Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 16
Réttarhöldin í morgun Einar Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður Hrefnu frammi fyr:r sjódóminum. Kristján Jónsson borgardómari: J ' Frá sjóprófum vegna m.b. HREFNU: Skipstjórinn vissi enga skýringu á lekanum! Miðvikudagur 29. júlí 1964. Ágæt aðsókn að skíðahótelinu Aðsókn að skíðahótelinu í Hlíðarfjalli á Akureyri hefir verið með ágætum í sumar, en nokkuð dregið úr henni upp á síðkastið. Er veðrinu þar eink um kennt um, og eins því að engar fastar ferðir hafa verið upp í fjallið. Að vísu mun vera sérleyfi á leiðinni, en ferðir hafa samt verið mjög stopular og óáreiðanlegar. Mörg fjölmenn þing hafa ver ið þar í sumar og þátttakendur þá fyllt hóteiið í nokkra daga, og eins hefir verið þó nokkuð um erlenda gesti. M.a. dvelst þar nú um 14 manna hópur. Slys ó Vaðlaheiði Kona í Volkswagenbifreið sem var á leið yfir Vaðlaheiði í gær meiddist illa þegar hún lenti i árekstri við flutninga- bifreið, og skemmdist Volks- ;ageninn — sem var frá bílat leigu á Akureyri — mikið. Hún var þegar flutt í sjúkrahús, en engan annan sakaði. Sjópróf vegna skipstapa m.b. Hrefnu í fyrrinótt, hófust í Hegn ingarhúsinu í morgun. Einar Guðjónsson skipstjóri á Hrefnu var mættur fyrir réttinum en dómari var Kristján Jónsson borgardómari. Yfirheyrsiunni yf ir skipstjóranum var ólokið þeg ar fréttamaður Vísis yfirgaf réttarsalinn um kl. 11,30, en fram hafði komið, að Einar skip stjóri gerði sér enga grein fyrir þvi, hver orsök slyssins var. Víst er að leki kom að bátn- um, og sagði skipstjórinn svo frá að sá leki hafði verið í vélar rúminu. Hins vegar hafði hann enga hugmynd um hvernig sá leki hefði getað myndazt og gat enga skýringu á því gefið. Það fyrsta sem hann vissi um lekann, var, þegar einn háset anna kallaði upp, að sjór væri i lestinni. Leit hann þá niður í vélarrúmið og sá að það var hálffulit af sjó. Fór hann síðan ásamt vélstjóranum þar niður, en vegna myrkurs þar niðri og sjávar, sem fossaði inn, gafst ekkert tækifæri til frekarj eftir grennslana. Framhald frásagnar skipstjór ans var blaðinu ekki kunnugt, þar eð fréttamaður þurfti að yfirgefa salinn eins og fyrr seg ir. Það kom fram í réttarhöldun- um að báturinn lak víða og þá einkum þegar vont var í sjó. Hrefna RE var allgamall bátur, STRANGT EFTIRLIT HAFT A ELD- Samtal Vísis við sýslumanninn í Vík Frakkarnir hafa áætlað að skjóta eldfiaug- unum annað kvöld kl. 18.00. ef veður og aðr- ar aðstæður leyfa. Hafa ís- lenzk yfirvöld gert nauðsynleg ar varúðarráð- stafanir vegna tilraunanna. ís- lenzkur lög- reglumaður, Sig urður Ágústs- son, varðstjóri úr Reykjavík, hefur undanfarið dvaiizt þar eystra og fylgzt með viðbúnaði Frakkanna og annazt öryggis- gæzlu fyrir hönd íslenzku vald- hafanna. BANNSVÆIÐIÐ. Vísir átti tal af Einari Odd- syni, sýslumanni í Vík, í morg- un til þess að grennslast nánar um ástandið í öryggismálum í grennd við skotstaðinn. Hann veitti þá vitneskju, að á morg- un bættust við 8—9 lögreglu- menn úr Reykjavík, og mundu þeir sjá um, að vegurinn væri lokaður bæði að austan og vestan á meðan tilraunirnar færu fram. Á veginum austan- verðum yrði vörður við sauð- fjárveikivarnargirðingu við Hafursey, sem er um 20 km frá Vík, og að vestan, við afleggj- arann upp við Höfðabrekku- heiðarnar — en hið bannlýsta svæði er í fimm km. radíus frá skotstaðnum. Sýslumaður kvaðst sjálfur mundu vera í sambandi við Pétur Sigurðsson, á varðskipinu „Óðinn“ sem yrði staddur út af ströndinni, til þess að fyigjast með skipum og bátum, og einnig kvaðst hann mundu hafa samband við lögreglumenn á varðpóstunum gegnum talstöðvar þeirra í bíl- unum. Síðan iéti hann Frakk- ana vita, hvort allt væri með felldu bæði á sjó og landi. Sýslumaður sagðist mundu byrja eftirlit sitt tólf tímum áð- ur en skotið yrði. Pramhald ð bls. 6. Bardagi við stærsta laxinn Haraldur V. Ilaraldsson, Flóka götu 12, veiddi byngsta laxinn i sumar í Sandá í Þistiifirði. Þetta gerðist að kvöldi þess 24. júní, efst í ánni i fossinum sjálfum. Laxinn vó 28 pund og var 104 sm. að lengd. Hann beitti niaðk, og vopnið var 8 feta japönsk stöng (bambus) með Ambassor- hjóli. Vísir rabbaði við Harald um atvikið. Hann sagðist hafa ver ið þarna með tveim félögum sínum, Garðari Svavarssyni, kaupmanni, Rauðalæk 9, og Jóhannesi Guðmundssyni, bónda á Flögu. Þeir höfðu komið auga á ,,hann“ ofan af gljúfrinu, en 16 metra standberg báðum meg- in fossins. Veður var lygat en aðeins skýjað. Haraldur kvaðst hafa skriðið ofan í gljúfr ið, og svo hafi hann þurft að fikra sig áfram sentimeter eftir sentimeter fyrir laxinn, svo að hann yrði sín ekki var. Þetta virtist hafa verið vísindalegur hernaður. ,,Og þegar ég loks. komst upp fyrir hann renndi ég- niður í fossinn og hann tók eiginlega strax, en þó svo dræmt, að ég kippti út úrhonum — hann styggðist, þá hélt ég að hann ætti leikinn. Þá tilkynntu þeir mér upp á brúninni (sem fylgdust með öllu) að hann hefði fært sig 8 — 10 metra upp i móti. Ég beygði mig og var nú kominn hálfur ofan í vatnið og blautur ofan á bak. Svo dró ég inn og beið í ca 10 mínútur hreyfingarlaus. Þetta var erfið aðstaða. Þá fæ ég tilkynningu Framhald á bls. 6. Haraldur V. Haraldsson. Flókagötu 12, Rvík, veiddi þyngsta laxinn á sumrinu, 28 pund og 104 sm., í Sandá < Þistilfirði. Myndin er tekin ;i staðnum. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.