Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 11
77 VÍSIR . Laug^ruagnr 13. júni 1034. Slysavarðsíofan Opið allan sólarhringinn. Sími 21230. Nætur og helgidagslæknir sama sima Næturvakt 1 Reykjavfk vikuna 13.-20. júní verður í Ingðlfsanó- teki. Sunnudagsvakt í Austur- hæjarapóteki. Næturlsqknir í Hafnarfirði frá kl’. 13 í dag til mánudagsmorguns: Jósef Ólafsson Ölduslóð 27. Sími 51820. Útvarpið Fastir liðir eins og venjulega 13.00 óskalög sjúklinga 14.30 í vikulokin 16.00 Laugardagslögin 17.05 Þetta vil ég heyra: Jón L. Amalds lögfræðingur velur sér hljómplötur 48.00 Söngvar í léttum tón 18.30 Tómstundaþáttur bama og unglinga 20.00 Leikrit útvarpsins á listahá- tíð: „Bragðareflmir", eftir Gunnar Gunnarsson. Leik- stióri Ævar R. Kvaran Laugardagur 13. júnf 10.00 Kiddie’s Corner 11.30 Magic Land of Allakazam. 12.00 Exploring 13.00 Amercan Bandstand 14.00 Saturday Sports Time 16.30 Colonel Flack 17.00 The Phil Silvers show 17.30 Current Events 18.30 Candid Camera 18.55 Chaþlain’s Comer 19.00 Afrts news 19.15 Armed Forces Military Report 19.30 The Jackie Gleason show 20.30 The Lieutenant 21.30 Lawrence Welk 22.30 Gunsmoke 23.00 Afrts Final Editions news 23.15 Northern Lights Playhouse „Montana Mike“ Sunnudagur 14. júnf 14.30 The Chapel of the Air ife % STJÖRNUSPfl 1 kvöld verður söngleikurinn Táningaást sýndur í sfðasta sinn f Þjóðleikhúsinu. Herdfs Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraids son leika aðalhlutverkin og cr frammistaða þeirra mjög góð. Myndin er af þeim. Spáin gildir fyrir sunnudaginn 14. júní. Hrúturinn, 21. marz til 20. aprll: Þú hefur ekki efni á þvf að leggja út í dýr fyrirtæki, eins og stendur, eða tefla á tvær hættur f fjármálunum. Vertu hjálplegur og tillitssamur við fjölskylduna. Nautið, 21. aprfl til 21. maí: Þú ættir að fylgja einhverju á- kveðnu fyrirkomulagi fyrri hluta dagsins, til þess sem beztur árangur náisL Kvöldstundirnar gætu orðið mjög ánægjulegar. Tvfburamlr, 22. maí til 21. júní: Taktu saman höndum við ættingjana og aðra f dag, svo aö sem beztur sameiginlegur ár angur náist Vertu varkár, ef þú hefur með stjórn ökutækis að gera. Krabbinn, 22. júnl til 23. júlí: Þú ættir að gnpa tækifærið, þegar það gefst, til að afgreiða visst vandamál og auka við eig- urnar fyrri hluta dagsins. Taktu þátt í skemmtanalífinu í kvóld. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að byrja snemma, því að þá eru horfurnar meiri á því, að árangur verði góður. Var- astu fólk, sem hefur allt á hornum sér og forðastu að tefla f tvísýnu. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Fyrri hluti dagsins er bezti tím- inn til að afgreiða visst vanda- mál og tryggja sér aðstoð, sértu hennar þurfi. Þú munt koma öðrum skemmtilega á óvart í kvöld. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Horfurnar eru ekki sérlega góð- ar varðandi þátttöku þina í félagslífinu, þó að þú kunnir að hafa sterka löngun f þá átt- ina. Drekinn, 24. okt til 22. nóv..‘ Þú ættir að geta ráðið vel við gang málanna fyrri hluta dags- ins. Forðastu að lenda í deilum eða andstöðu við aðra síðar. Dveldu meðal vina, er kvölda tekur. Bogmaðurínn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að skipuleggja aðgerðir kvöldstundanna sem fyrst, eftir að þú vaknar. Var- aðu þig á árásargjörnum per- sónum, umferðarvandræðum o. fl. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.:Þú ættir að ijá skoðunum maka þíns og annarra varðandi fjármálin eyra. Þú ættir að forðast áhættur eða of dýrar skemmtanir. Hugleiddu heim- spekileg viðfangsefni í kvöld. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir að láta nánum féiaga þfnum eða maka eftir að skipuieggja aðgerðir dagsins, cg bezt væri að byrja sem fyrst á því. Einhver kynni að valda þér erfiðleikum er kvölda tekur. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Þér ætti að reynast auð- velt að ljúka þeim verkefnum, sem fyrir liggja fyrri hluta dags- ins. Þú ættir að forðast aðgerðir sem gætu reynzt þér of dýrar núna. 15.00 This is the Life 15.30 Science All-Stars 16.00 The Big Picture 16.30 CBS Sports Spectacular 18.00 All Star Theater 18.30 The Price is Right 19.00 Afrts news 19.15 The Christophers 19.30 Bonanza 20.30 The Ed Sullivan show 21.30 Hollywood Palace 22.30 The Joey Bishop show 23.00 Final Edition news 23.15 Northem Lights Playhouse „Philo Vance’s Secret Mission" Messur á morgun Kópavogskirkja: Messa kl. 2. Séra Gunnar Ámason. Bústaðaprestakall: Messa í Skál holtskirkju kl. 3. Séra Ólafur Skúlason. