yfirfærist til útibúsins. Sparisjóður Sauðárkróks er mjög traust peningastofnun og hefir gegnt mikilvægu hlutverki í hérað- inu. Búnaðarbankinn hefir haft mikil viðskipti við Skagfirðinga, og hafa oft borizt óskir um það til bankans, að hann setti upp úti- bú á Sauðárkróki til þess að bæta þjónustu við viðskiptavini sína í Skagafirði. Af hálfu bankans og sparisjóðs- ins er þessi ráðstöfun hugsuð til þess- að bæta viðskiptaaðstöðu við- skiptavina beggja stofnananna. Bankaútibússtjóri verður Ragnar Pálsson, núverandi sparisjóðsstjóri. Útibúið á Sauðárkróki er þriðja útibú Búnaðarabankans utan Reykjavíkur, sem ákveðið hefir verið að taki til starfa á þessu ári. Fyrr á árinu opnaði bankinn útibú að Hellu og sameinaðist Sparisjóð- ur Holta- og Ásahrepps því útibúi. isins. Þetta er í sjötta sinn.sem Richard Beck kemur hingað til lands, frá því hann 'fór að heiman 1921, én í þriðja skiptið sem frú Margrét kemur hingað. Beck gat þess, að Þjóðræknis- félagið hefði orðið 45 árá í vetur. Þing félagsins og sam- komur í sambandi við það er ætíð vel sótt og starf félags- deildanna yfirleitt með miklum blóma. Þá minntist prófessor- inn á, að í fyrra hefðu 15 ár verið liðin frá fyrstu hópferð V.-lslendinga til íslands með^ Loftleiðum, og var af því til- efni Sigurði A. Magnússyni, fulltrúa Loftleiða, boðið að sitja þingið, en I v.etur hafði -<S> form. stjórnar Eimskipafélags- ins Einar B. Guðmundsson set- ið þingið. Nú í sumar verður 75. íslend- ingadagurinn í Kanada, og verður þá mikið um hátíðahöld að Gimli. Aðalræðumaður dags- ins verður dr. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, en hann er fyrsti íslenzki forsætis- ráðherrann, sem heimsækir Kanada. Þau hjónin, Richard Beck og Margrét, ætla að dveljast hér á landi til 2. september. Þau fylgdust með hátíðahöldum sjó- mannadagsins hér í Reykjavík og munu taka þátt í Stórstúku- þingi á Akureyri og verða á gestamóti Þjóðræknisfélagsins 15. júní. Einnig ætla þau að vera á þjóðhátíð Vestmanna- eyja og skreppa í heimsókn í Grímsey. Maí-bók Almenna bókafélags- ins er Mið-Afríka eftir Robert Coughlan. Þýðandi er Jón Ey- þórsson. Þetta er níunda bókin í hinum vinsæla bókaflokki AB Lönd og þjóðir. Höfundurinn er banda- rískur blaðamaður og rithöfund- . ur, nákunnugur Afríkulöndum. Bókin fjallar um þau lönd Afríku, sem liggja í hitabeltinu, og hafa frá fornu fari verið nefnd Sólariönd Afríku. Þar er rakin saga þeirra þjóða, sem lönd þessí byggja, og samskipti þeirra við aðrar þjóðir, lýst menningu þeirra og siðum. Gerð er grein fyrir nýlendu- kapphlaupi stórveldanna á 19. öld, sem leiddi til þess, að flest- ar Afríkuþjóðir misstu sjálf- stæði sitt. Loks er sagt frá sókn Afríkumanna til sjálfstæðis á seinustu árum. Bókin er 176 síður, myndir á annað hundracj. Myndirnar eru prentaðar á Ítalíu, en texti í prentsmiðiunni Odda. Bókband annaðist Sveinabókbandið. Þá er einnig komin út örinur útgáfa af Fuglabók AB, aukin og endurskoðuð af dr. Finni Guðmundssyni. Fuglar íslands og Evrópu kom fyrst út .sun^fið 1962. Vakti þókin geysimikla athygli Og seldist úpp á^kopjmum tíma, eiida gerbreytti hún aðstöðu þeirra mörgu íslendinga, sem áhuga hafa á fuglum og fugla- lífi. Hér kemur bók þessi í ann- arri útgáfu, endúrskoðuð af dr. Finni Guðmyndssyni, auk þess sem hann hefur samið nýjan kafla um íslenzka varpfugla. Þessi nýja útgáfa ætti því að verða íslenzkum áhugamönnum um fugla til enn meira gagns og ánægju en fyrsta útgáfa hennar. Bókin er 400 blaðsíður með rúmlega 1200 myndum, þar af um 650 litmyndir, auk 380 út- breiðslukorta. Myndasíður eru prentaðar í Englandi, en prent- smiðjan Oddi prentaði bókina að öðru leyti. Sveinabókbandið annaðist bókband. an rnanu Norræna fiskimálaráðstefnan hefst í Reykjavík eftir hálfan mán- uð, þ. e. 22. þ. m. Mun hún standa í 5 daga. Um það bil 100 útlend- ingar munu sækja ráðstefnuna og álíka niargir íslendingar muriu sitja hana. Allir sjávarútvegsmálaráðherrar Norðurlanda munu sitja ráðstefn- una, auk þess embættismenn ríkis- ins, fiskifræðingar og fulltrúar út- vegsmanna og sjómanna. Mörg erindi verða flutt á ráð- stefnunni og verður dagskrá ráð- stefnunnar í heild birt innan skamms. — Norræna fiskimálaráð- stefnan hefur aðeins einu sinni áð- ur verið haldin hér á landi. Eru ráðstefnur þessar orðnar hinar mik- ilvægustu og margt merkra upp- lýsinga kemur ætíð fram á þeim. Mikil umbrot eru nú I fiskimálum Norðurlandaþjóðanna og Vestur- Evrópu yfirleitt. T. d. leggja Norð- menn og íslendingar nú áherzlu á það, að fiskur og fiskafurðir fái sömu tollmeðferð og iðnaðarvörur í tollaviðræðum GATT, er standa yfir um þessar mundir. Landhelgis- samkomulagið, sem gert var í Lon- don milli allmargra Vestur-Evrópu þjóða er enn mikið rætt og mun áreiðanlega bera á góma og þann- ig mætti lengi telja. |'3BB QhF?! 'to. jgKgK-.^l 'h-;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.