Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 5
V í S IR . Þriðjudagur 30. júní 1964. 5' rblönd í morfíim .útlönd í morgun útlönd í morgun ROBERTS KENNED YS í PÓL■ HEIMSA THYCLI Robert Kennedy dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna er fagnað í Póllandi sem væri hann vinsæll þjóðhöfðingi og eru þess engin dæmi, að ves.t- rænum leiðtoga hafi verið fagnað svo í kommúnistalandi, og verður helzt líkt við við- tökurnar, sem Kennedy heitinn forseti bróðir hans hlaut fyrir rúmu ári við komuna til Vest- ur-Berlínar. Þó var komu hans ekki getið í útvarpi og blöðum Póllands nema lítillega, enda heimsóknin ekki opinber. Á sunnudag varð umferðar- öngþveiti er Kennedy ók til kirkju, ásamt fjölskyldu sinni, og eins er hann ók til gisti- hússins í miðri Varsjá, að at- höfninni lokinni, og raunar hvar vetna þar sem hann kom fram. 1 Varsjá klifraði hann upp á þak bifreiðar sinnar og sagði: í Bandaríkjunum kemur annað orð fram í hugann, er við höf- um nefnt Pólland. Það er orðið hugrekki, og við lítum á pólsku þjóðina sem hugumstóra þjóð. Mannfjöldinn hrópaði þá: Lengi lifi Bandaríkin. Á sömu leið fór í háskólabænum Krak- au, sem hann heimsótti I gær. Blómum var varpað inn í bif- reið hans og loks varð þröngin svo mikil, að hún stöðvaðist. Kennedy ávarpaði mannfjöld- ann og sagði, að Pólland ætti að verða brú milli Bandaríkjanna og vestrænna þjóða annars vegar og Sovétríkjanna og kommúnistalandanna hins veg- ar — treysta bæri samstarfið og leysa deiluna um Þýzkaland nú, en bíða ekki með tilraunir til slíks, þegar I óefni væri komið. Lét hann í ljós sterka trú á, að auðnast mætti að koma þess um málum í höfn. En ,,Kína“, sagði hann, „er mál erfiðara viðfangs". Viðtökurnar vekja fádæma athygli um allan heim og eins og að líkum lætur ekki sízt í Bandaríkjunum, en þar hafa þær dregið athygli manna frá kosningabarátti^nni og voru þeir Johnson forseti, Lodge, Scranton og Barry Goldwater allir fréttaefni — en forsíðu- fréttirnar voru frá Varsjá. Heimsókn hertogans Framh. af bls. 1. lands herra Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, Guðmundur I’. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, ambassador Breta á íslandi, hr. Evelyn Basil Boothby, borgar- stjórinn í Reykjavík, Geir Hall- grímsson, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri. Móttökuaíhöfn á Austurvelli. Fimm mínútum eftir að her- toginn stígur á iand verður honum ekið að Alþingishúsinu, en þar fer fram stutt móttöku- athöfn. Ekið verður í fimm bif- reiðum, forsetinn og hertcginn í hinni fyrstu, enskir og is- lenzkir iögreglumenn í öðrum bfl, forsætisráðherra og brezki ambassadorinn í þriðja bíl, i fjórða bil utanríkisráðherra og brezki aðmírállinn og í fimmtu bifreið ve'rða borgarstjórinn, flugsveitarforinginn og ráðu- neytisstjórinn. Móttökuathöfn- in hefst á Austurvelli kl. 17.10. Hertoginn af Edinborg og for- seti íslands ganga fram á svalir Alþingishússins og forsetinn flytur stutt ávarp. Síðan verður leikinn þjóðsöngur Breta. Þá svarar hertoginn og íslenzki þjóðsöngurinn verður leikinn. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Móttökuathöfnin tekur um stundarfjórðung. Að henni lok- inni aka forsetinn og hertoginn til Bessastaða. Með þeim fara fylgdarlið hertogans, lögreglu- menn, forsetaritari Þorleifur Thorlacius og dr. Sigurður Þór- arinsson, jarðfræðingur, sem verður leiðsögumaður við nátt- úruskoðun i nágrenni Bessa- staða eftir að gestirnir hafa þeg ið hressingu af forsetahjónun- um. Á Álftanesi er æðarvarp og kriuvarp, og útsýni fag- urt, þegar skyggni er gott. Dr. Sigurður mun ferðast með hertoganum og forsetanum út á land, en hertoginn hefur látið í ljósi sérstaka ósk um að geta fengið vitneskju um