Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 24.06.1964, Blaðsíða 16
Eindæma úrfelli á Barðaströné Óþurrkum spúð sunnunlunds næstu dugu ÚKRÓKODÍLL Miövikudagur 24. júni 1964. Ungur piltur týnist í sjó 1 fyrrinótt skeöi sá sviplegi atburður í höfninni i Þorláks- höfn, aö ungur piltur hvarf í sjóinn, við bað að bát hvolfdi. Bátinn hefur rekið, en piltur- inn, Gunnar Gunnarsson, hefur ekki enn fundizt. Er hann tal- inn af. Fólaga hans, Pálma Jóns- syni, var bjargað á síðustu stundu, og liggur hann enn all- þungt haldinn. Slys þetta mun hafa viljað til með þeim hætti, að þeir Pálmi og Gunnar voru að koma úr landi og ætluðu á mb. Þorláki Framhald á bls. 6. KrókódíII er sjaldséður gest- ur á Islandi. Auðvitað þurfri þessi ungi að heimsækja hina veglegu BændahöII úr því hann var á annað borð staddur í Reykjavík. Þar var fylgzt með honum af mikilli forvitni, eink- um af börnum, sem þarna bar að, meðan krókódíllinn spókaði sig úti í kvöldsólinni fyrir utan höllina. Fyrr um daginn var hann í heimsókn í Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Hann er mascot, verndargripur, her- deildarinnar á Keflavíkurflug- velli, kominn alla leið frá Flor- ida, eftir að hafa gengizt undir mjög nákvæma heilbrigðisra|nn- sókn, að sögn málgagns varnar liðsins i Keflavík. Til öryggis var skoltur dýrs ins vafinn, sterkum, breiðum Iímböndum. (Ljósm. Vísis l.M.) Fádæma vatnsveður gerði vestur í Barðastrandarsýslu um síðustu helgi og vita menn engin dæmi þess s. I. 40 ár, eða frá því úr- komumæilngar hófust þar vestra, aö jafn mikla rigningu hafi gert afi vori til. Rigningin varð mest frá því kl. 18 á sunnudag til jafnlengdar á mánudag. Hér í Reykjavík rigndi talsvert þennan sólarhring og kvört ufiu borgarbúar sáran yfir vondu veðri. En hvað hefðu þeir mátt Segja ef þeir hefðu verið staddir vestur á Barþaströnd? í Kvígindis- dal mældist úrkoman 11 sinnum meiri heldur en f Reykjavík. Hér mældist úrkoman 8 mm, en þar vestur. frá 89 mm. Um norður- og austurhluta landsins var á sama tíma þurrt að mestu og víða bjart- viðri. Þetta mikla vatnsveður olli svo Framh. á bls. 6. stórhættu vegna virkjana — sagði J'óran Hult, forstjóri á norrænu fiskimálarábstefnunni / gær — Laxastofninn í ám Sviþjóðar var í hættu vegna virkjunarstarf- semi okkar, og hefði sennilega dá- ið út með tímanum ef ekki hefði verið skipulögð öflug vernd stofnsins og leitazt við að styrkja hann. Var í því skyni komið upp sérstakri laxarannsóknarstofnun, sem annaðist klak, uppeldi seiða Ný afglöp nesja- göngumanna Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í gær að birta ekki fregn frá samtökum „hernámsand- stæðinga" þar sem fregn lög- reglustjóra um fjöldann í Kefla víkurgöngunni var borin til baka sem ósönn. Framsóknar- merin greiddu atkvæði gegn þess ari afgreiðslu málsins. Forsaga málsins er sú, að f fréttum útvarpsins á sunnudag var sagt, eftir „hernámsand- stæðingum" sjálfum, að 200 manns hefðu verið í göngunni. Síðar um daginn sneri frétta- stofan sér til lögreglustjóra og fékk þær upplýsingar, að innan við 120 manns hefðu lagt af ! stað f gönguna. Það er athuga- ! semd við þessa frétt, sem út- varpsráð sá ekki ástæðu til þess að leyfa birtingu á, enda hafa báðir aðilar komið fram sjónarmiðum sínum. En „her- námsandstæðingar" láta ekki þar við sitja, heldur halda á- fram bægslagánginum. Skýrðu þeir frá því í gær, að þeir myndu kæra lögregiustjóra fyrir embættisafglöp, þar sem hann hefði ekki átt að skýra frá töiu göngumanna! Verður Keflavík- urgöngumálið þannig broslegra með hverri nýrri aðgjörð „her- námsandstæðinga“, sem enn virðast ekki hafa gert sér ljóst, hvert aðhlátursefni framferði þeirra er. og almennar rannsóknir á laxin- um. Eru nú Svíar fremstir í flokki Evrópuþjóða á sviði Iaxaverndunar Kom þetta m.a. fram f fyrir- lestri er Jöran Hult, forstjóri, flutti á norrænu fiskimálaráðstefnurni í gær. Var hann fyrsti ræðumaður dagsins. Hult sagði um þróun laxastofns- ins í ám Svíþjóðar að hún hefði tekið breytingum eftir 1940 til hins betra. Þá hefðu hafizt aðgerð- ir til verndar laxastofninum, sem síðan hefðu verið endurskipulagð- ar og auknar með stofnun Laxa- rannsóknarstöðvarinnar árið 1945. Nú eru í Svíþjóð 20 eldistöðvar, sem framleiða 1.3 milljónir laxa- seiða árlega. Kostnaðinn við laxarannsóknarstofnunina, sem hef ur undanfarin þrjú ár numið 800 þús. sænskra króna,1 greiða raf- magnsveitur Svíþjóðar og sarntök veiðimanna. Síðan stofnunin tók til starfa hafa 740 þús. seiði verið merkt. Heimtur hafa verið misjafnar, eftir stærð seiðanna, þegar þehn er sleppt. Að meðaltali hafa endur- heimzt 12% seiðanna, en líkurn- ar fyrir heimtum aukast eftir því sem þau eru stærri. Ekki er talið heppilegt að sleppa seiðum, fyrr en þau hafa náð 13 lengdarsenti- metrum og líkurnar fyrir endur- heimt aukast um 2% fyrir hvern lengdarsentimetra umfram 13.5 sm. Framh. á bls. 6 Aðalfundur Kaupmunnusamtakanna: Sigurður Magnússon endur- kjörinn formaður Á fundi stjórnar Kaupmannasam taka íslands í gær var kosln fram- kvæmdastjórn samtakanna og eru f henni fimm menn: Sigurður Magnússon formaður, Edvard Frí- mannsson varaformaður, Lárus Bl. Guðmundsson, Ásgrfmur P. Lúð- víksson og Stefán Sigurðsson. Þann 11. júní hafði aðalfundur Kaupmannasamtakanna verið hald- inn í Reykjavík, fundarstj. var Sig urður Óli Óiafsson alþm. á Selfossi en fundarritari Einar Ólafsson á Akranesi. Sigurður Magnússon formaður samtakanna flutti yfirlitsræðu. Hann sagði þar m.a. að ekki mætti lengur dragast, að endurskoðun lög gjafar um verzlunartíma færi fraih og breytingar væru gerðar á henni til samræmis við breyttar ið.-tæð- ur að til þess að gera réttar- stöðu kaupsýslumanna ákveðnari og tryggari. Þá sagði hann að vinna bæri að því að koma uþþ stofnlánadeild fyrir verzluni'tá hliðstæða því því sem aðrir atvinriu vegir hefðu. Hann hvatti kaupmenn Lil áð hyggja vel að öllum nýjungu.n í verzlunarrekstri og færa sér í nyt reynslu annarra þjóða í þessum Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.