Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Þriðjudagur 30. júní 1964. 146. tbl. Dagsbrúnarsamningar á lokastigi Stöðugar sanmingaviðræður hafa verið undanfarið milli full- trúa vinnuveitenda og Dagsbrún ar. Fundur stóð frain eftir í gær kvöldi og hófst að nýju i morg- un. Eru samningarnir nú á loka stigi og má búast við undirritun samninga mjög fljótlegn. Samið er innan ramma þcss samkomulags, er náðist milli Al- þýðusambands íslands og ríkis- stjómarinnar um brevtt álag á yfirvinnu, styttan vnnutínia, verðtryggingu kaupgjalds og fleira. í gærkvöldi var sérstak- ur fundur með fulltrúum Keykja víkurborgar og Dagsbrúnar um sérákvæði fyrir verkamenn borg arinnar og gengu þeir sairn ingar mjög vel. ÖNNUR FÉLÖG EFTIR. Þegar gengið hefur verið frá samningum við Dagsbrún er eftir að ganga frá samningum við önnur verkalýðsfélög í Reykjavík og nágrenni. Var ekki farin sú leið nú að semja við mörg félög í einu on búast má við, að það gangi fijö'lega eftir að samið hefur varið við Dagsbrún. í dag skömniu eftir liádegi átti varðskipið Óðinn að mæta Britanniu, snekkju Philipusar prins, úti á Faxaflóa og fylgja henni til hafnar.Myndin sem hér birtist var tekin af prinsinum fyrir nokkrum dögum á stjórnpaili. Hann var þá að heimsækja brezka flotadeild, rétt áður en hann Iagði af stað í íslandsferðina. Edinhorgarhertogi ávarpar Reyk- víkinga áAusturvelli í dag Forsetaveizla é Sögu í kvöld — Fer á laxveiðar í Norðurö a morgun í dag fagna íslendingar komu Philipusar her- toga af Edinborg eiginmanni Elísabetar II. Breta- drottningar. Hann kemur hingað í boði forseta fs- lands. Þetta er því einkaheimsókn, þótt hún óhjá- kvæmilega fái á sig blæ opinberrar heimsóknar, vegna þess að almenningur vill fá tækifæri til að sjá og fagna hinum tigna gesti. En vegna þess að um einkaheimsókn er að ræða verður viðhöfn vegna komu hertogans önnur og minni, en menn muna eftir frá koniu þeirra þjóðhöfðingja er sótt hafa ísland heim. Það er einnig ósk hertogans að móttakan verði einföld og óbreytt í sniðum. Hann óskar fyrst og fremst eftir að kynnast landinu, fá að njóta þess, sem náttúran hefur að bjóða þeim sem líta á nátt- úruskoðun sem eins konar íþrótt. Það gera Bretar og hertogínn af Edinborg er helzti forystumaður samtaka í Bretlandi, sem hvetja til náttúruskoð- unar og útilífs. Snekkja brezku konungsfjölskyldunnar, Britannia, flytur hertogann og fylgdarlið hans til Islands. í fylgd með snekkj- unni er herskipið H.M.S. Malcolm. Hér mun hertoginn dvelj- ast fram á hádegi föstudags en fljúga þá heimleiðis með Comet-þotu frá brezka flughemum. Hér fer á eftir dagskrá heimsóknarinnar. Siðdegis í dag siglir flaggskip íslenzku landhelgisgæzlunnar Óðinn, til móts við „Britann- ía“, snekkju brezku kon- ungsfjölskyldunnar, á Faxa- flóa og fylgir skipinu til Reykjavíkur. Britannía er glæsilegt skip, , 5000 tonn og ganghraði venjulega um 20— 25 sjómílur. Um 16.30 verða skipin á ytri höfninni en kl. 5 lendir hertoginn og fyigdarlið hans við Loftsbryggju á skips- báti frá „Britannfa". Með her- toganum verða aðmíráll C. Bonham-Carter C.B., C.V.O. og D. Checketts, flugsveitarforingi. Á bryggjunni verða til að taka á móti hertogr.num: Forseti ís- Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.