Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 6
6 V í SIR . ÞriSjudagur 9. júní 1964. Áhrif æskunnar — Framh _ af bls 1 vHWangsefnum meb það fyrir augum að álxt þeirra megi verða tH þess áð móta stefnu flokks- ins í þeim. Bendir formaður flokksins á það I bréfi sfnu, að vel færi á að fyrsta viðfangs- efnlð yrði „Menntun fslenzkrar æsku“. Bréf formanns Sjálfstæðis- flokksins til ungra Sjálfstæðis- manna fer hér á eftir: „Ungir Sjálfstæðismenn hafa frá upphafi lagt af mörkum ó- metanlegan skerf til eflingar flokki okkar, í senn með því að móta stefnu flokksins í ýmsum mikilvægum málum og með ötulu starfi til að afla henni fylgis. Með þessu hefur miklu góðu verið áorkað fyrir íslenzku þjóðina, sem ekki sízt þess vegna býr nú við meira frjáls- ræði bæði inn á við og gegn öðrum þjóðum en fyrr. En frels- ið þarf að styrkja, svo að það verði ekki stundarfyrirbæri. Til þess þarf liðveizlu æskunnar, á- ræði hennar, dug og hugsjónir. Auðvitað skapa engir aðrir ung- um mönnum áhugaefni. Þau velja þeir sér sjálfir. Þó leyfi ég mér að benda á, hversu aukin þekking, tækni óg vísindi eru nú á dögum nauðsynleg tii vel- farnaðar þjóðarheildar og ein- staklinga og þá einkanlega æskulýðsins. Þess vegna ieita ég nú til sam taka ungra Sjálfstæðismanna, bæði Sambands ungra Sjálfstæð ismanna og öflugasta félagsins, Heimdallar, með ósk um að þess ir aðilar skipi nefndir til rann- sóknar á tilteknum, afmörkuð- um viðfangsefnum með það fyr ir augum, að álit þeirra megi verða til að móta stefnu flokks- ins f þeim. Ef á þetta verður fallizt færi vel á, að fyrsta við- fangsefnið yrði „Menntun fs- lenzkrar æsku“. Takist vel til, svo sem von- andi verður, mundu hinir ungu áhugamenn flokksins enn auka áhrif æskunnar innan hans, efla flokkinn og skapa skilyrði vax- andi velmegunar allrar þjóðar- innar, sem upprennandi kynslóð nyti góðs af. Vinsamlegast Bjami Benediktsson" (sign.) ÍÞRÓTTIR — Framhald af bls. 2. fyrr og vart um nokkurn veikan hlekk þar að ræða. Liðið kann sitt fag greinilega mjög vel og leikur fallega knattspymu, sem hlýtur að falla áhorfandanum í geð. íslenzka liðið var alian tímann sem vængbrotinn fugl eins og raun- ar var búizt við. Fimm manna nefndin hefur sem sé ekki gert nein kraftaverk með þessu vali sfnu. Sfður en svo. Oft hefur verið á það bent, hver fjarstæða það er, að fjölga í landsliðsnefndinni, ráðstöf- un, sem virðist hafa átt að vera „spor til að auka jafnvægið í byggð landsins", eða eitthvað f þá áttina. Alls staðar er það orðið staðreynd, að það er bezt að fela sem fæstum mönnum val slíks liðs. HELZT AÐ- EINS EINUM MANNI. Það er ekki verið að vega að einstaklingum þessarar nefndar með þessum orð- um, þeir eru hver um sig alls góðs maklegir, en geta vart gert neitt nema vinna ógagn knattspymunni f landinu, a. m. k. er fyrsta verk þeirra ekki beysið. — jbp — Júní — Framh. af bls. 16 inu úti. Það mundi fara beint til viðgerðar og m. a. ætti að setja dieselvél í það. — Áhöfnin er öll íslenzk, skipstjóri Jóhann Magnússon, I. stýrimaður Gunn- ar Magnússon, II. stýrimaður Jón Ólafur Halldórsson, I. vél- stjóri Ingólfur Ólafsson, II. vél- stj. Þorlákur Ebenesarson, III. vélstj. Valtýr Gunnarsson, smyrj ari Eyjólfur Marteinsson, háset- ar Vilhjálmur Kristinsson og Gunnar Zoega. Fjórar konur skipsmanna munu annast matseld á leiðinni, en þær em: Guðrún Ragnheiður Júlfusdóttir, Margrét Sigurðar- dóttir, Hebba Herbertsdóttir og