sem flest í sambandi við nátt- úru landsins, og þá fáir jafn- fróðir og dr. Sigurður um þau efní. Hertogaheimsókninni til Bessastaða lýkur kl. 19.45 en þá heldur hertoginn aftur til skips. Forsetaritari mun fylgja honum frá Bessastöðum að Loftsbryggju. Um kvöldið verður sameigin- legt borðhald eitt hundrað gesta forsetahjónanna ti! heiðurs Ed- inborgarhertoga. Borðhaldið verður f steikarstofu, Hótel Sögu, Grillinu, á 8. hæð, en þar nýtur glæsilegs útsýnis, þegar vel viðrar, yfir höfuð- borgina, og til fjallahringsins umhverfis hana. Aðalréttir 'á matseðli eru humar og lambs- hryggur. Skreytingar verða allar með nýjum hætti í tilefni af veizlunni, sem lýkur um kl. 23 og heldur hertoginn þá aft- ur til skips. í fylgdarliði Phil- ipusar hertoga á Hótel Sögu verða auk aðmírálsins og flug- sveitarforingjans sem nefndir hafa verið, Rear-aðmíráll Sir Joseph Henley, Commander Morrison og Commander Rusby. Með veizlunni á Hótel Sögu lýkur fyrsta degi heimsóknar Edinborgarhertoga á Islandi. Á Þingvöllum og við Norðurá. Annan dag heimsóknarinnar liggur Ieiðin til Þingvalla, um Uxahryggi til Norðurár, Akur- eyrar og Mývatns. Þennan dag er skiljanlega mikið ferðazt í fiugvélum. Sérstaka öryggisráð stafanir verða gerðar á flugvöll- um þar sem lent verður. Dr. Sig urður Þórarinsson flýgur með til að lýsa landinu, en hann er því þaulkunnugur ekki síður úr lofti en á landi. Ef allt gengur að óskum ætti hámark heim- sóknarinnar að verða dvölin við Mývatn. Farið verður kl. 8.50 árdegis með bifreiðum frá Loftsbryggju til Þingvalla og veiðiskála Stangaveiðiíélags Reykjavíkur við Norðurá í Borgarfirði, og ekið þangað um Uxahryggi. 1 fyrstu bifreið verða, hertoginn af Edinborg, forsætisráðherra og dr. Sigurður Þórarinsson. Lögreglumenn í öðrum bíl, f þriðja bíl brezki ambassador- inn, Agnar Kl. Jónssorí, ráðu- neytisstjóri, og dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, í fjórða bíl Bonham Cartpr, að- míráll, Þorleifur Thorlacius, forsetaritari, I fimmta bíl Chee'---fts flugsveitarforingi. Brian Holt, ræðismaður, og Pét ur Thomsen, ljósmyndari. í sjöttu bifreið verður þjónn her- togans og farangur. Á Þingvöllum mun dr. Krist- ján Eldjárn lýsa staðnum og sögu hans. Síðan verður farið að Norð- urá. Forseti íslands verður þá kominn þangað. Snæddur verð- ur hádegisverður í boði Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, og snæddur lax og síðan farið til laxveiða í fáeinar klukkustund- ir. Farið verður frá Norðurá kl. 17.20. Fjörutíu minútum síðar leggja tvær flugvélar Björns Pálssoriar með forseta íslands og hertogann af Edinborg á- samt fylgdarliði til Akureyrar. Flogið verður frá flugvellinum að Stóra Kroppi. 1 fyrri vélinni, sem verður TF-VOR, undir stjórn Björns og Jóhannesar Snorrasonar, yfirflugstjóra, verða Philipus hertogi, forseti íslands, Checkett, flugsveitar- foringi, forsetaritari og dr. Sigurður Þórarinsson. 1 annarri flugvél, Lóunni, eða ef veður verður f lakara lagi, þá Dúf- unni, verða Brian Holt, lög- reglumenn, þjónn hertogans, Pétur Thomsen, ljósmyndari, og loks farangurinn. Flugmenn á Lóunni verða Stefán Jónsson og Erlingur Einarsson, en Dúf- unni fljúga, verði hún notuð, flugmennirnir Guðjón Guð- jónsson og Gunnar Guðjónsson. Heimsókn til Akureyrar Lent verður á Akureyrarflug- velli kl. 19. Þar taka á móti for- setanum og gesti hans, hertogan um, Friðjón Skarphéðinsson.bæj arfógeti á Akureyri og sýslu- maður Eyfirðinga, forseti bæjar stjórnar Akureyrar, Jón G. Sól- nes, bankastjóri, bæjarstjórinn Magnús Guðjónsson og visi- konsúll Breta á Akureyri, frú Irene Gunnlaugsson. Frá flugvell inum verður ekið til Lystigarðs- ins á Akureyri, sem frægur er fyrir fjölbreyttan og skrúðugan gróður sinn. Þar fer fram stutt móttöku- athöfn bæjarstjórnarinnar, á flöt um kringum styttu frú Margrét ar Schiöth, sem með eigin hendi lagði grundvöllinn að þessum mikla garði. Þarna rúmast hundr uðir manna. Forseti bæjarstj. flytur stutt ávarp en hertoginn af Edinborg sva.rar. Lúðrasveit Akureyrar leikur þjóðsöngva Breta og íslendinga. Hálftíma eftir komuna til Akureyrar hefst kvöldverðarboð í Sjálfstæðishús inu á Akureyri, sem bæjarstjórn in heldur til heiðurs hertogan- um og forseta Islands. