Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 4
\4 V í S IR . Laugardagur 13. júnf 1964. JOHN MAR HOOVER, YFIRMA ÐUR FBI Hoover, yfirmaður FBI Á sama tíma dag hvern kem- ur maður inn á matsölustað í Washington. Hann er um 60 ára gamall, ekki mjög hár, en sam- svarar sér vel, og hefur andlit eins og boxari. Með honum er annar maður, nokkru yngri. Sá er hár, grannur og fþróttamanns legur í hreyfingum. Þessir tveir menn setjast ailt'af við sama borðið ú.ti í horni, og það hefur verið séð fyrir þvf, að engir gestir séu á nálægum borðum. En þó að það sé auðséð, að mennirnir eru fastagestir, dett- ur engum þjónanna í hug að rabba við þá um daginn og veg- inn, eða vera kumpánlegir við þá. Þvert ú móti forðast allir að líta í augu þeirra, og starfsfólk- ið gengur ekki fram hjá borði þeirra nema það megi til. Og það er ekki svo undarlegt. Minni maðurinn er John Edgar Hoov- er, yfirmaður ríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI (Federal Bureau Investigation). .og mað- urinn við hlið hans er Clyde Tolson, hans hægri hönd. Það eru fáir menn í Bandaríkjunum, sem menn óttast jafnmikið — og hata jafnmikið og John Edg- ar Hoover. En það eru jafn- framt ekki margir, sem eru jafn valdamiklir og „óhreyfanlegir". Forsetar koma og fara, en í 40 ár hefur Hoover nú verið æðsti yfirmaður FBI, og ónæmur fyrir allri gagnrýni. Og hver er eiginlega þessi maður? Sumir segja, að hann sé hinn raunverulegi forseti bak við YA því ljóst, að gera þurfti ýmsar breytingar á FBI, og þá fyrst að ráða nýjan yfirstjómanda. ' HOOVER ÆÐSTI ^ YFIRMAÐUR Og það var 1924, sem Hoover var boðin staðan sem æðsti yfir- maður FBI. Á hinum 40 árum, sem síðan eru liðin, hefur hon- um ekki aðeins tekizt að losa FBI algerlega undan stjórnmála- legum áhrifum, heldur einnig að gera hana að einni harðskeytt- ustu og duglegustu lögreglu í hinum vestræna heimi. Og því sterkari sem FBI hefur orðið, því fastari hefur Hoover sjálfur orðið f sessi. Hann hefur lifað stjórnartíð sjö forseta og 13 dómsmálaráðherra. Á hverjum morgni á mínútunni 9 sezt Hoov er við skrifborð sitt, f hinni stóru skrifstofu á fimmtu hæð dómsmálaráðuneytisins. Og það er sagt, að ekki sé til sú skrif- stofa í allri Washington-borg, sem erfiðara sé að fá aðgang að, og auðveldara að vera fleygt út úr. Hoover krefst mikils af mönn- um sfnum, ekki aðeins f starfi heldur einnig í einkalífi. FBI- maður má aldrei drekka áfengi meðan hann er að störfum, og eiginlega ekki nema rétt bragða það, þegaf hann á frf. Hann verður að hafa algert jafnvægi í fjármálum sínum, og „vera í uppáhaldi hjá skattayfirvöldun- um‘‘. Og hann má heldur aldrei ræða um starf sitt við neinn, ekki einu sinni konu sína. Ef hann í eitt einasta skipti brýtur einhverja af þessum reglum, er hann tafarlaust rekinn. Til þess að fá inngöngu í FBI þurfa menn, auk þess sem áður er nefnt, að hafa eitthvert há- skólapróf, eða að minnsta kosti einhverja sérmenntun. Þess er krafizt að þeir séu í mjög góðu UQQESú.. sem sitja í forsetastólnum, en líklega er það of mikið sagt. Hitt er aftur staðreynd, að þó að margir hafi orðið til að gagn- rýna Hoover harðlega, hefur eng inn þorað að leggja reglulega til orrustu við hann. John Edgar Hoover fæddist árið 1895, og var þegar sem barn öðrum til fyrirmyndar. — Hann