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10. Heimilispresturinn. Kálfatjarnarkirkja: Messa kl. 12 Séra Garðar Þorsteinsson Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Séra Jakob Jónsson. Háteigsprestakall: Messa í Sjó- mannaskólanum kl. 11. Séra Jón Þorvarðarson. Fríkirkjan: Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Ásprestakall: Almenn guðsþjón usta í Laugarásbíói á morgun kl. 11 f.h. Séra Grlmur Grímsson. Neskirkja: Messa kl. 10. (Ath. breyttan messutíma). Séra Jón Thorarensen. Langholtsprestakall: Messa kl. 11. Séra Árelíus Níelsson. Grensásprestakail: Breiðagerðis skóii. Messa kl. 2. Séra Felix ól- afsson. Laugameskirkja: Messa kl. 11. (Ath. breyttan messutíma yfir sumarið). Séra Garðar Svavarsson Dómkirkjan: Messa kl. 11. Séra Hjalti Guðmundsson, Kirkja Óháða safnaðarins: Messa kl. 2 e.h. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson messar í fjar vem minni um helgina. Safnaðar stjórnin óskar þess getið að safn aðarfundur verði haldinn um sóknargjöld að lokinni messu á morgun. Séra Emil Björnsson. Orðsending vegna sjónvarps- dagskrór Margir af lesendum biaðsins hafa orðið til þess síðustu daga að hringja og kvarta yfir þvl að sjónvarpsdagskráin væri: „band- sjóðandi vitlaus." Þetta er því miður rétt en ekki blaðinu að kenna, heldur hefur dagskránni verið breytt á síðustu stundu af þeim sem um hana sjá, enda hafa þeir fuilan rétt til þess. Þetta á þó að lagast strax upp úr helginni og mun þá Elliot Ness væntan- lega halda áfram að „smaðra" andstæðinga sína, stundvislega lcl. 21.30 á miðvikudögum Fern er nú búin að jafna sig ar Fern I örvæntingu, en nokkurn veginn og Penninn seg- hvernig? Mitt I ógnum slnum, ir við hana: — Við skiljum Kirby kemur hún auga á sprautuna mað eftir hérna, og þegar þeir finna móteitrinu sem Penninn gaf hann, þá verður hann iöngu dauð henni. Hún sér að enn er eitt- ur. Ég verð að hjálpa Rip, hugs hvað eftir I henni. Hún fleygir svo aðra höndina aftur fyrir bak sér því I fangið á Pennanum og glæpamannsins og nær spraut- grátbiður hann um fyrirgefningu unni. En hvernig á hún að fara og lofar að svíkja hann aldrei aft að því að gefa Rip inn lyfið án ur. Meðan hún talar, teygir hún þess að Penninn taki eftir þvl? Áldur þess fólks, sem eink- um sækist eftir að komast í útilegur virðist sífellt vera að færast ofar og ofar, a.m.k. erlendis. Franska „útilegu- mannasambandið“ hefur gert skoðanakönnun, og hún leiddi f ljós að áhugasömustu útilegu mennirnir voru um 37 ára gamlir. Og það hefur gefið þeim fyrirtækjum sem fram- leiða viðleguútbúnað, margar nýjar hugmyndir. M.a. hefur eitt þeirra sent á markaðinn stóra og glæsilega hjónasæng sem auk þess er mjög auð- veld í meðförum. Fior Trujillo, sem er dðttir hins myrta einræðisherra, og sem á sfnum tfma var gift diplomatinum og „Playboyn- um“ Porfirio Rubirosa, er nú komín til Parísar, og ætlar að fara að skrífa endurminning- ar sfnar. Hún vonast til þess að geta þénað svo mikið á þelm, að hún hafi efni ð því að fara f mál við bræður sfna, Rafael og Radames. Hún hef- ur iengi verið að reyna að ná af þeim sfnum hluta Trujillo auðæfanna sem nema um 35 milijörðum fslenzkra króna. -K „Símahleranir“ hafa undan- farín ár valdið ýmsum veirzl- unarfyrirtækjum í USA mikl- um heilabrotum og höfuðverk. Andstæðingamir notfæra sér þetta nefniiegt óspart til þess að komast að tilboðum og öðru. En nú hefur fyrirtæki eitt, sem framieiðir ýmsar tæknivörur, kynnt nýtt tæki sem kallað er „scrambler." Þegar „scrambierlnn" er tengd ur við sfma, ruglast öil hlust- unartæki önnur en þau scm eiga að vera. ■: -X Það eru margar undarlegar tilviljanir í þessum heimi. Ekki alls fyrir löngu var ljós- myndarinn Eric MALONE handtekinn fyrir að slást við lögregluþjón sem einnig hét MALONE. Hann var dæmdur 1 fangelsi af MALONE dórn- ara, og MALONE fangavörð- ur fór með hann f fangelsið. Og hvað haidið þið að klefa- félagi hans hafi heitið? Rétt. Hann hét hinu „fágæta nafni" MALONE. * í þorpinu Dolcedo, ckki ýkja iangt frá Genúa, er einn einkennilegasti skattur í heimi tekinn af aðkomumönnum. Þeir verða allir að borga 100 iímr f sérstakan sjóð, sem kail aður er Spando þ.e.a.s. svo framariega sem þeir hafa auga stað á einhverri hinna fögru meyja þorpsins. Þessi sjóður er geymdur þangað til á St. Valentins dag, en þá er hon- um skipt jafni á milli allra ungra piparsveina í þorpinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.