Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 15. júní 1964. 5 Þægiiegur Framhald af bls. 16. Bjarkan (utanskóla) með 8.75, Gylfi Knudsen með 8.66 og Stef án Baldursson með 8.57. Alls tóku prófið 212 nemendur, en 211 stóðust og einn hætti próf- um. „PRÓFIN BARA ÞÆGILEGUR TlMI“. Jakob Yngvason sagði okkur að prófin hefðu ekki verið eins strembin og þau hefðu alltaf ver ið útmáluð fyrir honum. „Þetta var jafnvel bara þægilegur tírni fvrir mig. I öllu falli var þetta ekki sú raun, sem margir hafa talað um. Að vísu er það mikið námsefni, sem rifja þarf upp, en það er fljótlegt, hafi maður les- ið sómasamlega um veturinn. — Varstu heppinn með verk- efni? — Já, já. Það fannst mór. Þetta er mjög mikið und(r heppni komið hvernig maður dregur, og það er mjög í tízku að draga eftir ákveðnum regl- uiú. Ég hef það fyrir reglu að taka alltaf næsta miða á borð- inu. Sumir taka miðann lengst til vinstri eða i miðjunni og nýjasta nýtt er að nemandi standi fyrir utan dyrnar og haldi um fingur sér! Er fullyrt að það gefi góða raun. Persónu lega held ég að það geri ekki mikið gagn. — Ertu ekki feginn að vera laus við prófin? — Jú, auðvitað er ég það. Ein hvern veginn er maður þó orð- inn innstilltur á þetta eftir tvo mánuði og það eru mikil við- brigði að vera laus. Nú taka við mikil veizluhöld, — of mik- il finnst mér, því að við höfum aðeins lokið við áfanga. — Og hvað tekur nú við? — Ég býst við að fara til Þýzkalands og „stúdera" þar eðlis- og stærðfræði. Að vísu hef ég enn ekki tryggt mér skólaveru, en ég vona að það rætist úr þvi“. VERKEFNIÐ LENGST TIL VINSTRI. — Ég var mjög heppinn í munnlegu prófunum, sagði semi dúxinn í M.R. í morgun, en hann er Sven Þórarinn Sigurðs- son, sonur Sigurðar Þórarinsson ar jarðfræðings og konu hans, frú Ingu Þórarinsson. — Ég tók alltaf miðann lengst til vinstri og það gafst ákaflega vel, sjáðu bara f náttúrufræði. Þar dreg ég „eldgos", mína upp áhaldsgrein, og svona var fleira eftir þessu. — Og hvernig gekk próflest- urinn? — Mjög vel. Að visu hefði ég kosið að lesa betur í upplestrar friinu en ég las mjög vel á milli prófanna, en milli þeirra voru 1-2 dagar. — Hvað tekur við í haust? — Ég býst við að fara utan til að læra jarðeðlisfræði. Fyrst fer ég í eðlisfræði til Skotlands og verð þar 4 ár, líklega á St. Andrews, en fer síðan í fram- haldsnám í einhverju öðru landi. í sumar ætla ég að vinna hjá Raforkumálastjórninni á jarðhitadeild og fer víða um landið með mælingamönnum". HANDKNATTLEIKSKAPPPI VARÐ ÞRIÐJI Tómas Tómasson, sem varð 3. á prófinu að þessu sinni, er Is- Iandsmeistari í handknattleik með Fram og mjög snjall þar, ekki síður en í náminu. Tómas er sonur Tómasar Sigurþórsson ar og Sigríðar Jónsdóttur, Skip- holti 26. tími — — Handbolti og nám fara á gætlega saman, sagði Tómas, þegar við inntum hann eftir því hvor.t mikill tími væri aflögu til íþróttaiðkana. „Áhugi á í- þróttum er mikill í Menntasiíól anum og margir afreksmenn þar innan veggja bæði meðal kenn- ara og nemenda. Við höfum haldið tvö mót árlega og áhugi