Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 3
3 V í S IR . Þriðjudagur 30. iúní 1964 Tðp og s::rar 65 norrænar valkyrjur dvelja hér á landi þessa dagana og taka þátt f Norðurlandameistaramóti í útihandknattleik kvenna, sem vakið hefur mikla athygli meðal íþróttaáhugamanna Norðurlanda mótið hófst á Laugardalsvellin- um s. 1. föstudag og lýkur því í kvöld. Það hefur haft sitt að segja fyrir íslenzka áhorfendur, að íslenzka landsliðið hefur stað ið sig mjög vel, en við íslend- ingar getum víst ekki státað af því, að slíkt eigi sér stað oft á ári. ★ Flestir þeirra, sem lagt hafa leið sína á völlinn til þess að sjá þessar norrænu valkyrjur keppa um Norðurlandameistara- titilinn f handknattleik, hafa ekki séð eftir þeim kvöldstund- um. Þarna eiga allar Norður- landaþjóðirnar sína fulltrúa, frfskar og duglegar stúlkur, sem allar eru ákveðnar f þvf að Ieggja sitt af mörkum til þess að sigra. * Ef til vill hafa menn orð á þvf, að nokkrar af hinum nor- rænu valkyrjum séu ekki beint kvenlegar hvað útlit og alla til- burði f leilc snertir og er það ef til vill rétt, en hjá þessum stúlk um er það handknattleikurinn, sem situr í fyrirrúmi, en ekki „túperingar“ og „stríðsmálning‘. I kvöld verður iokasprettur- inn á Norðurlandamótinu og þá fæst vætanlega úr því skorlð hver hlýtur titilinn Norðurlanda meistari f útihandknattleik kvenna 1964. MYNDATEXTAR Efsta myndin er tekin s. 1. sunnudag í leik Islands og Finnlands. Islenzku stúlkumar eru í sókn, knettinum hefur verið skotið á markið og leik- menn beggja liðanna bíða ör- væntingarfullir eftir því hvar knötturinn lendir. Þá sjáum við sigurglaðar norskar stúlk ur eftir leikinn gegn Svíþjóð. Lengst til hægri sjáum viö eina stúlkuna faðma þjálfar- ann að sér. Á annarri neðstu myndinni má greinilega sjá það á íslenzku stúlkunum þrem, hvaða lið hefur sigrað — brosið leynir sér ekki. - Myndin er tekin að loknum Ieik Finna og Islendinga. Htn neðsta myndin er tekin eftir að norsku stúlkumar höfðu sigrað þær sænsku og sést ein þeirra síðastnefndu óska norsku stúlkunum tll ham- ingju. (Myndimar tók I. M., Ijósmyndari Vfsis).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.