Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 9. júnf 1964, Grikkir óttast iunrás gripa til gagnráðstafaaa Laust fyrir seinustu helgi lét Nik'ta Krúsév forsætisráðherra Sovétríkjanna tilkynna danska ut- anrikisráðuneytinu símleiðis, að hann óskaði ýmissa breytinga á áætluninni um heimsókn hans til Danmerkur um miðbik þessa nián- aðar. Politiken birtir frétt um þetta undir fimm dálka fyrirsögn á forsíðu, og önnur Hafnarblöð l gerðu fréttinni álíka hátt undir ' höfði. j Sú breytingin sem mesta at- I hygli vekur af þeim, sem Krúsév óskair eftir, er að niður falli fund- ur hans með fréttamönnum, sem á- kveðinn var f Mercur-leikhúsi föstudaginn 19. júnf . önnur breyting á áætluninni er sú, að Krúsév verður ekki sjálfur ■ viðstaddur dansk-sovézku sýning- l una í Listiðnaðarsafninu, heldur kemur Andrei Gromyko utanrík- isráðherra þar fram fyrir hönd so- vézku nefndarinnar. \ Þriðja breytingin er sú, að ferða- lag Krúsévs um Fjón styttist um tvær klukkustundir. 1 Kaupmannahöfn líta menn nán ast svo á, eftir Politiken að ræma, i að Krúsév óski ekki eftir að litið j sé á Danmerkurferðina sem tæki- færi fyrir hann til þess að láta stjórnmálalegar skoðanir í ijús, heldur sem eins konar sumarleyfi sem hann geti notað til þess að kynna sér hvers konar lífi Danir lifa f landi sínu. Fyrirfram var litið á fundinn með fréttamönnum sem lang mikil vægasta atburð heimsókarinnar, og var gert ráð fyrir að vegna hans ! myndu fréttamenn streyma að hvaðanæva úr flestum helztu lönd- um heims. kópavogur] Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi t efna til skemmtiferðar í Land- ? mannalaugar, helgina 13. og 14. ; júnf n.k. S Lagt verður af stað frá Sjálf- i stæðishúsinu i Kópavogi föstu- t dagskvöldið 12. júní kl. 20,30. / Þátttaka tilkynnist f síma 40922 I kl. 13-18. i Grísk flotadeild er sögð komin til Eyjahafs og er það ný varúðar- ráðstöfun Grikkja vegna sfvaxandi kvíða um innrás Tyrkja á Kýpur, en um helgina bárust fréttir um að tyrknesk flotadeild væri reiðu- kúin að láta úr höfn f Iskanderun, sr--i er ekki nema í um 50 km. fjavlægð frá eynni. Ennfremur bár- ust fréttir um, að Tyrkir hefðu viðbúnað til þess að senda fallhlífa- lið til eyjarinnar og til þess að varpa niður birgðum í fallhlífum. Seinast í gærkvöldi kom gríska stjórnin saman á skyndifund og var Pappandreu forsætisráðh. í forsæti. Utanríkisráðherra Gri'-.klands kall aði ambassadora Bretlands og Danmerkur heimsókn Krúsévs Bandaríkjanna á sinn fund og ræddi við þá um áhyggjur grísku stjórn- arinnar. Þótt oft hafi verið gripið til svipaðra ráðstafana vegna innrás- arótta er glöggt, að hann er aldrei meiri en nú, og að ekki þarf mikið út af að bera, að til styrjaldar komi milli Grikklands og Tyrklands, og í Grikklandi er mikill ótti við styrj- öld sagður ríkjandi. Á Kýpur sjálfri eru horfur hinar ískyggilegustu. Þar leitar allt gæzlu liðið að brezkum liðsforingja, Macy að nafni, sem fór fý'rir yfirstjórn gæzluliðsins á fund Kutchuks, leið- toga tyrkneska þjóðernisminnihlut- ans, og hvarf hann skammt frá heimili hans og einnig bílstjóri hans. Grískumælandi menn hafa haft Macy grunaðan um njósnir, en hann hefur harðneitað slíkum ásökunum. Tyrkneskumælandi menn, sem unnu í flotastöð Breta á Kýpur og víðar, þora nú ekki til vinnu sinn- ar vegna þess að gæzluliðið vernd- ar ekki lengur bifreiðirnar, sem flytja þá. Kveðst stjórn gæzluliðs- ins ekki hafa nægan mannafla til þess, þar sem hún hafi orðið að manna fleiri varðstöðvar en áður. Fyrir skemmstu fór Lemnitzher hershöfðingi NATO til Ankara og Aþenu. Vafalaust var ferð hans gerð til þess að hindra að þessar tvær NATO-þjóðir, Grikkir og Tyrkir, berðust. En Tyrkir eru Bandaríkjamönnum gramir fyrir af- skipti þeirra af innrásaráætlunurr. þeirra og í blaðinu Hurriyet var sagt s.l. laugardag: Bandaríkin hafa enn hindrað okkur í að ganga á land (á Kýp- ur). Við höfum lokið ölium undir- búningi og mundum hafa hernum- ið eyna alveg að grænu línunni í Nicosia (hún er á mörkum tyrk- neska borgarhlutans og hins grfska). Kiprianu, utanríkisráðherra Kýp- ur, fór f vikunni sem leið til New York. Á leiðinni kom hann við í Aþenu og ræddi við Grivas ofursta. Og ekki er ýkja langt síðan Mak- arios ræddi við hann. Fyrsta 8 mm tónvélin er komin Silma Sonik 8 Komið og skoðið. Margar gerðir af 8 mm sýningar- vélum, tökuvélum, skuggamynda- vélum og ljósmyndavélum. Flestar gerðir af sýningarlömpum. 8—16 mm filmuleiga og kvikmynda- vélaviðgerðir. ATH.: Erum fluttir í ný húsakynni. FILMUR 0G VÉLAR Skólavörðustíg 41. Sími 20235.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.