Vísir - 03.07.1964, Side 4

Vísir - 03.07.1964, Side 4
4 V í S I R . Föstudagur 3. júlí 1964. Sir Alec Douglas-Home, myndin tekin við anddyri Downing Street 10. ^ , . . I - ;■ v • .■ ; ■■•. eftir Þorstein O. Thorarensen, í ektóber næsta haust eftir rúma þrjá mánuði eiga þingkosningar að fara fram í Bretlandi. Það er nú almennt álitið, að í þeim kosningum gerist þau stórtíðindi, að Verka- mannaflokkurinn nái meirihlut- anum og Harold Wilson for- ingi hans myndi ríkisstjórn. Almennt er talið að meirihluti Verkamannaflokksins verði naumur, er talað um að hann fái um 20 til 30 þingsæta meiri hluta og ef til vill enn naumari. Þessar kosningahorfur byggj- ast mjög mikið á aukakosning- um sem fram hafa farið i vor í kjitrdæmum sem losnað höfðu við fráfall nokkurra þingmanna. íhaldsfiokkurinn gerði sér von- ir um að fylgi stjórnarinnar myndi aukast, þegar hinn nýi forsætisráðherra Sir Alec Douglas-Home festist í sessi, en hann tók við völdum s.l. haust. Vonuðu þeir að honum myndi takast að sameina flokk- inn eftir sundrungina s.l. ár. Það hefur honum iíka tekizt, en hvernig sem á því stendur hefur honum ekki tekizt að Iaða til sín kjósendur, Verka- mannaflokkurinn hefur haldið áfram að vinna á. Cíðustu aukakosningar, sem ^ mark er tekið á fóru fram í Faversham nú f byrjun júní og sýndu þær sömu hreyfingu og áður, að um það bil 5% af kjósendunum hafa síðan í síðustu þingkosningum 1959 auðvitað aðeins vísbendingu og yfirleitt er talið, að fylgistap íhaldsflokksins sé ekki alveg svona mikið. Einnig má vera, að stjórnin vinni nokkuð á fram á haustið. Þrátt fyrir:það þykir flestum augljóst, hvert straumurinn liggur og viður- kenna margir íhaldsmenn, að allar horfur séu á að flokkur þeirra missi völdin. Það er ekki búizt við mikilli kosningaþátttöku. Sannleikur- inn er sá, að báðir stærstu flokkarnir höfðu búið sig undir harða kosningarimmu, en svo gerðist það altt í einu, að aðal deilu- og hitamálið gúfaði upp. Þess vegna er eins og eitthvert tómahljóð sé í kosningaundir- búningnum. Flokkarnir hafa misst stærsta ágreiningsmálið og tekst ekki að finna neitt annað, sem geti vakið veruleg- an áhuga kjósendanna. Jpyrir nokkrum vikum var for- sætisráðherra Breta Sir Alec á ferð í. Bandaríkjunum. En hann var svo óheppinn að vera þar á sama tíma og hin fræga unglingahljómsveit „The Beatles“. Það má nokkuð marka ástandið í brezkum stjórnmál- um, að Sir Alec hvarf algerlega í skugga bítlanna. Blöðin bæði austan og vestan hafs höfðu ekkert pláss til að segja frá för forsætisráðherrans við hliðina á flannastórum fyrir ;ógnum og myndum af sigurför bítlanna. íhaldsflokksins og því hugðist Verkamannaflokkurinn notfæra sér það til hins ýtrasta. Þó var íhaldsflokkurinn vafalaust mjög sterkur í því og hefði sennilega getað unnið kosning- ar á þessu máli, vegna þess að flestir sáu, þar á meðal einnig fylgismenn Verkamannaflokks- flokksins, að innganga f Efna- hagsbandalagið var eina prakt- íska lausnin á erfiðleikum Breta. Það var ætlun Macmillans þáverandi forsætisráðherra Breta, að ganga í Efnahags- bandalagið í byrjun árs 1963 ,og síðan var það hugmynd hans að efna til þingkosninga á s.l. hausti, sem snerust þá aðallega um afstöðuna til Efnahags- bandalagsins. En eins og allir minnast kom de Gaulle Frakklandsforseti mjög skyndilega í veg fyrir þetta með því að neita Bretum um inngöngu. Þetta kom alger- lega á óvart og þar með var eins og loftið færi úr brezkri stjómmálabaráttu. Þetta minnti einna helzt á hjólbarða sem springur, svo