Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 15.06.1964, Blaðsíða 11
by*UnlUd K«ature Syndlcáte.^Inc. VISIR . Mánudagur 15. júní 1964. Hart var ekið, en klukkan var að verða tíu, og Óskar var næst- um að sleppa sér af óþolinmæði. Loks var komið í Cujasgötu nr. 12. Þeir Óskar og Baunastöngin fóru inn og höfðu tal af húsverð inum og spurðu hann hvort Clement Leroux ætti þar heima. — Þið hafið kannski fundið handritið hans, sagði húsvörður, sem sá Óskar halda á blaða- bunka, sem í voru skrifuð blöð, en Leroux hafði sagt húsverðin- um, að hann hefði gleymt hand- riti í leiguvagni, og einhver kynni að skila því. — Já, svaraði Óskar. — Það mun gleðja herra Leroux. — Flýtið ykkur upp til hans. Hann býr á fjórðu hæð. Þeir flýttu sér upp og Óskar á undan enda var Baunastöng- inni erfiðara um gang. Óskar hringdi bjöllunni og kom maður til dyra, sem hann kannaðist vel við. Handritshöf- undurinn var semsé enginn ann ar en skrifari de Gevrey, en sem leikritshöfundur hafði hann bætt við skírnarnafn sitt ættar- nafni móður sinnar. — Herra Rigault sagði hann undrandi. • — Já, í eigin persónu, sagði Óskar og gekk inn og Bauna- stöngin á hælum hans. Og nú þegar ég veit, að þér eruð höf undur þessa íeikrits, fer margt að verða skiljanlegra. Finnst yð ur nú ekki fífldirfskulegt herra leikritahöfundur, að nota yður þannig leyndarmál réttvísinnar Hvað munduð þér segja, ef ég færi með þetta handrit til rann sóknardómarans? — Það getur ekki gagnað yð- ur neitt, og ekki verið yður neitt áhugamál, svaraði Clementine — en ég játa, að ég hefi kannski farið nokkuð kæruleysislega að en gangi leikritið vel, ætla ég að segja upp skrifarastöðunni. — Ég held nú samt að de Gevrey mundi ekki verða neitt hrifinn, ef hann vissi um þetta — og hann gæti hæglega bannað sýningu á sjónleik um morð- mál, sem er í rannsókn. En annars skal ég halda mér sam- an — en aðeins með einu skil- yrði, að þér segið mér allt sem þér vitið. - Allt sem ég veit, endurtók Clement. — Já. vitanlega, þér verðið að leggja spilin á borðið, maður sæll. Ég hefi ekki lesið allt handritið, aðeins glefsur á leið inni hingað - og persónulist ana. En ég hefi lesið nóg til þess að sjá, að þarna er um ásakanir að ræða í garð vissra manna. Hvaða rök hafið þér fyrir ásök unum yðar? Ef þér grunið ein- ! hvern, hver er ástæðan? Ef þér j eruð á slóð einhvers verð ég að fá að vita það. Og einkum: Hver ! er dr. Vitali? ! - Dr. Paroli - augnlæknir- inn. - Augnlæknirinn, endurtók Óskar sem steini lostinn. - Já, hann og enginn annar. Gegn drengskaparorði yðar um að segja ekkert um þetta við de Gevrey fyrr en frumsýning hefir farið fram skal ég segja yður allt, sem ég veit, hvernig ég hefi fyllt í eyðurnar, ályktað ... l — Þér hafið drengskaparorð mitt.... — Fyrirtak. Ég held, að ég viti hver myrti Jacques Bernier — Ef svo er hefðuð þér átt að segja de Gevrey frá grun yðar. - Það hefði ég svo mjög gjarnan viljað, en hann er mað- ur hrokafullur, eigingjam og hé gómagjarn. Hann ber ekki traust til neins nema sjálfs sín, og margoft hefir hann ýmist gefið mér bendingu um að þegja eða blákalt sagt mér að þegja, hafi ég ætlað að segja eitthvað. Það er vegna þess að hann leit niður á mig, eins og ég væri skarn við fætur hans, að ég fór svona að. Ég var búin að láta traðka á mér nógu lengi. Ég fór að hugleiða allt, sem ég vissi, allt sem ég las í skjölunum, sem ég skrifaði, og um það, sem ég heyrði, og fór að leggja saman tvo og tvo. Og ég fullyrði, að j hann hafi frá upphafi tekið mál : ið skökkum tökum, gert hverja j skyssuna á fætur annarri, hagað j sér eins og bjálfi. Og hann var \ steinblindur. Þess vegna hefi ég fengið tækifæri til að ná mér 'niðri á honum. Og það skal ég géra. ' - Þér vitið þá hver laun- ! morðinginn er? — Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða hver hann er. - Hvað heitir hann? — Ef þéf hafið rýnt í seinasta þáttinn ættuð þér ekki að þurfa 1 að spyrja. — Ég hefi ekki lesið hann. — Lesið seinasta atriðið, og j þér munuð sjá, að grunur minn I hefir við rök að styðjast. Mað- urinn, sem ég ákæri næstum með fullri vissu, fremur í síðasta atriði leiksins þann glæp, sem er lokaglæpurinn í glæpakeðju hans. Ef yfirmaður minn rann sóknardómarinn, hefði viljað hlusta á mig, væri þessi maður kominn í fangelsið og biði dóms Óskar flýtti sér að renna aug um yfir seinasta atriði sjón- leiksins. Allt í einu varð hann náfölur og rak upp skelfingaróp. — Nei, nei, þetta er óhugs- andi ég get ekki trúað yður. j Ef þér í raun og veru hafið á- lyktað rétt, eruð sannfærður ! um það, hefðuð þér átt að segja lögreglunni frá grun yðar — annars væruð þér litlu betri en sá, sem þér ákærið. En þetta skal fljótt koma í ljós. ! v Óskar flýtti sér burt og dró Baunastöngina með séiyW^Gíéíh ent horíði .