Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 6
V1S IR . Laugardagur 13. júni 1964. VJSIR^ Dtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjornarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. - Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. - Edda h.f. Stóryrkja er /e/ð/n J+Jinn merkasti búnaðarvísindamaður landsins, dr. Sturla Friðriksson, flutti nýlega erindi á Hellu, sem hann nefndi „Stofnum til stóryrkju". Það er alkunna, að einna helzt stendur það íslenzkum landbúnaði fyr- ir þrifum í dag, hve sumar jarðir eru litlar og illbýlar og veldur það lélegri fjárhagsafkomu stéttarinnar. Dr. Sturla benti á framtíðarveg í þessum efnum. Hann sýndi fram á, að á samfelldum ræktunarsvæðum má stofna til stóryrkju og beita stórvirkum vélum á hag- rænan hátt. Bændum er í lófa lagið að beita bústofni sínum, geldneytum og sauðfé á ræktað land, en með því má skapa milljónaaukningu í búfjárstofni lands- manna. Kornyrkja og hraðþurrkun heys með vélum eru líka miklir framtíðarmöguleikar íslénzkra bænda. Þekking á þessum búskaparháttum er hér enn á byrj- unarstigi og miklu meira fé þarf að verja til rannsókna á þessu sviði. En til þess þarf að breyta hinum þröng- sýna framsóknarhugsunarhætti sem of víða ríkir enn í sveitunum, taka upp nýja stefnu og fara nýjar leiðir til bættra lífskjara. Vísindin varða leiðina og styrkja trúna á landið. Sfúdentarnir og framtíðin J dag brautskráist stærsti stúdentahópurinn frá Menntaskólanum í Reykjavík, 211 talsins. Og glaðir stúdentar ganga út um dyr annarra menntaskóla lands- ins síðasta sinni, með hvítar húfur á kollunum. í bjart- sýni þessa unga fólks, menntun þess og starfsvilja felst framtíðarfjársjóður íslenzku þjóðarinnar. Það á eftir að gera landið enn betra og byggilegra með störf- um sínum, hvatningu og hugmyndum. Á þessum tíma- mótum færi vel á því, að hinir ungu stúdentar gerðu sér ljóst, að starfskrafta þeirra er ekki sízt þörf á sviði vísinda og tækni. Þar erum við íslendingar enn eftir- bátar annarra þjóða. Þótt húmanistiskar greinar séu í fullu gildi þá kallar nútíminn á tækni og vísinda- menn meir en nokkru sinni fyrr. Framfarir á þeim sviðum eru undirstaða þess að þjóðinni farnist vel í framtíðinni. Þar bíða heillandi heimar þess áð þeir verði kannaðir og þar lyftir mannvitið grettistökum. Það er hamingjuósk Vísis til hinna ungu stúdenta, að þeir megi sem flestir leggja á þann brattann. Hlutleysið og stúlkan JYíð og fönguleg stúlka lýsir því í fyrradag yfir í Þjóðviljanum, að hún muni fara í gönguferð um Suð- urnesin til þess að lýsa andúð sinni á „öllu hernaðar- brölti yfir höfuð". Unga stúlkan ætti að velta því fyrir sér, hvers vegna ekkert land veraldar hefir lýst yfir ævarandi hlutleysi frá stríðslokum. :;-..,; í fiífií í-i!Í!ÍIÍÍilia!MSll.