stöðva verður bif- reiðina. Og verst var að það var enginn varahjólbarði til, svo að hægt væri að halda á- fram. grezku blöðin höfðu verið full af efni og upphrópun- um um Efnahagsbandalagið. Allt í einu hætti það og þau sneru sér að öðrum viðfangs- Dáðir stærstu flokkarnir hafa nýlega skipt um forustu- menn. Harold Wilson tók við forustu Verkamannaflokksins eftir fráfall Gaitskells og Sir mMV kjarnorkustyrkleika sínum. En hann hafði erfiðan drösul að draga, þar sem var einmitt Wilson, er var foringi vinstri arms flokksins og var stöðugt & í. Stjórnarskipti í Bretlandi / haust? snúizt frá . íhaldsflokknum til Verkamannaflokksins. Sú hreyf ing myndi ef hún gengi í gegn- um öll kjördæmin gefa Verka- mannaflokknum um 60 þing- sæta meirihluta. Faversham-kosningarnar gefa osningamálið, sem hvarf er v eins og öllum er kunnugt innganga Breta í Efnahags- bandalag Evrópu. Þetta mál var orðið ákaflegt hitamál. Það mætti sterkri andspyrnu vissra þjóðernissinnaðra afla innan efnum, frægast þeirra var Profumo-hneykslismálið. Þó að það væri nógu slæmt í sjálfu sér er álitið að það hefði ekki vakið svo feikilega athygli og það gerði nema vegna þess að það kom einmitt inn í tómarúm stjórnmálanna, þegar pólitísk viðfangsefni skorti. Profumo-hneykslið varð banabiti Macmillan-stjórnarinn- arinnar ’og það er vafalaust fyrst og fremst því að kenna, að hallað hefur undan fæti hjá íhaldsstjórninni síðan. Eitt sér skipti það þó ekki öllu máli, þó einn ráðherra í stjórninni hefði hegðað sér syndsamlega. Hitt var miklu alvarlegra, að það staðfesti þann grun, að Mac- millan hefði ekki til að bera þann aga og siðferðislega kröfuhörku sem krefjast yrði af forustumanni þjóðarinnar. Þess vegna missti hann traustið og varð að fara frá. Alec Douglas-Home tók við stjórnartaumunum og forustu íhaldsflokksins, þegar Mac- millan varð að segja af sér. eftir Profumo-hneykslið. Þeir eru því báðir lítt reyndir í forustu og enn óséð, hvern baráttuhug og áróðurskraft þeir hafa í kosn- ingunum. En margt bendir til, að þeir séu litlausari og eigi örðugra með að vekja upp á- huga almennra kjósenda en fyrirrennarar þeirra. 1 Þeir tóku báðir við flokkum sínum klofnum og sundurlynd- um og báðum hefur þeim tekizt betur en nokkur þorði að vona að sameina kraftana innan flokkanna. Síðustu ár Gaitskells var Verkamannaflokkurinn alvar- lega klofinn. Gaitskéll var mik- ill og ákafur stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins ' og vildi að Bretar stæðu í öllu við landvarnaskuldbindingar sínar, þar á meðal að þeir héidu v;ð að stofna til ágreinings og stóð fyrir stríðni og strákapörum. Wilson var einnig miklu harð- skeyttari sósíalisti og hélt stöð ugt uppi háværum kröfum um frekari þjóðnýtingu sem Gait- skell var ekki hrifinn af. Staf- aði af þessu stundrungu og varð Gaitskell að reka nokkra æstustu stuðningsmenn Wilsons úr flokknum. En síðan dó Gait- skell, og þróun mála varð lík og oft er í Jafnaðarmanna- flokkum, Wilson foringi vinstri armsins komst að, þannig sam- einaðist flokkurinn aftur skjót- lega, enda tók Wilson að fara sér hægar, strax og nokkur á- byrgð kom honum á herðar. Siðan hefur varla nokkur sundrungarrödd heyrzt í Verka mannaflokknum, nema ef vera skyldi örfáir einangraðir of- stækisfullir fyrri stuðnings- menn Wilsons, sem eru ekki Framh. á bls. 10. st . Harold Wilson, foringi Verkamannaflokksins. Myndin er táknræn * fyrir hann. Hann er alltaf með pípuna uppi í sér.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.