mikill“. — Prófið gekk ákaflega vel, ég var heppinn með verkefni rg með því að lesa jafnt og þétt tókst mér að ná ágætum ár- angri, að mér finnst. Báfsktam! Framh. af bls. 1. niður við sjávarmál þarna í víkinni og ætlaði bóndinn að koma þar upp kartöflugarði. Eftir að hann byrjaði verkið og ýtti af efsta laginu varð nann þar var við grjóthrúgu, ætlaði hann að ýta henni burt og beitti tönninni djúpt. Lét hrúgan svo undan en þegar honum varð lit- ið aftur fyrir sig, sá hann að í slóðinni voru bein. Hætti hann þá verkinu og var þjóðminja- verði gert aðvart. Þór Magnús- son safnvörður fór vestur til athugunar og eftir athuganir þykir honum fullljóst, að hér hafi verið heiðið kuml. Hefur verið heygt í báti, og markar allgreinilega fyrir bátnum og saumur úr honum liggur þar. Ýtan hefur farið yfir aftur- hluta bátsins, og skemmt hann en framhlutinn var lítt skemmd ur. Þarna virðast vera bein úr fimm manns og einum hundi, hárkambar, þórshamar úr silfri og hálsfesti úr glerperlum, einnig tvær perlur úr rafi. Þeir sem fyrst komu á stað- inn töldu sig hafa fundið þar ryðgað járnstykki, sem holt væri að innan og héldu að það væri spjótsoddur. En þeg- ar Þór kom vestur var þetta stykki molnað í sundur, svo ó- mögulegt er að segja, hvað það hafi verið. Þarna skammt frá liggja aðrar tvær grjóthrúgur, sem ekki hafa raskazt og er það nú ætlun Þórs, að fara aftur vest- ur í næstu viku og rannsaka staðinn frekar. Frager — Framh. af bls. 16 bezt að því að leika pfanó- konserta með hljómsveit. — Fóruð þið ekki saman f skemmtiferð með fjölskyldurnar í Rússlandi, kannski suður að Svartahafi og Krím? — Nei, til þess var þá enginn tfmi og ég þurfti að vinna geysi- mikið í Rússlandsferðinni. En nú vona ég að við fáum tæki- færi til að létta okkur upp á íslandi. Við ætlum t. d. norður til Akureyrar, þar sem ég býst við að leika og svo megum við til með að fljúga yfir eldgígseyj- una ykkar. létu þeir greipar sópa um þau verðmæti sem þeir girntust helzt, þ. á m. eitthvað af pen- ingum, rafmagnsrakvél og whiskyflaska og hurfu með þau á brott, allir þrír. Nokkru seinna raknaði hús- ráðandi úr rotinu, en átti þá ó- hægt um vik vegna þess hvern- ig hann var fjötraður. Þó gat hann skriðið út úr herberginu og að herbergisdyrum sam- býlismanns síns f húsinu. Gat hann gert vart við sig og vakið hann og sá hringdi síðan til lögreglunnar og sagði hvernig komið var. Þegar lögreglan kom á vett- vang nokkru síðar fann hún manninn í fjötrum sínum, var hann þá eitthvað meiddur en ekki stórslasaður. I’ gærmdrgun tókst lögreglunni að hafa uppi á sökudólgunum þremur og hafa tveir þeirra játað á Sig rán- ið, en sá þriðji virðist ekkert hafa tekið, en hann stóð hins vegar fyrir árásinni á húsráð- anda. Mennirnir sátu enn allir í fangageymslunni í morgun. Öll ráðuneytin voru lokuð sl. Iaugardag og mun svo verða í sumar, að því er Slgtryggur Klemenzson, ráðuneytisstjóri, tjáði Vísi í morgun. Sigtryggur sagði, að flestar opinberar skrifstofur yrðu lok- aðar fyrir hádegi á laugardög- um, en nokkrar undantekningar