Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 8
9 V í S IR . Þriðjudagur 30. júní 16^-* VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteínson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegl 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. í* / Brezkt fordæmi í^INN merkasti þátturinn í starfi hertogans af Edin- borg sem kemur til íslands í dag hefir verið að endur- ekja ævintýrið í lífi brezkra unglinga. Hann stýrir nhverjum merkustu æskulýðssamtökum Breta. Á vegum þeirra fara brezkir unglingar í leiðangra og ferðir víða um heim og sækja helzt í óbyggðir og tor- færur. Hafa margar slíkar ferðir verið famar um hálendi T’eiands og annarra norrænna landa. Auk þess hefir hann mjög beitt sér fyrir aukinni vísindamennt ungra manna. Á þann hátt eru ungum þjóðfélagsborgurum pnaðir nýir heimar í tvennum skilningi og þannig :er könnunarþrá þeirra, ævintýrahugur og fróðleiks- ýsn útrás við þroskandi viðfangsefni. Er þetta ekki /rirmynd í íslenzku æskulýðsstarfi? Hvers vegna ‘ kipuleggja ekki íslenzk æskulýðssamtök slíka leið- t ngra um öræfi okkar eigin lands og til nálægra heim- skautalanda? Myndu ekki einhverjir Þjórsárdalsmenn nna þar fremur verkefni fyrir þor sitt og krafta en baráttunni við Bakkus, þar sem þeir hljóta ávallt að lúta í lægra haldi? Að kunna oð vinna erindi því, sem Jakob Jakobsson fiskifræðingur flutti í norrænu fiskimálaráðstefnunni, gat hann um tvær merkar nýjungar, sem íslendingar hafa verið manna fyrstir að hagnýta við síldveiðar, kraftblökkina og ýtízku fiskileitartækni. Afleiðing þessa er sú, að sfid- raflinn hefur margfaldazt að magni og veðmæti. Sjálf- agt er að gleðjast þegar slíkir tæknisigrar færa þjóð- tmi hagsbætur. En þessi dæmi sýna að á öðrum svið- ;m má einnig ná afbragðsárangri, ef beitt er réttum vinnubrögðum og fullkominni tækni. Þeirra er sannar- lega þörf í íslenzkum fiskiðnaði, sem á mjög erfitt upp- dráttar, eins og t. d. Siglódæmið sýnir. Og þar eru það ekki aðeins vinnubrögðin, heldur líka skipulagningin og sölutæknin, sem skortir. Á því sviði veitir ekki af tökkbreytingu fram á við. Og hvernig er málum varið annarri stæstu iðngrein landsins, byggingariðnaðin- im? íslenzk hús eru 30% dýrari en sambærileg hús rlendis, vegna heimskulegra vinnubragða, skipulags- skorts og fjárbruðls. Bagginn lendir á húsbyggjandan- um í fyrstu lotu, en á þjóðinni allri þegar allt kemur til alls. Þar veitir vissulega ekki af „kraftblakkarvinnu brögðum“, ef svo má taka til orða. _ 4r og síð er um það rætt á þingi, í blöðum og á manna lótum, að nauðsynlegt sé að hækka kaupið og bæta jörin. En kjörin verða ekki sízt bætt með viturleg- m vinnubrögðum, hagsýni og spamaði í atvinnuveg- um okkar. Sú hlið málsins hefur því miður að mestu gleymzt til þessa. Rolls Royce vél frá Canadair. HAGNAÐUR LOFTLEIÐA 55 MILUÓNIR 51. ÁR Hagnaður Loftleiða á sL ári varð 55 milljónir fcróna, en heildarvelt- an 475 millj., að því er fram kom á nýafstöðnum aðalfundi félagsins Framkvæmdastjóri félagsins, Al- freð Elíasson sagði I stuttu viðtali við VIsi nýlega að nýja Can- adair vélin reyndist mjög vel, en sú síðari kæmi inn í áætlunarflug 1. nóvember n.k. Verða 6 áhafnir sendar tll Kanada I þjálfun f ágúst n.k. Aðalfundur Loftleiða h.f. vegna reikningsársins 1963 var haldinn í veitlngasölum Loftleiða f Tjam- arcafé og settur kl. 2 s.d. af formanni féiagsstjómar, Krístjáni Guðlaugssyöi hæstaréttariögfnanffi: Bað hann Gunnar Helgason hdl. áð stjóma fundi, en Gunnar kvaddi Guðmund W Vilhjálmsson hdl. til ritunar fundargerðar. Alfreð Elíasson. Mættir voru á fundinum eigend- ur og umboðsmenn rúmlega 78% hlutafjárins og var fundurinn því löglegur. Fyrstur tók til máls Kristján Guð laugsson. Hann gaf almennt yfirlit um starfsemi félagsins árið 1963, samningagerðir við innlenda og er- lenda aðila, viðhorfin til SAS og IATA-samsteypunnar, fargjalda- stríðið og ákvarðanir I þvl sam- bandi, sem upplýst er að beinlínis voru teknar til þess að koma Loft- leiðum á kné. Vék hann því næst að flugvéla- kaupum félagsins, sem áttu sér langan aðdraganda. Gat hann þess m.a. að niðurstöður sérfræðinga hefðu orðið þær, að flugvélar af tegundinni Rolls Royce 400 væru félaginu hagkvæmastar og nota- drýgstar I rekstri, þeirra, er íil mál kom að festa kaup á. Var því afráðið að kaupa tvær vél- ar af þessari gerð, og er önnur þeirra nú komin I notkun. Kristján þakkaði þeim Sigurði Helgasyni og Robert Delany, !