Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 15
V í SIR • Laugardagur 13. júní 1S64. 15 ■3S cr ^4’ i1 JL-EZI I 1 T ■*■ I-*- I ' I ' I r I " I — Þú skalt ekki ala neinar áhyggjur um þaS, sagði Óskar. Ég gæti mín Hvernig' er annars líðanin? —1 Ég hefi sáran höfuðverk, og það er remmubragð í munn- inum á mér. - Þyrstur?, spurði Óskar. — Já, ég vildi gefa mikið til að geta „fengið mér eina“. — Svangur? — Nei, en ég gæti kannski rennt niður nokkrum ostrum - svo sem eins og einni .tylft. - Geturðu staðið á löppun- um. — Það held ég. - Þá skulum við koma, ég gæti ekki sofnað nú hvort eð er. Við leitum uppi stað, þar sem ég get boðið þér upp á vínglas og ostrur. - Það er gott. Og svo lögðu þeir af stað og studdi Óskar Baunastöngina á leið niður stigann. Og svo leidd ust þeir á leið í krána. XXXI. Fyrrverandi samstarfsmaður Paul Damala hafði, eins og les- andinn mun minnast, lofað að skila seinustu þáttum sjónleiks- ins á ákveðnum degi klukkan 9 að morgni. Hann hafði falið manni sem bjó í Drouotgötu að taka afrit af því, og fór hann fyrst og sótti bæði frumritið og afritið Höfundurinn, Leroux, náði sér í leiguvagn. Hann stakk frumritinu undir sessu í vagnin- um, en blaðaði í afritinu á leið- inni, og var svo annars hugar, að hann uppgötvaði, er hann var kominn til leikstjórans, að hann hafði gleymt frumritinu undir sessunni. - Hafið þér númerið á leigu- vagninum?“ spurði leikstjórinn. - Já. - Og heimilisfang yðar er væntanlega á frumhandritinu? - Já. Flýtið yður þá. Þetta fer sjálf sagt vel, — við höfum afritið — og enginn getur haft hag af að halda frumhandritinu. Og svo fór Leroux að leita uppi vagninn til þess að endur- heimta handrit sitt. Óskar Rigault hafði ekki gleymt því, að hann hafði lofað að sækja Katrínu í Batignolles- hverfi. Laust eftir klukkan 9 höfðu þeir lokið morgunverði í krá nokkurri, hann og Baunastöng- in, og hafði hinn síðarnefndi nú gætt hófs bæði í mat og drykk. Leið honum nú sæmilega, þótt ekki væri hann enn laus við höfuðþyngslin. — Ég þarf að fara í Batignoll- es-hverfið, sagði Óskar. Viltu koma með? - Já, ég yfirgef þig ekki, því að ef þú af einhverri tilvilj- un skyldir álpast út í eitthvað, áttu það á hættu að verða drep- inn og er bezt að ég sé nálægur, ef ég gæti hjálpað þér. - Gott og vel, náum okkur í leiguvagn, sagði Óskar. - í þessum svifum kom leigu vagn og Óskar gaf vagnstjóran- um merki um að nema staðar. — Við þurfum að hafa not af vagninum um sinn, kannski nokkrar klukkustundir, sagði Óskar, er það í Jagi? - 1 bezta lagi, herra minn. - Gott og vel akið fyrst að húsinu nr. 108 við Rue des Dam es í Batignolles. Óskar settist nú við hliðina á Baunastönginni, sem þegar hafði. setzt. Þegar Óskar var setztur, varð hann þess var, að eitthvað var undir sessunni, og fór að athuga það betur. Sá hann, að þetta var handrit. Hann leit á efsta blaðið og las sér tii mikill- ar undrunar: Glæpurinn í hrað- lest nr 13. Harmleikur í 5 þátt- um. - Jæja, jæja, tautaði Óskar, höfundurinn hefir sjálfsagt gleymt þessu. Við getum fært honum það, hér er heimilisfang ið, og fengið í staðinn aðgöngu- miða að frumsýningunni. En forvitni Óskars var vakin og þarf ekki að lýsa undrun hans, er hann las það sem skráð var á blaðsíðu 2: Persónur: KaupKonan fagra, Lucile • Vemier, Marie Anne Vemier, Juana leikkona, Jac- ques Vemier, ,dr Vitalli, Arnala, leikari . CazeviIIe, leynilögreglumaður, Feu-Follet leynilögreglumaður, Rannsóknar dómarinn, Saksóknari, Rigolo. - Hver þremillinn. Rigolo - og — og maður skyldi halda, að höfundurinn hefði breytt með einum staf nöfnum allra sem komið hafa við sögu morðmáls- 'ins, sem ég er flæktur í. j Og svo las hann