-iiKii!l;illm"m.lí!S wf!tfHiea.4mt<»iM7lfTM»mTl*»mff glTSTJÓRI: JÓW BIRGIR PÍTURSSON , KiíKHK'lTiffiílSflffií Hjálmar Ólaí'sson, bæjarstjóri í Kópavogi, vígir nýja völlinn og sendir Erni Hallsteinssyni úr FH boltann. Bak við þá stendur Magnús Pétursson alþjóðlegur dómari, sem dæmdi þennan Ieik. Siérsmur opnm Fjölmenni var á grasvelli Akur- eyringa á laugardaginn, þegar 118 þeirra lék sinn fyrsta opinbera leik 1 sumar þar nyrðra. Áhorfendur létu ekki rigningu og leiðinlegt veður aftra sér og fengu líka ;>ð sjá mikinn yfírburðasigur yfir liði tsfirðinga. Ekki gekk Akureyringum vel að skora fyrsta markið, sem kom ekki fyrr en eftir 32 mínútur, þeg ar Valsteinn h. útherji, einn bezti maður liðsins skoraði. Fimm mín. slðar skoraði Kári Árnason 2:0 og þannig var staðan I hálfleik. 1 seinni hálfleik skoraði Skúli Ág- ústsson 3:0 á 10 mín., en eftir það var eins og ísafjarðarvörnin stæði ráðþrota frammi fyrir Steingrími Bjðrnssyni, hinum marksækna mið herja Akureyringa, — og fimm sinnum fór hann upp á sjálfdæmi gegnum vbrnina og skoraði á 25 mfnútum!! Leiknum lauk með 8:0, sigri Ak- ureyrar, en á slðustu mínútum áttu lsfirðingar tvívegis færi á að skora mark, en tókst ekki. Jón Stefánsson var ekki með í þessum leik vegna meiðsla og Björn Helgason var heldur ekki með Iiði lsafjarðar. Akureyringar virðast ætla rakleitt I 1. deild og verður ekki séð að annað félag í 2. deild geti heft þá för. Fyrsti leikurinn hjá Breiðabliki á heimavelli fór fram á laugardag- inn í úrhelllsrigningu og roki. Knattspyrnuvöllurinn við Kópa- vogsbraut og Vallargerði var form- lega tekinn f notkun og i'Iutti bæj- arstjðrinn Hjálmar Ólafsson stutta ræðu og sendi knöttinn til Hafn- firðinganna, sem hófu leikinn. Hafnfirðingar skoruðu fyrsta markið, sem var hálfgert klúður- mark, því boltinn rúllaði eftir mark línunni og varnarmanni Kópavogs- liðsins tókst ekki að hreinsa frá markinu fyrr en boltinn hafði farið inn fyrir línuna. 2. DESLD Breiðablik átti talsvert meira I leiknum en FH, en ekki tókst að skora mark fyrr en seint í siðari hálfleik. Daði Jónsson, h. útherji sendi fallega sendingu inn á miðj- una, en þar tók 'Jón Ingi Ragnars- son, fljótur 03 hættulegur fram- herji, við boltanum og skoraði á- gætt mark. Talsverður fjöldi áhprfenda kom til að horfa á heimaliðið, en að- staða er afar léleg fyrir áhorfend- ur og virðist það næsta verkefnið að bæta aðstöðu þeirra. Þarna er franski OL-me';starinn í svigi, Bonlieu, í keppni. E. t, v. kemur hann hingað f sumar og keppir í Kerlingarfjöllum. Kemur Bonlieu til keppni í Kerlingarfjöllum? STUTTA sáixrfcalid Innan skamms hefst ".'''Satima' bilið I sælurík-' skíðamanna vorra og þeirra sem vilja eyða sumarfríi sínu I sólskini, hita og góðum snjó í Kerlingarfjóllum, en sá staður er sífellt að verða vinsælli og eft- irsóttari. „Við höldum eftir nokkra daga upp I fjöll, til að bfla okkur undir að taka á móti gestum", sagðí Valdimar örnólfsson I stuttu viðtali, í gærkvöldi, „en 6. júlí fer svo fyrsti hópurinn og alls verða 3 námskéið í júlí og jafnmörg í ágúst". — Og hvernig er aðsóknin? „Við þurfum ekki að kvarta und- an því og ég held að færri komist en vilja I sumar, enda held ég að varla sé hægt að fá betri hvild í sumarfrlinu en í kyrrðinni þar efra og við höfum kappkostað að halda verðinu á námskeiðunum niðri eftir megni". — Ég hef heyrt að til standi að Framh. & bls. 3. N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.