Vísir - 24.07.1964, Síða 5

Vísir - 24.07.1964, Síða 5
s Fösíudagur 24. júlí 1964 i Komin er til sögunnar deila fyrir opnum tjöldum milli de Gaulle forseta Frakklands og vestur-þýzku stjórnarinnar út af sumum svörum hans við fyrir- spurnum fréttamanna. Vfsaði Bonnstjórnin á bug ummælum hans um undirlægjuhátt gagn- vart Bandaríkjunum, en þessari tilkynningu var svo fylgt eftir með yfirlýsingu Schröders utan- ríkisráðherra út af gagnrýni de Gaulle á seinagangi Bonnstjórn ar að því er varðaði fram- kvæmd fransk-þýzka sáttmálans og kvað Schröder Vestur-Þýzka land aldrei hafa fallizt á þann sáttmála til þess að aðhyllast einvörðungu franska stefnu. Bonn-fréttaritari brezka út- varpsins símar, að í herbúðum stjórnarinnar og meðal fylgis- manna hennar sé Iitið svo á, að de Gaulle hafi að þessu sinni gengið lengra en fyrr í íhlutun- arátt um innanlandsmálefni Vestur-Þýzkalands, og hafi hann í rauninni verið að veita stuðn- ing þeim minnihluta innan flokks kristilegra lýðræðissinna, sem hlíta forustu Adenauers fyrrverandi kanslara Vestur- Þýzkalands. Fundur de Gaulle með frétta mönnum stóð fimm stundar- fjórðunga. De Gaulle kemur fram á slíkum fundi á misseris fresti og var þessa fundar beðið með enn meiri óþreyju en fyrr, sökum þess hve ólgan er vax- andi út af mörgum heimsvanda- málum og öðrum, sem geta leitt til heimsvanda. Fjölda margir fulltrúar erlendra ríkja sátu fundinn. Forsetinn kvað skiptingu heimsins í tvo hluta, öðrum stjórnað frá Moskvu, hinum frá Washington, ekki raunverulega lengur, og þótt bandalag við Bandaríkin væri nauðsynlegt, ætti það að vera án undirlægju háttar, enda hverfandi. Sovétríkin kailaði hann síð- asta nýlenduveldið í heiminum og væri því nú ögrað af Kína. Hann kvað ekki hafa miðað eins vel að því í kommúnista- ríkjum og lýðræðisríkjum að bæta hag almennings. Hann kvað Evrópu verða að vera trúa sjálfri sér — og fylgja eigin, sjálfstæðri stefnu, taka á sig fulla ábyrgð á henni, axla sína eigin byrði og leysa sín vandamál sjálf. De Gaulle lagði til, að haldin yrði ný Genfarráðstefna um „Indókína“ eða Suðaustur-Asíu- ríkin, til þess að leggja bann og girða fyrir erlenda íhlutun tryggja hlutleysi. Um kjarnorkumálin sagði de Tilkynnt hefir verið opinberlega á Kýpiu, að Grivasi ofursta hafi’ verið falin yfirstjórn Samtaka borg aralegra vama, en tilkynningin kom rétt á eftir að frétt hafði borizt Grivas og Makarios. „I átt til um> Tyrklandsforseti hefði sagt, einingar með þungum fallbyss- að hægt væri að útkljá Kýpurdeil- um“. una með sprengjuárásuin. Fullyrt' er, að Kýpurstjórn ráði og eldflau§- um, sem eru ætlaðar til þéss að skjóta af jörðu. Grískumælandi þingmenn í full- trúadeildinni á Kýpur samþykktu í gær einróma, að Bretar skyldu á burt með sína menn úr gæzluliði Sameínuðu þjóðanna, þaf'Sem þeir hefðu reyrizt vilhallir tyrknesku i ’inyéía'ntíi !'tiibhri'úiVi. Álýktúnin" er ! ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina. | Tyrkneskumælandi þingmenn ' hafa ekki sótt þingfundi í meira en misseri. De Gaulle Gaulle, að Frakkland væri stað ráðið í að fylgja eigin stefnu i kjarnorkumálum og koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum. GAGNRÝNI. Mikil gagnrýni hefir þegar komið fram á svörum de Gaulle. I Bonn er litið svo á, að um- jnæli hans séu neikvæð, og menn hafa móðgazt af uir|næl- um hans um undirjaagjuhátt, en leiðtogar Vestur-Þýzkalands telja framhaldssamstarf við Bandaríkin nauðsynlegt. Enn- fremur eru menn fráhverfir því, að undanteknum Adenauer og Framh á bls b I Krafist rannsókn- ar í Bfoom-málinu HRUN þvottavélaveldis Bloom’s hins brezka er for- | síðuefni brezku blaðanna um Í! þessar mundir. Sum krefjast opinberrar rannsöknar. Eins og getið var í frétt hér í blaðinu var Bloom að skemmta sér á snekkju sinni á Svartahafi, þeg ar hrunið kom. Það var skorað á hann að koma heim og gera grein fyrir öllu. Hann kom — til þess að segja, að engu yrði Ibjargað. Eitt Lundúnablaðanna fjallar um málið í ritstjórnargrein. Það segir, að ýmsir muni hlakka yfir óförunum, m a. keppinautar, sem það bitnaði á, hve vel gekk fyrir honum að selja þvottavélar beint til neyt- enda, aðrir vegna þess, að þeim hafi ekki geðjast að ákefð hans og bægslagangi, enn aðrir vegna þess, að eftir að hann ruddist með bægslagangi inn á vettvang viðskiptasamkeppninnar, aafi s hann fengið þá ráðningu, sem jg hann hafi til unnið, — en því | megi ekki gleyma, að nron Ö sem þetta bitnar á fjölda a manna. Atvinna margra manna | sé í hættu. Saklaust fólk, sem fl trúði á fyrirtækið, verði fyrir tapi, fólk, sem illa megi við því. Og ekki megi gleyma við- skiptavinunum, sem hafi á- hyggjur af útvegun varahluta, viðhaldi og viðgerðum. Loks megi ekki gleyma því, að þótt illa hafi farið, hafi ver ið um góða hugmynd að ræða. Með beinni sölu hafi Bloorn gert almenningi, sem litið hafði á þvottavélarnar sem „lúxus“- vöru, kleift að eignast þær, — þær hafi orðið nauðsynjavarn- ingur í augum almennings, sem hann hafði séð sér fært að kaupa. Þannig hafi milljómr manna hagnast. — Af öllum þessum ástæðum komi / það, skakkt niður og beri að harma að menn hlakki yfir því sem gerðist, en þó verði að spyrja: Hvað gerist? Er allt glatað eða er enn hægt að bjarga Rolis Razor? Krefjast verður margvís legra skýringa af Bloom og málflutningur hans verður að vera eins sannfærandi og hól sölumanna hans um gæði þvotta vélanna, Furðulegast og óviðkunnan- legast er, að hvorki Bloom né ýmsir heiztu menn hans voru Framh á bls 11

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.