Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 9
V í SIR . Þriðjudagur 30. júní 1964. 9 “ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ SAMTAL VIÐ VLADIMIR ASHKENAZY □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ „Tengdasonur Is- lands“ situr í sófanuni og líkist einna helzt feimnum skóladreng, sem tekinn er upp í tíma ólesinn. Hann nuddar saman hjólliðugum hönd unum, og dökku augun eru varfærnisleg á bak við gleraugun, en auðvit að er hann of kurteis til að segja, að hann sé löngu orðinn dauðleiður á blaðamönnum — og það ekki • að ástæðu- lausu. Fáir hafa orðið meira fyrir barðinu á forvitni þeirra en þau hjónin, Þórunn og Vladi- mir Ashkenazy. „ Hafðu engar áhyggjur — ég ætla ekki að spyrja þig neitt um pólitik". . Þá brosir hann ósköp fallega. Mikið annríki Þórunn er á sífeMdum þön- um inn og út úr stofunni, hún þarf að gera hundrað hluti í einu, og alltaf styttist tíminn, sem þau eiga eftir, þang-ið til brottfararstundin rennur upp. „Það er svo margt um að hugsa, að ég er alveg orðin rugluð," segir hún, og islenzk- an hennar er jafnó rðfinnanleg og áður, þó að hún hafi dvalizt mestalla ævina f öðrum löndum. „Og svo eigum við eftir að kveðja ég veit ekki hvað marga — ég spring bráðum út úr 'öt- unum mínum með bessu áfram- haldi“. Hún togar í strenginn á pilsinu sínu með mælsku augnaráði, þegar henni verður hugsað til gestrisni ættingja sinna og vina, en línurnar virð- ast í bezta lagi og engin ástæða til ótta. Nadia litla er orðin syfju- leg til augnanna og þarf að fá sinn miðdegisblund, svo að móðir hennar tekur hana í fang- ið og afsakar hæversk'ega, að hún þurfi að fara og svæfa hana. Feðgarnir, Vladimir eldri og Vladimir yngri, ræðast við á rússnesku í hálfum hljóðum. „Ég tala alltaf rússnesku við börnin", segir Vladimir eldri. „En Dódý talar ensku við þau.“ „Og hvaða mál talið þið Dódý saman?“ „Ensku. Við byrjuðum á því, þegar við kynntumst fyrst, og það varð að vana. En við töl- um bæði rússnesku við Malcolm Frager; hann er skínandi góður í henni.“ „Ertu búinn að læra nokkuð í íslenzku?“ Hapn hristir höfuðið. ,Því miður. Hún er svo voðalega erf- ið, og ég hef svo lítinn tima “ Öll tónverk erfið „Ertu ekki alltaf á kafi í æf- ingum og konsertum?“ „Oftast. Það er óhjákvæmí- legt í þessu starfi. Og maður verður að gefa sér tfma til að læra ný stykki.“ „Hvað hefurðu verið að æfa nýtt upp á síðkastið?" „Beethoven. Fyrstu sónötur.c. Ég ætla að spila hana á konserti f næsta mánuði.“ „Hún hlýtur að vera bama- leikur fyrir þig“. Hann ypptir öxlum. „öil mús- ík er erfið, hvert verk á smn hátt.“ „Ekki ætti tækniskorcurian að há þér. Þú veizt kannske ekki, hvað tæknilegir 'irðugleikar eru?“ „Hamingjan góða, ertu frá þér! Jú, mér er alltof vel kunn- ugt um það.“ „Geturðu þá slegið feilnótur stöku sinnum? Þú veizt, að Bernard Shaw ráðlagði Heifetz að spila einn falskan tón á Dódý og Vladimir með bömin. Dódý heldur á Nadiu, en Vladimir yngri er hjá pabba sínum (Mynd: IM) Aðalatriðið að þjóna list- inni í einlægni og anðmýkt hverju kvöldi, svo að guðimir yrðu ekki of afbrýðisamir yfir fullkomnun hans — heldurðu ekki, að það væri vissara fyrir þig að gera svipaðar varúðarráð- stafanir?" „Æ, vertu ekki að gera grín að mér. Ég tek áreiðanlega nógu margpr feilnótur til þess að hvorki guðir né menn þurfi að vera afbrýðisamir". Stundum betri árangur á vont hljóðfæri „Finnst þér ekki þreytandi að þurfa að spila á öll þessi mis- munandi hljóðfæri og sum kannske verstu skrapatól?" „Nei, nei, mér finnst það ekki skipta svo miklu máli. Stundum gengur mér betur að spila á vont hljóðfæri en gott — það fer allt eftir þvf, hver.iig ég er upplagður." „Ertu taugaóstyrkur fyrir konserta?" „ Ja, — jú, stundum. Er það er betra að spila oft en sjaldan og láta ekki of langt líða m;JIi konserta. Þá nær maður vissum lágmarksstandard, sem maður fer ekki niður fyrir, hvernig sem maður er fyrirkallaðúr. Ff sjald- an er spilað, getur einn konsert gengið ágætlega, en sá næsti kannske alveg hörmulega. Hitt verður jafnara. og auðvitað reynir maður alltaf að vanda sig eftir beztu getu.