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði flutt ar formlegar ræður. I bifreiðum verða: Lögreglu- menn í fyrsta bíl, hertoginn, for setinn og bæjarfógeti í öðrum bíl, Checketts flugsveitarforing’, forseti bæjarstjórnar og bæjar- stjóri í þri§ja bíl, forsetaritari og Brian Holt í fjórða bíl, vísi- konsúllinn á Akureyri, dr. Sig- urður Þórarinsson og ljósmynd- ari í fimmtu bifreið. Fuglaskoðun. Farið verður frá Akureyri fjug leiðis til Mývatnssveitar um kl. 21. Lent verður á Reykjahlíðar- flugvelli sem er um l/2 klst. akstur frá bænum. Forseti íslands og hertoginn af Edinborg munudveljaaðhótel inu í Reykjahlíð um nóttina. Þar munu einnig dveljast dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur Helzti sérfræðingur íslendinga á þessu sviði, sem verður leið- sögumaður þegar skoðað verður fuglalífið við Mývatn, dr. Sig- urður Þórarinsson, Checkett, flugsveitarforingi, Þorleifur Thorlacius, forsetaritari, og Bri- an Holt, ræðismaður. Fegurð Mývatns og Mývatns- sveitar þekkja nær eingöngu ís- lendingar. En Mývatn nýtur vaxandi frægðar erlendis sem paradís fuglanna. Þar er auð- ugra andalíf en víðast hvar í Evrópu. Við Mývatn verpa 15 andategundir og erlendir fugla- fræðingar og fuglaskoðarar íerð ast þangað í vaxandi mæli. Her- toginn af Edinborg óskaði sér- staklega eftir tækifæri til að dveljast við Mývatn. Hann hef- ur yndi af fuglaskoðun og sjálf- sagt er erindi hans til Mývatns fyrst og fremst að stunda þessa Iþrótt og dægrastyttingu, sem j vinsæl er meðal Breta en næi ókunn á íslandi. Því er spáð að ; hertoginn vilji fara árla á 1 fimmtudag til að skoða fugla- , lífið, ef veður verður á annað borð heppilegt. Hann mun fyrst snæða árbít, egg, bacon og ; brauð á hótelinu en síðan fara um fuglasvæðið undir leiðsögn Finns Guðmundssonar. Að fugla skoðun lokinni verður farið að Námaskarði og jafnvel Dimmu borgum ef tíminn leyfir. Hádeg isverður Mývatnssilungur, kjúklingar og skyr með rjóma verður snæddur að Reykjahlíð en haldið flugleiðis til Reykja- víkur um kl. 16. Um kvöldið heldur hertoginn veizlu um boð í skipi sínu, Brit- anníu, fyrir forsetahjónin og fleiri gesti. Skoðar Reykjavík — Brottför Síðasta daginn moguninn 3. júlí skoðar hertoginn af Edinborg Reykjavík í fylgd Geirs Hall- grímssonar borgarstjóra. Ekið verður um ýmsar götur borg- arinnar, og borgarfyrirtæki heim sótt. Kynnisferðin mun taka hálfa klukkustund. Um kl. 10,30 hittir hertoginn Englendinga bú setta í Reykjavík í húsakynnum brezka sendiráðsins við Lautá.;- veg. Kl. 11,15 fer hann í stutta heimsókn í Þjóðminjasafnið og skoðar 'það undir leiðsögn dr. Kristjáns Eldjárn. Klukkan 12 á hádegi fer hanr. slðan um borð í flugvél sína á Reykjavíkurflugvelli. Á flug- . vellinum verða til að kveðja hann: Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, forsætisráö- herra, Bjarni Benediktsson, utan ríkisráðherra Guðmundur I. Guð mundsson ambassador Breta á íslandi, Mr. Boothby og borgar stjórinn I Reykjavík, Geir Hall- grímsson. Lýkur þar með einkaheimsókn hertogans af Edinborg til forseta Islands. Verksmiðjuvinna Karlmaður óskast til starfa í verksmiðju Mikil og stöðug vinna. Ákvæðisvinna kemur einnig til greina. Sími 36945.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.