Vísir


Vísir - 06.08.1964, Qupperneq 3

Vísir - 06.08.1964, Qupperneq 3
V í S IR . Fimmtudagur 6. ágúst 1964. 3 Þessi dreki verður settur saman, og mun spúa eldi og eimyrju. Hann er i 5 hiutum, verður 14 metrar á lengd, og 3 á hæð. Heilir komið hingað þér Herjólfs inn i dalinn allir jafnir, engtnn hér öðrum fremri talinn. Jf Vf. > Þetta ljóðabrot eftir Áma og tiibreyting frá boltunum sem þexr flækjast með hér í Reykja- vík. Hátíðin verður sett af Guð- laugi Gíslasyni bæjarstjóra og Séra Þorsteinn L. Jónsson pre- dikar á útiguðsþjónustunni. Bálkösturinn mikli hlaðinn. Hann mun trufla næturró Iundans og fýlsins, er eldtungur hans leiks um hliöar hamrasaiarins Herjólfsdals. (Myndirnar tók Sigurgeir Jónasson). ÞjóShátííarundirbúnk~'jr Uestmannaeyinga Ámason munu margir Vest- mannaeyingar vilja telja ein- kunnarorð þjóðhátíðar sinnar, og víst er um að fáa er betra heim að sækja um þær mundir. Það ero nú líðin 90 ár síðan Vestmannaeyingar héldu sína fyrstu þjóðhátíð, og sögur segja að þá hafi verið veðri um að kenna Árið 1874, er þjóðhátíð var haldin á Þingvöllum komust Vestmannaeyingar ekki „upp á land“ sökum veðurs og gripu því til þess ráðs að slá upp eig in hátíð f Herjólfsdal, því að illt þótti mönnum að hafa engan fagnað. Var veizluborð mikið byggt nokkro fyrir neðan þann stað er hús Herjólfs Bárðarsonar fyrsta landnámsmanns Vest- mannaeyja, átti að hafa staðið. Það ero Þórarar sem sjá um hátiðlna að þessu sinni, og hafa þeir auðvitað vandað til hennar eftir mætti. Þeir nota að mestu „innlenda“ skemmtikrafta og þykir vel viðeigandi. í Fylki segir m.a. að knattspyrnumenn muni leiða saman hesta sina, og ætti það að vera nýstárlegt Lúðrasveitin leikur undir stjórn Oddgeirs, kvennakór syngur og tvöfaldur kvartett úr Samkórnum. Þá verður og barnagaman. Á kvöldvökunni verða m.a.: Lúijra sveitin, tvöfaldur kvartett, skemmtiþættir eftir Ása f Bæ og Loft Magnússon og einnig stuttur þáttur, sem Arnar Ein arsson hefur tekið saman. Þá munu og raddir þeirra Jóns Gunnlaugssonar, Róberts Arn- finnssonar og Rúriks Haralds sonar bergmála í klettunum, en hápunktur kvöldsins verður þeg ar Siggi Reim kveikir í bálkest inum á Fjósakletti kl. 12. „Og enn mun dansinn duna, unz gengin er gullin sól til við ar,“ eins og Árni Johnsen skrif ar í Fylki. k Unnið við smíðar. Séð yfir hátíðasvæðið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.