áfram: ! Leon, stúdent. I René, stúdent. Baunastöngin. | Hver andsk . . . Er mitt nafn þarna líka, sagði Bauna- 1 stöngin. En ekki er þetta allt. 1 Sjáðu, þama er listi yfir sýning- 'aratriðin, sem eru 10: | 1. Glatað bréf, 2. Milli Parísar og Lyon, 3. Kaupkonan fagra, j4. Fjárráðamaður, 5. Glerskurð- armaður eða hin týnda vasa- bók, 6. Hjá rannsóknardómar- !anum. 7 Húsið við fljótið, 8. Blinda stúlkan, 9. Afrek Rigolo 10. Augu Marie-Anne. - Já, það er engum vafa unií- irorpið, þéttá; er hvorki :ltneirá né minna én'_sjðnleikur tim'morð ið á Jacques Bernier, og við öll, sem komið hafa við sögu máls- ins erum persónur leiksins. - Þetta er kyndugt, sagði Baunastöngin og hló. en hann hafði ekki skilið til fulls hvað hér gat legið á bak við, en Ósk- ar fór að blaða i leikritinu og sá brátt, að höfundurinn var mál- inu gerkunnugur. Hann virtist þekkja alla, sem við sögu komu, — og hann lét Rigolo nota sömu orðatiltæki og hann notaði. i - Hvernig veit maðurinn þetta allt? spurði hann undrandi ; Hann hlýtur að hafa haft skil- yrði til þess að fylgjast mæta vel með öllu. Óskar strauk sér um ennið: — Ef það væri nú hann — hann sjálfur — morðinginn. Kann að vera heimskuleg til- gáta, en hver þekkir svo vel til málsins nema hann. En þarna er nafn hans og heimilisfang skrif- að meo rauðu bleki. Nú hef ég hann, svo sannarlega, nú kló- festi ég hann. Hann barði í rúðuna á vagn- þilinu milli farþega og vagn- stjóra: - Snúið við og akið í Cujas- götu 12. — Hvað ætlarðu að gera?, spurði Baunastöngin. - Það skal ég segja þér, gamli vin, við erum nefnilega komnir á slóðina, sagði Óskar. Ef höfundurinn er £kki morðingi Jacques Berniers veit hann að minnsta kosti svo mikið, að ég skal knýja hann til þess að hjálpa mér til að finna morðingj ann. Þú getur bölvað þér upp á að hann sleppur ekki. Ég er með skammbyssu í vasanum og reyni hann að flýja skal hann fá skot í báðar lappir. •■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. 5 i :■ DÚN- OG FIÐURHREINSlíN þ ■; vatnsstfg 3. Sími 1874C J« i V «■ SÆNGUR REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu / sængurnar, eigum j! dún- og fiðurheld vet. ■; Seljum æðardúns- og Ij gæsadúnssængur — ^ og kodda af ýrnsum J stærðum. í *:?íi9yí i/1 ri l (*>A V.V.V.V.V.V.V.ViViVa". Fæst í næstu búð. T A R Z A N Þegar við lendum Joe, segir Tarzan, þá verður þú að gæta þess að Wambi og Abuzzi sjáist ekki, svo að hermenn Batusanna reyni ekki að drepa þá. Wawa, kallar hann síðan i hátalarann, ég ætla að koma niður og ræða við þig, segðu hermönnum. þínum að ég sé vinur. Á jörðinni lítur Wawa órólegur í kringum sig. Síðan hann lagðist veikur og kraftar hans dvínuðu hefur vald hans yfir hermönnunum stöðugt minnkað, vegna þess að hinn svik uli sonur hans hefur verið að reyna að vinna þá á sitt band. Aðeins skipandi myndugleiki hans og virðing sú sem þeir höfðu áð ur borið fyrir honum, kom f veg fyrir að Mambo tæki alger lega völdin. Mambo sonur minn segir Wawa, leggið þið frá ykk- ur spjótin. Tarzan er vinur okk- ar. Hann er góður maður. Ég þekki vel þennan Tarzan hreytir Mambó út úr sér. Og ég hefi sagt honum að ef hann stígi nokkurn tíma aftur fæti sínum á Batusa landið muni ég drepa hann. OMEGA úíin heimsfrægu BIFREIÐAÞJÚNUSTA Skoðun i nánd. Lagfærum rafkerf ið, stillum hleðslu og vél. Önn- umst ennfremur alls konar smávið- gerðir bifreiða. Opið frá kl. 8-7 Rafnýting s.f. Melgerði 6 — Sími 4íO‘/a Kópavogi GróðurmoBd Túnþökur Flytjum heim. AÐSTOÐ H.F.* Símar 15624 — 15434. ’ i í RETTI LYKILLINN AÐ RAFKERFINU TUNÞOKUR BJÖRN R. EÍNARSSON SÍMÍ a085G Herrusokkur crepe-nylon ,<i 29.00 MDUatorgl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.