“ „Gleymirðu öllu i kringm þig, þegar þú spilar, eða hefurðu tilfinningu af áheyrendunum . úti í sal?“ „Ég vildi óska þess, að ég gæti alltaf gleymt mér algerlega í músfkinni, en það er ekki nema á beztu augnablikunum, sem það skeður. Ef ég hefði full- komna einbeitingarhæfileika, myndi ég vafalaust gleyma öllu í kringum mig, en það er ekki svo vel.“ Fastráðinn tvö ár fram í tímann „Hvaða tónskáld líkar þér bezt að túlka?“ „Þau eru nú mörg. Hilzt þau klassfsku yfirleitt." „Spilarðu lítið af nútfmatón- liriT* „Já, enn sem komið er að minnsta kosti. Ég hef spilað dá- lítið af Bartók og Shostakovitch, en ég er ekki hrifinn af öllum nýjustu stefnunum." „Spilarðu nokkum tíma dæg- urlög eða jazz?“ „Nei, aldrei." „Hvenær byrjaðirðu að spila?" „Þegar ég var sex ára. * „Og hvenær fórstu að halda konserta?" „Það er ekki svo mjög langt síðan. I Rússlandi eru bórn ekki látin halda opinbera tón'.eika. Það er álitið heppilegra að nota æskuárin til undirbúnings og þjálfúnar, en dreifa ekki at- hyglinni með tónleikahaldi og öllu því sem í kringum það er. ‘ „Ertu ekki fastráðinn langt fram f tímann?" „Um það bil tvö ár. Ég er ný- kominn frá Grikklandi, ísracl, Hollandi og Noregi, og bráðum fer ég til Japan. Næsta ár á ég að spila víða f Bandaríkjunum “ „Saknarðu ekki stundum Moskvu?" „Jú, það kemur fyrir.“ „Verðurðu ekki þreyttur á þessum eilífu ferðalögum?" „Nei, nei. Þau heyra ti! þvf starfi, sem ég hef valið mér, og meðan ég fæ tæ'cifæri til að spila fyrir fólk og æfa mig í ró og næði á milli, er ég ánægður. Það er erfiðara fyrir kvenfólk að hafa ekki fast heimili' karl- menn þurfa miklu síður á þvf að halda.“ Hlutverk gagnrýn- andans að hjálpa listamanninum. „Tekurðu mikið mark á þvl sem gagnrýnendur skrifa um konsertana þina?“ „Ég les alltaf dómana, og auð- vitað þykir mér leiðinlegt, ef þeir eru ekki góðir, en ég iæt þá ekki hafa of mikil áhrif á mig til eða frá. Mér finnst bað vera hlutverk gagnrýnandans að hjálpa listamanninum, ekki bara að láta í ljós sína persónulegu skoðun — hver hefur smn smekk, gagnrýnendur ekki síð- ur en aðrir, og hvaða gagn et í að lesa um, hvernig þessum eða hinum hafi fualizt mað- ur spila, ef hann gerir ekkert til að rökstyðja sitt mál? En þeii gagnrýnendur, sem raunveru- lega geta hjálpað manni með dómum sfnum, teljast til und- antekninga. Vakandi sjálfsgagn- rýni er þýðingarmeiri en nokkr- ir blaðadómar. Ef ég finn, að ég geri eins vel og ég get, stendur mér á sama, hvort dóm- arnir verða jákvæðir eða nei- kvæðir, og ef ég veit, að már hefur mistekizt, finnst mér bara ergilegt að fá lofsamlega dóma, sem ég verðskulda ekki. Það er um að gera að blekkja ekki sjálfan sig. Aðalatriðið er að þjóna listinni f einlægni og auð- mýkt og hugsa um að túlka vilja tónskáldsins. Annað skipt- ir ekki máli. En það er alltaf erf- itt að tala um músík, því að hún er tjáð með tónum en ekki orðum, og þar mæta bæði gagn- rýnendur og túlkendur sama vandanum.“ „Hver eru helztu áhugamál þín fyrir utan músfkina?" „Ég hef fjarska lítinn tíma til að sinna þeim, en már finnst mest gaman að lesa. Og ég skoða söfn og listsýningar, hve- nær sem tækifæri gefst — ég er einmitt nýbúinn að sjá myndlistarsýninguna hérna". „Hvernig kanntu við að vera ,tengdasonur íslands'?" Hann brosir svolítið vand- ræðalega. „Það er alltof mlkill heiðurstitill. En mér þykir ákaf- lega vænt um ísland og íslend- inga — ég verð tilfinninga- samur eins og kjáni, þegar ég hugsa til þess að fara héðan aft- ur.“ „Finnst þér ekki skrftið að eiga hálfíslenzk börn?“ „Mér finnst mikilvægast af öllu, að þau vaxi upp og verði gott fólk, og það er ekki undir þjóðerni eða ríkisborgararét'i komið, sem betur fer“. Nóg að hafa einn konsertpíanista í fjölskyldunni. Nú kemur Dódý aftur inn. Nadia litla er sofnuð, og þau þurfa að fara að flýta sér f all- ar kveðjuheimsóknirnar. „Þú ert alltaf sami fslendingur inn í þér?" Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.