Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 8
8 VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstóðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti .3 Askriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Stefnulaus flokkur f>AÐ gæti verið fróðlegt viðfangsefni fyrir óvilhallan mann, sem hefði til þess góðan tíma, að rannsaka ná- kvæmlega stjómmálasögu Framsóknarflokksins síð- ustu 5 árin annars vegar og 5 næstu þar á undan hins vegar. Bera svo saman stefnu og starfsemi flokksins þessi tvö tímabil, orð helztu leiðtoganna og viðhorf þeirra til þjóðmálanna eins og þau hafa birzt í blöðum þeirra og ræðum. Hætt er við að þar mundi margt reka sig á annars horn. Hver er t. d. stefna flokksins í efnahagsmálun- um nú? Allar líkur eru til, að óvilhallur maður mundi komast að þeirri niðurstöðu að hún væri engin, en ef eitthvað mætti ráða af ræðum og skrifum Framsóknar- manna, sem stefna gæti talizt, þá færi hún í þveröf- u ga átt við þær kenningar, sem forustumenn flokksins noðuðu áður og fylgdu fast eftir þegar þeir vom í ríkisstjórn. M. ö. o. það væri þá óábyrg hentistefna, miðuð við það eitt, að gera sjómarflokkunum sem erfiðast fyrir hverju sinni, án hliðsjónar af málefnum. Ýmsum fomstumönnum Framsóknar er vel ljóst, að flokksstjórnin er fyrir löngu komin út í hinar verstu ágöngur í þessu efni. Þetta kom greinilega fram í Al- þingiskosningunum síðustu. Á framboðsfundunum •eyndu ræðumennirnir að koma sér hjá að tala um ifnahagsmálin, eftir því sem þeir gátu, en í stað þess var blásið upp alls konar blekkingum og óhróðri um fomstumenn stjórnarflokkanna í sambandi við lausn landhelgisdeilunnar og hugsanleg tengsl íslands við Efnahagsbandalag Evrópu. En þegar svo var að frambjóðendum Framsóknar þrengt, að þeir komust ekki hjá að segja eitthvað um efnahagsmálin, fóru þeir í kringum þau, eins og kött- ur um heitan graut, þannig að aldrei var hægt að botna í hvað þeir meintu eða vildu. Og þannig er þetta enn. Það er enginn leið að finna nokkra heildarstefnu hjá Framsóknarflokknum í efnahagsmálum. Þetta er þveröfugt við það sem áður var — meðan flokkurinn var í ríkisstjórn. Þá hafði hann oftast nokkuð skýra stefnu, þótt umdeild væri og afleit að margra dómi, enda varð þróun mála eftir því. En það er lágmarks- krafa til flokks, sem teljast vill ábyrgur í stjómmálum, að hann hafi stefnu og standi eða falli með henni. Séu ýmsir háttsettir Framsóknarmenn, sem eiga að vera öllum hnútum kunnugir í herbúðum sínum, spurðir að því nú, hver stefna flokksins sé í efnahags- eða utan- ríkismálum, yppta þeir öxlum og reyna að koma sér hjá að svara! — Það er ofur eðlilegt. Þeir geta engu svarað, því að flokkurinn er alveg stefnulaus. Hann er andvígur viðreisninni, en veit ekkert hvað hann vill í staðinn — nema að fá sjálfur völd. V í SIR . Miðvlkudagur 24. júní 19?^. 'U •§|J -M mm ri Pólyfónkórinn. MUSICA NOVA gíðustu hljómleikar Musica Nova á þessu starfsári fóru fram á Borginni fyrir skömmu. Voru þeir tillag félagsskaparins til svonefndrar Listahátíðar BÍL, og voru eina samkoma þess fyrirtækis, þar sem flutt voru fslenzk tónverk eingöngu. Eins og vænta mátti var þar margt athyglisvert á ferðinni, og ýmis- legt, , sem kom áheyrendum skemmtilega á óvart. Til dæmis munu ekki allir hafa búizt við, að fslenzkt tónverk, sem samið vár íöngu fýrir aldámót, væri jafn áheyrilegt og vandlega sam- ið og kom á daginn við flutn- ing þess, sem þeir Ingvar Jðnas- son, Einar Vigfússon og Þorkell Sigurbjörnsson leystu prýðilega af hendi. Verk þettá, trió fyrir fiðlu, selló og pfanó eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, hefur ieg- ið f handriti áratugum saman, fyrst hjá erfingjum tónskáidsins og sfðustu árin