Vísir - 07.07.1964, Side 1

Vísir - 07.07.1964, Side 1
'4. árg. - Þriðjudagur 7. júlí 1964. - Í52. tbl. - ... /s’ Tuttugu bátur stundu síld- veibur við Vestmunnueyjur — og veiða afbragðsvel Þjóðvegurinn um Selfoss mulbikuður Hliðstæðar framkvæmdir víða undirbúnar í kaupstöðum og kauptunum Síðustu vikur hafa örfáir Vest mannaeyjabátar stundað sild- veiðar í kringum Eyjar með góð um árangri. Af 20 bátum hafa 16 þeirra fengið rúm 10 þúsund mál síldar allt í kringum Vest- mannaeyjar og virðist þar vera um næga sild að ræða. Hafa þessir bátar í hyggju að stunda þessar veiðar áfram í sumar, f stað þess að halda austur fyiir land. Síldar hefur orðið vart í kring um Eyjar undanfarin sumur og hafa einhverjir bátar stundað þær veiðar. Aldrei munu þeir þó hafa verið jafnmargir og nú. Hér er mest um Vestmannaeyja báta að ræða, en nokkrir eru frá Suðurnesjum og Reykjavik. Undanfarna daga hefur veður hamlað veiðum nokkuð. Sú sild sem veiðzt hefur, hefur farið í - bræðslu og nokkuð hefur farið í frystingu. Eftirtaldir bátar fengu upp- talinn afla í júní: Til Hraðfrystistöðvar Vsst- mannaeyja: Ásgeir 590, Gull- borg 4850, Pétur Ingjaldsson 6570, Akurey 200, Ásgeir RE 2610, Kári 240 - alls 15060 m. Til Fiskimjölsverksmiðjunnar: Reynir 6300, Kristbjörg 3240, Halkion 1970, Hrafn Sveinbjarn arson GK 510, Öfeigur II 3230, Ófeigur 1400, Meta 3880, Marz 2550, Eriingur III 1080, Víðir II GK 1110, Gulltoppur 570, Hug- inn 1980, - alls 27820 mál. Eins og sést af meðfylgjandi mynd er verið að undirbúa mal- bikun þjóðvegarins gcgnum Sel- fosskauptún og gerbreytir sú framkvæmd öllu lffi fólks þar, næstum að segja, jafn gífurleg umferð og er þama og rykiö frá hénni óskaplegt. Með nýju vegalögunum er varið rúmlega 30 milljónum króna í ár til var- anlegrar gatnagerðar í kaupstöð um og kauptúnum Iandsins og er mjög víða verið að undirbúa malbikun aðalgatna, eins og á Selfossi. Jafnvel mun vera byrj- að að malbika sums staðar, t. d. í Neskaupstað og á Akureyri. Sigurður Jóhannsson, vega- málastjóri, sagði í viðtali við Visi í morgun, að samkvæmt nýju vegalögunum ættu kaup- staðir og kauptún (með yfir 300 ibúa) að fá 12 og hálft prósent, eða áttunda hluta heiidarfram- iags til vegamála á hverju ári, og á að verja þessum hluta vegafjárihs fyrst og fremst til varanlegrar gatnagerðar f kaup- stöðum og kauptúnum, malbika t. d. þjóðvegina gegnum þessa BLA-ÐIÐ í DAG Bls. 3 Kvennasíða. 4 Bankar, viðskipti, framleiðsla. 7 „Lciðin til skáldskap ari‘, eftir Magnús Skúlason. 8 Heimsókn Krústjoffs tll Norðurlanda. 9 Vatnskælingarað- ferðln getur bjargað mörgum mannslffum staði, eins óg nú er gert á Sel- fossi. Þegar lokið er malbikun aðalgatna má verja þessu fram- lagi til annarrar varanlegrar gatnagerðar á hverjum stað, eft- ir ákvörðun hvers og eins. Sem fyrr segir er hluti kaup- staða og kauptúna í vegafénu 30,3 milljón króna í ár, eins og fram kemur á vegaáætluninni. Svarar það til 180 króna á hvert mannsbam á þessum stöðum. Þessi tekjustofn á eftir að ger- breyta svip margra kaupstaða og kauptúna landsins, gera þessa staði hreinlegri og um- ferðina öruggari og eru margir þessara staða þegar að hefjast handa með f'ramkvæmdir. En undirbúningur þeirra tekur víða langan tíma, það er bæði skipu- lagsvinna og víða þarf að leggja frárennsliskerfi eða breyta lögn- Hættu á í síldurverksmiðju eystru Alvarlegt ástand ríkir nú I síldarmjölsverk- smiðjunni á Eskifirði. í alla nótt og í morgun hef ur sú hætta verið yfir- vofandi, að eldur brytist út í fiskimjölsstæðunum með þeim afleiðingum, að fiskimjölið allt eyði- legðist og milljónatjón hlytist af. Var unnið að því í alla nótt að kasta mjölinu út, en síðast þeg ar Vísir hafði spurnir af, var sjálfsíkviknun enn- þá yfirvofandi. Menn urðu fyrst fyrir tveim dögum varir við, að hitnað hafði nokkuð í mjölstæðunum f verk- smiðjunni. Sá hiti stafar af því að mjölið er sett heitt i stæð- urnar og fær ekki tíma til að Framhald ð bls. 6. Þrír ungir piltar dæmdir fyrir lík- amsárás og tilraun til nauðgunar Hinn 1. þ.m. var í sakadómi Reykjavikur kveðinn upp dóm- ur I máli þriggja pilta, sem á- kærðir voru fyrir að hafa sam- eiginlega ráðizt á 15 ára gamla stúlku i Hljómskálagarðinum aS faranótt 30. ágúst 1963 og reynt þar að nauðga henni. Málavextir voru þeir að um- rætt kvöld hitti stúlkan pilta þessa í miðbænum, en þeir voru þar á ferli ásamt tveim öðrum félögum sfnum. Stúlkan þekkti tvo piltanna og tóku þau tal saman. Gengu þau siðan suður Tjarnargötu og að norðvestur- horni Hijómskálagarðsins, sem er kjarri vaxið, og réðust þar piltamir á stúlkuna og drógu hana inn í kjarrið, lögðu hana niður og sviptu hana klæðum, og gerði einn þeirra sig því næst líklegan til samfara við hana, en áður en til þeirra kæmi hurfu piltarnir frá verkinu og hlupu burt, þar sem þeir óttuð- ust mannaferðir. Tveir piltanna voru innan sak hæfisaldurs, eða 14 ára að aldri, og var því mál aðeins gegn þremur. Var dómsniðurstaða í málinu þessi: Einar Sverrir Einarsson, 19 ára að aldri, var dæmdur í 1 árs fangelsi, Heigi Knútur Guð- mundsson, 18 ára að aldri var dæmdur í vist á viðeigandi hæli, enda var geðheilbrigði hans áfátt, og Bragi Rúnar Sveinsson, sem aðeins var 15 ára að aldri er brotið var fram ið, hlaut 1 árs skilorðsbundið fangelsi. Stúlkunni ,sem fyrir ár ásinni varð, voru dæmdar 15 þús. kr. í miskabætur úr hendi ákærðra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.