Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 2
V1SIR . Þriðjudagur 30. júní 1964. Munaði 15 sek að botnliðið yrði Reykjavíkurmeistarí Það munaði sannarlega ekki miklu að botnliðið í 1. deild krækti í gærkvöldi í Reykjavíkurmeistaratitil- inn í knattspyrnu. Fimmt- án sekúndur voru til leiks- loka, þegar Sveinn Jóns- son skoraði 2:2 fyrir KR úr æðislegri þvögu, einni af mörgum sem KR átti fyrir framan markið í þess um leik og 2x15 mínútna viðbót við hann, en félög in verða síðar að mætast til að útkljá mótið. Fyrri hálfleikur í leik KR og Fram var ákaflega rislítill og það má raunar segja um leikinn I heild sinni. Hins vegar varð síðari hálfleikur og framlengingin mjög skemmtileg á að horfa sökum spennunnar, sem í leiknum var. Völlurinn var afar þungur og drap niður allt sem heitir knattspyrna, og ekki er að efa að síðustu mfn- útur leiksins hafa verið flestum leikmönnum mjög þungbærar, að ekki sé talað um framlenginguna. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en eftir 10 mínútna leik I seinni hálfleik skorar Ellert Schram fyrir KR. Hann fékk bolt- ann fyrir utan vítateig og skaut með jörðu, en Geir gat ekkert að- hafzt f markinu. Sigurður Einars- son kom aðvífandi og reyndi að bjarga, en hérti aðeins á boltan- um í netið.- KR átti mun meira í leiknum bæði i fyrri og síðari hálfleik, þó einkum í slðari hálfleik. Segja má, að Framarar hafi skorað úr sínu fyrsta verulega upphlaupi á 31. mfnútu. Hinn ötuli Baldur Schev- ing skoraði jöfnunarmarkið eftir að hann fékk góða sendingu inn að vltateig. Kristmn Jónsson, v. framvörður, reyndi að hefta för hans, en Baldur sigraði í þeirri viðureign og tókst að skora fram hjá Glsla sem kom ekki nógu langt út á móti. Eftir þetta fylgdi einhver furðu- legasti leikkafli sem lengi hefur sézt. Má þar fyrst minnast á mis- heppnað útspark Geirs sem lenti fyrir fætur, Gunnars Guðmanns- sonar rétt fyrir utan vftateig. Gunnar átti ágætt skot á tðmt markið, en sjá, Geir markvörður kom fljúgandi upp I hornið og góm ar skotið, missir, þvaga, boltinn rúllar á línunni og naumlega Framh. 6 bls. 6 Hornspyrna seint f leiknum. Leikmenn bíða tilbúnir til átaka Geir Kristjánsson átti prýðisleik f Frammarklnu f gærkvöldi, bjargaðl hváð eftir annað á sfðustu stundu. í siðari hálfleik meiddist hann og varð að yfirgefa markið. Hér sjást félagar Geirs stumra yfir honum. Enginn vðllur til fyrír heimakikinn ÆÆ Ftesta varb leik Siglufjarðar og Isafjarðar, en Breibablik vann Hauka í 2. deild KOMIÐ 06 HVETJIÐ ÍSLENIKU STÚLKURNAR Sigri þær Norðmenn eru horfur á &M þær vinni mótið í kvöld kl. 19 byrjar síðasta leikkvöld Norðurlandamótsins í handknatt- leik í Laugardal. Annar leikur keppninnar í kvöld getur orðið til þess að ísland vinni Norðurlandatitilinn, þ. e. með sigri yfir Norðmönnum. íslenzku stúlkurnar hafa þegar náð mjög góðum árangri í keppninni, og ekkierúrvegiaðþærvinniNorðmenn,- en það er mjög undir því komið að áhorfendur hvetji þær til dáða. Þess vegna er ástæða til að hvetja fólk til að koma í kvöld í Laugardal, - og hrópa með íslenzku stúlkunum. „Hér er enginn vðllur til að leika á, við vitum eiginlega ekki til hvers við erum að reyna að halda úti knattspyrnuliði", segja knatt- spyrnumenn ísafjarðar daprir, en um helgina varð að fresta leik, sem þeir áttu að leika á heimavelli, en hann fyrlrfinnst ekki f bænum. Knattspyrnumenn Isafjarðar, sem fyrir 2 árum léku í 1. deild hafa æft sig eftir föngum á tún- bletti við barnaskólann, en önnur aðstaða er ekki fyrir hendi, en unnið að mannvirki sem vart mun verða hægt að nota næstu árin. Leik Isfirðinga við Siglfirðinga hefur nú verið frestað fyrst um sinn en talið er hæpið að takast megi að hafa heimaleik þar á þessu ári. Á hinum grófa velli á Hvaleyr- arholti í Hafnarfirði tapaði heima- liðið Haukar með 0:2 fyrir Breiða- bliki úr Kópavogi. Kópavogsmenn skoruðu eftir 20 mín. í fyrri hálf- leik úr vltaspyrnu, Júlíus Pálsson, en I siðari hálflelk skoraði Jón Ingi Ragnarsson síðara markið með allgóðu skoti. Leikurinn var held- ur slakur. Lóðaeigendur Fjarlægjum moldarruðning o.fl. af lóðum yðar. Sléttum úr lóðinni og gerum að snyrtilegum garði, við steypum kant umhverfis lóð, ýmist lágan eða með mosaik grindverki. Helluleggj- um og tyrfum. Útvegum allt, sem til þarf. AÐSTOÐ H.F., Lindargötu 9. Sími 15624 jwrir/wji

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.