á Landsbóka- safninu. Borið saman við fyrir- myndir þess, Mendelsohn og Schuman, er það auðvitað ekki ýkja merkilegt og reyndar dá- lftið klaufalegt á köflum, sér- staklega f síðasta þættinum. En sem ræktunartilraun fslenzks landnema, I rfki tönlistarinnar fyrir hartnær hundrað árum, er það sannarlega vert nokkurrar gaumgæfni. Væri fróðlegt að gægjast frekar f kassana uppi á safni við tækifæri. Pólyfónkórinn, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, söng þá nokkur lög og raddsetningar þjóðiaga eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Frumsömdu lögin eru við enska texta, sem fjalla um ýmsar aðkallandi gátur tilver- unnar, og eru þau flest býsna laglega samin. Gætir þó f þeim nokkurs stílruglings, og einnig eru ótímabærar endurtekningar þar nokkuð til leiðinda. Hins vegar virðist Gunnar eiga eitt- hvert erindi, og kemur það von- andi fram síðar. Söngur kórs- ins var ekki jafnöruggur og við mátti búast, og má það ef- laust kenna ónógum undirbún- ingi o. s. frv. Páll Pampichler Pálsson er mönnum allvel kunnur sem hljómsveitarstjóri og ágætur trompetleikari. Sem tónskáld mun hann hins vegar ekki hafa komið fram ýkja oft áður. en tónverk hans, Hringspil fyrir kiarinett, fagott, fiðlu og víóiu var frumflutt á þessum hljóm- leikum Musica Nova, og reyndar samið sérstaklega fyrir þá. Grundvallarhugmynd verksins er eins konar rondóform, þar sem tiltölulega frjáls upphafs- kafli ér éndurtekinn á milli sem nýir, strangari og fastar mótaðir kaflar koma fram á sjónarsvið- EFTIR LEIF ÞÓRARINSSOBl ið. Frjálsi kaflinn, sem gefur hverjum hljóðfæraleikara tæki- færi til að Ieika sér nokkuð að efninu og mætti nefnast skrifuð improvisasjón, er á einhvern hátt ekki sá burðarás verksins, sem til er ætlazt af höfundar- ins hálfu. Þrátt fyrir allflúraðan rithátt eru mótívfskar hugmynd- ir hans líklega einum of fábrotn- ar og hver annarri líkar. Tengsl hans við strangari hlutana voru þá rofin með of löngum þögnum, sem máske stöfuðu af misskilningi hljóðfæraleikar- anna, en hefðu ekki komið að sök ef efni hans hefði verið rfk- ara af spennu og átökum. Þrátt fyrir þessa galla — sem eru per- sónuleg uppfinning undirritaðs og geta breytzt við aðra heyrn — er Hringspii ekki aðeins á- heyrilegt verk, heldur góð á- bending um, að Páil er gæddur talsverðum tónskáldshæfileik- um. Sérstaklega er tilfinning hans fyrir blæmöguleikum hljóð færanna athyglisverð og vænleg til árangurs. Þyrfti meira frá honum að heyrast á þessutn vettvangi og það fyrr en siðar. rjpónverk Magnúsar Bl. Jóhanns sonar, „Sonorities" fyrir pí- anó, var þá frumflutt af Þor- keli Sigurbjörnssyni. Ekki get- ur það talizt veigamikil smíð né merkileg, til þess er formið of sundurlaust, og „tilraunirn- ar“ með tónbreytingar þar af leiðandi þreytandi og næsta ó- skemmtilegar. Lokaverk hljómleikanna var síðan „Fönsun" fyrir tvær fiðl- ur, klarinett, fagott og pfanó eftir Atla Heimi Sveinsson. — Vakti það talsyerðan úlfaþyt meðal áheyrenda, sem ekki vissu almennilega hvaðan á sig stóð veðrið en töldu þó helzt, að meiri háttar grín væri á ferðinni sem og er ekki fjarri sanni. Verk þetta er hins vegar ekki þess eðlis, að frumflutningur þess geti með nokkru móti heppnazt að höfundinum fjar- stöddum. Má þvl áætla, að fæst af þeim fyrirburðum, sem þeir Einar G. Sveinbjörnsson, Ingv- ar Jónasson, Gunnar Egilsson, Sigurður Markússon (þeir léku einnig verk Páls) og Þorkell Sig- urbjörnsson komu þarna á fram- færi, hafi sneitt nærri upphaf- legum hugmyndum Atla, hverjar sem þær annars kunna að vera. Ekki verður svo skilizt við þessa blessuðu Listahátíð, að ekki sé minnzt hljómleika söngkonunnar Ruth Little, sem Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.