Vísir - 24.07.1964, Síða 3

Vísir - 24.07.1964, Síða 3
V í SI R . Föstudagur 24. júlí 1964, 3 Pólski sendiherrann og frú hans, sendiráðsritari og kona hans. í fyrradag var þjóðhátíðardagur Pólverja og jafnframt frelsis- dagur. Pólski sendiherrann hafði boð inni í Þjóðleikhúskjallaran- um kl. 5,30 síðdegis. Þar komu ýmsir þekktir íslendingar af flestum stéttum þjóðfélagsins til þess að heiðra pólsku þjóðina og minnast baráttu hennar fyrir mannréttindum og lausn undan oki og kúgun. Nú er tuttugu ár liðin, síðan Varsjá var frelsuð undan hernámi þýzku böðlanna. Fáar þjóðir hafa barizt af jafn miklum kjarki við ofbeldisstjórn ir og Pólverjar. Og fáar þjóðir hafa verið eins trúar hugsjónum kristindómsins og þeir, en sem kunnugt er, hefur trúariðkan verið þeim Ieiðarljós í blíðu og stríðu. Kirkjur eru alltaf troð- fullar í PóIIandi á þessum tímum Póiski sendiherrann og frú hans, Viktor og Daniella Jabczynski, tóku í höndina á boðsgestum, hverjum á fætur öðrum. — í boð inu var sundurleitur hópur allur skalinn af manngerðum, en öll- um gert jafnhátt undir höfði, að því er sýndist. Þáma gengu fátækir íslenzkir nðmsmenn í Póllandi á hæla bankastjóra og stórkaupmanna. Rússneski sendi herrann og frú mættu snemma til gleðinnar.. Hann var klæddur eins og aðmíráll frá Svartahaf- inu, allur borðalagður. Og þarna var Vilhjálmur Þór — og skömmu seinna birtist Jón Leifs, tónskáld og frú. Eiías Mar rit- höfundur kom einsamali, og nokkru seinna birtust þeir feðg ar Guðmundur Thoroddsen, læknir, og Þrándur sonur hans, sem er að ijúka námi í kvik- myndalist (stjórn kvikmynda) í Lodz í Póllandi. Hannibal og sonur hans Arnór sáust og — auk þess mætti þarna fjöldinn aliur af íslenzkum menningar- fuiltrúum. Páii ísólfsson og frú heilsa pólska sendiherranum og frú; pólski sendiráðsritarinn er hægra megin Jón Leifs tónskáld og frú. Rússneski sendiherrann (t. h.) í alvarlegum samræðum, að því er virðist, við Korjagin, forstjóra Produrtorg Hannibal Valdimarsson (t. v.) og Guðjón Teitsson, forstjóri (í miðið).

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.