var samvizkusamur í skóla og honum gekk námið vel. Hann fór til kirkju á hverjum sunnu- degi, og sem hálfvaxinn dreng- ur kenndi hann í sunnudaga- skóla. Um skeið var það ætlun hans að verða prestur, en þegar til kastanna kom, kaus hann samt lögfræðina. Árið 1917, skömmu eftir að hann tók emb- ættispróf sitt, fékk hann góða stöðu í dómsmálaráðuneytinu, og þá þegar byrjaði hann að vekja athygli á sér. Bandaríkin höfðu þá nýlega hafið þátttöku i fyrri heimsstyrjöldinni og í land- inu ríkti mikil tortryggni og ó- vild í garð útlendinga. Og Hoov er varð til þess að um 6000 manns, sem grunaðir voru um að vera hlynntir hinni kommún- istisku uppreisn í Rússlandi, voru handteknir, og þeir, sem ekki höfðu bandarískan rikis- borgararétt, voru sendir heim til Rússlands.Framkoma Hoovers i þessu máli ávann honum virð- ingu margra amerískra stjórn- málamanna, og árið 1921 var hann gerður að næstráðanda FBI, sem óneitanlega var mikil virðingarstaða fyrir 26 ára gaml- an mann. En á þeim tímum var ríkislögreglan ekki eins traust og hún er í dag; Það var mikil „rotnun" innan hennar og á ár- unum 1921—24 rak hvert póli- tískt hneykslið annað. Það var eldfljótur að draga upp byssuna, og skjóta. Hann verður að geta skotið standandi, liggjandi, sitj- andi, hlaupandi, syndandi eða í bíl á ofsahraða. Og hann verð- ur alltaf að hitta í mark. Við þessar æfingar notar hann ekki einungis þá byssu, sem hann notar við störf sín, heldur allar handbyssutegundir, sem til eru í heiminum. í æfingabúðunum læra þeir einnig Judo og Jiu-Jitsu, læra að kasta hnff, og að blanda bragðlaus svefnlyf. Þessi þjálfun er ekki aðeins í því augnamiði að gera þá fær- ari til að berjast við óvini þjóð- félagsins, heldur einnig til þess að þeir geti betur gætt sjálfra sín. Þeir eru f stöðugri lífshættu og þurfa sífellt á allri sinni ár- vekni og kunnáttu að halda. Og þeim hefur tekizt furðanlega að halda sér á lífi. Þau 40 ár sem Hoover hefur verið yfirmaður FBI, hafa aðeins 19 af mönnum hans beðið bana við skyldustörf. Og það er ekki mikið, þegar tekið er tillit til þess að það var FBI, sem útrýmdi mörgum mestu glæpamönnum þjóðarinn- ar. Það voru t. d. FBI-menn, sem drápu John Dillinger, og marga af hans kumpánum. Einnig í sambandi við gagnnjósnir hefur FBI látið mikið að sér kveða. Árið 1941, þegar Bandarfkin hófu þátttöku sína í síðari heims styrjöldinni, vissi Hoover nöfn svo til allra þeirra manna og kvenna f Ameríku, sem voru hlynnt nazistunum, eða njósn- uðu fyrir þá. Og Á EINUM DEGI var flest þetta fólk hand- tekið og sett bak við lás og slá. FBI SENDI UPPLÝSINGAR TIL ÞÝZKALANDS Nokkru seinna kom hópur þýzkra njósnara upp að strönd □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Ekki alls fyrir löngu gat Hoover, serti er einn af valdamestu mönnum Bandaríkjanna, haldið upp á 40 ára afmæli sitt sem yfirmaður ríkislög- reglunnar. Um svipað leyti hafði hann einnig náð hámarks aldurstakmarki opinberra starfsmanna. En Johnson forseti gerði sérstaka undanþágu svo að hann gæti starfað lengur. _ • □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Iíkamlegu ásigkomulagi, og að andlegt heilbrigði þeirra sé óvé- fengjanlegt. Hinir „útvöldu“ fara fyrst á tveggja mánaða „theoretiskan kursus“ f Was- hington, áður en farið er