ög- fræðingi Loftleiða I Bandaríkjun- um, störf vegna nýju flugvélakaup- anna. Þá rakti hann samninga við rík- isstjórnina um yfirtöku flugstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli, sem ákveðið er nú að verði 1. júlí. Taka Loftleiðir þá við gistihúsinu og veitingaþjónustu allri, en nokkurn tlma mun þó taka að koma þessum rekstri I viðunandi horf. Vegna flutnings á flugrekstri fé- lagsins til Keflavíkur verður að gera verulegar breytingar á hinni fyrirhuguðu flugstöð félagsins á Reykjavfkurflugvelli, og er það mál nú allt i athugun. Á Keflavíkurflug velli fær félagið nú loks flugskýli til afnota og með því bætta aðstöðu til að annast sjálft viðhald flug- véla sinna að nokkru leyti. Þá vék formaður að kaup og kjarasamningum, sem staðið hafa yfir með hléum hátt á annað ár, og enn er ekki fulllokið. Þó hafa nú verið undirritaðir til tveggja ára samningar við flugmenn félagsins. Vék hann að hinni merku loft- ferðalöggjöf, sem samþykkt var á síðasta Alþ. Hann kvað stjórnina | myndu leggja til að þessu sinni, j sem tvö undanfarin ár, að starfs- . fólki félagsins yrði greidd nokkur ■ ágóðaþóknun. Hann gat þess, að á 20 ára afmæli félagsins, hinn 10. marz sl., hefði stjómin gefið kr. 100 þús. 1 sjóð frístundaheimilis i starfsfólksins og taldi hann vel I-viðeigandi, að yfirstandandi aðal- i fundur bætti þar einhverju við I i þakklætisskyni fyrir vel unnin störf I en annríki starfsmanna hefði verið I geysimikið. Formaður lauk máli sínu með því að gefa stutt yfirlit um framtíðar- | horfur í rekstri félagsins. Varaformaður félagsstjórnar, Sig urður Helgason, forstjóri Banda- rík|adeildar félagsins, las og skýrði reikninga félagsins og sagði m.a.: „Veltuaukningin á árinu i is- lenzkum krónum hefur orðið nærri 15% eða úr 415 millj. í 475 millj. Hér er um mikla veltu að ræða, og vissulega er félagið nú í röð alstærstu atvinnufyrirtækja landsins, og hefur vemlega bjóð- hagslega þýðingu, auk þess hverja þýðingu það hefur fyrir rlla starfs menn þess. Þótt segja megi að afkoma fé- lagsins I heild sé góð, þá er hér um áhættusaman og fjárfrekan rekstur að ræða. Óhöpp og röskun á. rekstrinum getur haft í för með sér'feikileg útgjöld og töp. Þá hefur á yfirstandandi ári ver- ið lagt I feikilega fjárfestingu eða yfir 400 millj. kr. Þessi ráðstöfun var nauðsynleg vegna verulegra fargjaldalækkana, og til þess að tryggja áframhaldandi samkeppnis- aðstöðu. Fundurinn samþykkti þá tillögu stjórnarinnar að greiða hluthöfum 15% arð. Þá var samþykkt að greiða starfsfólki launauppbót (.bón us) á sama hátt og að undanförnu. Ennfremur var samþykkt að greiða I sjóð frístundaheimilis starfs- manna kr. 100 þúsund. Stjórn félagsins var endurkjór- in einróma en hana skipa: Alfreð Kristján Guðlaugsson. Eliasson, Einar Árnason, Kristinn Olsen, Kristján Guðlaugsson og Sig urður Helgason. Varastjórn og endurskoðendur voru kjörnir hinir sömu og fyrr. Sjö umsækjendur um ðundsbóku- sufnsvurðurstöðuna Umsóknarfrestur um landsbóka- safnsvarðarstöðuna rann út 15. þ. m. og eru umsækjendur 7, þar af eru fjórir starfsmenn Landsbóka- safnsins. Umsækjendurnir eru: Ásgeir Hjartarson bókavörður, Geir Jónas- son bókavörður, Finnbogi Guð- mundsson prófessor, Björn Sig- fússon háskólabókavörður, Halldór Þorsteinsson bókavörður, Lárus Blöndal bókavörður og Eirlkur Hreinn Finnbogason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.