á eftir þeim 2f$ujftp,g orðvana og allskelkaður orðinn. Angelo Paroli hafði vakað mestan hluta nætur með sívax- 1 andi kvíða. Hvað gat hafa tafið Luigi? Hvers vegna kom hann ekki? Þegar klukkan var orðin fjög ■ ur að morgni fannst honum, að ■ hann væri að örmagnast af j þreytu, og þar sem hann þá þótt ist vita að Luigi myndi ekki koma heim fór hann að hátta, en hann gat ekki fest svefn meo nokkru móti. Svo erfið var honum andvakan að honum fannst nóttin aldrei ætla að líða en þegar morguninn var rúnn- inn hringdi hann á þjón sinn og bað hann grennslast eftir því hvort Luigi væri í herbergi sínu Þjónninn kom aftur eftir nokkrar mínútur, og sagði, að herra Luigi hefði ekki komið heim um nóttina, því að ekki ' hafði verið sofið í rúminu. Til, að vera alveg viss hefði hann spurt húsvörðinn og fengið að vita, að Luigi hefði ekki komið heim. — Gott og vel, sagði Paroli læknir og lét'sem ekkert væri, en hann var þó sleginn ótta. Skyldi honum hafa heppnazt þetta?“ hugsaði hann. „Hann hefir kannski neyðzt til þess að flýja eftir að hann hafði gert það, og því skyldi það ekki hafa heppnazt?" I En hann gat ekki hrundið á !burt óttanum. , Hann fór að klæða sig, en fór sér hægt. Svo gekk hann nið ur í skrifstofu sína, svefnlaus og óttasleginn, en ekki varð það þó I séð á svip hans eða framkomu. j Og nú beið hann þess, að tími j væri kominn til þess að byrja stofugang. .V.'.V.V, OÚN- OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 1874C SÆNGUR REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum.' ’ ' Sólvallagötu 72. Sími 18615 Hárgreiðslus tof an HATONI 6, slmi 15493. ’ Hárgreiðslustofan ' P 1 R O L A | Grettisgötu 31, slmi 14787. Fæst í næstu búð. Tárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sfmi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTfJRBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13 slmi 14656 Nuddstofa á sama stað Hárgreiðslu- og snyrtistofa Láugaveg 18 3 hæð Oyfta) 8TEINU og DÓDÖ Simi 24616 Hárgreiðslustofan Hverfisgðtu 37. (liorni Klappar- stlgs og Hverfisgötu) Gjörið svo vel og gangið inn Engar sérstalca; pantanir úrgreiðslur Hárgreiðslustofan PERMA. Gaðsendi 21. sími 33968 Ðömu, hárgreiðsla við allra hæfi T JARNARSTOFAN. Tíarnargötu 10. Vonarstrætis- 'reein Sími 14662 Hárgreiðslustofan Háaleitísbraut 20 Sími 12614 Ég býð þig velkominn Tarzan, hrópar höfðinginn þegar flugvél- in er lent, en stígðu ekki fæti þínum á Batusaland. Ég get ekki lengur stjórnað hatri sonar míns til allra manna sem ekki eru Bat usar Síðan við sáumst síðast hef ur margt breytzt, segir Wawa Batusi hermenhirnir eru nú íllir og ókurteisir. Vib verðum þvl að tala svona saman. Þú úr vélinni og ég úr þessum • krypplingastól. Mér er það mikill heiður Wawa að þú sl'ulir I veikindum þlnum koma og tala við mig, segir Tarz an. í því kemur Joe aftan að hon- um og hvíslar: — Mér var að detta dálítið í hug, Tarzan. Hlust aðu nú á. Herrsssokkar crepe-nylon « 29.00 Miklatorgl /WELCOllE TO,TAK.ZAN! BOT... STEP NOTOW BATUSI LANP! I HAVE GHEAT SORROtV IN IAY LA9T PAYS! NO LOWSER CAN I CONTR.OL MYSON'S HATR.ER..OF *LEN W! OARE'NOT BATUSIS! PlLL ElUOT JOrtú CíiARfD 7-6 6SJI I'M H0N0REP, SREAT CHIEF WAWA, THAT YOU COA\E FORTH, INYOUP. ILLNESS, rSINCE WE FIRST KNEW EACH OTHER,YOUNG BATUSIS HAVE BECOME MEAN MEN- , HAVE N0 HOSPITALITY FOK. othermen! wemusttauc. HERE V. FROAL VOUR 5KY MACHINE', I EKOh\ 3 INVALIP'S CHAIE.! ess t! tarzan1.1 AT LAST I HAVE A SAAART I7EA- FOR OUTWITTING WAWA’S SON1. LET Ar WHISFER IT IN VOL'P, EAR!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.