yrðu þó. T.d. verður skrifstofa ríkisféhirðis opin, svo og toll- stjóraskrifstofan, skrifst. vega- málastjóra, Skipaútgerð ríkis- ins, Ferðaskrifstofan og skrif- stofur borgarfógeta. Hjá Rvíkur- borg verður Gjaldheimtan opin en flestar skrifstofur loka. Á fjórða þúsund starfandi innan Bandalags ísl. skáfa SiSdín Framh. af bls 1 r Arós —* Framh. af bls. 1. í humátt á eftir. Höfðu þeir engin orð um það, heldur veitt- ust án frekari umsvifa að hús- ráðanda, börðu hann þar til hann missti meðvitund, eða gleymdi sér á einhvern hátt, og bundu hann að því búnu. Síðan 1900, Arnfirðingur 1000, Har- aldur 900, Súlan 1100, Héðinn 800, Ögri 800, Hamravík 900, Helgi Flóventsson 800 og Bjarmi 800. Á Siglufiréi var stöðug bræðsla hjá Síldarverksmiðju ríkisins yfir helgina. Brædd hafa verið 32.000 mál, en ekk- ert á sama tíma í fyrra. í fyrra barst fyrsta síldin 18. júní. Rauðka er búin að bræða 21.000 mál eða jafnmikið og f allt fyrrasumar. Krýsuvik — Framh. af bls. 1 byggð árið 1857. Var aðalsmiður- inn við byggingu hennar Beinteinn Stefánsson. Vill svo skemmtilega til, að það er dóttursonur hans, sem nú hefur haft með höndum endursmíði kirkjunnar. Árið 1910 er kirkjan orðin hrör- leg, og er hún lítið notuð til kirkju Iegra athafna eftir það og mun hafa verið lögð niður 1929. En kirkjan stóð þó uppi yfirgefin og ein húsa á bæjarhólnum f Krýsuvík. Árið 1954 fékk Björn Jóhannesson, frv. forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar leyfi bæjarstjörnarinnar til að end urbyggja kirkjuna á eigin kostnað, og er því verki nú lokið. Hefur hann hagað öllu verkinu í samráði við þjóðminjavörð og er kirkjan endurbyggð algerlega óbreytt að formi til. Krýsuvíkurkirkja er lítil tjmbur- kirkja, upphaflega byggð úr reka- viði, og var hún endurbyggð að mestu leyti úr sömu viðum. Er hún nú hið snotrasta guðshús. 1 sætum hennar rúmast 36, en við vfgsluna voru um 50 manns, eða eins og í kirkjuna kemst. Eins og fyrr segir hefur Björn Jóhannesson endurbyggt kirkjuna algerlega á eigin kostnað og hefur hann lagt mikla alúð í verk sitt og búið kirkjuna af smekkvísi. Altarisstjakar eru nýir, en steypt ir eftir gömlum stjökum úr Krýsu- víkurkirkju, sem geymdir eru í Þjóðminjasafni. Altaristafla er göm ul og hefur Þjóðminjasafn lagt kirkjunni hana. Nýr smekklegur ljósahjálmur er f kirkjunni. Skrá kirkjuhurðar er ágæt smíði. Vegg- lampa 8 gerði kirkjusmiður og gaf kirkjunni. Kirkjuklukkur eru 2, og er aðalklukkan sú sama sem áður var f kirkjunni. (Steypt 1747). Var hún um árabil notuð í Grindavíkur kirkju, en aftur afhent sinni kirkju af þessu tilefni. Minni klukkan er gjöf frá Fríkirkjunni f Hafnarfirði. Ýmsar fleiri gjafir hafa kirkjunni borizt. Skátaþing íslands var haldið á Akureyri um helgina. Miklar breytingar voru gerðar á lögum Bandalags íslenzkra skáta og fræðslumál hreyfingarinnar end- urskipulögð. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri var endurkjörinn skátahöfðingi Íslands. Landsfor- ingjar voru kjörin Hrefna Tyn- es og Páll Gíslason. Skátaþing íslands er haldið á tveggja ára fresti. Þingið var haldið í skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli og sóttu það um eitt hundr að fulltrúar frá flestum skáta- félögum á landinu, auk margra áheyrnarfulltrúa. Þingforseti var kjörinn Tryggvi Þorsteinsson, félagsforingi á Akureyri. Fyrir fundinum lá m. a. starfsskýrsla Bandalags íslenzkra skáta fyrir tvö s.l. ár, og einnig tillögur frá laganefnd B.I.S., sem starfað hef ur tvö undanfarin ár, svo og lágu fyrir fundinum tillögur um fræðslumál. Kom fram í skýrslu B.I.S., að nú eru innan vébanda þess 3628 skátar, ylfingar og ljósálfar. Nú eru starfandi á landinu alls 33 skátafélög og hafa nokkur ný bætzt við á undanförnum tveim- ur árum. Talsverðar breytingar voru gerðar á lögum B.Í.S. — Fækkað var í stjórn bandalags- ins, og starfssvið skátaráðs auk- ið mikið. Vara-skátahöfðingjarn ir verða eftirleiðis kallaðir lands foringjar. Þá eru það nýmæli í lögunum, að heimild er gefin til stofnunar sérstakra skátasam- banda, í hverju kjördæmi. Á fundinum fóru fram miklar um- ræður um fræðslumál og lagðar voru fram tillögur fræðslunefnd ar, sem kosin var á síðasta skátaþingi. Síðdegis í gær, sátu þingfulltrúar boð bæjarstjórnar Akureyrar, en þinginu var slitið um sex-leytið í gær. Á vígsludegi rétti Krýsuvíkur- kirkja systur sinni á Skólavörðu- hæð örvandi hönd með því að kaupa gjafahlutabréf. Krýsuvíkur- kirkja mun væntanlega verða gest- um til sýnis um helgi einhvern tíma á næstunni og verður það þá | tilkynnt síðar í blöðum. Mikilvægt sam koimiing á GATT-rúð- stefnunni Lundúnaútvarpið birti frétt um 1 það í morgun, að samkomulag l hefði náðst á tollalækkunarráð- j stefnunni í Genf (GATT-ráðstefn- unni) um framtíðarsamstarfstil- högun, en tillögur í þessu efni voru bornar fram eftir að ekki 1 var annað sýnna en að ráðstefnan , færi algerlega út um þúfur, en henni verður slitið í dag. Aðalflytjandi samkomulagstil- lagnanna var Edward Heath verzl- unarráðherra Bretlands. Gert er ráð fyrir sérstakri fastastofnun, sem fjalli um þessi mál, þar sem iðnaðarlöndin hafa ákveðna tölu fastafulltrúa o. s. frv. Tillögurnar munu verða birtar í heild í dag. Ráðstefnan hefir rætt almenna tolllækkun á grundvelli tillagna Kennedys heitins forseta. 70 mótmæla sjónvarpinu 70 íslendingar hafa sent banda- ríska sendiherranum bréf. Er í því farið fram á að varnarliðið sjón- varpi ekki 17. júní í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldisins, og eins og segir í bréfinu er það álit þeirra sem undir það skrifa að „sjón- varpssendingar bandarfska hersins á íslandi beri umsvifálaust að stöðva með öllu“. Undir þessa á- skorun til Penfields sendih. ritar aðallega fólk úr listamannasétt, en einnig nokkrir menntamenn. Meðal þeirra er forystumaður „her- námsandstæðinga“ Jónas Áma- Eiginmaður minn, JÓN ÓLAFSSON úrsmiður, Rauðarárstíg 1, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. júni kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. - Fyrir hönd vandamanna Vilborg Guðmundsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.