Ester Gísladóttir. VinnairainnsókaHr — Framh. af bls 1 þeir báðir í ljós mikla ánægju með það, að Stjórnunarfélaglð skyldi efna til ráðstefnu um vinnuhagræðingu og bjóða til þátttöku í ráðstefnunni fulltrú- um beggja aðila vinnumarkaðs- ins. Þykir mikill samhugur og eindrægni ríkja á ráðstefnunni enda hefði ráðstefnan vart getað verið haldin á heppilegri tíma í lok hins mikla samkomu- lags um kjaramálin. í gær flutti Sveinn Bjömsson, framkvæmdastjóri Iðnaðarmála- stofnunar íslands, erindi um viðhorf, markmið og leiðir f íslenzkum hagræðingarmálum. Einnig flutti þá Sigurður Ingi- múndarson alþingismaður er- indi um þátt verkstjórans og trúnaðarmannsins á vinnustað í framkvæd hagræðingar. Tveir merkir erlendir gestir flytja er- indi á ráðstefnunni, þeir John Andresen frá Norska vinnu- veitendasambandinu og Egil Ahlsen frá Norska alþýðusam- bandinu. Tala þeir um þróun vinnuhagræðingar í Noregi. Það merkasta, sem rætt er f dag er rammasamningurinn um vinnuhagræðingu, sem áður er vikið að hér að framan. Það mál hefur verið um iangt skeið í undirbúningi. — Alþýðusam- bandið, Vinnuveitendasamband- ið og Félag fslenzkra iðnrek- enda sneru sér til Stjómunarfé- lagsins og Iðnaðarmálastofnun- ar íslands og óskuðu eftir að- stoð við gerð uppkasts að slík- um samningi og liggur upp- kastið nú fyrir og er til um- ræðu á ráðstefnunni. Meðal þeirra sem sækja ráð- stefnuna f Bifröst eru auk Hannibals Valdimarssonar og Kjartans Thors, Gunnar J. Frtð- riksson formaður Félags ísl. iðnrekenda, Björgvin Sigurðs- son framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands Islands, Þcr- steinn Pétursson framkvæmda- stjóri Fulltrúaráðs verkaiýðsié- laganna í Reykjavík, Óskar Hallgrímsson formaður Fulltrúa ráðs verkalýðsfélaganna f Reykjavík, Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannasambands íslands, Snorri Jónsson for- maður Málmiðnaðar- og skipa- smiðasambandsins, Bolli ÓI- afsson, formaður Sambands byggingarmanna, Ingimundur’ Erlendsson starfsmaður Iðju, Sverrir Júlíusson formaður LÍO, alþingismennimir Pétur Sigurðs son og Eggert G. Þorsteinsson frá Vinnutfmanefnd, Magn- ús Óskarsson félagsmálafuil- trúi Reykjavíkur, Helgi Bergs alþingismaður, Einar Ögmunds son formaður Landssambands vörubílstjóra, Gísli Einarsson skrifstofustjóri Kassagerðarinn- ar svo nokkrir séu nefndir. Framfi at bls 16 son, segir í skýrslu sinni að verðlag Iandbúnaðarafurða hafi ekki verið í samræmi við rekst- urskostnað og bændur hafi því ekki fengið það kaup, sem peím ber samkvæmt verðlagsgrund- vellinum og miklu lægra en það kaup, sem við er miðað. Vita- aði hann m.a. í útreikninga Hag- stofunnar, en samkvæmt þeim kvað hann rekstrargjöld hafa hækkað um rúmlega 8%, en kaupgjald um tæplega 17,2%. Afkomu bænda taldi hann með lakasta móti sl. ár. Hann kvað misræmi hafa aukizt milli bænda eftir þvi hvort þeir voru búnir að byggja og ræktá áð- ur en verðlag hækkaði eða hafa staðið f framkvæmdum á verð- bólgutíma. Þetta misræmi væri farið að ógna sumum iands- hlutum, einkum norðanlands og austan. Hann kvað landbúnaðinn skila miklu og væri heildarverð- mæti framleiðslunnar á þessu verðlagsári 1600 millj. kr. Fjölda margir fundarmenn tóku þátt f fjörlegum umræð- um um skýrslu formanns. .. Fundarstjóri er Bjarni Hall- dórsson bóndi að Uppsölum. Gestir fluttu ávörp við setn- | ingu m.a. formaður Bandalags starfsmanna rfkis og bæja. Misknbætur — Frh. af bls. 1: