Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 11
V 1 S IR . Mánudagur 22. júní 1964. 11 i«í Helgason. 20.40 Á blaðamannafundi: Krist- ján Albertsson rithöfundur svarar spurningum. Fund- arstjóri: Dr. Gunnar G. Schram. Aðrir blaðamenn: Halldór Biöndal, Sigurður A. Magnússon og Þorsteinn Ó. Thorarensen. 21.15 „Blómin frá Hawai“ óper- ettulög eftir Paul Abraham 21.30 Útvarpssagan: „Málsvari myrkrahöfðingjans," eftir Morris West XVII. 22.10 Búnaðarþáttur: Eiríkur Þor kelsson mjólkurfræðingur talar um mjólk. 22.25 Hljómplötusafnið. 23.15 Dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 22. júní 18.00 Tombstone Territory 18.30 The Danny Thomas Show 19.00 Afrts news 19.15 Social Security in Action 19.30 Exploring 20.30 The Andy Griffith Show 21.00 The Thin Man 21.30 The Danny Kay Show 22.30 Lock Up 23.00 Final Edition news 23.15 The Jimmy Dean Show loningarsam- skipfi íslands og Danmerkur Að frumkvæði próf. Þóris Kr. Þórðarsonar formanns Dansk-ís lenzka félagsins, hefur verið sett á laggirnar nefnd, sem stuðia skal að gagnkvæmum menningar- samskiptum íslands og Danmerk ur, einkanlega með tilliti til þýð- inga á skáldverkum hvors lands- ins um sig yfir á tungu hii>s. Nefndin var stofnuð í tilefni af heimsókn Pouls P.M. Pedersens, hins kunna danska ljóðaþýðanda, hingað fyrir skömmu í sambandi við útgáfu á þýðingum hans á ljóðum Steins Steinars, sem út komu hjá Helgafelli og Gyld- dal undir nafninu „Resje uden löfte‘“. Bókin er fyrsta bindi í fjóðabókaflokki, sem ber heitið „Moderne islandsk lyrikbibliotex" og er í ráði að út komi alls 12 bindi í þessum flokki á næstu 5 Spáin gildir fyrir 23. júni Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú ættir að framkvæma það, sem þér sjálfum tilheyrir í stað þess að láta aðra hjálpa þér með það. Einhver mistök kynnu þá að koma í ljós, sem þú vildir síður að væru á annarra vitorði. Nautið, 21. apríl til 21. mai: Þú hlýtur að hafa lært bað í skóia lífsins. að sparsemi og hófsemi leiða til aukins örygg- is. Aðrar leiðir kynnu að liafa gagnverkandi afleiðingar. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júnf: Þú gætir auðveldlega orð- ið sá, sem yfirboðararnir benTu á sem fyrirmynd í orði og æði. Þú gætir komizt hjá vandræð- um með því að breyta afstöðu þinni. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú hefur alveg nóg að gera með sjálfan þig, þó að þú farir ekki að hugleika möguleikana á að hjálpa öðrum. Reyndu að hafa gott samstarf við aðra. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Einhver kynni að misnota vináttu þina og flækja big í málefni, sem orsakað gætu talsvert tjón fyrir þig. Reyndu að sjá í gegnum hlutina. Meyjan. 24. ágúst til 23. sept.: Þú ættir að einbeita þér að því, sem þér tilheyrir, og láttu ó- viðkomandi ekki skipta sér ne tt af málefnum þfnum, sem peim kemur ekki við. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Sumir einstaklingar þrifast Dezt á svartsýni annarra Þeir kynnu að reyna að flokka þig f sinn hóp, þegar þú ert illa fyrir kall- aður. Drékirin, 24. okt. til 22 nóv.: Sú óvissa, sem þér kann að virð ast fyrir hendi núna, gæti ver- ið bending um, að þú sért á hál- um ís. Þú ættir að vera viðbú- inn andblæstri. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að gera viðeig- andi ráðstafanir til að vernda eigur þínar, hverju nafni sem þær nefnast, gegn skemmdum og áföllum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ert undir fremur óhag- stæðum áhrifum, sem gætu vaid ið því, að þú segir setningar að óyfirveguðu máli og óréttlátar. Vertu varkár i orði og æði. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir ekki að vera skeytingarlaus um tilfinningu, sem varar þig við að fram- kvæma viss atriði. Sh'kt gæti sparað þér tíma og talsvert fé. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Það gæti átt sér stað, að svartsýni þín og alvörugefni gæti verið orsökin fyrir bví ó- samræmi, sem ríkir þar, sem þú býrð. árum. Hefur Pedersen unnið cð þessum þýðingum á undanförnum árum og áður sent út sýnisbók íslenzkra nútímaljóða, sem nann nefndi „Fra hav til jökel“ og kom út hjá Munksgaard 1961 Nefndin mun eiga náið samstaif við Pedersen og jafnframt stuð’a að frekari þýðingum íslenzxra prósaverka á dönsku og svo þýðingum danskra skáldverka á fslenzku. í nefndinni eiga sæti Gunnar Gunnarsson, sem er heiðursfor- maður hennar, Baldvin Tryggva- son, Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells, Sigurður A. Magnús- son og Þórir Kr. Þórðarson. Ráð gert er að sams konar nefnd verði stofnuð í Danmörku mnan skamms. Sóvézkur styrkur Sovézk yfirvöld munu veita ein um íslendingi skólavist og styrk til náms við háskóla í Sovétrikj- unum næsta háskólaár. Kandi- datar eða stúdentar, sem langt eru komnir f námi, koma að jafn aði öðrum fremur til greina. Þeir sem kynnu að hafa hug á slíkri námsvist, skulu senda umsókn til menntamálaráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg fyrir 15. júlf n.k. og iáta fylgja staðfest afrit prófskírteina svo og meðmæli. Umsóknareyðu- blöð fást í menntamálaráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið 16 iúní 1964. Aðalfundur Kirkju- kórasumbands Föstudaginn 5. þ.m. hélt Kírkju kórasamband Reykjavíkurprófasts dæmis aðalfund sinn í KFUM- húsinu við Amtmannsstíg. Þang að komu fulltrúar frá þvf nær öllum sambandskórum, svo og nokkrir organleikarar, þ.á.m. Jón I'sleifsson formaður Kirkjukóra- sambands íslands. Nýr kirkjukór var tekinn í sambandið á fundin- um, kór Grensássóknar, og eru kórarnir þá orðnir 11 að tölu innan vébanda KSRP. Á fundinum voru tekin fyrir til umræðu ýmis félagsmál, s.s. radd þjálfun og þóknun fyrir söng við messur og aðrar athafnir. For- maður var kjörinn Baldur Pálma- son, Hrefna Tynes ritari, Hálf- dán Helgason gjaldkeri, Margrét Eggertsdóttir og Katrfn Egilsson meðstjórnendur. Voru þau öll end urkjörin nema Katrín, sem koni í stað Torfa Magnússonar, er baðst undan endurkosningu, en hann gegnir formennsku í launa nefnd sambandsins. Fyrir dyr- um standa samníngar vig fulltrúa frá safnaðarstjórnum í prófast- dæminu um samræmda þóknun fyrir kirkjusöng. Rétfarholtsskóla slitið Réttarholtsskólanum var sagt upp laugardaginn 30. maí. Skóta- stjórinn Ástráður Sigursteindórs- son, gaf yfirlit yfir skólastarfið og lýsti úrslitum prófa. I 1. bekk lauk 231 nemandi prófi. Hæsta einkunn í 1. bekk hlaut Þóra Kristinsdóttir 9.42 1 2. bekk tóku 228 nemendur próf og stóðust 204 nemeodur prófið. Þar hlaut hæstu einkuan Þórey Óiafsdóttir II. bekk A 9.58 I 3. bekk voru starfandi j:rjár mismunandi deildir, verzlunar- deild, landsprófsdeild og almenn deild. I verzlunardeild tóku 25 nemendur próf og stóðust það allir. Hæstu einkunn í verzlunar- deild hlaut Óskar Magnússon 8.56 I almennri deild tóku 26 nem- endur próf og stóðust 22. Hæsíu einkunn í almennri deild hlaut Helga Erlendsdóttir 7.27. f lands prófsdeild gengu 26 nemendur undir landspróf og stóðust það allir en 21 hlaut framhaldseink- unn 6.00 og þar yfir. Hæstu eirk unn í landsprófsdeild hlaut Sig- urður Guðmundsson I. ágætis- einkunn 9.16. f 4. bekk gengu 53 nemendur undir gagnfræðapróf og stóðust það allir Hæstu einkunn á gagn- fræðaprófi hlaut Ingibjörg Er- lendsdóttir 8.91. Skólastjóri afhenti bókaverð- laun þeim nemendum, sem skar að höfðu fram úr 1 námsárangri svo og þeim, sem unnið höfðu ýmis mikilvæg störf í þágu skól- ans. Að lokum ávarpaði skólastjóri hina nýju gagnfræðinga og árn- aði þeim allra heilla. Ráðaneytið leyfir eldflaugaskot Dómsmálaráðuneytið hefur fyr ir sitt leyti fallizt á að heimila að framkvæmd