Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 1
 54. árg. - Miðvikudagur 24. júní 1964. - 141. tbl. Viðræðum um wiðskipta- mál er iokið Nýlega er lokið í Genf við- skiptaráSstefnu Sameinuðu þjóð anna, þeirri, er f jallaði um að- stoð við þróunarlöndin. Var sam þykkt á ráðstefnunni að koma á varanlegri starfsemi í þágu þró- unarlandanna og ákveðið að koma á fastri nefnd til þess að vinna að þessum málum. Enn- fremur var samþykkt að halda sambærilegar viðsk'ptaráðstefn- Framh a bls fi Álit Jakobs Jakobssonar: ÁGÆET ÚTLIT FYRIR ÚTAF AUSTURLANDII Síldarrannsóknaskýrslan var birt I morgun Fundi hinna íslenzku, norsku og rússnesku síldarrannsóknar- manna lauk á Seyðisfirði f gær- kvöld og var skýrsla um nið- urstöður rannsóknanna birt i morgun. Fundinn sátu þrir ís- lenzkir sérfræðingar, Jakob Jak-. obsson, sem var leiðangursstjóri armagn, að það ætti að geta staðið undir talsverðri veiði, ef veðrátta og aðrar veiðiaðstæður kæmu ekki að sök. Útlitið værí sem sagt ágætt fyrir austan. Hið sama værí ekki hægt að segja um miðin út af Norðuriandi eins og sakir stæðu, en athuga bæri að skammt væri liðið á sumar og átumagn gæti auðvit- að aukizt þar sfðar. RANNSÓKNARSKÝRSLAN, HITASTIG OG ÁTA Samkvæmt skýrslu vísinda- mannanna, sem birfc var á Séyð isfirði I morgun, er nú hiti sjáv ar út af Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi a. m. k. einu stigi hærri en í meðalári, og tveimur stigum hærri en í fyrrasumar. Varðandi átuna er það helzt, að magn hennar fyrir vestan og norðan er'aðeins yfir meðallagi, en sá galli er á gjöf Njarðar, að átuhámarkið fyrir Norðurlandi er gríðarlega langt undan landi, úti á djúpmiðum, en mjög lítil áta á grunnmiðum. Aftur á móti varð vart við töluvert mik ið af loðnuseiðum úti fyrir Norðurláhdi, sem ekki er góðs viti. Síldin er þá að eltast við þessi seiði, og önnur fisksíli, og þéttist miklu síður í torfur með an þannig er háttað. Átuhámark ið, eða átusvæðið, er miklu nær landi undan Austurlandi en undan Norðurlandi, og gerir það gæfumuninn. SlLDARRANNSÓKNÍRNAR SJALFAR Ástandið er nú mjög svipað á vestursvæðinu og í fyrra, þar finnst ekki verulegt síldarmagn fremur en þá. En hvað varðar ætisgöngur norsku síldarinnar, sem kemur austan að, þá kom elzti hluti norska stofnsins nú á miðin út af Lánganesi um svipað leyti og i\ fyrra, eða um mánaðámótin mal—júní. Fyrstu 10 dagana af júní hagaði þessi ganga sér mjög svipað bg undanfarin ár og var komin á móts við Sléttu um 10. þessa mánaðar. En þá dreifðist gangan, eða snerist til hafs,í stað þess að ganga lengra vestur, og koma þar fram áhrif lélegra átuskilyrða á grunnmið- um fyrir norðan. Annar hluti norsku göngunn- ar kom upp að Austurlandi, sem er mjög venjulegt og virtist vera orðin þar nokkuð samfy'ld síld í síðustu-viku. Þótt algengt sé, að norska síldin komi upp að Austfjörðum, er hún þó miklu fyrr á ferðinni par en venjulega. Er það talið vera vegna þess, að vorað hafi ó- Frh. á '6. síðu. ' Jakob Jakobsson. á Ægi, Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðingur, og Svend Aage Malmberg sjófræðingur, sem all ir tóku þátt í leiðangrinum. I sambandi við birtingu rannsókn- arskýrslunnar hafði Vísir tal af Jakob Jakobssyni & Seyðisfirði i morgun. Hann sagði að rann- s'óknirnar bentu ótvírætt til þess aö goð sfldveiði yrði á Aust- fjarðamiðum í sumar. Þangað væri nú komið svo mikið sild- BLAÐIÐ I DAG Bls. 3 Myndsjá frá íslend- ingahófi í London. — 4 Síðari hluti erindis Daviðs Ólafssonar. — 7 Tónlistargagnrýni. — 9 Rætt við Björn Jó- hannesson um endur byggingu Krýsuvik- urkirkju. ¦ -<±:^." Grunnur nýju blokkarinnar. Byrjað er að steypa veggiaa. í baksýn eru hinar tvær, sem búnar eru. (Ljósm. Visis, B. G.) BORGIH'BYGGIRNÝTlSTÓRHÝSI Ný 12 hæða blokk er nú að rísa vlð Austurbrún, og á að vera tilbúin eftlr tvö ár. Verða þá f henni 69 íbúðir, og ibúa- f jöldinn eins og f lltlu þorpi úli á landi. Þau nýmæii eru höfð vlS byggingu hennar aS steypt er meS flekamötum, en ekki skriðmótum, eins og hinar tvær Við steypu með flekamótum er vinnu þannig hagaS að ein hæð er steypt í einu en mótin sfS- an hífð ofar og ofar —• eftir að steýpan er hörSnuS auð\it- aS — og þær næstu steyptar Annað nýniælí er, aS stigarnir eru steyptir utanhúss, f sérstök- um mótum, en siðan lyft 4 sinn staS meB krana. Sparar þetta miklnn vinnukraft. 1 samþykkt borgarráSs er gert ráð fyrir aS þetta verði leigufbúðir þar sem gamalt fólk, öryrkjar og ein- stæðar mæSur meS börn sætu fyrir, enda eru íbúðirnar frem- ur litlar. Þær eru eitt stórt herbergi með svefnherbergi inn af, salerrii og eldhúsi, alls um 50 fermetrar. ÞaB er Sveinbjöm SigurSsson sem byggir blokk- ina fyrir Reykjavfkurborg. ^^^^^^^^^^^^^^^^^^?5?^?~^^^^æ^^^^^^^^^^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.