Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 2
7 ISSWÍ V í SI R . IVEiðvikudagur 24. júní 12C4, Á morgun um kl. 16 lendir leiguflugvél á Keflavíkurflug- velli með erlendu þátttakend- uma á Norðurlandamóti kvenna í útihandknattleik, er verður háð á Laugardalsvell- inum um helgina. Alls koma hingað um 100 manns vegna keppninnar, sem öll Norður- löndin taka nú þátt í í fyrsta sinn. Eru þetta handknatt- leikskonur, dómarar, blaða- menn og leiðtogar handknatt- leikskvennanna. Aðalaðsetur gestanna verður i Melaskóla. Á föstudagskvöldið hefst keppnin og verða leiknir þrír leikir, þá á sunnudaginn aðrir þrír, en lokakvöldið er á þriðjudag, fjórir síðustu leikir mótsins. Stúlkurnar þiggja margvísleg boð, m. a. sendiráða landa sinna á mánudaginn milli 16—17, þá mun ÍSÍ, borgarstjórn Reykja- vikur og menntamálaráðuneytið halda stúlkunum veizlu, og í þeirri siðastnefndu mun Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, afhenda verðlaunin til sigurveg- ara mótsins. Ekki er gott að gera sér grein fyrir getu íslenzka liðsins. Sam- kvæmt viðtali við þjálfara liðs- ins, Pétur Bjarnason, æfðu stúlk urnar ekki vel fyrr en fyrir 5 vikum, að þær byrjuðu að mæta af krafti og síðan hefur verið vel unnið og vel mætt á hverja æfingu. T. d. voru 14 af 15 stúlk um mættar í rigningarslagviðr- inu á mánudagskvöldið og léku við 2. flokk Valspiltanna. Um síðustu helgi dvöldu þær á Laug arvatni við æfingar og hvlld, en Framh á bls. 6 t\. cCilllgu Uja ftyciumiuuuðuumu. limmií - ÞHÓTTUR OsO Áhorfendurnir héldu fyrir augun á æsandi augnabliki á síðastu mínátu! Leikur Þróttar i Njarðvik i gær kom mj'óg á óvænt — Ahorfendur fengu spenning i stað sfórsigurs sem þeir komu til oð horfa á Það er ekki ólíklegt, að hár áhort'enda á Njarðvík- urvellinum í gærkvöldi hafi risið, þegar Eysteinn Guðmundsson, innherji Þróttar, var kominn einn inn fyrir vörnina og áiti gott tækifæri á að skora eina mark þess leiks á síð- ustu mínútu og ná þann- ig báðum stigum frá Kefla- víkurliðinu. Sumir gripu jafnvel fyrir augun til að Kvennalandsliðið með þjálfara sínum: Fremsta röð: frá v.: Sigurlína Björgvinsdóttir, FH, Rut Guðmundsd. Ármanni, Margrét Hjálmarsd., Þrótti, Jónína Jónsd., FH, Sylvía Hallsteinsd., FH. — Miðröð: Sigríður Kjart- ansd., Á, Hrefna Pétursd., Val, Helga Emilsd., Þrótti, Díana Óskarsd., Á, Ása Jörgensd., Á, Svana Jörgensd., Á. — Aftasth röð: Sigrún Ingólfsd., Breiðablik, Sigrún Guðmundsd., Val, Pétur Bjarnason þjálfari, Slg- rföur Sigurðard., Val, og Guðrún Helgad., Víking. NORÐURLANDAMÓT UM HELGINA í LAUGARDAL Norðurlandastúlkurnar koma með leiguflug- vél á morgun kl. 16 á Keflavikurflugvöll verða ekki vitni að sigur- marki Þróttar, — en skotið var full kraftmikið og fór yfir þverslá. Áhorfenda- skarinn andaði léttar og jafnteflið hélzt út íeikinn. Keflavíkurliðið, talið sigurstrang legast ásamt KR í 1. deild, var fyrir leikinn talið nokkuð öruggt um sigur 1 þessum leik. Llðið hefur leikið fjóra leiki í mótirfu og að- eins tapað þessu eina stigi. Kefla- vík byrjaði líka eins' og meistar- arnir gera, og allan fyrri hálfleikinn stóðu spjótin á marki Þróttar. Töldu menn 11 tækifæri, sem telj- ast máttu góð til að skora mark úr, — en Þórður Ásgeirsson í marki Þróttar varði mjög vel og kom f veg fyrir að svo færi. I hálfleik hafði hvorugu liðinu tekizt að skora mark. Þróttarar léku undan suðvestan kaldanum, EINAR ER 12 ÁRA - EKKI 13 i Eftirfarandi skeyti barst okk- ur í gær frá ísafirði: „Einar Einarsson frá ísafirði I er 12 ára“. Stutt og laggott skeyti, semi Ieiðréttir frásögnina á mánudag. | inn af sundmeistaramótinu, en , þar greindi frá hinum bráðefni- lega sundmanni þeirra Isfirð-1 inga, sem kom mjög á óvart 11 200 metra einstaklings fjórsundi | karla. Hann synti þar með Guð- mundi Glslasyni, Davíð Valgarðs ' syni og Guðmundi Harðarsynli I og fékk mjög loflegan tíma og | setti sveinamet. STAiÆN Síaðan í 1. deild er þessi: Keflavik 4 3 i 0 11:6 KR 4 3 0 1 9:5 Akranes 5 3 0 2 11:10 Valur 5 2 0 3 14:14 Þróttur 5. 1 1 3 5:10 Fram 5 1 0 4 11:16 Markhæstir eru: Hermann Gunnarsson Val Ellert Schram KR 7 | 6 I 6 4 ' 3 ! 2 I en þeir höfðu unnið hlutkesti og kosið að leika fyrst undan vindin- um, eflaust með það í huga að | skora mark í fyrri hálfleik og | leggja síðan mest upp úr varnar- j „taktlk". Þetta tókst ekki og sókn | Þróttar var óveruleg borið saman við sókn Keflavfkur. í seinni hálf- leik reiknuðu menn þvl með auð- veldum sigri Keflavíkurliðsins, sem hafði sterka goluna í bakið. En svo fór ekki, því þegar seinni hálfleikur hófst, var engu líkara en ellefu tígrisdýrum hefði verið sleppt inn á völlinn, svo grimmir og ákveðnir voru Þróttararnir. Þeir tóku nú leikinn meira í sínar hend- ur og áttu gullvæg færi til að skora, en tókst ekki. Jafnframt því sem leikur Þróttar batnaði, varð lið Keflavíkur daufara, eins og oft vill verða undir slíkum kringum- stæðum sem þessum. Var leikurinn hörkuspennandi, en talsvert áfall fyrir vallargesti, sem voru margir og langflestir komnir til að sjá stór an sigur Keflavíkur. Þróttarliðið var sem fyrr segir gætt þeim fítonsanda, sem nægir til að setja hvaða lið sem er úr skorðum. Ef liðið berst þannig um hvern bolta í þeim leikjum, sem eftir eru í íslandsmótinu, þarf Þrótt ur ekki að kvfða falli. Langbeztu menn liðsins voru Þórður Ásgeirs- son, markvörður, sem lék nú sinn fyrsta leik í sumar, en Guttormur Ólafsson, sem einnig er mjög snjall í markinu, gat nú ekki verið með. Páll bakvörður, sem átti skínandi leik og líklega sinn bezta, bræð- urnir Axel og Guðmundur Axelp- synir, báðir mjög góðir og Ómar Magnússon, framvörður, sem átti m. a. skot af 30 m færi, sem Karl markvörður Keflavíkur missti í stöng og aftur fyrir. Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.