við sýslumanninn á Selfossi, að maðurinn yrði handtekinn og tek- inn f gæzlu. Var það gert samdæg- urs og Halldór fluttur að Litla Hrauni 15. des. 1960. Þar var hon- um haidið til 12. jan. 1961, er hann var fluttur á Kleppsspítalann og var haldið þar til 6. marz. Þann 31. ágúst 1961 tilkynnti saksóknari að mál yrði ekki höfðað á hendur honum og þann 9. jan. 1962 höfð- aði Halldór skaðabótamál gegn rík issjóði. í niðurstöðum dómsins segir m. a.: Af öliu því sem fram hefur komið í málinu, þykir f ljós leitt, að Halldór hafi verið haldinn nokkr um skapbrestum og að hann hafi af þeim sökum verið harðleiknari við börn sín en eðlilegt mátti telja. Hins vegar verður að telja ósann að, að hann hafi verið svo hættu- legur umhverfi sfnu, að nauðsyn hafi borið til svo róttækra og lang- varandi aðgerða gagnvart honum, sem raun varð á. Á hann því rétt til bóta af þeim sökum skv. 2. tl. 151. gr. laga 82/1961. Fjollvegir — Framh. af bls. 16. varður ekki að ræða f sumar Þó verður leiðin merkt, þvf mikið er um alls konar aukaslóðir og villigötur á Sprengisandi, sem geta tafið fyrir ókunnugum. Kaldadalsvegur hefur þegar verið lagfærður í vor og er nú orðinn fær öllum bifreiðum. Þá eru lagfæringar einnig hafnar á Fjallabaksleið nyrðri, og verður þeim haldið áfram með auknum mannafla á næstunni. Aðallagfær- ingin verður hjá Ófæru, sem hefur á stundum verið hin versta tor- færa. Önnur torfæra, sem oft get- ur orðið mjög slæm, ekki sízt í rigningum eða vatnavöxtum, er Jökulkvíslin. Komið hefur til tais að brúa hana sfðar meir, en af þeirri framkvæmd verður þó ekki í sumar. Doktorsrifgerð um geðsjúkdóma á r Islondi í gær varði Tómas Helgason prófessor og yfirlæknir við Klepps spftalann doktorsritgerð við háskól ann f Árósum. Ritgerð hans fjallar um tíðni geðveiki á íslandi og nefn ist Epidemiology of Mental Disor- ders in Iceiand. Felur hún f sér Dr. Tómas Helgason rannsóknir á 5395 íslendingum. Er ritgerðin nýkomin út í bókarformi hjá Munksgaard forlagi í Höfn. Doktorsvörnin stóð í 3 klukku- tíma og luku andmælendur lofs- orði á ritgerðina. Þeir voru pró- fessor Strömgren frá Árósahá- skóla og dr. Fremming, yfirlæknir St. Hans geðveikraspítaians í Ár- ósum. Dr. Tómas var um hrfð við rann sóknir og nám f Árósum og hefur unnið að ritgerðinni allt frá 1953, f Árósum, Reykjavík og New York. Happdrætti Sjólfstæðisflokksíns: DregiB á morgm Á morgun er dregið í happdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Vinningar eru bæði gagnlegir og skemmtilegir. SAAB, DAF og Willys bifreiðar, verðmæti samtals 450 þús. Hnattferð fyrir tvo, verðmæti 250 þúsund krónur. Verðmæti vinninga alls: 700 þúsund krónur. Gerið skil í dag. Sjálfstæðismenn: Happdrættið er til eflingar starfsemi Sjálfstæðisflokksins. KVÖLDVINNA Skrifstofumaður óskar eftir einhvers konar kvöldvinnu. Allt kemur til greina. Tilboð merkt „Kvöldvinna“ sendist afgreiðslu Vísis. 'IBÚÐ TIL SÖLU Til sölu er 3ja herb. íbúð í gömlu timburhúsi í Miðbænum ásamt skúrbyggingu, sem inn- rétta mætti í 1 herb., eldhús og bað. Útborgun þarf að vera um 100 þús. kr. Uppl. í síma 24631 eftir kl. 4 í dag og á morgun. MORGUNSLOPPAR Kr. 195,00, 235,00, 258,00. Verzlunin HOF Laugavegi 4. ÓDÝRT PRJÓNAGARN Nokkrir litir á 35,00 kr. 100 gr. 45,00 kr. 100 gr. og 49,00 kr. 100 gr. Verzlunin HOF Laugavegi 4. DREGIBÁ HRAÐIÐ UPPGJ0RI Happdrætti Sjólfstæðisfbkksins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.