með þá í sérstakar æfingabúðir, þar sem allt er gert sem f mannlegu valdi stendur, til að gera þá að „super-mönnum“. — FBI-maður þarf að vera liðugur eins og bezti fimleikamaður, snöggur eins og kúreki og þarf að hafa til að bera hið kalda, rólega geð pókerspilarans. Og síðast en ekki sfzt verður hann að vera einn mesta njósnara Rússanna, Abel ofursta, sem þóttist vera listmálari og ljósmyndari, en sendi svo til Moskvu ótrúlega mikið af leynilegum upplýsing- um. Það var líka FBI sem náði í Rosenberghjónin, sem sent höfðu Rússunum miklar upplýs- ingar um bandarísku kjarnorku- sprengjuna. Þau enduðu í raf- magnsstólnum. FBI varð einnig til þess að koma upp um enska „atomnjósnarann" Klaus Fusch sem sjálfur var fær vísindamað- ur, og sendi hinum rúss- nesku kollegum sínum svo mik- ilsverðar upplýsingar, að þeir gátu fullgert brintsprengjuna mörgum árum fyrr en þeim hefði annars verið fært. En FBI handtekur ekki nærri alltaf þá menn sem grunaðir eru um græsku. Hoover sagði ekki alls fyrir löngu: — Ef strfð kynni að brjótast út milli austurs og vesturs, hefi ég nöfn og heim- ilisföng um 100.000 manna og kvenna í Bandaríkjunum, sem yrðu handtekin samstundis. Ríkislögreglan hefur á að skipa um 6000 vopnuðum mönn- um, en að baki þeirra eru svo heilir herir vísindamanna og tæknifræðinga sem vinna með þeim að uppljóstrunum ýmissa mála. Ein þýðingarmikil deild er risastórt safn af alls konar hlutum sem notaðir eru til sam- anburðar. Þar eru m.a. allar heimsins ritvélategundir, öll heimsins sígarettumerki, allar penna og blektegundir sem til eru f heiminum, tugir þúsunda af varalitum, um 40.000 tegund- ir af skrifpappír og öll fataefni sem fyrirfinnast. Sú deild sem að einna mestu gagni kemur f daglegu starfi ríkislögreglunnar er án efa fingrafaradeildin. í henni má finna fingraför 145 milljóna manna í og utan Banda rfkjanna, og þar af eru 32 mill- jónir litnar hornauga. Með hjálp sérstaks rafmagnsheila er hægt að umskrifa fingraförin f tölur og stafi sem prentast á sérstök kort. Hér er til dæmis kort Eisenhowers fyrrverandi forseta: 15 M 9 R 000 18 L 19 W 000 Bandaríkjanna með kafbáti. En þeir voru varla stignir á land þegar FBI-mönnum skaut upp allt í kringum þá. Ríkislögreglu- mennirnir settu síðan upp sendi stöðina, sem Þjóðverjarnir höfðu haft með sér, og hófu að senda „mikilsverðar" upplýsingar til „foringjans". En þá var þegar búið að skjóta sex njósnaranna (það er nú einu sinni áhættan við að vera njósnari) og sá sjö- undi hafði bjargað lífi sínu með því að gefa þeim allar upplýs- ingar varðandi sendistöðina. Eftir stríðið kom FBI upp um Vegna fyrirkomulags þessarar einstöku spjaldskrár, er hægt að „spora" fingraför á ótrúlega skömmum tfma. ALLAR UPPLÝSINGAR UM OSWALD A 10 MlN. Þegar Lee Harvey Oswald var handtekinn í Dallas eftir morðið á Kennedy forseta, sím- sendu FBI-mennirnir sem þar voru staddir, fingraför hans til Washington. Og. 10 mínútum seinna höfðu þeir fengið öll upplýsingaskjöl hans. Æviágrip, og um ferðir hans undanfarin ár. En þrátt fyrir augljósa gagn semi fingrafarasafnsins, hafa margir orðið til að gagnrýna notkun þess, þvf að menn Hoov- ers eru þekktir að því að taka fingraför allra þeirra manna og Framhald á bls. 16 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.