verði hér á iandi væntanlega í ágústmánuði n.k. eldflaugaskot í nágrenni Víkur í Mýrdal í sambandi við vísinduleg ar rannsóknir franskra vísinda- manna í samvinnu við íslenzka vísindamenn, um athuganir á Van Allen beltinu. Þau skilyrði eru sett fyrir of- angreindu leyfi, að tryggt verði, að allar nauðsynlegar öryggisrað- stafanir verði gerðar. Hefir ráðu- neytið falið dr. Ágústi Valfells forstöðumanni almannavarna, Ein ari Oddssyni, sýslumanni Skafta- fellssýslu og Pétri Sigurðssyni for stjóra Landhelgisgæziunnar fram kvæmd á fullnægjandi ráðstöfun- um til gæzlu almannaöryggis í sambandi við þessar aðgerðir. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið 19. júní 1964. R I P K I R B Y Aumingja Desmond vsrður skelfingu lostinn þegar honum er tilkynnt að hans ástkæri hús- bóndi liggi fyrir dauðanum á sjúkrahúsi. Á sjúkrahúsi, hrópar hann upp yfir sig. Ég er Desmond þjónn herra Kirbys, ég kem strax Stuttu síðar standa þeir Desmond og Wiggers titrandi af eftirvænt- ingu fyrir framan dyr sjúkrastof- unnar sem Rip liggur í. Hann er með óráði, herra Desmond, regir hjúkrunarkonan, hann er að tala eitthvað um eitur og penna. Ó, herra Kirby, segir Desmond með tárin í augunum þegar inn er komið, það voru þessi stúlka og Penninn, ekki satt. Verið alveg rólegur, við Wiggers munum hafa hendur í hári þeirra. □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ (3 n D □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n n u Q □ □ □ □ □ D O Q □ Q Q Q D Q Q □ □ □ □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ □ □ □ □ E3 □ n □ □ □ □ □ □ □ □ B □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ o □ Meira en 2000 Dave Clark Five-aðdáendur veinuðu af von brigðum þegar Dave tilkynnti: — Því miður það verður eng- in skemmtun í kvöld. Bfllinn sem hljóðfæri þeirra félaga voru í ásamt ýmsu öðru dóti, bilaði og ekki var nokkur leið að bjarga málinu á svo skömm um tíma að hægt væri að halda skemmtunina. — Ég mun greiða aðgangseyrinn aft- ur úr eigin vasa, sagðí Dave. Bíll frá leikhúsinu hélt þegar af stað til þess að sækja hljóð færin til þess að hægt yrði að halda næstu tónleika sam kvæmt áætlun. -x Diana Shelby, sem er 22 mánaða gömul, þagnaðl skymli lega þar sem hún hafðj ver’ð hjalandi á tröppunum heima hjá sér. Móðir hennar fór að athuga hvernig á þessu stóð, og sá sér til mikillar skelfing- ar að barnið hafði festtunguna í einum hlekk öryggiskeðjunn ar sem var á hurðinni. Slölckvi liðsmenn og sjúkraliðsmenn gátu ekkert hjálpað barninu, svo að Ioks var farið með haua á sjúkrahús (og keðjuna) og þar var keðjunni Joks-náð burt Hún hefur alltaf verið mikið fyrir að tyggja ýmsa hluti, sagði móðir Diönu. ~x Nú er eins gott fyrir hús- freyjur að fara að athuga sinn gang í sambandi við matargerð Karlmenn eru mikiu „sense- tívari“ fyrir honum en margir gera sér grein fyrir. Takið iil dæmis hann Raymond Evain, sem skaut konuna sína til bana og framdi síðan sjálfs- morð. Hann skildi eftír miða sem á var skrifað: — Ég varð að skjóta konuna mína. Hún gaf mér eggin alltaf harðsoðin, -x Yfir 200 skólastúlkur gerði algert verkfall um daginn ( Adelaide) þegar kennara þeirra tóku af þeim vasaút vörpin. Þær voru að hlusta : The Beatles. Og þegar þæ fengu það ekki lengur, setti þær fæturna upp á borð oj æptu svo allar í kór: — W love The Beatles, we Iove Tiv Beatles. Bítlarnir koma ti Adelaide eftir nokkra daga og fá þá borguð 17800 pum fyrir fjórar skemmtanir, plú 13600 pund fyrir útvarps- oj sjónvarpsréttindi. Það virðas því ekki neinar horfur á þr að vinsældir þeirra séu ai dvina, þó að sumir haldi þv fram, og má geta þess ai Ringo Starr varð að forða sé á harðahlaupum undan "loii hundruð aðdáendum f Sai Francisco fyrir nokkrum dóg um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.