Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 5
V í S IR . Mánudagur 22. júní 19B4. Fjórum sinnum sterkbyggdari en venjulegt er.. CONSUL CORTINA hefur unnið yfir 100 alþjóðlegar aksturskeppnir— scm er meira en nokkur önnur bifreiðategund hefur gert. M. a. vann CORTINAN SAFARIKEPPNINA- erviðustu keppnisþolraun sem fram fer í heiminum Vegna hins glæsilega útlits og mörgu góðu eig- inleika, hefur CONSUL CORTINA verið met- sölubíll á Norðurlöndum. Hann er stærsti bíllinn í þessum verðflokki — rúmgóður og þægilegur, með góðu bili milli sæta, sem gefur gott rými fyrir fæturna. Val um gírskiptingu í gólfi eða á stýri. Hann er gæddur dæmafáum styrkleika í bygg- ingu, eins og ótal akstursprófanir hafa sýnt — og því vel valinn fyrir íslenzkar aðstæður. Hann er ótrúlega sparneytinn, hefur rúmgóða farangursgeymslu, og er búinn margs konar þægindum, sem aðeins fæst í dýrari bílum. Ný tegund mælaborðs, fóðrað, stílhreint og þægilegt. SVEINN EGILSSON H.F UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SIMI 22470 2 ES ■ Vinsælasti þvottalögurinn Sópugerðin F RIG G Skýrir liti í ullartaui. I’vol er betra en sápuspænir til að þvo ull, silki og nælon. Það freyðir vel og skolast mjög auðveldlega úr. Þvol þvær jafnt í köldu sem heitu vatni. Þvol skýrir liti I ullartaui. Mikill vinnusparnaður við uppþvottinn. Fita og önnur óhreinindi renna af diskum og glösum. Ef þér hafið upp- þvottagrind og notið vel heitt vatn þarf hvorki að skola né þurrka og leirtauið verður samt skýlaust og gljáandi. Það bezta fyrir nælonskyrtur. Við þvott á nælonskyrtum og öllum skyrtum, sem ekki þarf að strauja, er ÞVOL ómissandi. Gott ráð er að hella svolitlu af Þvoli á óhreinustu staðina, svo sem hálsmál og líningar, áður en þvegið er. ÞVOL er mjög drjúgt, notið því ekki of mikið, þá ráðið þér ekki við froðuna. ÞVOL er einnig mjög gott til hreingerninga, gólfþvotta, blett- hreinsunar og margs fleira. ÞVOL fæst í þremur umbúðastærðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.