Vísir - 03.07.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 03.07.1964, Blaðsíða 16
I ijJW.". mm.vu j,.«»"i».iminmi ':l[Wm~- Jb *^ «H. STw Föstudagur 3. júlí 1964. Philipus óksjáíhr kringum I ferð sinni kringuní Mývatn í gær ákvað Philipus prins að taka sjálfur við stjórn bifreiðar- imsar. Það var við Geirastaða- kvísl, þar sem Laxá rennur úr Mývatni, sem hann settist undir stýrið. Var sýnilegt, að han.i var f sjöunda himni yfir að fá tækifæri til að keyra. Nú vita allir, að vegurinn í kringum Mývatn er mjór, hæðóttur og hlykkjóttur og víða blindbeygj- ur á honum við hraunkletta. En prinsinn var sýnilega leikinn bfl stjóri og fór allar þessar beygj- ur léttilega, stundum mootti hann bílum á ferð eða fór fram úr þingeyskum bændum á dráttarvélum. Veifaði hann þá glaðlega til þeirra. Hann vildi og alltaf nema staðar til að horfa á fugla og fara út til að mynda þá. Meðal annars ók hann af- leggjarann frá sumarbústaðnum Höfða, sem er á köflum mjög brattur og hættulegar beygjur á honum, einnig afleggjarann inn í Dimmuborgir, sem er mjög grýttur. Bifreiðin, sem hann ók, var Ieigubifreið frá Akureyri af Zephyr-'gerð. Fréttamanni Vísis tókst að ná meðfylgjandi mynd af prinsinum, þar sem hann þeysir fram hjá eins og æfður ökumaður. NÝTT NÁMSEFNI UM ÍSLAND í ERLENDUM KENNSLUBÚKUM Ráðstefna um endurskobun kennslubóka / landafræoi hófst i REYKJAVIK i morgun Oft hefir vcrið að þvi fundið að Iítið og stundum ranglega væri sagt frá íslandi í erlend- um landafræðikennslubókum. Nú er sérstakt tækifæri til að bæta úr þessu og verður áreið- anlega reynt af Islands hálfu. 1 morgun var Sett í hátíða- sal Háskóla íslands ráðstefna að forgöngu Evrópuráðsins, á vegum menntamálaráðuneytis- ins til endurskoðunar á kennslu bókum í Iandafræði um Norður Evrópulöndin sérstaklega. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, flutti ávarp við setn- ingu ráðstefnunnar, en undir- búning hennar hafa haft með höndum af hálfu menntamála- ráðuneytisins Þórður Einarsson, fulltrúi, Guðmundur Þorláks- son, magister og dr. Sigurður Þórarinsson og eru þeir Guð- mundur og Sigurður einnig fulltrúar íslands. Ráðstefnuna sækja um 40 fulltrúar frá 18 ríkjum, sem eiga aðild að Evrópuráðinu eða menningarsáttmála þess, og frá þremur alþjóðlegum stofnun- um, Menningar- og visinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahagsbandalagi Evrópu og Kennarasambandi Evrópu. Auk menntamálaráðherra flutti dr. G. Neumann deildarstjóri I menningarmáladeild Evrópu- ráðsins, ávarp við setningu ráðstefnunnar í morgun. For- seti hennar var kjörinn Guð- mundur M. Þorláksson magister og varaforsetar Miglionini frá ítalíu og Guilleanáin frá ír- landi. Þetta er fjórða og síðasta ráð stefna Evrópuráðsins um end- urskoðun kennslubóka um Framh. á bls. 5 Kosið í skipu- lagsnefnd I gær var kosið i skipulags- nefnd í borgarstjórn Reykjavikur. Þessir voru kjörnir: Gísli Hall- dórsson, Þór Sandholt og Geir- harður Þorsteinsson. Varamenn voru kjörnir: Olfar Þórðarson, Valdimar Kristinsson og Þorvald- ur Kristmundsson. Frá setningu landafræðiráðstefnunnar í morgun. 9sóttuumembætti yfirborgardómara Einn sótti um yfWmk®áómmm-siiiri Umsóknarfrestur um embætti yfirborgardómara og yfirsakadóm- ara rann út um mánaðamótin. Sækja níu um embætti yfirborgar- dómara en aðeins einn sækir um embætti yfirsakadómara. Þessir sækja um embætti yfir- borgardómara: Bjarni Kr. Bjarna- son, borgardómari, Emil Ágústs- son, borgardómari, Guðmundur Jónsson, borgardómari, Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, Jón Finnsson, bæjarfógetafulltrúi í Hafnarfirði, Kristján Jónsson, borgardómarí, MagnUs Thorodd- Framhald á bls. 5. Vörulisti kvcMsölustaðu verður uukinn Á l'umli borgarstjórnar Reykja víkur í gær var samþykkt að heimila fjölgun vörutegunda, sem kvöldsölur mega verzla með til kl. 23,30 Jafnframt var ákveðið að borgarráð geti heim ilað verzlunum, sem hafa tíl sölu „sæmilegt úrval helztu nauðsýnjavara", að hafa opið til kl. 22 á kvöldin. Sigurður Magnússon, borgar- fulltrúi, gerði að tillögu sinni að vörutegundir yrðu ekki jafn- margar og fyrrgreind tillaga mælti fyrir um. Jafnframt lagði hann til að borgarstjórn frest- aði ákvörðun um síðari tillöguna um heimild fyrir verzlanir að hafa opið til kl. 22. Báðar til- lögurnar voru felldar, fyrri til- Iagan með 13 atkvæðum gegn einu og seinni tillagan með ellefu atkvæðum gegn þrem. Sigurður Magnússon tók fyrst ur til máls um tillögurnar. Kvaðst hann vera mjög andvíg- ur tillögum um aukinn vörulista Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.